Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.11.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ VIKU m LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 41 Krabbamein í blöðruhálskirtli Allt ónæm- iskerfíð virkjað Baltiniore. AP. VÍSINDAMÉNN við Æxla- fræðimiðstöð Johns Hopkins-há- skóla í Bandaríkjunum hafa þró- að bóluefni sem hjálpar ónæmis- kerfl líkamans að verjast krabba- meini í blöðruhálskirtli, að því er fram kemur í bandaríska tímarit- inu Cancer Research. Rannsókn vísindamannanna leiddi í ljós að bóluefnið getur fengið ónæmis- kerfíð til að verjast krabbamein- inu með sama hætti og það verst sýkingum af völdum örvera, að sögn Jonathans Simons, sem stjórnaði rannsókninni. „Menn hafa sagt árum saman að ógjörningur sé að beina ónæmiskerfínu gegn krabba- meini í blöðruhálskirtli," sagði Simons. Okkm* til mikillar fm-ðu komumst við þó að því að öllu of- næmiskerfinu var gert viðvart og hrundið af stað“. Vísindamennirnh- sprautuðu erfðabreyttu bóluefni í ellefu í sjúklinga með krabbamein í blöðruhálskirtli, sem hafði verið fjarlægður án þess að útbreiðsla krabbameinsins stöðvaðist. Rannsóknin leiddi í Ijós að æxlin minnkuðu í átta sjúklinganna. Við kenndum ónæmiskerfínu að bera kennsl á krabbameins- frumurnar sem hugsanlega sýk- ingu og ráðast á þær,“ sagði Simons. Bólusetningin varð ekki að- eins til þess að eitilfrumur leyst- ust úr læðingi, eins og vísinda- mennirnir höfðu vonað, heldur mynduðust einnig mótefni gegn krabbameininu, að sögn Simons. Hann tók þó fram að of snemmt væri að draga ályktanir af rann- sókninni. William J. Catalona, sérfræð- ingur í þvagfæraskurðlækning- um við Washington-háskóla, sagði að rannsóknin virtist lofa góðu en ki’abbameinssjúklingar ættu ekki að binda vonir við slík bóluefni í náinni framtíð. Vísindamenn hafa áður beitt erfðatækni til að þróa bóluefni gegn ýmsum krabbameinsteg- undum en þetta er í fyrsta sinn sem tekist hefur að virkja allt ónæmiskerfið gegn krabba- meini. Vísindamenn Johns Hop- kins-háskóla undirbúa nú viða- meiri rannsóknir á bóluefninu. Colon Cleanser örvar meltinguna og tryggir að fæóan fari hratt og örugglega í gegn um meltingarfærin. eilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi Rannsókn á áhrifum hjartaáfalls á rottur Reuters Hófleg neysla víns sýnist hin mesta heilsubót en maðurinn á myndinni er ekki þekktur fyrir hófsemi í þeim efnum enda hefur hann átt við hjartveiki að glíma. Alkóhólið varði hj artavö ð vann Medical Tribune News Service. RANNSÓKN vísindamanna við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum bendh- til þess að alkóhól sé gott fyrir hjartað, en í þetta sinn var því sprautað beint í hjartavöðva á til- raunarottum. Niðurstaða rannsóknarinnar var birt í Proceedings of the National Academy of Sciences (www.pnas,- org). Hún leiddi í ljós að ef vísinda- mennirnir sprautuðu alkóhóli í hjartað á rottunum 10-20 mínútum áður en þeir komu af stað hjarta- áfalli skemmdust hjartavöðvarnir allt að 70% minna en ella hefði orð- ið. Alkóhólmagnið jafngilti því að einu glasi af rauðvíni eða einum viskísnafsi af vínanda væri spraut- að í menn. Aður hafa verið gerðar rann- sóknir sem renna stoðum undir þá kenningu að hófleg áfengisdrykkja minnki hættuna á hjartaáfalli þar sem hún auki blóðstreymið um hjartaslagæðirnar. Þetta er hins vegar fyrsta tilraunin sem leiðir í Ijós að hæfilegt magn af alkóhóli getur haft góð áhrif á hjarta- vöðvann sé því sprautað í hann. ítarlegar rannsóknir á mönnum nauðsynlegar Verði hægt að beita þessari að- ferð á menn í lækningaskyni er lík- legt að hún verði fyrst notuð við hjartaígræðslur og skurðaaðgerð- ir. Vísindamennirnir leggja þó áherslu á gera