Morgunblaðið - 13.11.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.11.1999, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heiðraður á afmælinu Norðmenn landa 200 þúsund tonnum af sfld framhjá vigt „Gerir samninga um nýtingu tilgangslausa“ KNATrSPYRNUKAPPINN Rík- harður Jónsson á Akranesi varð sjötugur í gær. Á herrakvöldi Fram í gærkvöldi var hann sér- staklega heiðraður á þessum merku tímamótum. Ríkharður hefur mætt á herra- kvöldin hjá Fram frá upphafi og kvaðst hann örugglega hefðu séð eftir því ef hann hefði sleppt kvöldinu því þarna hitti hann sína gömlu félaga úr knattspymunni. Ríkharður hyggst fara í afmælis- ferð til London eftir nokkra daga með fjölskyldunni. Hann lék einmitt með Arsenal árið 1959, m.a. æfingaleik gegn enska lands- liðinu sem Arsenal vann 3:1 og skoraði hann eitt af mörkunum. Lengst lék Ríkharður með ís- lenska landsliðinu og Skagamönn- um, en hann var maðurinn bak við hið sigursæla gullaldarlið þeirra, bæði sem leikmaður og þjálfari. Meðal gesta á herrakvöldinu í gærkvöldi var dóttursonur Rík- harðs, nafni hans Daðason, núver- andi miðheiji íslenska landsliðsins, sem leikur með Viking í Noregi. NORÐMENN veiða um 25% metra úr norsk-íslenska sfldar- stofninum en aflatölur þeirra gefa til kynna. Það gera þeir með því að landa meiri afla en þeir fá í raun borgað fyrir. Þetta kemur fram í norska blaðinu Fiskaren í gær. Formaður LÍÚ segir þessa fram- komu Norðmanna óviðunandi og gera samninga um nýtingu stofns- ins ómerka. Norsku sfldarsölusamtökin taka á hverju vori ákvörðum um lág- marksverð á sfld. Norskir sjómenn segja að nú sé verðið of hátt miðað við markaðsaðstæður og þvf stundi margir að landa meiri afla en þeir fái í raun borgað fyrir. Þeir sem ekki geri það lendi á svörtum lista hjá kaupendum. í Fiskaren er full- yrt að Norðmenn hafi þannig á þessu ári landað um 25% umfram leyfilegan heildarafla sinn úr norsk-íslenska sfldarstofninum. Norðmönnum var á þessu ári heimilt að veiða um 800 þúsund tonn úr stofninum. Miðað við það hafa Norðmenn landað framhjá vigt því sem samsvarar leyfflegum heildarafla Islendinga úr stofnun- um á þessu ári eða um 200 þúsund tonnum. Ætla má að verðmæti þess afla velti á milljörðum ís- lenskra króna þegar sfldin hefur verið unnin til manneldis. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir verðlagskerfi, líkt og það sem Norðmenn nú búa við, hafa verið lagt af hérlendis fyrir nærri áratug. Lágmarksverð á sfld sé nú greinilega of hátt og leiði til þess að menn afhendi meira magn en þeir fái borgað fyi'ir. Svindlið á kostnað físksins í sjónum „Það er á kostnað fisksins í sjónum því þannig veiða menn umfram heimildir. Þetta er skað- legasta aðferð sem hægt er að beita við verðlagninu á fiski og nálgast raunverulegt verðgildi þeirra afurða sem um er að ræða. Þetta þekkjum við sem betur fer ekki, enda búum við við frjálsa verðlagningu." Kristján segir menn lengi hafa grunað að slíkar aðferðir væru við- hafðar í Noregi. Núna fái menn svindlið staðfest. „Þetta er einkan- lega slæmt þegar um er að ræða fískistofn sem fjórir aðilar hafa samið um nýtingu á. Þetta er óvið- unandi og við hljótum því að gera þá kröfu að á málinu verði tekið, ella hefur samkomulag um nýtingu á stofninum engan tilgang. Það sama á sér stað í þorskveiðunum hjá Norðmönnum, verið er að af- henda meira magn en tilskilið er,“ segir Kristján. Félag járniðnaðarmanna með aðgerðir við Sultartangavirkjun Vinna tékkn- eskra starfs- manna