Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsetar ASÍ leggja fram ályktun um skipulagsmál á sambandsstjórnarfundi Brenndust Tillögur í skipulagsmálum tilbúnar fyrir aprillok Morgunblaðið/Sverrir Frá sambandsstjdrnarfundi ASI í gær, en honum verður fram haldið í dag. Hveragerðisbæ vantar framkvæmdafé Þrjú tilboð í dreifikerfi rafveitunnar FORSETAR Alþýðusambands ís- lands lögðu sameiginlega fram til- lögu að ályktun um skipulagsmál á sambandsstjómai’fundi sambands- ins í gær, sem er ætlað að vera gmnnur að vinnu í skipulagsmálum sambandsins í vetur. Ekki er í ályktuninni að finna efnislegar til- lögur, en gert er ráð fyrir að sam- bandsstjórn feli forsetum ASI að vinna að þeim markmiðum sem þar komi fram og kalla til formlegs samráðs fulltrúa aðildarfélaga og sambanda til að vinna að tillögu- gerð. Tillögurnar eiga að vera tilbúnar fyrir lok apríl. Þær verði þá ræddar í miðstjórn og lagðar fyrir til kynn- ingar á sérstökum formanna- og sambandsstjómarfundi í maímán- uði, en verði síðan teknar til af- greiðslu á þingi Alþýðusambands- insí nóvember að ári. Ályktun forsetanna fékk misjafn- ar undirtektir og urðu nokkrir fundarmenn til að kalla eftir nánari skýringum á einstökum atriðum sem þar er að fínna samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Skipulagsmálin verða áfram til um- ræðu á fundinum í dag, en sam- bandsstjórnafundur ASI fer með æðsta vald í málefnum sambands- ins milli þinga þess. Tilefni harðra deilna síðastliðið vor Skipulagsmálin urðu tilefni harðra deilna á vettvangi Alþýðu- sambandsins síðastliðið vor og lyktaði þeim deilum með því að Rafiðnaðarsambandið taldi sér ókleift að starfa innan ASÍ. Deil- urnar tengjast inngöngu Félags ís- lenskra símamanna í RSI og að um- sókn Matvís um inngöngu í ASÍ var hafnað og liggja fyrir sambands- stjórnarfundinum spurningar frá miðstjórn RSI í tengslum við þetta. I ályktun forsetanna segir m.a. að sambandsstjórn telji mikilvægt að tryggja að það skipulag sem verka- lýðshreyfingin velji sér til að marka ramma um starfsemina verði sveigj- anlegt og einfalt. Skipulagið megi ekki koma í veg fyrir að starfsemi hennar og einstakra stéttarfélaga geti breyst og þróast í takt við breytingar á starfsumhverfinu. í þvi sambandi sé nauðsynlegt að ná algerri sátt um tvö grundvallar- markmið. Annars vegar að allt launafólk eigi aðild að viðurkennd- um stéttarfélögum sem uppfylli grunnskilyrði sem slík félög verði að fullnægja og hins vegar að öll stéttarfélög eigi aðild að sterku Al- þýðusambandi sem sé samnefnari og geti komið fram út á við gagn- vart stjórnvöldum og atvinnurek- endum og inn á við til að fylgja því eftir að aðildarfélögin uppfylli þau skilyrði sem séu forsenda aðildar. Síðan segir í ályktuninni: „Sam- bandsstjórn telur að með því að sammælast um þessi meginmark- mið og líta svo á að önnur markmið verði að víkja fyrir þeim, sé mikil- vægum áfanga náð til að ná sam- stöðu um hlutverk og framtíðar- skipulag ASI. Þannig er Ijóst að þær reglur sem gilda innan Alþýðu- sambandsins verða að taka mið af heildarhagsmunum. Einnig verður ljóst að það, með hverjum hætti einstök félög eða sambönd eiga að- ild að Alþýðusambandinu, getur aldrei orðið samkvæmt einni ósveigjanlegri reglu sem gildi fyrir alla. Markmiðin fela hins vegar í sér að allir verða að skuldbinda sig til að lúta tilteknum grundvallar- reglum. Um nánari útfærslu þeirra krafna sem gera verður til félag- anna þarf að fjalla í lögum sam- bandsins." Viðbrögð við ályktuninni nokkuð góð Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagðist telja að viðbrögð við álykt- uninni hefðu verið nokkuð góð á fundinum í gær og hann teldi yfír- gnæfandi líkur á því að hún yrði samþykkt í dag. Hvort einhverjar minniháttar breytingai' yrðu gerð- ar á henni væri önnur saga og ekki nema gott um það að segja ef það væri til bóta. Hann sagði aðspurður að hann teldi að með samþykkt ájyktunar- innar væri lagður grunnur að vinnu sem gæti leitt til sátta innan Al- þýðusambandsins um skipulags- mál. „Að