Morgunblaðið - 23.11.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 23.11.1999, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsetar ASÍ leggja fram ályktun um skipulagsmál á sambandsstjórnarfundi Brenndust Tillögur í skipulagsmálum tilbúnar fyrir aprillok Morgunblaðið/Sverrir Frá sambandsstjdrnarfundi ASI í gær, en honum verður fram haldið í dag. Hveragerðisbæ vantar framkvæmdafé Þrjú tilboð í dreifikerfi rafveitunnar FORSETAR Alþýðusambands ís- lands lögðu sameiginlega fram til- lögu að ályktun um skipulagsmál á sambandsstjómai’fundi sambands- ins í gær, sem er ætlað að vera gmnnur að vinnu í skipulagsmálum sambandsins í vetur. Ekki er í ályktuninni að finna efnislegar til- lögur, en gert er ráð fyrir að sam- bandsstjórn feli forsetum ASI að vinna að þeim markmiðum sem þar komi fram og kalla til formlegs samráðs fulltrúa aðildarfélaga og sambanda til að vinna að tillögu- gerð. Tillögurnar eiga að vera tilbúnar fyrir lok apríl. Þær verði þá ræddar í miðstjórn og lagðar fyrir til kynn- ingar á sérstökum formanna- og sambandsstjómarfundi í maímán- uði, en verði síðan teknar til af- greiðslu á þingi Alþýðusambands- insí nóvember að ári. Ályktun forsetanna fékk misjafn- ar undirtektir og urðu nokkrir fundarmenn til að kalla eftir nánari skýringum á einstökum atriðum sem þar er að fínna samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Skipulagsmálin verða áfram til um- ræðu á fundinum í dag, en sam- bandsstjórnafundur ASI fer með æðsta vald í málefnum sambands- ins milli þinga þess. Tilefni harðra deilna síðastliðið vor Skipulagsmálin urðu tilefni harðra deilna á vettvangi Alþýðu- sambandsins síðastliðið vor og lyktaði þeim deilum með því að Rafiðnaðarsambandið taldi sér ókleift að starfa innan ASÍ. Deil- urnar tengjast inngöngu Félags ís- lenskra símamanna í RSI og að um- sókn Matvís um inngöngu í ASÍ var hafnað og liggja fyrir sambands- stjórnarfundinum spurningar frá miðstjórn RSI í tengslum við þetta. I ályktun forsetanna segir m.a. að sambandsstjórn telji mikilvægt að tryggja að það skipulag sem verka- lýðshreyfingin velji sér til að marka ramma um starfsemina verði sveigj- anlegt og einfalt. Skipulagið megi ekki koma í veg fyrir að starfsemi hennar og einstakra stéttarfélaga geti breyst og þróast í takt við breytingar á starfsumhverfinu. í þvi sambandi sé nauðsynlegt að ná algerri sátt um tvö grundvallar- markmið. Annars vegar að allt launafólk eigi aðild að viðurkennd- um stéttarfélögum sem uppfylli grunnskilyrði sem slík félög verði að fullnægja og hins vegar að öll stéttarfélög eigi aðild að sterku Al- þýðusambandi sem sé samnefnari og geti komið fram út á við gagn- vart stjórnvöldum og atvinnurek- endum og inn á við til að fylgja því eftir að aðildarfélögin uppfylli þau skilyrði sem séu forsenda aðildar. Síðan segir í ályktuninni: „Sam- bandsstjórn telur að með því að sammælast um þessi meginmark- mið og líta svo á að önnur markmið verði að víkja fyrir þeim, sé mikil- vægum áfanga náð til að ná sam- stöðu um hlutverk og framtíðar- skipulag ASI. Þannig er Ijóst að þær reglur sem gilda innan Alþýðu- sambandsins verða að taka mið af heildarhagsmunum. Einnig verður ljóst að það, með hverjum hætti einstök félög eða sambönd eiga að- ild að Alþýðusambandinu, getur aldrei orðið samkvæmt einni ósveigjanlegri reglu sem gildi fyrir alla. Markmiðin fela hins vegar í sér að allir verða að skuldbinda sig til að lúta tilteknum grundvallar- reglum. Um nánari útfærslu þeirra krafna sem gera verður til félag- anna þarf að fjalla í lögum sam- bandsins." Viðbrögð við ályktuninni nokkuð góð Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagðist telja að viðbrögð við álykt- uninni hefðu verið nokkuð góð á fundinum í gær og hann teldi yfír- gnæfandi líkur á því að hún yrði samþykkt í dag. Hvort einhverjar minniháttar breytingai' yrðu gerð- ar á henni væri önnur saga og ekki nema gott um það að segja ef það væri til bóta. Hann sagði aðspurður að hann teldi að með samþykkt ájyktunar- innar væri lagður grunnur að vinnu sem gæti leitt til