Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 8
8 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Barbour
Vandaður og klassískur
útivistarfatnaður fyrir
dömur og herra
Peysur, bolir og sokkar.
Heimsþekktar gœðavörur
BURBERRY
L O N D O N
Vandaður kvenfatnaður
Vandaðar ofj fdýíexjar
jóCagjafir í úrvati.
‘TtttíHennar frá:Momm
CFrá: Henni Hiti ttans
QkðiíegjóCl
Laugavegi 54 S. 552 2535
fæðist inni í manni þegar nær dreg-
ur jólum - ef maður á annað borð
er stemmningsmaður,'1 segir hann
en undirstrikar að tæplega sé hægt
að gera sér slíkt upp.
Einlæg svör
um gleði og kvíða
„Unglingar hafa nefnilega mikla
þörf fyrir allt sem er satt og ekta,“
útskýrir Jóna Hrönn og er sammála
Andra sem finnst ýmiss konar yfir-
borðsmennska oft vera áberandi í
kringum jól. „Jafnvel þeir sem eru í
hjarta sínu alls ekki glaðir bregða
upp tannkremsbrosinu bara af því
að það eru jólin. Þetta finnst mér
óþarfi því maður á alltaf að vera
maður sjálfur, ekki síst á jólunum,"
segir Andri.
Hann kveðst heldur ekki þola
kaupæði fólks í desember og segir
jólin einfaldlega orðin of veraldleg.
Jóna Hrönn grípur örðið og segir
marga jafnaldra Andra vera á
sömu skoðun. „I tengslum við fyr-
irlesturinn lagði ég litla við-
horfskönnun fyrir tuttugu krakka
eitt föstudagskvöldið hér í ungl-
ingaathvarfi KFUM & K í Austur-
stræti og komst þá að því að ung-
lingar hafa ákveðnar og mjög heil-
brigðar skoðanir á umgjörð jól-
anna," segir Jóna Hrönn og dregur
fram skrifleg svör þátttakenda.
„Þeir hafa til dæmis megna
skömm á stressinu í kringum jóla-
undirbúninginn, stór hópur kvaðst
fara í kirkju af innri þörf um jólin og
allir nema einn vissu hvers vegna
við höldum jól.
í heildina þóttu mér svörin í könn-
uninni endurspegla djúpa þrá þess-
ara krakka eftir kjarnanum, því sem
máli skiptir í raun. Þeir leita líka eftir
samfélagi við fullorðna og samræð-
um þar sem kafað er dýpra í ýmis
mál, svo sem tilgang jólanna.
Nær allir sögðust gefa jólagjafir
vegna þess að þeir elska fólkið sitt
og vilja sýna það í verki. Rauði
þráðurinn var að sælla væri að gefa
en þiggja og mörg töluðu sérstak-
lega um gleðina sem fælist í því að
gleðja yngri systkini.
Það dapurlega var hins vegar að
fimm úr hópnum sögðust ekki
hlakka til jólanna. Ástæðurnar voru
til að mynda rifrildi á heimilinu um
jól eða peningaleysi foreldra sem
sagt var valda streitu og vanlíðan.
Einn sem ekki hlakkaði til jólanna
orðaði það á þann veg að slæmu
hlutirnir gerðust gjarnan þá.“
Ef Jesús mætti ráða...
Jóna Hrönn segir að einn þátt-
takandi í könnuninni hafi lagt fram
kvörtun á heimili sínu þar sem hon-
um fannst aðfangadagur orðinn
heldur einhæf og leiðinleg rútína!
Andri brosir við og segir að þótt
honum hafi aldrei beint leiðst hafi
honum stundum þótt umræddur
dagur heldur dauflegur.
„Maður vaknar og þarf að bíða til
klukkan sex án þess að hafa neitt
sérstakt að gera," segir hann, en
Jóna Hrönn bendir á að hann sé
vanur að hrærast í miklum hraða;
námi, vinnu, tónlist, félagsskap og
öðru amstri sem unglinga er siður.
„Það tekur dálítinn tíma að kúpla
sig niður," viðurkennir Andri en tek-
ur um leið fram að hann njóti mikill-
ar umhyggju frá ástvinum, sem
hann meti mikils.
„Ég eyði jólunum til skiptis hér í
Reykjavík og í Svarfaðardal þar
sem ég á aðra fjölskyldu. Og mér
finnst einmitt að jólin ættu að snú-
ast um nærveru við fjölskylduna.
Auðvitað má ekki gleyma gömlu
rullunni um Guð og Jesú, en maður
getur bara ekki verið að íhuga það
öll jólin. Ef Jesús mætti ráða myndi
hann örugglega vilja að jólin okkar
snerust um það sem skiptir mestu
máli; fjölskylduna og kærleikann.
