Morgunblaðið - 13.11.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 51
himininn. í miðjum, bláum mynd-
fletinum verða litimir æ dýpri og
úr hæstu og dýpstu djúpum hans
kemur gullin nóta. Myndin heitir
Fæðing tónsins og sýnir vel hóg-
værð sanns listamanns. Allt, sem
honum er gefíð í lífl og list, er,
dýpst skoðað, frá Guði komið. Sjálf-
ur er hann ekkert án Guðs, en með
Guði og í krafti hans er hann boð-
beri listar og fegurðar.
Það, sem mér er eftirminnilegast
í leik Eyþórs á sviði, er sennilega
minnsta hlutverkið hans. Leikfélag
Sauðárkróks var að sýna Júnó og
páfuglinn, leikrit sem gerist í frels-
isbaráttu Ira. Þegar hetjumar vom
að falla, þá skipti afar miklu máli,
að útfarimar færa fram með reisn
og yrðu til að efla samheldnina og
frelsisandann. Eyþór lék þama
gamlan mann, sem stóð ásamt fleir-
um út við glugga á heimili sínu og
horfði á líkfylgd fara hjá. Þá sagði
hann af þeirri innlifun og þeim
sannfæringarkrafti, sem náði inn
að hjartarótum sóknarprestsins:
Lista-jarðarför. Lista-jarðarfor.
Hann tví- eða þrítók þetta. Kannski
er mér þetta eftirminnilegra íyrir
það, að þetta var í raun mottó hans
við hverja jarðarför. Honum var
sjálfum auðvelt að skapa stemmn-
ingu og lyfta hugum í hæðir. Fyrir
það ekki síst var oft hægt að segja á
Sauðárkróki: Lista-jarðarför.
Sauðárkrókur var í upphafi
skipulagður af dönskum mönnum,
sem áttu víðan sjónhring og sterka
menningarhefð. Eyþór mundi þá
flesta og hafði mótast af þeim. Með-
al þeirra varð til hugtakið London,
París, Sauðárkrókur. Þeir voru
heimsborgarar og opnuðu hinn
unga bæ íyrir mörgu dýrmætu úr
alþjóðlegri menningu. Eyþór hélt
þessu merki uppi alla tíð. Efnahag-
ur hans setti að sjálfsögðu ýmsar
hömlur, en aldrei á hug hans. Sjald-
an sá ég hann glaðari en þegar
hann fékk litla greiðslu um hendur
STEFS fyrir tónverk eftir hann,
sem flutt hafði verið í Vín, sjálfri
háborg tónlistarinnar.
Eyþór var frímúrari, einn af
þeim iyrstu á Sauðárkróki. Frím-
úrarareglan á Islandi er mann-
ræktarhreyfing á kristnum
trúargrunni. Þar fann Eyþór því
vettvang, sem hann hlaut að vinna
heils hugar. Frímúrarabræður á
Sauðárkróki tilheyrðu fyrst stúk-
unni Rún á Akureyri. Eyþór samdi
afar fallegt lag, sem hann nefndi
Rún og gaf reglunni. Er árin liðu og
bræðmm á Sauðárkróki fór fjölg-
andi, gekkst hann fyrir fundum
með þeim. Fyrstu ftímúrarasam-
komur á Króknum vom því haldnar
heima hjá honum og sérstakt
bræðrafélag stofnað, kennt við
Mælifell. Því hefur vaxið fiskur um
hrygg. Það er nú öflug fræðslu-
stúka, sem vinnur mikið og merkt
starf, er stefnir æ hærra. Ohætt er
að segja, að Eyþór hafi ásamt þeim
Valgard Blöndal og Adolf Björns-
syni myndað homsteininn sem síð-
an hefur verið byggt á í þessu
starfi.
Ekki er hægt að minnast Ey-
þórs, án þess að Sigríður Stefáns-
dóttir, hans yndislega eiginkona, sé
nefnd. Þau bjuggu á einum falleg-
asta staðnum í bænum, þar sem Is-
lands fegursti sjóndeildarhringur
blasir við. Þau nefndu húsið Fögru-
hlíð. Þar inni var hægt að sækja sér
innblástur í ægifegurð miðnætur-
sólarinnar og þangað komum við
vinir þeirra í skjól mikils menning-
arheimilis, þar sem aldrei var lotið
að lágkúm, en hugum stefnt í hæðir
göfugrar hugsunar og fagurra lista.
