Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 6

Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 6
6 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Margrét Frímannsdóttir endurkjörin formaður Alþýðubandalagsins „Þörf á upplýstri um- ræðu um aðild að ESB“ LANDSFUNDUR Alþýðubanda- lagsins stendur yfir á Hótel Loftleið- um um helgina. A setningarfundi í gærkvöldi var lýst kjöri Margrétar Frímannsdóttur sem formanns Ai- þýðubandalagsins til næstu tveggja ára. I setningarræðu sinni hvatti hún flokksmenn til að samþykkja aðild að Samfylkingunni. Samstaða félags- hyggjufólks væri öflugasta vopnið til að koma á breytingum í átt til jafnað- ar, réttlætis og lýðræðis í landinu. Hún kvað þörf er á upplýstri umræðu um aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin má aldrei verða ann- að Alþýðubandalag, Kvennalisti eða Alþýðuflokkur, sagði Margrét. „Við erum að fást við það sögulega og spennandi verkefni að byggja upp nýja og öfluga hreyfmgu sem á ræt- ur víða í þjóðfélaginu." Hún sagði annað að tilheyra stórum flokki en litlum og því væri brýnt að Samfylk- ingarfólk tileinkaði sér leikreglur lýðræðis. Það kæmi jafnt sjónarmið- um sínum og stefnumálum á fram- færi sem og hlustaði á og bæri virð- ingu fyrir sjónarmiðum annarra. Samstarf við verkalýðs- hreyfinguna „Það eru augljóslega komnar upp nýjar andstæður í íslenskum stjórn- málum. Annars vegar eru þeir sem vilja óbreytt ástand á flestum sviðum þjóðmála, en hins vegar er ný og vaxandi samfylking félagshyggju- fólks með skýra framtíðarsýn,“ sagði Margrét og kvað mikilvægt að þegar tækist að koma á samstarfi milli verkalýðshreyfmgarinnar og Sam- fylkingarinnar. Þá gagnrýndi Margrét stjórnar- stefnu núverandi ríkisstjórnar í ræðu sinni. Stefnuna kvað hún einkennast af handahófskenndri einkavæðingu ríkisstofnana og fyrirtækja. Ranglát skattastefna hefði breikkað efna- hagsbilið þrátt fyrir tekjuaukningu ríkissjóðs á undanfórnum árum, auk þess sem ástandið í byggðum lands- ins einkenndist af upplausn þar sem kosið hefði verið að horfa framhjá neikvæðum félagslegum afleiðingum kvótakerfisins á byggðir landsins. Eina af forsendum þess að þjóðin gæti gert upp hug sinn varðandi að- ild að Evrópusambandinu sagði Margrét vera upplýsta umræðu. Til þess gæti komið að þjóðin þyrfti að gera upp við sig hvort hún vildi vera aðili að sambandinu eða ekki og því væri þörf á að nýta tímann sem best, afla nauðsynlegra upplýsinga og standa þannig að verki að allir lands- menn gætu tekið upplýsta og yfir- vegaða afstöðu í þessum málum. Morgunblaðið/Sverrir Á setningarfundi landsfundar Alþýðubandalagsins í gærkvöldi var lýst endurkjöri Margrétar Frímannsdótt- ur sem formanns Alþýðubandalagsins og fögnuðu landsfundarfulitrúar því með lófataki. Það væri því ábyrgðarleysi af hálfu stjórnmálamanna að _ þagga niður í umræðunni um stöðu íslands í Evrópu og forkastanlegt að hrópa það fólk niður sem kallaði eftir upp- lýsandi umræðu um þessi mál. Hún sagði öflun upplýsinga þannig ekki fela í sér fyrirframgefna afstöðu, heldur væri það forsenda þess að fólk gæti myndað sér rökstudda skoðun. Sinna þarf umhverfis- málum heima í ræðu Margrétar kom