Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 32
32 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 D 33
Þú færð Wilton
bökunarvörumar
hj á okkur
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Morgunblaðið/Sverrir
Lofsöngur
um bann færðan
munað
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
DANS Á RÓSUM - Súkkulaóihjúpuö jaröarber aö hætti hússins.
bókinni Vocal wisdom eða Raddleg speki eftir söngkennar-
ann Giovanni Battista Lamperti er að finna ráðlegg-
ingar til handa söngvurum um tækni og túlkun. ( ein-
um kaflanum eru taldar upp fæðutegundir sem söngv-
arar ættu að halda sig frá og eru súkkulaði, mjólkurvörur
og kaffi í þeirra hópi. Matur sem ertir slímhúðina er einnig á
bannlista sem og vatnslosandi fæða.
Sverrir Guðjónsson kontratenór viðurkennir að oft geti verið erfitt
að feta hinn gullna meðalveg og halda sig við „raddvæna" fæðu.
Einföld regla sé að allt sem taki vökva úr líkamanum sé óæskilegt
en allt sem gefur vökva á hinn bóginn æskilegt. „Til öryggis er
kannski hægt að borða mjög lítið fyrir tónleika til þess að vera ekki
með eitthvað truflandi í maganum, en þá eru líkur á því að úthaldið
þverri í staðinn," nefnir hann til dæmis um þennan meinta vanda
söngvara.
Meinlætalíf á adventu
Á stofuborðinu gefur að líta heimatilbúið konfekt sem Sverrir og
fjölskylda hafa dundað sér við að útbúa í tilefni jólanna, auk afar
girnilegrar bókar um súkkulaði. Blaðamaður lítur spyrjandi á
Sverri. „Já, mér finnst gæðasúkkulaði mjög gott, en það er náttúr-
lega vonlaus kostur þegar maður er að undirbúa tónleika," afsakar
hann hlæjandi.
Elín Edda, eiginkona Sverris, skýtur því inn að Sverrir sé slíkur
súkkulaðifræðingur að hann hafi merkt breytingu í uppskrift Síríus-
suðusúkkulaðis. „Ég hef náttúrlega engar sannanir nema bragð-
laukana fyrir því, en á vissum tímapunkti fann ég greinilega breyt-
ingu á gamla góða Síríus-kreppusúkkulaðinu. Notkun dýrafitu
jókst og þetta var ekki breyting til hins betra,“ segir hann.
En hvernig samræmist söngur um jólin og lostæti hátíðanna?
„Maður er orðinn sérfræðingur í að reikna út hvenær maður þarf að
byrja að trappa sig niður, borða minna af sætindum og brauði og
drekka meira te. Meinlætalífið eykst eftir því sem nær dregur tónleik-
um. En síðan getur maður auðvitað verðlaunað sig eftir tónleika."
Er ekkert ieiðinlegt að þurfa að lifa meinlætalífi yfir jólin? „Ef ég
er með tónleika yfir jólin, þá eru bara aðrir hlutir sem fá meira
vægi, til dæmis finnst mér stemmningin sem byggist upp þegar
nær dregur jólum yndisleg. Fólkið breytist og hversdagsleikinn
bráðnar aðeins.“
Jólalaukar í sírópi
Persónulegar jólaskreytingar, þar á meðal englarnir hennar Elín-
ÖLL FJÖLSKYLDAN KEMUR NÁLÆGT KONFEKTINU - ívar Örn,
Daöi, Elín Edda og Sverrir.
ar Eddu, setja svip á heimilið sem fær á sig fallegan hátíðarblæ í
desember. Fjölskyldan borðar að jafnaði ekki mikið kjöt, að sögn
þeirra hjóna, en á aðfangadagskvöld er yfirleitt lambakjöt í matinn.
I desember býr heimilisfólkið alltaf til jólakonfekt, en lætur
smákökurnar liggja milli hluta.
Sírópslaukar húsfreyjunnar eru einnig mjög vinsælir á heimilinu
og upplagðir sem meðlæti með kjöti. Þessi réttur er einfaldur.
Laukar eru skornir í tvennt eftir endilöngu og mýktir í smjöri á
pönnu. Síðan er þeim velt upp úr teryaki-sósu, þar næst settir í
eldfast form og hellt vel af sírópi yfir. Laukarnir eru síðan bakaðir
þar til þeir eru orðnir mjúkir.
Við jólakonfektgerðina leggur fjölskyldan áherslu á að nota
hreint hráefni bragðbætt með ýmsu móti. Helstu útgáfur sælgæt-
isins eru eftirfarandi:
Jólakonfekt
1. Súkkulaðihúðuð jarðarber, húðuð með Opal-hjúpsúkkulaði.
2. Marsípan-kókoskúlur húðaðar með súkkulaði og skreyttar með
valhnetum.
3. Súkkulaðihúðaðar núggat-kúlur skreyttar með valhnetum.
4. Núggat-marsípanrúlla með súkkulaðihjúpi, skreytt með kokk-
teilberjum og heslihnetum.
