Morgunblaðið - 10.11.1999, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SIGURÐUR THORLACIUS
RÖGNVALDSSON
+ Sigurður Thor-
lacius Rögnvalds-
son jarðeðlisfræðingur
fæddist í Reykjavík 11.
janúar 1964. Hann lést
af slysförum 25. oktö-
ber síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Vídalínskirkju í Garða-
bæ 1. nóvember.
Þriðjudagurinn 26.
október byrjaði hjá mér
eins og hver annar dag-
ur, ég var að skríða á
fætur og undirbúa böm-
in mín í skólann þegar Finnbogi
hringdi og færði mér þær hræði-
legu fréttir að Sigurður bróðir hans
hefði dáið í bílslysi kvöldið áður.
Allt í einu var þetta ekki neinn
venjulegur dagur og þung vom
sporin í fjósinu þennan morgun.
Minningamar um æskuvin og
skólabróður hlóðust upp og gerðu
mér erfitt fyrir að einbeita mér að
því sem ég var að gera.
Sigurður, eða Siggi á Staðastað,
eins og hann var alltaf kallaður hér í
Staðarsveit fluttist að Staðastað
með fjölskyldu sinni árið 1973 og þá
þegar tengdust fjölskyldumar á
Ólkeldu og Staðastað sterkum vina-
böndum, ekki síst við Signý systir
og krakkamir á Staðastað.
Ég og Siggi urðum strax miklir
vinir og sú vinátta var traust, ekki
þannig að við héngjum saman alla
daga heldur vissum við hvor af öðr-
um og gátum alltaf
treyst hvor á annan.
Við höfðum mörg
sameiginleg áhuga-
mál, vomm báðir fót-
boltasjúkir og þau
vora ófá skiptin sem
við reistum mark á
túninu á Staðastað og
lékum listir okkar
með boltann ásamt
hinum krökkunum á
bæjunum. Þegar við
komumst á unglings-
árin fómm við að
keppa með liði Stað-
arsveitar í fótbolta og
þá var Siggi betri en enginn. Hann
lagði sig allan í lpikinn enda keppn-
ismaður mikill. Ég minnist þess að í
þau fáu skipti sem ég sá Sigga
skipta skapi var í fótboltaleik þegar
leikurinn þróaðist ekki eins og við
hefðum kosið. I fótboltanum vomm
við eins og alltaf, góðir saman, viss-
um alltaf hvar hinn var og unnum
saman af einhug.
Ég sé Sigga líka fyrir mér í
heyskapnum, standandi við blásar-
ann og skófla heyinu í hlöðu, enda
var Siggi hraustur mjög og hafði
yndi af því að reyna á skrokkinn
miklu frekar en að keyra traktor-
ana eða vinna önnur þau verk sem
ekki kröfðust líkamlegs atgervis.
Eitt sem ég mun alltaf minnast
þegar ég hugsa um Sigga er að á
þessum áram töluðum við oft um og
það í fúlustu alvöru að ganga í fóst-
bræðralag að hætti fommanna sem
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HANS KARL TÓMASSON
vélstjóri,
Hraunbæ 86, Reykjavík,
áður til heimilis að Grenivöllum 30,
Akureyri,
lést á heimili sínu sunnudaginn 7. nóvember.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju laugardaginn 13. nóvember kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast
hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Jastrid Ó. Pétursdóttir,
Pétur V. Hansson, Sigurlína Valgeirsdóttir,
Tómas R. Hansson, Steinunn Sigurbjörnsdóttir
og barnabörn.
t
Elskulegur unnusti minn, faðir, sonur, bróðir,
tengdasonur, mágur og frændi,
ANTON BJÖRN FERNANDO,
er látinn.
Jarðað verður frá Fella- og Hólakirkju föstu-
daginn 12. nóvember kl. 15.00.
Tanja Aðalheiður Larsen,
Alexía Rós Fernando,
Pálína Kristjánsdóttir, Edvin Már Fernando,
Þóra Haraldsdóttir, Kaj Anton Larsen,
Lilja C. Larsen,
Finnur H. Larsen,
Anna K. Larsen,
Finnur Harðarson,
Kristján Harðarson,
ívar Örn Harðarson.
