Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 58

Morgunblaðið - 13.11.1999, Page 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN Sítengt samfélag UNDANFARIÐ hefur verið fjallað á síðum Morgunblaðs- ins um tímamælingu eða skrefatalningu int- ernetsímtala. Þessi umfjöllun er til komin vegna umræðna í Bretlandi, þar sem símafélög eru gagn- rýnd fyrir að hindra framþróun Internets- ins með of hárri verð- ~iagningu og með því að tímamæla símtöl vegna internetsamsk- ipta. I framhaldi af þessari umfjöllun vill Landssíminn leitast við að eyða misskilningi og upplýsa lesendur Morgunblaðsins betur um hverjar eru framtíðaráætlanir fyr- irtækisins um nettengingar fyrir viðskiptavinina. Heimsmet í nettengingum í raun er fráleitt að líkja saman stöðunni hér og í Bretlandi hvað varðar notkun Internetsins og símakostnað. Samkvæmt könnun- um eru tæplega 20% Breta með að- ~>gang að Internetinu. Aftur á móti eru yfir 80% Islendinga með Int- ernetaðgang heima, í vinnu eða skóla. Helmingur íslenzkra heimila er nettengdur. Hvort tveggja er heimsmet; íslendingar standa framar öðrum þjóðum hvað varðar internettengingar. Svipað er uppi á teningnum þeg- ar litið er á það hversu lengi netnot- endur eru tengdir. Brezkir netverj- ar eru tengdir að meðaltali í um 17 mínútur á sólarhring, en banda- ^rískir í um klukkustund. íslenzkir netnotendur fylgja þar fast á eftir með tæplega 50 mínútna tengitíma á sólarhring. Hér nota 32% fullorð- Silki-damask í metratali í úrvali Póstsendum Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050. inna einstaklinga Int- ernetið a.m.k. viku- lega en í Bandaríkjunum er sambærilegt hlutfall 28%. Allt sýnir þetta að verð á internetteng- ingum hefur sízt stað- ið í vegi fyrir því að Is- lendingar tengist Intemetinu og noti það, enda sýna kann- anir OECD að í fáum löndum er ódýrara að nota Netið en einmitt á Islandi. Kostnaður við 20-25 stunda notk- un á mánuði, sem ætla má að sé meðalnotkun Islendings eða Bandaríkjamanns, er lægri á Islandi en bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum ef miðað er við upphringiaðgang í gegnum al- menna símakerfið á afsláttartaxta. Landssíminn vinnur stöðugt að því að lækka kostnað við internett- engingar. Þannig er ný leigulínu- verðskrá afar hagstæð fyrir intem- etþjónustufyrirtæki og önnur fyrirtæki, sem vilja tengjast intem- etgátt beint. (Það er misskilningur hjá leiðarahöfundi Morgunblaðsins sl. þriðjudag að nýja leigulínuverð- skráin hafi „snarlækkað" af því að samgönguráðherrann hafi „gripið í taumana“. Hún hafði verið lengi í vinnslu ásamt Póst- og fjarskipt- astofnun og er byggð á útreikningi á raunkostnaði við að veita þjónust- una.) Framundan er talsverð verð- lækkun á aðgangi netþjónustuíyr- irtækja að internetgátt til útlanda. Yfirburðir íslendinga á þessu sviði breyta ekki því að við verðum að fylgjast vel með þróun Intem- etsins og vera fljót að tileinka okk- ur nýjungar, ætlum við að halda þessari forystu. Þar skiptir auðvit- að mjög miklu máli að Landssíminn sé með á nótunum og komi til móts við þarfir viðskiptavina sinna. Þeir, sem nota Netið mest, gera nú ekki sízt kröfu til Landssímans um tvennt, annars vegar meiri band- breidd eða vinnsluhraða á Netinu og hins vegar möguleika á síteng- ingu, þ.e. að geta alltaf verið tengd- ir Internetinu fyrir viðráðanlegt gjald. Þetta er krafan