Þau hjón vom sem einn maður.
Hún söng í kirkjukómum og var
virk í starfí Leikfélagsins. Hún var
hans nánasti vinur og samverka-
maður. Þegar hann var orðinn
næstum blindur um tíma var hún
augu hans. Hún var alltaf hógvær,
en jafnframt hrein og bein, hver
sem í hlut átti.
Það var alltaf gaman að sjá Ey-
þór ganga um Krókinn, teinréttan,
fallega klæddan, berandi það með
sér hið ytra sem hið innra, að hann
var sannur „gentleman". Við
kynntumst á aðventu. Á annarri að-
ventu sá ég hann koma utan úr
Fögrahlíð og stefna til kirkjunnar.
Við mættumst við kirkjutröppum-
ar og hann bað mig að koma með
sér inn í kirkjuna. Hann væri búinn
að semja lítið lag. Ég fór með hon-
um upp á söngloftið og fékk að
heyra lagið Ó, Jesúbarn, þú kemur
nú í nótt, við texta Jakobs Smára.
Það var stólvers á aðfangadag-
skvöld þetta ár og þpu ár, sem við
áttum eftir saman. Ég horfi enn á
hann ganga til kirkju og nú inn í
musteri allrar dýrðar, þar sem
veggirnir nefnast lofgjörð og hliðin
sæla, þar sem hæstur höfuðsmiður
himins og jarðar er allt í öllu og
fagnar einlægri sál, sem kemur til
að taka þátt í aðventusöng himn-
anna og syngja Jesúbarninu lof á
helgri jólanótt.
Fyrir hönd okkar hjóna og bama
okkar þakka ég í einlægni bjarta og
gefandi fylgd Eyþórs í þjónustu
okkar á Sauðárkróki. Við munum
reyna að ná andlegum tengslum við
hann í aftansöngnum á jólanótt
biðjandi Guð þá eins og nú að ann-
ast hann og blessa.
Þórir Stephensen.
Eyþór Stefánsson var um ára-
tugaskeið forystumaður í menning-
arlífi hér á Krók. Hann var einn
þátttakenda í því sem stundum hef-
ur verið kallað skagfirska söngæv-
intýrið, tónskáld, kirkjuorganisti,
leikstjóri, leikari, stjórnandi lúðra-
sveitar, skólastjóri tónlistarskóla,
stjórnandi karlakórs og er þulu
hvergi nærri lokið. En vettvangur
Eyþórs var ekki eingöngu á akri
menningarinnar. Hann tók virkan
þátt í starfi fjölmargra félaga hér í
bæ og var stofnandi að nokkmm og
kemur þá í hugann Náttúmlækn-
ingafélag íslands sem stofnað var
hér á Krók 1937. Hér er þess auð-
vitað ekki kostur að fjalla um ein-
stakan æviferil Eyþórs. Hér eru
aðeins nokkur kveðjuorð að leiðar-
lokum til góðs samferðamanns og
spjallvinar.
Eyþór Stefánsson fæddist hér á
Sauðárkróki hinn 23. janúar 1901.
Foreldrar hans vora hjónin Guðrún
Jónasdóttir og Stefán Sigurðsson.
Árið 1901 hafði byggð staðið hér í
30 ár, íbúar rúmlega 400 og merki-
legum uppgangstíma í bæjarsög-
unni að Ijúka. íbúar Reykjavíkur
náðu ekki tölunni 6700 og hér í
Skagafirði vora þá um 4400 íbúar.
Hugtakið „út á land“ óþekkt. Tal-
síminn ekki kominn. Indriði Ein-
arsson átti leið um Krókinn 1901
einsog kemur fram í ævisögu hans,
Séð og lifað, og hann lýsir skemmti-
lega þessu bæjarkrfli á malarrima
undir Nöfum. Indriða þykja húsin
falleg, skipulag þorpsins til fyrir-
myndar og kirkjan glæsileg og að-
farir þorpsbúa við að nálgast
neysluvatn athyglisverðar.