Sigurður I. Einarsson,
Anna M. Björnsdóttir,
Valgeir Sveinsson,
Eva Sigurðardóttir,
Lilja V. Bryngeirsdóttir,
t
Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur hlýhug
og vináttu við andlát og útför ástkærrar eigin-
konu minnar, móður og ömmu,
ELÍSABETAR KRISTINSDÓTTUR.
Guð blessi ykkur öll.
Andrés Gestsson,
Birgir Andrésson,
Arnaldur Freyr Birgisson.
fólst í því að leggjast naktir undir
torfu og láta sér blæða saman. Það
eina sem kom í veg fyrir að við lét-
um af þessu verða var hræðsla okk-
ar beggja við hnífa. Ur þessu varð
þó aldrei og verður ekki héðan af.
Eftir að við hættum í gmnnskóla
og völdum okkur gjörólík ævistörf,
Siggi við jarðvísindi en ég við bú-
skap, hittumst við eðlilega miklu
sjaldnar, kannski einu sinni til
tvisvar á ári.
En þegar við hittumst var alltaf
eins og tíminn hefði staðið kyrr,
sami húmorinn, gerðum grín hvor
að öðram og lífinu almennt. Við rifj-
uðum gjarnan upp gamla fótboltaT
leiki, enda voram við alltaf sann-
færðir um að við hefðum engu
gleymt í boltanum og væram jafn-
veþennþá vaxandi leikmenn!
Ég gæti lengi skrifað og rifjað
upp minningar um Sigga á Staða-
stað sem svo snögglega var kippt út
úr okkar veraldlega lífi. Við spyij-
um til hvers en fáum engin svör.
Með þessum fátæklegu orðum vil
ég og fjölskylda mín, systkini mín
og þeirra fjölskyldur senda Nönnu
og börnunum, móður, systkinum og
aðstandendum öllum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi góður
guð hugga ykkur og styrkja.
Minning Sigga lifir.
Kristján Þdrðarson, Ölkeldu.
Margs er að gæta í landi hér og
höfuðskepnumar til alls vísar með
ýmsum hætti á sjó og landi. Leynt
og ljóst leggja þær snörar fyrir
mennina og stundum þegai- minnst
varir dynur óhamingjan yfir.
Harmafregn um slys berst ástvin-
um og vinum.
Margir hafa minnst Sigurðar
Thorlacius Rögnvaldssonar á
óvæntri sorgarstundu, verðleika
hans og verka. Hann hafði ávaxtað
sitt pund, góðar gáfur sínar, og ung-
ur að áram var hann kominn í röð
sérfræðinga í vísindum sínum, jarð-
skjálftafræðunum. Nánasta sam-
starfsfólk hans á Veðurstofu Is-
lands og víðar mun njóta þess sem
Sigurður hafði komið í verk. I minn-
ingu hans mun það halda ótrautt
áfram þegar birtir upp.
Sigurður var hvers manns hug-
ljúfi á vinnustað sínum, Veðurstofu
Islands, enda maður hógvær og
dagfarsprúður. Utan ánægjulegra
samtala í matsal í kaffi- og matar-
hléum áttum við samskipti öðra
hverju um ýmis málefni. Minnist ég
þess er við unnum samtímis ekki
alls fyrir löngu að sitt hvorri um-
sókn til rannsóknasjóðs Evrópu-
bandalagsins og skiptumst á upp-
lýsingum. Frágangur slíkra
umsókna er talsvert bauk og svara
þarf skilmerkilega ýmsum almenn-
um spumingum um ytri skilyrði.
Nýlega áttum við Sigurður ánægju-
legt samstarf í tengslum við ráð-
stefnu á vegum Eðlisfræðifélagsins
um eðlisfræði á Islandi sem haldin
var í haust. Fyrri dag ráðstefnunn-
ar flutti hann athyglisvert erindi um
jarðskjálfta úti íyrir Norðurlandi.
Sigurður vann skjótt og vel að
hagnýtum verkefnum sem fyrir
lágu og hafði ekki fleiri orð um en
þurfti.
Fjögurra kynslóða kynni með
fjölskyldum okkar Sigurðar varð
einhvern veginn til þess að ég þótt-
ist eiga meiri hlutdeild í honum en
ella, svo sem þeim bræðram hans
Omólfi og Olafi, sem einnig hafa
komið við sögu á Veðurstofunni, og
syrgja nú bróður sinn. Skulu þau
góðu kynni ekki rakin hér frekar, en
innileg samúð vottuð eiginkonu Sig-
urðar, Nönnu Lind Svavarsdóttur,
og ungum börnum þeirra, móður
Sigurðar, Kristínu Thorlaeius, og
ömmu, frú Aslaugu Thorlacius, fjöl-
skyldum þeirra og ættmennum öll-
um.