sátta innan Al- þýðusambandsins um skipulags- mál. „Að vísu kemur það ekki í ljós fyrr en undir vor hvernig okkur tekst til en það er þó verið að leggja grunn að því lenda þessu máli sam- eiginlega," sagði Grétar. ÞRJÚ tilboð voru opnuð í dreifi- kerfi rafveitunnar í Hveragerði í gær. Hæsta tilboðið var 200,9 millj- ónir króna. Gísli Páll Pálsson, forseti bæjar- stjórnar Hveragerðis, flutti tillögu um það á fundi bæjarstjórnar í október sl. að kannaðir yrðu mögu- leikar á sölu dreifikerfis rafveitunn- ar í Hveragerði til RARIK. Fram kom breytingartillaga sem fól í sér að rætt yrði við alla aðila sem sýndu málinu áhuga. Tillagan var sam- þykkt með öllum greiddum atkvæð- um. Eigum eftir að fara út í miklar framkvæmdir „Það er ljóst að við eigum eftir að fara út í miklar framkvæmdir. Við eigum eftir að byggja upp þjónustu- mannvirki, fráveitukerfi og einsetja skólann. Til að hraða framkvæmd- um, eins og æskilegast væri, þyrft- um við að óbreyttu að taka hærri lán en við viljum. Þá kom þessi hug- mynd um sölu á dreifikerfinu,“ seg- ir Hálfdán Kristjánsson, bæjar- stjóri í Hveragerði. Þeir sem lýstu yfir áhuga voru Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðumesja, Rafmagnsveitur ríkis- ins, Landsvirkjun og Selfossveitur bs. Hveragerðisbær óskaði eftir frekari upplýsingum og verðhug- myndum. Tilboðin voru síðan opnuð í gær og segir Hálfdán að þau séu ólík innbyi'ðis. Tilboð komu frá Orku- veitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suður- nesja og Selfossveitum bs. RARIK lýsti því hins vegar yfir að stofnun- inni væri ekki heimilt að gera slíkt tilboð nema með heimild Alþingis og samþykki iðnaðarráðherra. For- svarsmenn RARIK lýstu sig jafn- íramt tilbúna til frekari viðræðna. Hálfdán segir að bæjarstjórnin ætli að vera búin að reikna út til- boðin nk. miðvikudag og hvað felist í þeim fyrir Hveragerðisbæ. illa eftir sprengingu FJÖGUR ungmenni, tvær stúlkur og tveir piltar á aldrinum 15 til 17 ára, slösuðust mikið í gasspreng- ingu í bifreið við eyðibýlið Bæjar- sker á Stafnesvegi skammt sunnan við Sandgerði á sunnudagskvöld. Ungmennin brenndust öll illa en komu sér sjálf undir læknishendur á sjúkrahúsinu í Keflavík. Þaðan barst tilkynning um slysið til lög- reglunnar skömmu fyrir klukkan 22 á sunnudagskvöld. Ungmennin voru öll flutt á Landspítalann og lögð þar inn og var einn piltanna tveggja lagður inn á gjörgæslu- deild Landspítalans en útskrifaður þaðan í gær. Hin ungmennin hlutu annars stigs brunasár á höndum, fótum og í andliti. Ökufær þrátt fyrir miklar skemmdir Þótt bifreið ungmennanna hafí skemmst mikið eftir sprenginguna var hún ökufær og gat ökumaður hennar því ekið til sjúkrahússins í Keflavík. Lögreglan í Keflavík segir sprenginguna hafa verið mikla enda brotnuðu rúður í bifreiðinni og hurðir á henni gengu til. Rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur tekið málið til rann- sóknar og telur hún að orsakir slyssins megi rekja til þess að við meðferð gaskúts inni í bifreiðinni hafi lekið út gas, sem sprakk með miklum krafti er kveikt var í vind- lingi inni í bifreiðinni. Sérstakur Stoke- vefur á mbl.is MORGUNBLAÐIÐ á Netinu opnar í dag sérstakan vef sem helgaður er enska knatt- spyrnufélaginu Stoke City. Eins og kunnugt er keyptu ís- lenskir fjárfestar meirihluta í félaginu fyrir skömmu og í kvöld leikur liðið sinn fyrsta deildarleik undir stjóm Guð- jóns Þórðarsonar, knatt- spymustjóra Stoke City. Leikskýrslur úr leikjum Á Stoke-vefnum er að fínna fréttir af Stoke City, upplýs- ingar um félagið og leikmenn þess, leikskýrslur úr öllum deildarleikjum liðsins, stöðu- töflu ensku 2. deildarinnar og heildaryfirlit yfii- leiki Stoke í vetur. Stoke-vefurinn bætist í fjölskrúðugt safn sérvefja á mbl.is og er slóðin að honum www.mbl.is/spoi-t/stoke/. Einnig er hægt að nálgast vefinn frá aðalsíðu mbl.is. Sérblöð í dag SH bikarmeistari í sundi fimmta árið í röð /C4, C5 Tryggvi Guðmundsson áfram hjjá Tromsö /C3 Á ÞRIÐJUDÖGUM Heimili lASTlK.MK SPRÆKUR ----avaaa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.