Morgunblaðið - 10.11.1999, Qupperneq 64
Drögum næst
10. nóv.
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
SRttgtuiIiIfifeifr
Heimavörn
Sími: 580 7000
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBLJS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK
Flugleiða-
þotur í nýj-
- um litum
Sýknað í einu
máli af 48
HAFDÍS, ein af B 757-200-þotum
Flugleiða, er sú fyrsta sem máluð
er í nýjum litum. Baldur Oddsson
flugstjóri tók hring yfír Reykja-
vík og renndi Hafdisi í lágflugi
yfir Reykjavikurflugvöll áður en
lent var í Keflavík. Þotan var að
koma frá Eindhoven í Hollandi
þar sem hún var máluð. Ný
ímynd Flugleiða var kynnt í gær
og tekur fyrirtækið nú upp nýja
liti, nýja einkennisbúninga, nýtt
útlit innréttinga, farmiða og nýja
matseðla, svo nokkuð sé nefnt.
■ Lokaskref/16
EFNAHAGSBROTADEILD ríkis-
lögreglustjórans gaf út 76 ákærur
vegna efnahagsbrota á síðasta ári og
gengu dómar í héraðsdómi í 48 af
þeim málum sem ákært var í á árinu.
Var aðeins sýknað í einu máli og
námu dæmdar sektir í málunum rúm-
um 52 milljónum króna, að því er fram
kemur í fyrstu ársskýrslu ríkislög-
reglustjórans, Haraldar Johannessen.
Akærur sem efnahagsbrotadeildin
gaf út voru aðallega vegna skattalaga-
og bókhaldsbrota og fýrir skjalafals.
Tilkynningum sem efnahagsbrota-
deildinni bárust um peningaþvætti
fjölgaði milli áranna 1997 og 1998 úr
11 í 25 en engin þeirra leiddi til ákæru
þótt nokkrar hefðu engu að síður
varðað mál sem þegar voru til rann-
sóknar hjá deildinni.
Ríkislögreglustjóri telur í árs-
skýrslunni að hugleiða megi hvort
ekki sé skynsamlegt að sameina lög-
reglulið landsins og fækka lögreglu-
umdæmum. Megi leiða að því rök að
slíkar skipulagsbreytingar og aðskiln-
aður sýslumannsstarfa og lögreglu-
stjórastarfa hafi í fór með sér öflugri,
skilvirkari og kostnaðarminni starf-
semi en nú þekkist.
■ Talið skynsamlegt/33
Morgunblaðið/Baldur Sveinsson
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Thor, áður varðskipið Þór, fært til hafnar á ísafírði í gær.
Gömlu varðskipi
vísað til hafnar
VARÐSKIPIÐ Ægir vísaði í gær
Thor frá Húsavík til hafnar á
Isafirði. Thor er gamalt varðskip
og hét þá Þór. Haffærnisskír-
teini þess rann út fyrir tveimur
árum. Eigandinn fékk í gær-
kvöldi undanþágu til að halda
siglingunni áfram í fylgd annars
skips.
Sjóferðir Arnars á Húsavík
eiga Thor, sem áður var slysa-
varnaskipið Sæbjörg og þar áður
varðskipið Þór. Skipið var notað
sem veitingastaður í sumar og
þar er vísir að safni um sögu
skipsins og landhelgisgæslu við
Island. Sigla átti skipinu til
Hafnarfjarðar í gær vegna þess
að ekki fékkst leyfí til að hafa
það lengur í Húsavíkurhöfn, að
sögn Arnars Sigurðssonar, eig-
anda skipsins. Varðskipið Ægir
vísaði því til hafnar á Isafirði
vegna þess að haffærnisskírteini
þess hafði runnið út fyrir tveim-
ur árum og ekki hafði verið
fengin undanþága Siglingastofn-
unar til ferðarinnar. Arnar vildi
ekkert um það segja af hverju
lagt hefði verið af stað án nauð-
synlegra heiinilda.
Utgerðin fékk í gærkvöldi svo-
kallað leiðabréf Siglingastofnun-
ar, það er að segja undanþágu til
að sigla ákveðna leið í fylgd ann-
ars skips. Arnar sagði að beðið
væri eftir skipi til að fylgja Thor
til Hafnarfjarðar. Þar verður aft-
ur hafínn rekstur veitingastaðar
og safns um borð í skipinu.
%
Sjómaðurinn sem fell útbyrðis segir sársaukann hafa verið ólýsanlegan
„Skil ekki
hvernig ég
hélt lífí“
Morgunblaðið/RAX
Mareos Antonio fer í þriggja mánaða endurhæfingu að lokinni dvölinni
á Landspítalanum, þar sem hann segir að vel haf! verið hugsað um sig.
„ÞEGAR mér skaut upp á yfirborðið
sá ég strax skipið. Eg öskraði af öll-
um kröftum: Ég er héma, ég er
héma. Jafnframt hugsaði ég í sífellu:
Þeir sjá mig ekki,“ segir spænski sjó-
maðurinn Marcos Antonio Crespo
Olveira, sem þyrla Landhelgisgæsl-
unnar sótti um borð í togara um 290
mílur suður af íslandi á sunnudag.
Marcos Antonio liggur nú á bæklun-
ardeild Landspítalans en báðir fætur
hans brotnuðu er hann féll fyrir borð
snemma á sunnudag þegar skip
hans, lítill togari skráður í Belize, var
um 340 mflur suður af landinu.