5. Marsípan með heslihnetum og súkkulaðihjúpi, bragðbætt með
Grand Marnier.
Skraut: Papaya-bitar, ananas, pönnuristaður kanill, mandarínur
með negulnöglum og annað sem andinn blæs fólki í brjóst.
Miðnætursnarl
eftir tónleika
VÆNAR SNEIÐAR - Pólskt jóla-„struder dregur aö sér athygli á jólaboröi Atinu.
Læðist stundum
/' súkkulaðiskálina
' telina Dubik mezzó-
sópransöngkona er
pólsk að ætt og
tí uppruna en hefur
búið hér á landi um
árabil ásamt eigin-
manninum Zbigniew og þremur
börnum. Tónlist er lifibrauð fjöl-
skyldunnar þar sem Zbigniew er
fiðluleikari hjá Sinfóníuhljómsveit
(slands og Alina sjálf kennir söng
við Nýja tónlistarskólann og Tón-
listarskólann í Reykjavík auk þess
að koma fram á tónleikum og við
ýmis tækifæri.
Karfi á aófangadag
Dubik-fjölskyldan heldur jól að
kaþólskum sið sem þýðir að kjöt er
ekki á borðum á aðfangadag. „(
gamla daga heima hjá mér voru
alltaf tólf mismunandi réttir á
boðstólum á aðfangadag. Réttirnir
voru tólf talsins eins og postularnir
og enginn þeirra innihélt kjöt,“ seg-
ir Alina. Hún segir pólska kaþólikka
borða léttan mat eins og fisk og
grænmeti á aðfangadag til þess að
undirbúa hina miklu hátíð á tákn-
rænan hátt og sjálf fylgir hún hefð-
inni með því að matbúa ávallt fisk á
aðfangadag.
Magdalena, dóttir Alinu, bætir
því við að f forrétt hafi þau alltaf
súpu sem sé frábær og alveg
ómissandi á jólunum. „Já, ég bý
alltaf til rauðrófusúpu í forrétt á að-
fangadag með sveppum, eplum,
lauk og pierozki, sem er eins konar
pólskt ravioli, fyllt með sveppum
og lauk. ( aðalrétt hef ég síðan
karfa. ( Póllandi er yfirleitt notaður
vatnakarfi, en hann fæst ekki hér ►
nnar viðmæland-
inn í þess-
ari jóla-
/1 söngþrennu
er söngkonan
Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Diddú. Greinarhöfundur
beygir inn ótal afleggjara f
Helgadal og keyrir næstum
upp á fjóshaug í kvöldrökkr-
inu, áður en hann rambar á
Túnfót, sælukot þeirra
hjóna Diddúar og Þorkels
Jóelssonar tónlistarmanns.
Þar situr Diddú ásamt
heimasætunum á bænum,
dætrunum Salóme, Valdísi
og Melkorku, við pipar-
kökuskreytingar.
Engar stífar reglur
Þegar Diddú er spurð
hvort hún „trappi sig niður"
líkt og Sverrir Guðjónsson í
fæðuvali áður en hún fer að
syngja svarar hún því til að
hún hugsi ekki mikið um
það. „Ég er ekki viðkvæm
fyrir neinu sérstöku, helst
eru þurrar hnetur þó vara-
samar fyrir raddböndin og
geta jafnvel staðið í manni.
Annars er ég syngjandi út
um hvippinn og hvappinn
nær alla daga, þannig að
ég yrði nú barasta að engu
ef ég þyrfti að hugsa of
mikið út í svona lagað,"
segir hún og hlær.
En kaffið, er það ekki svo
vont fyrir raddböndin?
„Nei, elskan mín, ég er
nánast með kaffibollann í
hendinni þegar ég fer héð-
an út á leið á tónleika. Ég
drekk sterkt kaffi og mikið
af því.“
Þú hefur sem sagt engar
reglur, bannsyngur enga
fæðu?
„Nei, ég hef engar reglur,
nema ég belgi mig ekki út
áður en ég fer að syngja,
það getur verið óþægilegt
að syngja með of fullan
magann."
Þorkell, eiginmaður
Diddúar, tekur undir það
að frúin borði lítið á tón-
leikadögum „en á miðnætti
þegar hún kemur heim fær
hún sér gjarnan vel í gogg-
inn“, bætir hann við, og
kemur það heim og saman
við reglu Sverris Guðjóns-
sonar að verðlauna sig eftir
tónleika.
En orka er samt nauðsyn-
leg þegar sungið er, þannig
að eitthvað hlýtur að þurfa
að vera í maganum?
„Jú, mikið rétt. Best er
að það sé létt en jafnframt
orkuríkt, til dæmis pasta.
Niðri í óperu eru seldar
samlokur og ég er oft með
eina inni á herbergi hjá mér
sem ég gríp í svona inn á
milli þátta og búninga-
skipta."
Stundum bilar ofn-
inn á adfangadag
En víkjum þá að jólunum.