vísu kemur það ekki í ljós fyrr en undir vor hvernig okkur tekst til en það er þó verið að leggja grunn að því lenda þessu máli sam- eiginlega," sagði Grétar. ÞRJÚ tilboð voru opnuð í dreifi- kerfi rafveitunnar í Hveragerði í gær. Hæsta tilboðið var 200,9 millj- ónir króna. Gísli Páll Pálsson, forseti bæjar- stjórnar Hveragerðis, flutti tillögu um það á fundi bæjarstjórnar í október sl. að kannaðir yrðu mögu- leikar á sölu dreifikerfis rafveitunn- ar í Hveragerði til RARIK. Fram kom breytingartillaga sem fól í sér að rætt yrði við alla aðila sem sýndu málinu áhuga. Tillagan var sam- þykkt með öllum greiddum atkvæð- um. Eigum eftir að fara út í miklar framkvæmdir „Það er ljóst að við eigum eftir að fara út í miklar framkvæmdir. Við eigum eftir að byggja upp þjónustu- mannvirki, fráveitukerfi og einsetja skólann. Til að hraða framkvæmd- um, eins og æskilegast væri, þyrft- um við að óbreyttu að taka hærri lán en við viljum. Þá kom þessi hug- mynd um sölu á dreifikerfinu,“ seg- ir Hálfdán Kristjánsson, bæjar- stjóri í Hveragerði. Þeir sem lýstu yfir áhuga voru Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðumesja, Rafmagnsveitur ríkis- ins, Landsvirkjun og Selfossveitur bs. Hveragerðisbær óskaði eftir frekari upplýsingum og verðhug- myndum. Tilboðin voru síðan opnuð í gær og segir Hálfdán að þau séu ólík innbyi'ðis. Tilboð komu frá Orku- veitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suður- nesja og Selfossveitum bs. RARIK lýsti því hins vegar yfir að stofnun- inni væri ekki heimilt að gera slíkt tilboð nema með heimild Alþingis og samþykki iðnaðarráðherra. For- svarsmenn RARIK lýstu sig jafn- íramt tilbúna til frekari viðræðna. Hálfdán segir að bæjarstjórnin ætli að vera búin að reikna út til- boðin nk. miðvikudag og hvað felist í þeim fyrir Hveragerðisbæ. illa eftir sprengingu FJÖGUR ungmenni, tvær stúlkur og tveir piltar á aldrinum 15 til 17 ára, slösuðust mikið í gasspreng- ingu í bifreið við eyðibýlið Bæjar- sker á Stafnesvegi skammt sunnan við Sandgerði á sunnudagskvöld. Ungmennin brenndust öll illa en komu sér sjálf undir læknishendur á sjúkrahúsinu í Keflavík. Þaðan barst tilkynning um slysið til lög- reglunnar skömmu fyrir klukkan 22 á sunnudagskvöld. Ungmennin voru öll flutt á Landspítalann og lögð þar inn og var einn piltanna tveggja lagður inn á gjörgæslu- deild Landspítalans en útskrifaður þaðan í gær. Hin ungmennin hlutu annars stigs brunasár á höndum, fótum og í andliti. Ökufær þrátt fyrir miklar skemmdir Þótt bifreið ungmennanna hafí skemmst mikið eftir sprenginguna var hún ökufær og gat ökumaður hennar því ekið til sjúkrahússins í Keflavík. Lögreglan í Keflavík segir sprenginguna hafa verið mikla enda brotnuðu rúður í bifreiðinni og hurðir á henni gengu til. Rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík hefur tekið málið til rann- sóknar og telur hún að orsakir slyssins megi rekja til þess að við meðferð gaskúts inni í bifreiðinni hafi lekið út gas, sem sprakk með miklum krafti er kveikt var í vind- lingi inni í bifreiðinni. Sérstakur Stoke- vefur á mbl.is MORGUNBLAÐIÐ á Netinu opnar í dag sérstakan vef sem helgaður er enska knatt- spyrnufélaginu Stoke City. Eins og kunnugt er keyptu ís- lenskir fjárfestar meirihluta í félaginu fyrir skömmu og í kvöld leikur liðið sinn fyrsta deildarleik undir stjóm Guð- jóns Þórðarsonar, knatt- spymustjóra Stoke City. Leikskýrslur úr leikjum Á Stoke-vefnum er að fínna fréttir af Stoke City, upplýs- ingar um félagið og leikmenn þess, leikskýrslur úr öllum deildarleikjum liðsins, stöðu- töflu ensku 2. deildarinnar og heildaryfirlit yfii- leiki Stoke í vetur. Stoke-vefurinn bætist í fjölskrúðugt safn sérvefja á mbl.is og er slóðin að honum www.mbl.is/spoi-t/stoke/. Einnig er hægt að nálgast vefinn frá aðalsíðu mbl.is. Sérblöð í dag SH bikarmeistari í sundi fimmta árið í röð /C4, C5 Tryggvi Guðmundsson áfram hjjá Tromsö /C3 Á ÞRIÐJUDÖGUM Heimili lASTlK.MK SPRÆKUR ----avaaa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.