Til er frá hendi Eyþórs lýsing á
bernskuheimili hans, Stefánsbæn-
um, sem stóð við brekkurætumar
beint upp undan kirkjunni. Hann
lýsir skammdeginu þegar ljósmeti
var sparað og heimilisfólk og gestir
tóku lagið saman í rökkrinu. Hann
lýsir vel daglegum háttum og lífi
fólksins af ást og virðingu. Hann
segir frá trúhneigð móður sinnar
og kirkjugöngum með henni og
þótt ungur væri og kynni ekki þá
sálma sem sungnir vom á fór hann
að syngja með móður sinni. „Hún
seiddi mig til sín í söngnum og óaf-
vitandi mnnu raddir okkar saman.
Það vom unaðslegar stundir,“
skrifar Eyþór. Og 11 ára gamall er
Eyþór farinn að syngja með kirkju-
kórnum. Árið 1929 varð Eyþór org-
anisti við kirkjuna og gegndi því til
ársins 1972 er hann ákvað að láta af
störfum.
I upphafi var nefnt það sem sum-
ir vilja kalla skagfirska söngævin-
týrið og er þá vísað til þess sem
varð hér á öðrum áratugnum, að
stofnaður var hér Bændakór.
Reyndar aðeins tvöfaldur kvartett.
Orðspor þessa kórs fór víða, þótt
ekki legði kórinn land undir fót til
tónleikahalds. Stjórnandi þessa
kórs var Pétur Sigurðsson tónskáld
frá Geirmundarstöðum, frændi Ey-
þórs. Karlakórinn Heimir á rætur
sínar í Bændakómum. Til þessa
kórs má einnig rekja tvo ópera-
söngvara, þá Sigurð Skagfield og
Stefán Guðmundsson Islandi,
frænda Eyþórs og vin. Og Skag-
firðingar tala oft um tónskáldin sín
þrjú, þá Pétur Sigurðsson, Eyþór
Stefánsson og Jón Bjömsson frá
Hafsteinsstöðum.
I ævisögu Stefáns íslandi, Áfram
veginn, sem Indriði G. Þorsteins-
son skráði er lýsing á samkomu
ungs fólks að Ási í Hegranesi, laug-
ardaginn 7. febrúar 1925. Á þessari
samkomu söng Eyþór Stefánsson
við undirleik Péturs Sigurðssonar.
Söngur og dans fram undir morgun
eins og Skagfirðinga var háttur. Þá
samkomu lauk var komin blindhríð
og aftaka veður. Pétur var til heim-
ilis á Reynistað og vildi heim og Ey-
þór á Krókinn. Og létu þeir veður
ekki aftra sér. Það er ótrúlegt að
Pétur skyldi ná að Reynistað. Og
verður það ekki rifjað upp hér. Ey-
þór hélt vestur yfir Hegranes í
fylgd Stefáns frænda síns og varð
ekki greið för. En þeir náðu Hellu-
landi um síðir og það er góð lýsing á
Eyþóri þar sem hann stendur í for-
stofunni á Hellulandi að beija af
sér snjóinn; Þetta getur maður nú
kallað hríð. Það veður sem þarna
gekk yfir var svo kallað Halaveður
ogoftvitnaðtil.
Það er ekki á valdi þess sem hér
skrifar að fjalla um tónsmíðar Ey-
þórs Stefánssonar. En þegar við
hugum þar að verða mörg gullin
fyrir. Lindin, Mánaskin og þessi
fallegi jólasálmur við texta Jakobs
Jóh. Smára, Ó jesúbarn. Og þegar
Á vegamótum ber fyrir eyra þá rifj-
ast upp tilurð þessa fallega lags,
sögð af Eyþóri sjálfum áratugum
síðar; karlakór og ungmennafélag
að setja söngleikinn Alt Heidelberg
á svið við lok fjórða áratugar. Það
vantaði dúett. Tónskáldið og leik-
stjórinn gengur við hjá sóknar-
presti sínum Helga Konráðssyni á
heimleið eftir æfingu. Textinn tfl-
búinn næsta morgun. Við voram
farin að syngja þetta um kvöldið,
sagði Eyþór. Og í þeirri frásögn var -
hann sjálfur aukaatriði. Kjarni frá-
sagnarinnar það samfélag sem átti
slíkan textahöfund og söngvara.