Mæðgurnar baka piparkök-
ur og nota ekki einungis
glassúr til skreytinga og
bragðbætis, heldur líka
súkkulaði sem verður að
teljast frekar óvenjulegt.
Fjölskyldan í Túnfæti viö borö-
iö sem svignar undan krásum
á jólunum.
Hvernig útbýrðu rauðkál-
ið?
„( pottinn fer eitt rauð-
kálshöfuð sem ég brytja
smátt, ein vanillustöng, ein
kanilstöng, 150 g púður-
sykur, ein lítil krukka rifs-
berjahlaup, um 5 cm rifin
engiferrót, rauðvín eða
rauðvínsedik eftir smekk
og vatn. Ég brytja rauðkál-
ið smátt, set allt í pott svo
að vökvinn fljóti yfir. Síðan
er þetta soðið í um klukku-
tíma og látið kóina í pottin-
um. Við fjölskyldan borðum
mjög mikið rauðkál al-
mennt, þannig að ég bý
alltaf til þetta hátiðarrauð-
kál á jólunum."
Þá er komið að pipar-
kökuuppskriftinni. Kökurn-
ar eru skreyttar með
glassúr í öllum regnbogans
litum og bræddu Cote
d’or- eða öðru dökku eð-
alsúkkulaði.
Piparkökur
1 /4 I rjómi
200 g smjör
350 g sykur
500 g síróp
1 kg hveiti
1 tsk. negull
1 tsk. kanill
1/2 tsk. natron
11/2 tsk. pipar
5 tsk. anís
rétt þetta kvöld, en ég bý
alltaf til mjög mikið af með-
læti; brúnaðar kartöflur, létt
salat, waldorf-salat, kókos-
sveppi og rauðkál sem ég
sýð sjálf.“
Sykur, rjómi, síróp, smjör,
krydd og natron eru sett
saman í pott, suðan látin
koma upp og soðið í 10
mín. Hrærið stöðugt í (not-
ið stóran pott) og látið svo
kólna dálítið. Þá er öllu
hveitinu blandað saman
við í pottinum. Látið bíða í
u.þ.b. 114 klst.
Þá er deiginu rúllað í
lengjur og skorið í bita, eða
flatt út og fígúrur mótaðar.
Kökurnar eru settar á
smurða plötu og bakaðar í
5-8 mín. við 170°C. Látið
kólna á plötunni og stífna.
Kökurnar skreyttar af hjart-
ans lyst.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
LITADÝRÐ - Heimasæturnar gæöa piparkökurnar lífi og sumar eru jafnvel í dúr og moll.
Safarikt jólabord
Fjölskyldan bakar líka
smákökur í sameiningu og
„Við byrjuðum reyndar á
piparkökuhúsi en það
hrundi fljótt til grunna, líkt
og þyngdarlögmálið hefði
borið það ofurliði!” útskýrir
Diddú. „Þannig að við
snerum okkur að því að
gera svona fígúrur og
skreyta þær hressilega.
Dæturnar sjá um skreyting-
una og það er rétt að við
notum við það súkkulaði.
Við gerum nefnilega líka
alltaf konfekt og í fyrra
gekk dálítið súkkulaði af
við konfektgerðina og okk-
ur datt í hug að nýta það
ofan á piparkökurnar. Það
gekk vel þannig að við ger-
um það einnig nú.“
Annað dæmi um nýtni
fjölskyldunnar í Túnfæti er
eldavél heimilisins sem þau
eignuðust fyrir 14 árum.
„Eiginlega björguðum við
henni frá því að fara á
haugana því kunningjar
okkar höfðu keypt sér nýja
eldavél og hugðust fleygja
þessari. Við tókum hana að
okkur og hún hefur staðið
sig vel. Að vísu bilar ofninn
stundum á óheppilegum
tímum, eins og á aðfanga-
dagskvöld, og komið hefur
fyrir að við höfum þurft að
elda á tveimur hellum, en
það gerir ekkert til.“
eins er jólakortagerðin
ómissandi hluti af jólaund-
irbúningnum. En hvað er
svo í matinn á aðfanga-
dagskvöld?
„Það er orðin hefð fyrir
því að hafa rjúpur sem ná-
granni okkar veiðir fyrir
okkur. Síðan hef ég alltaf
vanilluísinn hennar tengda-
mömmu í eftirrétt,” svarar
Diddú. „Við höfum ekki for-
tófiltitarW& |_____________________________
Vetmtber er jjörtujur mÁMutður fajds sötujimruMv verjtur inmceLcia, aJhmvtutótvieikAv nj'ýmAurw torjfc. Pótt brytvt sí faðforos vel mrð raAcLbötuíUv i
slíkuMv oMrvatÍMumv steiast reywcUr sönjjjujjLar výmisieytyóðycetv uMvjóLoleyttð, eitvs ocj ÁLjheiður Hommuv Prtðríksdóttir Ljóstrar faer uyyy.