Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 54
54 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÆTTARGJ ÖFIN
Jólagjöfin í ár er ættartala maka þíns eða fjölskyldunnar.
Persónuleg ættrakning, fagleg þjónusta í fallegum búningi.
Bjóðum einnig gjafakort á ættfræðinámskeið (10% afsláttur) og
ættfræðibækur í miklu úrvali, nýjar sem gamlar.
ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN, Túng. 14, s. 552 7100, 697 8279.
Sœngurvcrcuett 140x200 cm - Koddi 50x70 cm - Verd kr. 2.900
Úrval afo œngurfattiaxfi
í öLLutn otazrcfiun.
IddÍdQI
tnoDni
Skólavörðustíg 21a, sími 551 4050
Morgunblaóið/Kristinn
GÉRARD - „ Við borðum hvítlauk með öllu. “
Setið til borðs
alla nottina
4 érard Lemarquis hef-
ur verið búsettur á fs-
, landi í fjölmörg ár og á
■ fjölskyldu hér á landi.
Hann ræktar þó vel
samband sitt við ætt-
jörðina, Frakkland, bæði
með frönskukennslu, tíðum
heimsóknum til móðurjarðarinnar og
síðast en ekki síst í gegnum „la
bonne cuisine", eða hina frönsku
matargerðarlist. Um jól og áramót
tvinnar fjölskyldan saman menn-
ingarheimana tvo á skemmtilegan
máta.
„Þegar ég bjó í Frakklandi fór ég
alltaf um jólin ásamt foreldrum mín-
um til afa og ömmu, austur til Vos-
gos-fjalla, en afi minn er ættaður
þaðan. Á aðfangadag löbbuðum
við alltaf í skóginum í þeim tilgangi
að auka matarlystina, því við viss-
um að við ættum eftir að borða alla
nóttina. Við byrjuðum að borða á
miðnætti, borðuðum alla nóttina og
fólk fór slðan að tínast í háttinn um
sexleytið."
Blaðamanni þykir þetta heldur
betur borðhald í lagi og forvitnast
um ástæður þess. Gérard segir að
til þess að gera sér dagamun á
franskan mælikvarða verði máltíðin
að vara svona lengi. Fyrir fslend-
inga, sem borði yfirleitt á um hálf-
tíma, séu tveir tímar nóg en fyrir
Frakka, sem yfirleitt eru um tvo
tíma að borða, dugi ekki minna en
sex klukkustundir ef gera á sér
glaðan dag.
Hvítlaukur í stað konfekts
En viðheldur Gérard þessum
óvenjulega matmálstíma hér
heima?
„Nei, við byrjum að borða klukkan
sex. Máltíðin hefst á þremur humar-
forréttum, sem bornir eru fram hver
á eftir öðrum og við drekkum alltaf
Cháteauneuf-de-pape-rauðvín með
matnum. í aðalrétt borðum við hvít-
laukskjúkling í leirpotti sem María
konan mín útbýr. Hann er bakaður
mjög hægt og lengi og í hann fara
a.m.k. 30 hvítlauksgeirar auk ým-
issa jurta.“ Gérard hlær og útskýrir
að fjölskyldan borði hvítlauk með
öllu, nema súkkulaði, og dagamun-
urinn um jólin felist í því að nota
þeim mun meira af hvítlauk í
matseldina en venjulega.
„í stað þess að borða konfekt-
mola borðum við hvítlauksstöppu.
Á eftir er borið fram salat, ostur
sem konan mín býr til og að end-
ingu eftirréttur, sem er alltaf
„mousse au chocolat" [súkkulaði-
frauð] með möndlu í og auðvitað
fylgir möndlugjöf. í millitíðinni opn-
um við þó yfirleitt pakkana."
Sniglar milli jóla og nýárs
Sem dæmi um hve ostur er mik-
ilvægur í borðhaldi Frakka segir
Gérard að sagt sé í hans heima-
landi að „máltíð án osta sé eins og
dagur án sólar". Þekkt er einnig
orðatiltæki, eignað franska matar-
heimspekingnum Brillat-Savarin,
sem útleggst þannig: „Eftirréttur án
osts er eins og falleg kona sem á
vantar annað augað.“
Gérard gefst kostur á því milli
jóla og nýárs að borða franskan
hátíðamat, því fjölskyldan fer þá yf-
irleitt til Frakklands.
„Þá borða ég snigla, „paté de
foie gras“ [andalifrarkæfu], ostrur,
chapon [geldan kjúkling] með fyll-
ingu sem troðið er milli skinns og
hörunds og fleira gott.“
Það er sem sagt mikið um dýrðir í
eldhúsinu hjá Gérard og fjölskyldu á
aðfangadag og hér fylgir uppskrift
að einum af hinum þremur herlegu
humarforréttum „á la Gérard“:
Humar „thermidor“
fyrir 6
24-32 humarhalar (fer eftir stærð)
_____________1 peli rjómi____________
_____________1 peli mjólk____________
_____________3 cl koníak_____________
_____________3 skalottlaukar_________
_____________10 cl hvítvín __________
__________1 tsk. Dijonsinnep_________
________200 g rifinn óðalsostur______
________1 grein af fersku estragoni
smjör (til steikingar og
________til að baka upp sósu)________
hveiti (til að baka upp sósu)
Kljúfið humarhalana eftir endilöngu
þegar þeir eru enn frosnir. Þeir eru
síðan látnir þiðna. Halarnir eru
snöggsteiktir í smjörinu og þar
næst flamberaðir í koníakinu (hvort
um sig tekur um 1 mínútu). Humar-
inn er síðan látinn til hliðar.
