Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 13 FRÉTTIR Upplýsingar um öll símanúmer í einu númeri NÝR upplýsingasími um símanúmer, 1818, var tekinn í notkun á fimmtudaginn. Það voru eineggja tvíburarnir Rakel og Hrefna Sigurðardætur sem hringdu fyrsta símtalið, en þær eru einmitt 18 ára, fædd- ar 18. október ‘81. Fyrsta sólarhringinn sem síminn starfaði, voru innhringingar um 1200 talsins. Fyrirtækið Markhúsið rekur 1818 og hefur tryggt sér aðgang að tölvusíma- skrám bæði Landssímans og Tals sem báð- ar eru uppfærðar daglega. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt verður að fá aðgang að öllum þessum simanúmerum í sama númeri en símanúmer viðskiptavina Tals eru ekki skráð sjáifkrafa hjá þjónustusíma Landssimans, 118. Tal hefur eigin þjón- ustusíma, 1414, og hefur hingað til verið hægt að fá upplýsingar um símanúmer viðskiptavina þar, en vegna tilkomu 1818 verður sú þjónusta felld niður innan skamms, en önnur þjónusta Tals verður áfram veitt í 1414. Sverrir Hauksson, framkvæmdastjóri Markhússins, segir að í þessari viðbót við starfsemi fyrirtækisins felist fyrst og fremst betri nýting á þeim tækjum og þeirri aðstöðu sem þar sé þegar til staðar, sem er alhliða símsvörunar- og úthring- ingarþjónusta fyrir fyrirtæki. Gert er ráð fyrir því að starfsfólk í um fimmtán stöðu- gildum komi til með að sinna svörun í 1818, þjónustan verður veitt alla daga árs- ins, allan sólahringinn og í kjölfarið mun Markhúsið einnig fara af stað með þjón- ustu á öðrum sviðum allan sólarhringinn. Lögð verður áhersla á hraða og örugga þjónustu og segir Sverrir tilkomu nýja upplýsingasimans mikla þjónustubót því nú sé hægt að nálgast upplýsingar um öll simanúmer í einu númeri. Reikna með 25-30% markaðshlutdeild Það einfaldi leitina mikið að hafa allar upplýsingar á einum stað, sérstaklega þegar von er á nýjum sfmafyrirtækjum eins og Islandssíma og jafnvel enn fleir- um, en öllum simafyrirtækjum stendur til boða að setja númer sín á skrá hjá 1818. Rakel og Hrefna Sigurðardætur eru 18 ára eineggja tvíburar, fæddar 18. október ‘81, og hringdu þær fyrstar í upplýsingasímann 1818 í gær. Hjá þeim sitja Anna Huld Óskarsdótt- ir, þjónustustjóri Tals, og Marteinn Jónasson, stjómarformaður Markhússins. Sverrir Hauksson, framkvæmdastjóri Markhússins, stendur hjá. Ómar Geir Þorgeirsson, fjármálastjóri Markhússins, segir fyrirtækið reikna með að fá um 25 til 30% hlutdeild á þessum markaði innan þriggja mánaða. Hann seg- ist reikna með að hópur farsímanotenda fari enn stækkandi og að þeir verði þeirra helstu viðskiptavinir í framtíðinni. Hann segist ekki óttast að símaskrá á Netinu eigi eftir að koma í staðinn fyrir þjónustu af þessu tagi því farsímanotendur séu oft- ast nær ekki með tölvu við hendina. Þegar sá tími komi að síminn og tölvan renni saman í eitt komi til greina að útvíkka þjónustuna í einhveijar áttir en enn sem komið er sé mikil eftirspurn eftir svona þjónustu. Gjald fyrir símtal í 1818 er það sama og í upplýsingasíma Landssímans 118, fast gjald er 9,96 krónur og mínútan kostar 39,90 krónur. Umhverfisvinir nota nýjar Ieiðir við söfnun undirskrifta Hægt að taka þátt í síma og með tölvupósti TVÆR nýjar leiðir við söfnun undir- skrifta hafa verið teknar upp í undir- skriftasöfnun Umhverfisvina, þar sem þess er krafist að stjómvöld láti fara fram formlegt mat á umhverfis- áhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Hægt er að rita nafn sitt og kennitölu á hefðbundinn undirskriftalista en auk þess er fólki boðið upp á að taka þátt í síma eða með tölvupósti. Ef hringt er úr tónvalssíma í núm- er 595 5500 getur fólk slegið inn kennitölu sína eftir að hafa hlustað á stutt skilaboð af símsvara. Kennital- an er svo