Eyþór naut aðeins þeirrar skóla-
göngu sem hans kynslóð var búin.
Hann leitaði þó menntunar og
þekkingar á þeim sviðum sem huga
hans og köllun stóðu næst. Hann
dvaldi vetur í Reykjavík og sótti
nám hjá þeim dr. Páli ísólfssyni,
Emil Thoroddsen og Indriða
Waage. Þá dvaldi hann einnig einn
vetur við nám í Hamborg.
Eyþór vann stórvirki í leiklistar-
lífi Króksins. I frásögn hans kom
alltaf fram að hann hefði haft góða
samverkamenn, það væri megin-
ástæða þess hvemig til hefði tekist.
Hans kynslóð innleiddi ný vinnu-
brögð og tók til sýninga mörg stór-
virki sem í dag yrði sagt að sýndu
mikinn metnað. Krókurinn hefur
lengi búið að þessu leiklistarstarfi
og býr enn þegar gætt er að.
Eyþór bjó alla ævi við sjóndepra.
Þó var hann listaskrifari. Þetta er
orðað hér vegna þess að ekki er að
efa að hann hefði leitað fyrir þér í
myndlist, jafn miklum og fjölþætt-
um hæfileikum og hann var búinn,
hefði sjónin verið með eðlilegum
hætti.
Eyþór var einstakur maður í um-
gengni. Mikið snyrtimenni og kurt-
eis. Hafði fas höfðingjans enda var
hann það. Varð stundum einsog
fjarrænn og sumum þótti að þá
brygði fyrir hroka. Það er ekki til í
fari Eyþórs. Hann var ekki allra og
þetta var hans vöm og aðferð.
Hann var einstakur sagnamaður.
Tónlist, mannlífið á Króknum og
lífið almennt var honum hugleikið
til frásagnar. Hann hafði traust
minni allt til þess síðasta. Hann
hafði fallegt tungutak, talaði gott
mál með einstökum framburði.
Móðurmálið var ein grein tónlistar
hans.
Eyþór lifði miklar umbreytingar
í þjóðlífi og tækni. En hvort heldur
það var sími, útvarp, sjónvarp,
heimsstyrjaldir, geimferðir eða
fólksflótti á höfuðborgarsvæðið þá
var hann alltaf samur og jafn. Hann
var fljótur að hagnýta sér það sem
hann taldi til framfara, lét hitt af-
skiptalaust. Hann var alltaf þessi
einstaki listamaður sem stórkost-
legt var að eiga samverustundir
með.
Ég þakka Eyþóri Stefánssyni
einstök kynni og sendi bamabörn-
um hans samúðarkveðjur.
Jón Ormar Ormsson.
Sælverðurgleymskan
undirgrasiþínu
byggð mín í norðrinu
þvísælteraðgleyma
í fangi þess
maður elskar.
Eyþór Stefánsson átti alla ævi
heima á Sauðárkróki. Hann ólst
upp í Stefánsbæ við Skógargötu,
rétt ofan við kirkjuna sem hann
sótti alla ævi, fluttist heim á Skag-
firðingabraut 15 í hús foreldra
minna þegar hann kvæntist henni
Sissu, bjó þar 11 ár og æ síðan í
Fögmhlíð við Kristjánsklauf; síð-
ustu árin þó á Sjúkrahúsi Skagfirð-
inga. Og í dag verður hann borinn
til moldar í garðinum uppi á Nöfun-
um heima, og því era ljóðlínur
Hannesar Péturssonar hafðar hér
við upphaf þessara minningarorða
að Eyþór bjó alla tíð undir skag-
firzkum himni, sá út til eyja úr húsi
sínu, Mælifellshnjúk bera við himin
inn til landsins, austurfjöllin blá
handan við fjörðinn.