Fínsaxið skalottlaukana og sjóð-
ið í hvítvíninu, þar til nær allt vínið
hefur gufað upp. Bakið upp hvíta
sósu með smjöri og hveiti. Þynnið
hana út með mjólkinni og rjóman-
um, bætið koníakssmjörinu af
humrinum og skalottlauknum út í
auk einnar teskeiðar af sinnepi og
estragoni. Nú er óðalsostinum bætt
út í sósuna. Athugið að sósan má
hvorki vera of þykk né svo þunn að
hún drekki humrinum.
Að endingu eru humarhalarnir
lagðir í smurt eldfast fat (skelin á
að vísa niður), sósunni hellt yfir og
látið gratínerast í um 15 mínútur.
Hefurðu nokkurn tíma þurft
að skreppa í undirheima?
Ja, ég bara spyr. Vegna
þess að það er í rauninni svo
lítið sem við vitum hvort um
annað. Ég veit ekki einu
sinni hvort þú ratar um öng-
stræti Reykjavíkur frekar en
ég. Það er helst þegar
Laugavegurinn er gerður að
göngugötu fyrir jól sem við
höfum neyðst til að þræða
hliðarstræti. Þegar Bensinn
okkar er gerður útrækur af
helstu verslunargötunni og
við fáum þetta árlega lost
rétt fyrir jólin.
Úr Gunnlaðarsögu
eftir Svövu Jakobsdóttur.
j huga mínum er Dóra ná-
tengd jólum. Hún kom jafnan
á aðfangadag til þess að að-
stoða við jólaundirbúning
sem fólst meðal annars í því
að setja slöngulokka í Ölmu
systur og mig, en það var
mikið verk því hár okkar var
sítt. Tækið var líka frum-
stætt, járn sem þurfti að hita
á eldhúshellu. Það var mikil
framför í snyrtingu þegar raf-
magnskrullujárnin komu til
skjalanna.
Úr Síðasta orðinu
ettir Steinunni Sigurðardóttur.
Og daginn eftir bólaði ekkert
á tímanum, dótið var þar sem
maður hafði stillt því upp fyrir
svefninn, gólfin teppalögð
með jólapappír, enginn gerði
sig líklegan til að fara út eða í
vinnu, allar búðir lokaðar, frí í
skólanum. Og aftur kjöt í há-
deginu og haldið ykkur fast:
gos bara orðið fastur liður
eins og kýrnar væru farnar að
gefa af sér kók og appelsín
og malt!
Úr Hversdagshöllinni
eftir Pétur Gunnarsson.
Og frú Solveig hélt líka áfram
þeim sið sem hún hafði alltaf
haft, að verða jafn innilega
sár og beisk yfir gjöfum sem
hún fékk; það var aldrei
hægt að gera henni til hæfis.
Hún opnaði gjafirnar á að-
fangadagskvöld með sár-
indasvip og kyngdi svo
tvisvar-þrisvar þegar hún sá
draslið sem kom út úr papp-
írnum, regnhllf, slæða, sjal,
ilmvatn af ódýrri sort, svo
lagði hún það frá sér orða-
laust.
Úr Heimskra manna ráðum
eftir Einar Kárason.
Ási var með allt á hreinu, því
meira jólaskraut, því betra.
Greinarnar á trénu voru
hreint að sligast undan öllu
þessu gull- og silfurlita drasli
og hinum mjög svo frumlegu
jólapokum hans, sem sumir
hverjir minntu á ílla sniðna
sláturkeppi. Hver einasti
poki var kúffullur af brota-
brjóstsykri, útlitsgölluðu
súkkulaði og flekkóttu
konfekti. Allt þetta hafði Sig-
ríður föðursystir mín fengið
fyrir lítið í einhverri viðbjóðs-
legri súkkulaðifabrikku sem
hún var byrjuð að vinna í.
(---]
Eg slapp til allrar hamíngju
út smástund undir því yfir-
skini að ég þyrfti nauðsyn-
lega að koma jólagjöf til
Ranúrs. Það var auðvitað
satt, ég fór fyrst til hans, þar
voru rjúpnahræin líka að
stikna inní ofni, og ekki vant-
aði drekkhlaðið jólatréð. Ég
afhenti mína pakka, sem
reyndar voru bara tveir, einn
handa Ranúr og annar
handa (ngu; afgangurinn af
liðinu varð bara að skrifa
Rauðakrossinum.
Úr Gauragangi
eftir Ólaf Hauk Símonarson.