einnig fram að umhverfismálin væru með mikilvægustu málaflokkum næstu aldar, en þrátt fyrir framfarir í þeim málum væri enn langt í land. Hún sagði ekki vera nóg að sitja erlenda fundi ef umhverfismálum væri ekki sinnt heima fyrir. „Við þurfum að sýná það- í verki hér heima að við viljum ekki vera eftir- bátar annarra í þessum efnmn,“ sagði Margrét. „Þegar aðrar þjóðir taka höndum saman í baráttu gegn loftslagsbreytingum af mannavöld- um leggjum við allt kapp á að auka útblástur þeirra efna sem valda þessum breytingum. Og reynum ekki með nokkrum hætti að breyta lífsháttum okkar í samræmi við þann vanda sem við er að etja.“ Stóra fíkniefnamálið Einum manni sleppt DÓMARI við Héraðsdóm Reykjavíkur varð ekki við kröfu lögreglunnar í Reykja- vík í gær um að framlengja gæsluvarðhald yfii’ tvítugum manni, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í tæpa tvo mánuði í tengslum við rann- sókn á innflutnings- og dreif- ingarþætti stóra fíkniefna- málsins. Vildi lögreglan fá manninn úrskurðaðan í gæslu til 15. mars árið 2000. Eftir helgina tekur lögreglan af- stöðu til þess hvort úrskurður dómara verði kærður til Hæstaréttar. Lögreglan lagði fram kröf- una á grundvelli almannahags- muna, en ekki rannsóknar- hagsmuna en dómari taldi þátt mannsins ekki það mikinn í málinu að ástæða væri til að halda honum lengur í gæslu- varðhaldi á grundvelli al- mannahagsmuna og gengur hann því frjáls ferða sinna. Fílöiefnadeild lögreglunnar hefur fengið alls tíu menn úr- skurðaða í gæsluvarðhald, en eftir úrskurð dómara í gær sæta níu menn gæslu að kröfu hennar., Þingsályktunartillaga um Fljótsdalsvirkjun lögð fram Ekki reiðubúnir til lagabreytinga Tilboð vikunnar ÆVISAGA EINARS BENEDIKTSSONAR II. bindi ævisögu þessa merka skálds, athafna- og lífslistamanns eftir Guðjón Friðriksson. The Conran Octopus Decorating Book Verð áður 4.980 kr. Making faces Gildir tit miðvikud. 17. nóv 1999 Nýjar bækur daglega & Eyniundssoii Austurstræti 5111130 • Kringlunni 533 1130 UMRÆÐUR hefjast á Alþingi í næstu viku um þingsályktunartil- lögu iðnaðarráðherra um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun. Stjómarandstöðuflokkarnir hafa opinberlega lýst sig andvíga tillög- unni að því leyti að þeir telji að fara eigi fram formlegt mat á umhverfis- áhrifum virkjuninnar. I athugasemdum með tillögunni segir að framkvæmdavaldshafi hafi ekki heimild til þess að ákveða að virkjunin skuli fara í formlegt mat á umhverfisáhrifum og ríkisstjómin sé ekki reiðubúin til að beita sér fyrir lagabreytingu í þeim efnum, enda gæti slík lagasetning haft í för með sér bótaskyldu ríkissjóðs gagn- vart virkjunaraðilanum. Breyting á lögum á Alþingi sé það eina sem geti afturkallað tilskilin leyfi fyrir virkjuninni og fyrir slíkri lagasetn- ingu sé ríkisstjómin ekki heldur til- búin að beita sér, þar sem slík laga- setning fari í bága við eignarréttar- ákvæði stjómarskrárinnar og hefði í för með sér bótaskyldu ríkissjóðs gagnvart Landsvirkjun. Þingsályktunartillaga iðnaðar- ráðherra um framhald fram- kvæmda við Fljótsdalsvirkjun er lögð fyrir Alþingi ásamt fjölmörg- um skýrslum og gögnum. Ber þar fyrst að nefna skýrslu Landsvirkj- unar