víða um heim og framtíðin í internetsamskiptum er sú að bandbreiddin sé verðlögð, en ekki tengitíminn. Sítenging um ADSL og breiðband Þessum kröfum mun Landssím- inn mæta innan skamms, í fyrstu með ADSL-tengingum, sem byggj- Sími íslendingar, segír Ólafur Þ. Stephensen, eiga að halda yfirburðum sínum í netsamskiptum. ast á bandbreiðum gagnaflutningi um símalínuna, sem nú þegar ligg- ur inn á hvert heimili, og síðar með gagnvirkum tengingum um breið- bandið. Það er hins vegar útbreidd- ur misskilningur, bæði hér á landi og annars staðar, að auðvelt sé að koma sítengingu við í almenna sí- makerfinu. Kerfið er hannað þann- ig að um 25% notenda geta verið í sambandi í einu. Alla jafna er það yfrið nóg. En í landi, þar sem helm- ingur heimila og yfir 80% fyrir- tækja hafa internettengingu, gæti það hreinlega sprengt almenna sí- makerfið á einni nóttu að taka upp fast gjald, sem hvetti til þess að all- ir netnotendur væru sítengdir. Oft er vísað til þess að þetta sé hægt í Bandaríkjunum, en málið er ekki alveg svo einfalt. Frá fyrri tíð hefur sú venja verið víða þar í landi að símtöl innan gjaldsvæðis séu innifalin í afnotagjaldi en langlínu- samtöl tímamæld. Þetta fyrirkomu- lag hvatti vissulega til netnotkunar þegar Intemetið hélt innreið sína, að því gefnu að internetþjónustan, sem viðskiptavinurinn tengdist, væri á sama gjaldsvæði. Vestra eru gjaldsvæðin oft mjög lítil, í ferkfló- metrum talið. A Islandi er allt land- ið eitt gjaldsvæði. Þetta fyrirkomulag hefur hins vegar valdið mörgum símafyrir- tækjum í Bandaríkjunum veruleg- um vandræðum. Þar sem netnotk- unin er mest, t.d. í Kalifomíu, hafa sítengdir netnotendur valdið gífur- legu álagi á kerfið. I sumum tilfell- um urðu afleiðingarnar þær að í fimmta hvert skipti, sem símnot- andi reyndi að ná sambandi, fékkst einfaldlega enginn sónn. Viðbrögð fjölmargra símafyrirtækja, víðs vegar um Bandaríkin, hafa verið að boða DSL-lausnir af ýmsu tagi, sambærilegar við ADSL-tenging- una, sem Síminn mun byrja að bjóða hér á landi eftir fáeinar vikur. Landssíminn er í hópi fyrstu síma- fyrirtækja, sem bjóða þessa þjón- ustu á almennum markaði. Nú þeg- ar eru tilraunir hafnar með þjónustuna og 50 starfsmenn Landssímans hafa notað hana í Ólafur Þ. Stephensen haust með góðum árangri. ADSL-tengingin er óháð núver- andi símstöðvakerfi og notast í staðinn við ATM-gagnaflutnings- kerfi Landssímans. Með henni verður ekki eingöngu hægt að bjóða upp á sítengingu fyrir fast gjald, heldm- einnig margfalt meiri bandbreidd en með núverandi mót- alds- og ISDN-tengingum í al- menna símakerfinu. Fyrir kröfu- harða netnotendur, sem eyða löngum tíma á netinu, verður ADSL án nokkurs vafa mjög hag- kvæm lausn, fyrir nú utan ánægjuna, sem fylgir auknum vinnsluhraða. ADSL er lausn, sem brúar bilið á milli ISDN-tenginga dagsins í dag og breiðbandslausna framtíðarinn- ar. Síminn er nú að hefja tilraunir með gagnvirkan internetaðgang um breiðbandið og gerir ráð fyrir að bjóða slíka þjónustu á næstu misserum, enda fer verð endabún- aðar, sem til þessa hefur gert hana óhagkvæman kost, ört lækkandi. í framtíðinni má ætla að bæði fyrir- tæki og heimili verði sítengd Int- ernetinu og margs konar öðrum margmiðlunarveitum í gegnum breiðbandið, en nú þegar eiga rúm- lega 30% heimila á Islandi kost á að tengjast því. Netið í hvers manns vasa Ekki má gleyma