Eyþór ólst upp við fugl og fisk
eins og sagt var á Króknum. Hann
stundaði sjó og veiddi fugl á fleka
við Drangey og var brúnarmaður í
bjargsigi. Til er ljósmynd tekin
1917 á Drangeyjarfjöru þar sem
flekaveiðimenn hafa stillt sér upp
fyrir ljósmyndara, flekar í for-
granni reistir upp á enda og hallað
saman. Eyþór er fyrir miðri mynd,
hvíthærður þá þegar, í hvítri skyrtu
og styður höndum á uppreista
fleka; einn manna með sýnilegar
hendur á myndinni; allh- hinir með
hendur í vasa, á bak aftur eða hand-
leggi krosslagða á bringu.
Eyþór var bamungur þegar
hann byrjaði að syngja í kirkju-
kómum, söng fyrst millirödd, en
tenór á fullorðinsáram. Söngur var
honum í blóð borinn, því að hann
var í báðar ættir kominn frá Borg-
ar-Bjarna í þriðja lið; söngvarar
era fleiri af því kyni en hér verði
komið nöfnum að, Stefán Islandi
þeirra þekktastur. Eyþór erfði
þessa náðargáfu í ríkum mæli.
Hann var lagviss og næmur á tóna.
Hann stjórnaði karlakór, en lengst
þó kirkjukór Sauðárkróks, eða frá
1929-1972; hætti þá einkum vegna
sjóndepra. Þegar hann bjó á Skag-
firðingabrautinni æfði hann ein-
stakar raddir heima í stofu hjá sér
af því að þar var hlýtt, en kirkjan
ekki kynt; stundum var allur kór-
inn á æfingu í suðurstofunni.
Ég hef engum kynnzt sem þrosk-
aði með sér jafn-fjölþætta hæfileika
á svo margvíslegum sviðum sem
Eyþór. Hann ólst upp á bjargálna
heimili við erfiðisvinnu, hlaut
menntun sína í bama- og unglinga-
skóla Sauðárkróks undir handar-
jaðri Jóns Þ. Bjömssonar sem
vissulega var menntafrömuður
meiri en þá tíðkaðist; úr barnaskól-
anum kom Eyþór læs á nótur.
Hann sótti leiklistarnám í Reykja-
vík um hríð, var vetrarpart í
Þýzkalandi á fullorðinsáram - og
skilaði svo afreksverki á mörgum
sviðum. Hann kenndi unglingum
söng og tónfræði af miklum metn-
aði, en hér og nú skal sá sem þetta
skrifar játa að víst hefðum við get-
að lært betur með meiri stillingu,
en eftir sem áður búum við enn að
þeirri menntun sem hann veitti
okkur; var fyrsti skólastjóri tónlist-
arskólans á Rróknum. Hann lét
okkur setja upp leikrit og stjórnaði
þeim, við sungum hjá honum í
bamakirkjukór. Ég held hann hafi
lítið fengið greitt fyrir þetta starf.
Svo kom hann á dansæfingar til
okkar í skólastofunni sinni sem
búið var að bylta og kynntist þá
nýjabraminu í tónlistinni, Bítlum,
Rolling Stones og vísast fleirum og
lék þá góðlegt bros um varir hans.
Um skeið stjómaði hann lúðrasveit
og lék á ýmis hljóðfæri; hefur lík-
lega lært á þau af sjálfsdáðum, en
Sigríður Sigtryggsdóttir mun hafa
leiðbeint honum á orgel, að því er
Stína Sölva man bezt. En hvernig
kynntist hann svo töfrum tónlistar-
innar? Eyþór var tæplega þrítugur
þegar útvarpið hóf útsendingar og
hann eignaðist ekki hljómflutnings-
tæki fyrr en þau Sissa fluttust upp í
Fögrahlíð. Mamma fékk í ferming-
argjöf fyrsta orgelið sem hann
eignaðist.
Eyþór samdi fjölda laga, en
þeirra þekktast er Lindin, undur-
fagurt lag við ljóð Huldu, angur-
vært og hljómþýtt. Hann átti
vinnuherbergi í Fögruhlíð, suður-
herbergið niðri. Þar átti hann næð-
isstundir, en þangað hafa líka ótal-
margir komið á söngæfingar, til að
læra rulluna sína, til að leita ráða
um hvaðeina, á leikæfingar og guð
má vita hvað. Ég sat þai' barn og
horfði á leikaramyndir á norður-
vegg, myndir af Eyþóri í margvís-
legu gervi á leiksviði. Ég man hann
líka sitja þar og færa dagbók undir
sterku ljósi sem hann lét skína
gegnum stækkunargler; í hvítri
skyrtu með þverslaufu eins og jafn-
an; ævinlega glaður við barnið.