lesin upp af tölvurödd svo sá sem hringir geti verið viss um að hann hafi slegið inn réttar tölur. Staðfestir hringjandi með því að leggja á en hafi hann slegið inn ranga kennitölu ýtir hann á umbeð- inn takka og slær svo inn kennitölu sína að nýju. Einnig er hægt að senda kennitölu sína með tölvupósti á netfangið umhverfisvinir- @mmedia.is. Nöfnum og kennitölum allra sem hafa tekið þátt, hvort sem er á blaði, í síma eða með tölvupósti, verður svo safnað saman og þau skráð í tölvu- kerfi Umhverfisvina. Kerfið er þannig úr garði gert að hver kennitala skráist bara einu sinni. Öi’yggi ekki minna Jakob Frímann Magnússon, fram- kvæmdastjóri undirskriftasöfnunar- innar, segist ekki óttast að öryggi hennar verði minna með þessum hætti. Hann bendir á að ekki sé auð- veldara að svindla með því að slá kennitölu einhvers annars inn í síma eða tölvu en það sé með því að rita rangt nafn á blað, nema síður sé. Vissulega sé ekki hægt að gæta sama öryggis í söfnun af þessu tagi og á kjörstað til dæmis, en hann seg- ir að gerðar verði vissar ráðstafanir til að tryggja að öryggi og þar af leiðandi trúverðugleiki undirskrifta- söfnunarinnar verði sem mestur. At- hugað verður hvort nöfn og kennitöl- ur passi saman og einnig verða tekn- ar stikkprufur þar sem hringt verður í fólk og athugað hvort það hafi sjálft skráð sig. Skulda yfír 27 milljónir í húsaleigu hjá Félagsbústöðum Dæmi um að leigjendur hafí ekki borgað í tíu ár ÁSDÍS Leifsdóttir, fjármálastjóri hjá Félagsbústöðum, segir að það sé fjarri því að íyrirtækið ætli að senda bjargarlaust fólk út á leigumarkað- inn, eins og segir í ályktun stjórnar Leigjendasamtakanna, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Ásdís segir að dæmi séu um það að leigj- endur hjá Félagsbústöðum hafi skuldað leigu til tíu ára. 50 manna hópur hefur ekki greitt leigu í 12 mánuði eða lengur og skuldar nú Fé- lagsbústöðum yfir 27 milljónir kr. í húsaleigu. Um 1.000 manns eru leigjendur hjá Félagsbústöðum, sem er fyrir- tæki Reylyavíkurborgar. Ásdís segir að þessi 50 manna hópur hafi ekki greitt leigu síðustu tólf mánuði eða lengur. „Mér þykir óeðlilegt að slík sjálftaka viðgengist sem verið hefur. Sé fólk það illa statt að það geti ekki greitt húsaleigu á það að leita til Fé- lagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Þaðan fara erindi til Ráðgjafarstofu heimilanna og greiðslugeta er reikn- uð út eftir ákveðnum stöðlum. Reyn- ist menn hafa það lágar tekjur að þeir eigi ekki fyrir framfærslu greið- ir Félagsþjónustan það sem upp á vantar. Þarna er hins vegar um hóp að ræða sem ákveður sjálfur að greiða ekki leigu. Ég hef sent bréf til þessara aðila frá því í ársbyrjun 1998 og reynt hefur verið að nálgast þá á allan mögulegan hátt. Þeir hafa ekk- ert gert til að koma skikkan á þessi mál,“ segir Ásdís. Hækkun leigu mætt með húsaleigubótum Hún segir að þessi 50 manna hóp- ur, sem hefur fengið hótun um út- burð, skuldi Félagsbústöðum 27 milljónir króna í leigu án dráttar- vaxta og kostnaðar. 35 manns úr þessum hóp njóti ekki húsaleigubóta sem Ásdís segir að bendi til þess að þeir hafi ekki hirt um að sækja um þær eða fengið synjun vegna of háira tekna. Ásdís segir að vissulega hafi leig- an hækkað hjá Félagsbústöðum en á móti komi að teknar hafi verið upp húsaleigubætur. „Greiðslubyrði leigutakans hefur í reynd lækkað. Leigjendur í Austurbrún 6 greiða t.a.m. 202 kr. minna á mánuði í húsa- leigu en þeir myndu greiða miðað við óbreytt kerfi,“ segir Asdís. Opið al Rýmum fyrir jóla- og áramótafatnaði 30-70% afsláttur 10% afsláttur af nýjum vörum Opiö virka daga 10-18 föstudaga 10-19 108 Reykjavík Faxafeni 8 laugardaga 10-18 sunnudaga 13-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.