Blessuð sé minning Sigurðar
Thorlacius Rögnvaldssonar.
Þór Jakobsson.
KRISTIN SIGRIÐUR
VILHELMSDÓTTIR
+ Kristín Sigríður
Vilhelmsdóttir
fæddist í Reykjavík
8. maí 1949. Hún
lést á Landspítalan-
um 23. október síð-
astliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Fossvogskapellu 2.
nóvember.
Látin er vinkona
okkar Kristín Vil-
helmsdóttir. Kristín
var við leikstörf í dag-
vist Iðjubergs í tæp
fjögur ár. Hún var
hlýleg og elskuleg
kona sem öllum þótti
vænt um. Lengst af
tók hún þátt í starfi
hér full af áhuga og
gleði, en varð frá að
hverfa vegna veikinda
sinna. Samferðafólk
Kristínar man eftir
henni síhlæjandi og
syngjandi og þannig
viljum við í Iðjubergi
muna eftir henni. Með
þessum örfáu orðum kveðjum við
vinkonu okkar og þökkum fyrir
samveruna.
Margseraðminnast,
margter héraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
margserað sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss
þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hvíl í friði.
Samstarfsfólk
og vinir Iðjubergi.
KRISTIN STURL UDOTTIR
+ Kristín Sturlu-
dóttir fæddist 6.
október 1928 á
Fljótshólum í Gaul-
veijabæjarhreppi.
Hún lést 2. oktpber
síðastliðinn. títför
Kristínar fór fram
föstudaginn 8. októ-
ber
Með örfáum orðum
langar okkur, vinkon-
ur þínar, að minnast
áranna sem við höfum
átt samleið. Við
kynntumst í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur 1951 og
höfum haldið hópinn síðan. Fljót-
lega gerðum við okkur grein fyrir
mannkostum þínum og allir sáu
nema þú sjálf. Þú varst hógvær og
fannst einlægt þín verk minna virði
en annarra.
Það er ekki ætlunin að telja upp
alla þína kosti en tónl-
istin var svo afgerandi
þáttur af þínum hæfi-
leikum áð þeim gleym-
um við ekki, þú áttir
kyn til þess og ólst upp
við söng og söngmennt
enda varstu í kórum
meðan heilsan entist.
Heimilið og afkom-
endur þínir vora þó
það sem þú lagðir sál
þína í, hin djúpu gildi
sem skila menninga-
rarfi feðra okkar
áfram til næstu kyns-
lóða. Umhyggjan og
öryggið lyrir ungan gróður, verkin
sem þróunin er að þurrka út og
deyr með okkar kynslóð.
Það tekur tíma að aðlagast þeirri
hugsun að þú sért ekki lengur í
hópnum en óneitanlega minna at-
vikin stöðugt á staðreyndirnar, eins
og bókastaflinn með gleraugunum
þínum sem bíða eftir að verða notuð
en ... ekki meir. Kæri Gunnar, við
vottum þér og fjölskyldu þinni
djúpa samúð og biðjum Guð að gefa
ykkur styrk á þessum erfiðasta
tíma ársins þegar morgunn og
kvöld mætast í myrkri.
Vinkonurnar í klúbbnum.
+
Ástkær eiginmaður minn,
OLAFUR (OLI) EYJOLFSON
rafmagnsverkfræðingur
frá University of British Columbia,
f. 18. febrúar 1927
í Prince Rubert, British Columbia,
lést þann 5. október 1999 á The Royal Colum-
bian Hospital í New Westminster, British
Columbia, þriðjudaginn 5. október 1999.
Jarðarförin hefur farið fram.
Anne Eyjolfson.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð
og kemur í veg fyrir tvíverkn-
að. Þá er enn fremur unnt að
senda greinarnar í símbréfi
(569 1115) og í tölvupósti
(minning@mbl.is) — vinsa-
mlegast sendið greinina inni í
bréfinu, ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII skráa sem
í daglegu tali era nefndar
DOS-textaskrár. Þá eru ritv-
innslukerfin Word og Wor-
dPerfect einnig nokkuð auð-
veld úrvinnslu.