Hann var magnaður leikari.
Óvinurinn í Gullna hliðinu var
ísmeygilegur og sannfærandi, og
Jóhannes í Orðinu verður mörgum
ógleymanlegur í túlkun Eyþórs. Og
hann var vissulega afar vandvirkur
leikstjóri og setti upp fjöldamargar
sýningar á Króknum og hélt fram
gamalli leikhefð sem enn rís hátt á
fjölunum heima. Mér er líka í
bamsminni hvað hann las vel upp
ljóð. Svo grípandi að við krakkarnir
fylgdumst með þótt við væram í
raun að bíða eftir skemmtikröftum
úr Reykjavík á 17. júní. Illugadrápa "
Stephans G. var honum held ég
hugleiknust allra ljóða. Og Stephan
G. yfirleitt, Skagfirðingurinn sem
hvarf til Ámeríku. Margir muna
líka vel þegar hann steig á svið með
Valdgard Blöndal að syngja glúnta.
Eyþór kunni að segja sögur.
Hann var næmur á hið smáa í fari
manna sem greinir þá frá fjöldan-
um, lærði tilsvör þeirra og sérkenni
í fasi. Hann hafði langan aðdrag-
anda að kjarna málsins, kryddaði
skáldlega og vék svo skyndilega að . -
hápunkti sögunnar og kættist með
áheyrendum sínum. Draugasögur
vora vissulega ógnvekjandi í flutn-
ingi hans.
Fyrstu árin sem Eyþór bjó
heima á Skagfirðingabraut var hús-
ið kynt með kolum og pabbi sagði
mér að ævinlega hefði Éyþór verið
búinn að kynda upp í miðstöðinni
upp úr klukkan 5 á morgnana. Þeg-
ar pabbi fór niður um klukkan 7 var
Eyþór klæddur og hafði setið um
stund yfir nótum, uppábúinn og
morgunglaður; jafnan með sítt hár
sem hann greiddi aftur fyrir eyru
og hafði fyrir vana að strjúka upp
eftir höfði þegar hann var hugsi;
upplitið sérkennilegt fyrir bamið
því að gleraugun stækkuðu augun.
Hann var virðulegur í fasi og þau
hjón öllum minnisstæð þegar þau
gengu sér til heilsubótar. Þau vora í
raun afar næg sjálfum sér.
Og enn má bæta við: Áratugum
saman komu Pétur og Páll með
hvers kyns skeyti, hvort sem var á
gleðistundum eða sorgar, og Eyþór
skrautritaði, jafnvel heilu kvæðin í
mörgum litum; þessi skrif skipta
þúsundum; mér telst svo til að hönd
hans sé til dæmis að taka á um það
bil 60 heillaóskum sem Stefanía
amma fékk áttræð; sum bréfin allt
að þrjár síður. Öll fermingarbörn á
Sauðárkróki um áratugi eiga far-
sældaróskir með hendi Eyþórs.
Sambúðin á Skagfirðingabraut
tengdi fjölskyldurnar á efri og
neðri hæð vináttuböndum sem
náðu hámarki á jólum. Þá var
skipzt á boðum og þau era rótgróin
í hugarfylgsnum. Þau voru yfirleitt
milli jóla og nýárs, hófust um miðj-
an dag með mikilli súkkulaði-
drykkju. í Fögrahlíð var baðstofu-
hlýja, ilmur af reykelsi og
súkkulaði í bland við hangikjöt. Við
gengum kringum jólatré og sung-
um við undirleik Eyþórs; þá fór
hann úr jakkanum og gylltir er-
mahnappar í skyrtu og ermabönd
fyrir ofan olnboga til að ermarnar
skriðu ekki fram á hnúa, og svo
spiluðum við púkk, fjölskylduvænt
spil eins og það héti nú; líklega
kunna það fáir. Svo borðuðum við
hangikjöt og fullorðna fólkið spilaði
bridds, en ég fór inn í herbergið
SJÁNÆSTU SÍÐU Jt