möguleikum farsímatækninnar, sem Islending- ar hafa verið flestum þjóðum fljót- ari að tileinka sér. Með svokölluð- um GPRS-gagnaflutningsstaðli, sem Síminn áformar að taka upp í GSM-kerfi sínu innan eins til tveggja ára, gefst kostur á síteng- ingu við Intemetið í gegnum farsí- mann, á sambæriiegum hraða og nú er mögulegur með ISDN-teng- ingu. Með þriðju kynslóð farsí- manna, sem kemur sennilega á markað eftir þrjú til fjögur ár, gefst kostur á sítengingu og miklu meiri bandbreidd, allt að 2 megabitum á sekúndu. í framtíð, sem er nær en margur heldur, verður ísland þess vegna orðið sítengt samfélag, þar sem Internetið verður orðið hreyfanlegt og komið í hvers manns vasa. Landssíminn ætlar sér að gegna áfram lykilhlutverki við uppbygg- ingu þessa öfluga upplýsingasam- félags. Höfundur er forstöðumaður upp- lýsinga- og kynningarmála Lands- símans. Raunir Páls SANNLEIKUR- INN er greinilega einskis virði í augum núverandi félagsmál- aráðherra. Sjálfsagt er það bara tímasóun að elta ólar við fyluna í honum. Páli er greini- lega fyrirmunað að skilja sannleikann. I Mbl. í gær heldur hann áfram að skrökva og hagræða sannleikanum um hús- næðismál láglauna- fólks. Páll gleymdi 4.038 íbúðum Staðreyndin talar auðvitað sínu máli um sannleiksást ráðherrans sem telur sig vera á þessu ári búin að leysa þriðjung af þörfinni fyrir leiguíbúðir. Sannleikurinn er sá að Húsnæðismál Svo lágt leggst ráðherr- ann, segir Jóhanna Sigurðardóttir, að leggja að jöfnu fyrir láglaunafólk 20-25% viðbótarlán í markað- skerfíð með 4,38% vöxt- um og 90-100% lán með 1-2,4% vöxtum. nálægt tvö þúsund manns eru á biðlista eftir leiguíbúðum og frekar mun bætast í þá biðröð á þessu ári en fækka í henni. Því miður. Það er auðvitað bein afleiðing fólksflóttans af landsbyggðinni og ekki síst að fé- lagslegt íbúðakerfí var lagt niður um sl. áramót. I makalausum sam- anburði sínum í Mbl. sleppir ráðherrann fjölda lána til endur- söluíbúða, sem komu til endurúthlutunar í félagslega íbúðakerf- inu á árunum 1988- 1995, auka lána til kaupa á notuðum íbúð- um sem gengu inní fé- lagslega kerfið. Sam- tals var hér um að ræða hvorki meira né minna en 4.038 íbúðir. Hálfsannleikur - ær og kýr Páls Samtals var því heildarúthlutun til fé- lagslegra eignar- og leiguíbúða á árunum 1988-1995 tæplega 7.900 íbúðir en ekki 3.800 eins og ráð- herrann heldur fram. Hálfsannleik- ur virðist því vera ær og kýr Páls bónda á Höllustöðum. I stað þess að taka brúttóúthlutun eða heildar- úthlutun á þessum árum, tekur hann út hluta íbúðanna sem úthlut- að var til eða aðeins tæplega helm- inginn. Þennan helming ber Páll síðan saman við heildarúthlutun á þessu ári í markaðskerfi sem ráð- herrann hefur komið og ekki er ætlað láglaunafólki. Þar eru vaxta- kjör rúmlega þrefalt hærri en þekkst hefur á leiguíbúðum, sem lá- glaunafólk eins og lífeyrisþegar, einstæðir foreldrai- og námsmenn munu ekki ráða við. Það sést best á því hve lágt ráðherrann getur lagst að leggja að jöfnu fyrir láglauna- fólk 20-25% viðbótarlán í markað- skerfi með 4,38% vöxtum og 90- 100% lán með 1-2,4% vöxtum eins og var í félagslega íbúðakerfínu sem ráðherrann lagði niður. Vonandi hlífir ráðherrann mér og öðrum við meira af svona vit- leysu. Hún er varla ráðherra sæm- andi. Höfundur er alþingismaður. Jóhanna Sigurðar- dóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.