þurfi ítarlegar rannsóknir á mönnum áður en slíkt verði hægt. Fara þurfi mjög varlega því rannsóknir bendi til þess að of mikið alkóhól skaði hjartað. Rodman Starke, aðstoðarfram- kvæmdastjóri vísinda- og læknis- fræðisviðs American Heart Associ- ation í Dallas, sagði niðurstöðuna lofa góðu en bætti við að miklu rannsóknarstarfi væri ólokið. Þetta hefur ekki verið sannað með rannsóknum á mönnum en þetta er mjög áhugaverð niður- staða sem kann að leiða af sér eitt- hvað gagnlegt." NYTTHAR ÁN LYFJA AP VÍSINDAMENN hafa grætt frumur úr hársverði manns í hársvörð annars og þannig tek- ist í fyrsta skipti að fá nýtt hár til að vaxa á manni án þess að gefa honum lyf. Segja vísinda- mennirnir að með þessari aðferð verði unnt að láta hár vaxa á hvaða höfði sem er. Einnig vekur þetta vonir um að einhverntíma verði hægt að koma af stað vexti nýs vefjar eða jafnvel heilla líf- færa í sjúklingum, til dæmis í liðum sem skemmst hafa vegna gigtar. „Það er hægt að nota fáeinar frum- ur til að endur- skapa heilt líffæri. Það finnst mér ótrúlegt við þetta,“ sagði Ang- ela Christiano, sérfræðingur í skalla við Col- umbiaháskóla í Bandaríkjunum, sem vann að til- rauninni. Vísindamenn- irnir, undir sljórn Colins Jaho- das, líffræðings við Durhamhá- skóla í Bretlandi, tóku fnunu neðst við rót í hársverði Jahodas sjálfs og úr hársverði samstarfs- manns hans. Þessar frumur voru síðan græddar í framhandlegg eiginkonu Jahodas. Eftir tæpar fimm vikur höfðu fimm hár vax- ið af ígræddu frumunum. Nývöxnu hárin voru að upp- lagi karlmannshár. Þau voru lengri, þykkari og dekkri en handleggshár, en í þeim voru einnig nokkur einkenni bæði gefanda og þiggjanda. Þessi ár- angur hafði áður aðeins náðst í tilraunum á dýrum. Greint var frá niðurstöðum rannsóknarinn- ar í tímaritinu Nature. Þær með- ferðir, sem nú eru notaðar við skalla, fela í sér hárígræðslu og tiltekin lyf. Lyf geta hægt á hár- losi og jafnvel komið af stað hár- vexti, en einungis hjá sumu fólki. Við ígræðslu er hár tekið úr ein- um hluta hár- svarðarins og flutt á hárlausan stað í hársverðinum. Þetta er seinvirk, kostnaðarsöm og jafnvel kvalafull aðferð. Einræktun möguleg? Með nýju að- ferðinni kann að verða hægt að taka frumur úr hársverði þiggj- andans sjálfs, eða úr hársverði ann- ars manns, og fjölga þeim með einræktun áður en þær yrðu græddar í. Ekki er að fullu ljóst hversu vel svona nýtt hár myndi endast, hvort það myndi vaxa í rétta átt eða verða með ýmsum öðrum hætti í samræmi við útlitskröfur. Vísindamennirnir völdu eigin- konu Jahodas sem þiggjanda meðal annars vegna þess að hún er hvorki blóðskyld Jahoda né hinum gefandanum. Ekki varð vart neinnar vefjahöfnunar. Til- raunin rennir stoðum undir þá kenningu, að ígræddar hárfrum- ur séu með einhverjum hætti ónæmar fyrir því hvernig líkam- inn hafnar yfirleitt utanaðkom- andi vefjum. Reuters Marga karlmenn dreymir um reglulegar ferðir til háskerans og kann nú hagur þeirra að vænkast. á fæðubötaefnið Zinaxin, sem ég tek daglega. Þökk sé Zinaxin. Nú liður mér miklu betur og þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af aukaverkunum. Með hjálp Zinaxin vonast ég til að geta lifað eðlilegu lifi, án óþæginda, allt til æviloka". Lewis. Þótt þú hafir ekki unnið 9 Ólympíugull eins og Carl Lewis, getur þú samt átt við bólgur og stirðleika að stríða, eins og hann átti, en íþróttaiðkun og þrotlausar æfingar voru verulega farnar að setja mark sitt á liðamót hans. Með heilsusam- legu iíferni og hollu mataræði sem m.a. inni- heldur staðlaða engiferextraktinn Zinaxin, heldur Carl Lewis sér í góðu formi. z\ n a x i a Fæst apótekum, lyfja- og heilsubúðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.