um umhverfisáhrif fram- kvæmdarinnar, sem greint var ítar- lega frá í Morgunblaðinu í gær. Að auki er lögð fram greinargerð frá Orkustofnun um orkuöflun fyrir ál- ver í Reyðarfirði, skýrsla frá Þjóð- hagsstofnun um þjóðhagsleg áhrif álversins og athugun Nýsis á samfé; lagslegum áhrifum álversins. I þingsályktunartillögunni segir að á gmndvelli þeirra gagna „lýsir Al- þingi yfir stuðningi við að haldið verði áfram framkvæmdum við Fljótsdalsvirkjun," samanber lög um raforkuver, samning ríkisstjórn- ar og Landsvirkjunar og lög um Landsvirkjun. Deilt um ágæti vatnsaflsvirkjana I athugasemdum við þingsálykt- unartillöguna kemur fram að deila hafi staðið meðal þjóðarinnar um framkvæmd Fljótsdalsvirkjunar. Þar segir að það sé alkunna að bæði hérlendis og erlendis greini menn á um ágæti vatnsaflsvirkjana. Fylgj- endur slíkra virkjana bendi á að æskilegt sé að framleiða rafmagn úr vatnsafli þar sem slík framleiðsla hafi ekki í för með sér losun gróður- húsalofttegunda og að verið sé að nýta endumýjanlegar orkulindir. Amdstæðingar vatnsaflsvirkjana leggi hins vegar áherslu á að slíkum virkjunum geti fylgt neikvæð um- hverfisáhrif, einkum vegna uppi- stöðulóna. „Báðum þessum sjónarmiðum hefur verið hreyft upp á síðkastið í tengslum við umræður um fram- kvæmdir við Fljótsdalsvirkjun. Þá hefur því og verið haldið fram í um- ræðunni að eðlilegt sé og jafnvel lögskylt að framkvæmdir við Fljóts- dalsvirkjun sæti mati á umhverfis- háhrifum samkvæmt lögum nr. 63/1993, um mat á umhverfisáhrif- um. Einnig hefur því verið hreyft að stjómvöldum og Alþingi sé heimilt að afturkalla eða breyta þeim heim- ildum til virkjunarinnar sem þegar hafa verið veittar.“ Aðrir virkjunarkostir gæfu 1.500 gígavattstundir I fylgiskjölum tillögunnar er mælt með framkvæmdinni. Það er meðal annars gert í skýrslu Lands- virkjunar um umhverfisáhrif virkj- unarinnar þar sem segir að neikvæð áhrif á náttúru og umhverfi yfir- vinni ekki þann mikla þjóðhagslega ávinniiíg sem verði af virkjuninni. í greinargerð Orkustofnunar kemur fram að tiltækir séu aðrir virkjunarkostir en Fljótsdalsvirkj- un, sem gætu gefið um 1.500 gíga- vattstundir á ári af raforku fyrir árslok 2003. Þar af kæmu þó ein- göngu um 600 gígavattstundir á ári frá virkjunum á Norður- og Austur- landi. Af því dregur stofnunin þá meginniðurstöðu að aðeins með þvi að reisa Fljótsdalsvirkjun verði unnt að tryggja 120 þúsund tonna álveri í Reyðarfírði orku fyrir árs- lok 2003. --------------------- Gjaldþrot Óss hf. Samþykktar kröfur námu 227 millj. SKIPTUM í búi steypustöðvarinnar Óss hf. í Garðabae er lokið en fyrir- tækið var tekið til gjaldþrotaskipta 7. mars 1991. Lýstar og samþykktar kröfur í búið námu 227 mÚljónum króna. Samkvæmt úthlutunargerð greiddust að fullu forgangskröfur að fjárhæð 3.605.613 en upp í almennar kröfur greiddust 7.641.318 kr. Stærstu kröfuhafar í búið voru tollstjóraembættið með 44 milljóna kr. kröfu, Sementsverksmiðjan með 36 milljónir kr., Landsbanki íslands með 26 milljónir kr. og Gjaldheimt- an í Reykjavík með 25 milljónir króna. Skiptastjóri í búinu var Jóhann H. Níelsson hæstaréttarlögmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.