stöðvuð en þeir tékknesku yrðu trúlega eitt- hvað að sýsla um helgina. Öm sagði að erlendu starfsmenn- irnir hefðu fengið atvinnuleyfí sem rafíðnaðannenn en síðan gengið í störf íslenski-a jámiðnaðarmanna í Sultai'tangavirkjun án þess að hafa til þess atvinnuleyfi. „íslenskum málmiðnaðarmönnum hefur fækkað við Sultartanga að undanförnu og verður fækkað enn frekar í næstu viku. A sama tíma hefur réttinda- lausum erlendum starfsmönnum fjölgað," segir Örn. íslenskir iðnaðarmenn verði ráðnir í staðinn Jámiðnaðarmenn segjast hafa gert Vinnumálastofnun grein fyrir stöðu mála fyrir mánuði og að stofn- unin hafi staðfest þetta með bréfi til Isól ehf. 29. október, en fyrirtækið hefur umboð fyrir tékkneska fyrir- tækið. Farið var fram á að þegar í stað yrðu ráðnir íslenskir málmiðn- aðarmenn til að sinna verkefnunum en að öðram kosti yrðu atvinpuleyfi afturkölluð og óskað eftir að Útlend- ingaeftirlitið vísaði mönnunum úr landi. Tveimur vikum síðar hafi ís- lenskum málmiðnaðarmönnum í Sultartangavirkjun verið fækkað um fjóra og framundan sé meiri fækkun, en erlendum starfsmönn- um Skoda í málmiðnaðarstörfum hafi fjölgað. FÉLAG jámiðnaðarmanna segir að starfsmenn tékkneska fyrirtækisins Skoda, sem unnið hafi málmiðnað- arstörf í tengslum við uppsetningu rafala í Sultartangavirkjun án at- vinnuleyfis, hafi lagt niður vinnu í gær eftir að rætt var við þá. Fyrst hafi mennirnir horfið frá vinnu tímabundið en snúið síðan tfl starfa á ný. Aftur hafí verið rætt við þá og þeir þá lagt niður vinnu. „Við ræddum við mennina og þetta voru svona fyrstu aðgerðir hjá okkur,“ sagði Öm Friðriksson, for- maður Félags jámiðnaðarmanna. Hann sagði að ekkert yrði aðhafst um helgina enda væra íslensku málmiðnaðarmennimir famir heim Morgunblaðið/Sverrir Karlmaður fundinn sekur um kynferðisbrot gegn þremur stúlkubörnum 15 mánaða fangelsi Dæmdur í HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi og alls 900 þúsund króna greiðslu miskabóta fyrir kynferðis- brot gegn þremur stúlkubömum í fyrra og á þessu ári. Dómurinn var kveðinn upp á mánudag ; af fjölskipuðum dómi héraðsdóms. ; Maðurinn var ákærður og sekur fundinn um að ; hafa sýnt elstu stúlkunni, þá átta ára gamalli, kynferðislega áreitni í fyirasumar á heimili sínu og játaði ákærði þá háttsemi skýlaust. Dæmdi héraðsdómur ákærða til að greiða baminu 400 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var ennfremur ákærður og sekur fundinn um að hafa haft kynferðismök við fimm ára gamalt stúlkubarn í febrúar sl. er hann var að gæta hennar heima hjá móður hennar, en ákærði var heimilisvinur þar á bæ. Akærði fór í bað með baminu þar sem brotið átti sér stað, en ákærði neitaði sök. Krafist var 1,5 mflljóna króna í miskabætur vegna brotsins, en maðurinn var dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í miska- bætur. Fyrir brot gegn þriðja stúlkubarninu, sem fætt er árið 1994, var ákærði dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í miskabætur, en hann var ákærð- ur og sekur fundinn um að hafa sýnt baminu kynferðislega áreitni einhvem tíma á tímabilinu frá nóvember 1998 og fram í aprfl sl. þegar hann var að gæta hennar og bróður hennar. Játaði ákærði þá háttsemi skýlaust. Sérblöð í dag ÁLAUGARDÖGUM LIjöDOii Með Morg- unblaðinu í dag er dreift blaði frá Hans Petersen, „Taktu nýja tækni inn í myndina". Yfirtöku íslendinga beðið með óþreyju B/1 Hólmganga á Hampden Park í dag B/2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.