Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 4
4 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
KRÓKALEIÐIR - Anna Wolst frá Bæjaralandi fékk uppskriftina að
Vanillekipferl senda á faxi til íslands.
Flýgur heim
til mömmu
og paDoa
Póttjíwuwv só aðjUtay nýjor sióður er Löayuru
Uv tíL jress ctð eyðcbjóLurumv óv kemuisLóð
steríc. Aðcdkeiðv fíöjeuidóttuvfLuuj L kuy oð
veiðív uyprkrijtir upjr úr Önruv WoUt óJður erv
húrv LieJAur int jýskrcvjóUv.
GÓÐUR GESTUR - „Stollen “ frá Dresden tekur sig vel út á íslensku jólaborði.
nna Wolst, 19 ára, er í
Vt/ hópi ungra heimsborg-
ara sem gista ís-
0 land tíl lengri eða
■ Xiy skemmri tíma og
r bera með sér ferskan
blæ frá heimaslóð. Hún kom frá
Bæjaralandi í september til starfa
við sumarhúsafyrirtæki á Suður-
landi. Eins og svo margir aðrir sem
Ijúka stúdentsprófi er hún að velta
fyrir sér í hvaða átt skuli haldið í
framtíðinni, en vandinn er að of
margt kemur til greina. Hvað er þá
betra en að koma til íslands í nokkra
mánuði, kynnast framandi þjóð,
prófa eitthvað nýtt og fara svo
reynslunni ríkari heim?
Hafðu það notalegt um jólin...
_ 11 íslenskttrcmsk
Sælkeravörur
Villigæsapaté
Hreindýrapaté
Andapaté
m/appelsínulíkjör
Villisveppalifrarkæfa
Frönsk fjallapylsa
Frönsk spægipylsa
m/grænum pipar
OG MIKLU MEIRA...
Gódgætí med slaufu
í nýju landi lærast nýir siðir, en
þau okkar sem leyfa ungu gestun-
um að utan að valsa frjálslega um í
eldhúsinu geta líka lært ýmislegt
nýtt. Anna gefur hér uppskrift að
„Stollen" frá Dresden í Saxlandi en
þar er einmitt haldinn frægur jóla-
markaður sem dregur árlega til sín
fjölda ferðamanna á aðventunni.
Hið fræga „Stollen" er eftirlætis-
sætabrauð margra Þjóðverja, að
sögn Önnu, en um er að ræða eins
konar brauðköku sem borðuð er á
aðventunni. „Margir Þjóðverjar hafa
það að sið að færa vinum og
vandamönnum fallegt og bragðgott
„Stollen“-brauð að gjöf og gerir
það alltaf jafn mikla lukku,“ segir
Anna.
-----Fallegar og fljótlegar---------
Hún gefur hér einnig uppskrift að
mjög hefðbundinni smákökuteg-
und, „Vanillekipferl“, sem kemur frá
héraði í Bæjaralandi - heimahögum
önnu. „Þessar kökur eru mjög vin-
sælar vegna þess að þær eru svo
auðveldar, fljótlegar og fallegar.
Mamma mín bakar þessar kökur
alltaf fyrir jólin og margir pakka
þeim inn og gefa ættingjum og vin-
um,“ segir Anna.
Hún ætlar að njóta aðventunnar
á íslandi en til þess að gefa jóla-
undirbúningnum dálítið þýskan
blæ fékk hún uppskriftir að eftir-
lætis jólasætabrauðinu sinu send-
ar með faxi frá mömmu sinni og
ömmu! Anna upplifir þannig að-
draganda jólanna hér á landi en er
ákveðin í að eyða jólunum sjálfum
í faðmi fjölskyldu sinnar í Þýska-
landi.
„Stollen"
frá Dresden
Deig:
________1 kg hveiti .
________100 g þurrger_______
________u.þ.b.1/2 I mjólk___
________200 g sykur_________
________450 g smjör_________
rifinn börkur af 1 sítrónu
1/2 tsk. kardimommudropar
1/2 tsk. múskat
Fylling:
500 g rúsínur
150 g kúrenur
150 g súkkat
100 g sultaðir appelsínubitar
200 g möndlur
Takið innihaldið til daginn fyrir
bakstur þannig að allt nái herberg-
ishita. Brytjið möndlurnar niður -
súkkat og appelsínubitar fást hæfi-
lega saxaðir í pökkum i stórmörk-
uðum.
Sigtið hveitið í stóra skál, blandið
sykri, múskati, salti og berki saman
við. Stráið þurrgerinu yfir og hellið
fingurvolgri mjólkinni ásamt drop-
unum útí. Hrærið saman, bætið
smjörinu í og blandið öllu vel sam-
an. Látið lyfta sér i 45-60 mín.
___Veltið ávöxtunum upp úr hveitL
og blandið saman við saxaðar
möndlurnar. Hnoðið saman við
deigið og látið lyfta sér í 30 mín.
Skiptið deiginu í tvennt, hnoðið
upp aftur og látið lyfta sér enn í 30
mín.
Fletjið nú brauðin út á.hveiti-
stráðu borði hvorn helming fyrir
sig í u.þ.b. 2 cm þykkt aflangt deig
sem brjóta skal saman þannig að
neðri hlutinn standi útundan þeim
efri um 1-2 cm. Færið yfir á bök-
unarplötu (notið bökunarpappír)
og bakið við 190-200°C í 60-80
mín. á neðstu rim. Setjið pappír yf-
ir brauðin ef þau verða of dökk við
baksturinn.
Penslið brauðin nýbökuð með
smjöri og stráið flórsykri ríflega yfir
þegar þau hafa kólnað. Geymið á
svölum stað í a.m.k. 3-6 daga áður
en brauðið er skorið. Geymist
lengi.
Vanillekipferl
300 g hveiti
250 g smjör
125 g sykur
3 eggjarauður
125 g möndlur, fínt rifnar
Hnoðið öllu saman og kælið í
a.m.k. 1 klst. Mótið litla hálfmána
eða kringlur og bakið við
175-195°C þar til kökurnar verða
Ijósbrúnar. Veltið kökunum heitum
uppúr sykri og stráið síðan vanillu-
sykri yfir þær og látið kólna.
% msk. salt