Gjafirnar og allt tilstandið sem jól-
unum fylgir eru þegar allt kemur til
alls aðeins viðbót við samveru fjöl-
skyldunnar, ekki öfugt," segir
Andri. Mömmu hans miðbæjar-
prestinum þykir augljóslega vænt
um þessa hreinu og beinu ræðu frá
hjarta unglingsins og hvíslar hreyk-
in að blaðamanni: „Þetta held ég
að sé bara nokkuð góð guðfræði
hjá stráknum."
Þra eftir bvi
sem skiptir máli
UnxjUkUjtwtiwi lœtur skótiwi ekkti Letujur út 0
(jlvujcjOö, fuuiM/ er utDctitrv upfr úrjóLcdrér-
sícmmiturumv ocj er ekkti lerujur boð&ður 0
mj/uAdtöícuyfyrir jóUJcorttiv. Eny kioJdcor urtj'
Ltiujurtiuv saMit tiLjóLuwAt A mrðaMs erujtiuv
ypyr er svors eJdcv vzmtcv.
egar séra Jóna
Hrönn Bolladóttir var
beðin að halda fyrir-
lestur um unglinga
B ^Aog jól, í Digranes-
kirkju fyr-
ir skömmu,
varð hun sem
snöggvast skelfingu
lostin. „Eg féllst á verk-
efnið en uppgötvaði um leið
að þótt ég væri alltaf að tala
við börn og fullorðna um
boðskap jólanna, umgjörð
og tilhlökkun, hafði ég aldrei
bryddað upp á því í fullri alvöru við
unglinga. Þó umgengst ég þá dag-
lega í starfi og er með 16 ára ung-
ling á heimilinu," segir Jóna Hrönn
sem er miðbæjarprestur KFUM &
K og fræðari við Dómkirkjuna.
Unglingurinn á heimilinu er Andri,
16 ára, fjörmikill menntaskólanemi
og gítarleikari í upprennandi bíl-
skúrsbandi.
„Við Andri erum miklir vinir og
ræðum mikið saman en höfðum
samt aldrei rætt um jólin - nema þá
kannski um buxnakaup og aðra
hagnýta hluti," segir Jóna Hrönn
hlæjandi og segir raunina eflaust
þá sömu á mörgum heimilum.
„Unglingarnir detta kannski ein-
hvers staðar á milli - þeir missa dá-
lítið „réttindi" sín þegar þeir vaxa
upp úr „hátíð barnanna" og hafa
enn ekki fengið ákveðið hlutverk í
hafði í raun aldrei þolað þessar pip-
arkökur..."
Andri hristir höfuðið hlæjandi og
lýsir því hvernig hann sat og
glassúrmálaði piparkökur með
hangandi hendi jól eftir jól, án þess
að þora að segja neitt. „Ég var að
farast úr leiðindum en fékk ekki af
mér að segja neitt því sumir voru
svo syngjandi glaðir," segir hann
og glottir góðlátlega.
Hann lætur sér þó ýmsar aðrar
hefðir vel líka í kringum jólin og
finnst andrúmsloftið leggja grunn-
inn að góða skapinu. „Það er þessi
stemmning sem er alveg óútskýr-
anlegt fyrirbrigði. Eitthvað sem
röðum hinna fullorðnu," útskýrir
hún og segir þetta hafa runnið upp
fyrir sér við undirbúning fyrirlest-
ursins. „Ég bætti því úr þessu hið
snarasta og spurði Andra hreint út
hvort hann hlakkaði til jólanna."
Engin barnsleg
eftirvænting
Og Andri telur ekki eftir sér að
svara spurningunni aftur fyrir
blaðamann. „Jú, ég hef alltaf hlakk-
að til jólanna. Það er samt ekki eins
og ég sitji og telji dagana - ég finn
ekki lengur fyrir þessari barnslegu
eftirvæntingu," segir hann með há-
tíðlega djúpri röddu og kímir. „Hún
á þó kannski eftir að koma aftur
seinna," bætir hann svo við og vís-
ar til þess hvernig margir fullorðnir
ganga í barndóm við jólaundirbún-
ing. „Eins og til dæmis Jóna Hrönn
með piparkökurnar sínar," segir
hann og þau skella bæði upp úr.
„Já, það var nú meira," segir
Jóna Hrönn og leysir frá skjóðunni.
„Þannig var að mér fannst alltaf
svo gaman að skreyta piparkökur
með mömmu þegar ég var lítil. Sið-
inn flutti ég síðar inn á mitt heimili
og var alveg handviss um að Andra
þætti þetta jafnskemmtilegt. En
síðar kom upp úr kafinu að hann
ANDRI OG JÓNA HRÖNN - „Alltaf aö vera maöur sjálfur, ekki síst á jólunum. “
uMjLtitjaf^
Morgunblaðiö/Ásdís