Spænski sjómaðurinn kveðst
ákaflega þakklátur björgunarmönn-
um sínum og starfsfólki Landspítal-
ans en þar bíður hans nú viku dvöl
og síðan þriggja mánaða endurhæf-
ing á Spáni.
Marcos Antonio er 24 ára gamall,
verður raunar 25 í desember. Hann
er frá A Coruna í Galisíu á norðvest>
urströnd Spánar. Marcos Antonio,
sem gengur undir gælunafninu
„Crespín", býr með foreldrum sínum
en bróðir hans er einnig sjómaður og
er þessa dagana í Namibíu. „Ég tal-
aði við fjölskyldu mína í morgun.
Hún var vitanlega mjög áhyggjufull
en það var gott að geta sagt henni að
ég væri hér í öruggum höndum.“
Marcos Antonio hefur verið á
sjónum í tæpt ár. Túmum, sem var
ráðgerður um 80 dagar, átti að ljúka
í desember.
„Við vorum þrír að vinna aftur á
dekkinu þegar ég flæktist í vímum.
Skipti engum togum að hann vafðist
um fótinn á mér og ég þeyttist fyrir
borð. Við þetta brotnaði ég á báðum
fótum. Ég fór á kaf og gat aðeins
beitt höndunum. Strákamir öskruðu
strax að maður væri fyrir borð og að
bakka bæri skipinu. Það var kveikt á
Ijósi sem lýsti upp hafflötinn en
ölduhæðin var veraleg og þeir sáu
mig ekki. Ég hugsaði í sífellu: Þeir
sjá mig ekki, þeir sjá mig ekki. Ég
öskraði af öllum kröftum: Ég er
héma, ég er héma. Ég hélt að ég
myndi deyja og að hinsta stundin
væri runnin upp. Ég man ég hugsaði
að nú gæti ég ekki meira og að lífi
mínu væri lokið. Kuldinn var mikill
og ég skil ekki hvernig það gat gerst
að ég hélt lífi.“
Marcos Antonio vai- í sjóstakk og
stígvélum þegar óhappið varð. Hann
gat því aðeins beitt handleggjunum
til að halda sér á floti í 2-3 stiga heit-
um sjónum, brotinn á báðum fótum.
Þannig hélt hann sér á floti í tíu til
fimmtán mínútur þar til félagar hans
komu loks auga á hann og gátu kom-
ið honum um borð.
„Félagar mínar æptu Crespín,
Crespín og hann andar, hann andar,
þegar ég komst loks um borð. Þeir
urðu að skera utan af mér fötin og
stígvélin. Sársaukinn var ólýsanleg-
ur en ég fékk töílur og deyfíngu um
borð.“
Beiðni um aðstoð barst Landhelg-
isgæslunni kl. rúmlega sjö á sunnu-
dagsmorgun. Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, TF-LÍF, hélt í loftið kl. 11.21
og við tók eitt lengsta sjúkraflug í
sögu Gæslunnar, en komið var með
Marcos Antonio til Reykjavíkur kl.
17.08 síðdegis á sunnudag.
„Mér leið miklu betur eftir að
þyrlan var komin og búið var að hífa
mig um borð. Einn í áhöfninni talaði
spænsku. Áður en þyrlan kom var
ég alveg að gefast upp og hugsaði:
Nú get ég ekki meir. Sársaukinn var
svo mikill. Ég ætlaði ekki að trúa þvi
þegar mér var sagt að ég hefði verið
um fimmtán mínútur í sjónum."
Marcos Antonio gekkst undir
viðamikla aðgerð á Landspítalanum,
en hann brotnaði illa. Hann mun
þurfa að dveljast hér á landi í viku til
viðbótar en hans bíður síðan þriggja
mánaða endurhæfing í Galisíu. „Ég
er óskaplega heppinn að vera á lífi
og þótt ég finni enn til líður mér
bara sæmilega. Hér hafa allir verið
mér svo góðir,“ segir Marcos Anton-
io og biður fyrir kveðjur og þakkir til
áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar
og starfsfólksins á Landspítalanum.
Fékk gæs
í hjóla-
búnaðinn
MEÐALSTÓR fai'þegaflugvél varð
fyrir því óhappi í gærkvöldi að gæs
lenti í hjólabúnaði hennar við lend-
ingu á Reykjavíkurflugvelli. Engar
skemmdir urðu á vélinni og vora far-
þegar ekki í hættu.
Fengust þær upplýsingar hjá Flug-
stjórn Reykjavflcurflugvallar að
svona atvik ættu sér stundum stað.
Fjöldi gæsa við Reykjavíkurflugvöll
hefur verið viðvarandi vandamál því
gæsirnar sækja í afgirt flugvallar-
svæðið sem griðland.
Flugstjórn segir þó að yfirleitt tak-
ist að forða árekstrum við gæsirnar.
Erfiðai-a er hins vegar um vik þegar
dimmt er orðið og fyrir kemur að
enginn verður var við slíka árekstra
fyrr en vélin er lent.
----------------
>
Ibúðarhús á
Egilsstöðum
skemmt eftir
eldsvoða
TÖLUVERÐAR skemmdir urðu á
parhúsi við Einbúablá á Egilsstöðum
þegar kviknaði í því um hálfníuleytið
í gærkvöld.
Ibúar hússins voru heima þegar
eldurinn kom upp og höfðu þeir sam-
band við slökkviliðið sem réð niður-
lögum eldsins. Enginn slasaðist en
húsið er mikið skemmt að innan.
Eldsupptök era ókunn og rannsakar
lögreglan á Egilsstöðum málið.