Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 52
52 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KÆRKOMIN
GRÆNMETISSÚPA - „Upf>
skriftin er einföld, “ segir Yrsa
Þóröardóttir. „Allt grænmeti úr
ísskápnum er tekiö og þaö rifiö
smátt, soöiö ásamt lífrænt
ræktuöu bankabyggi frá Valla-
nesi, og smakkaö til meö því
sem hver og einn kýs. Ég setti í
þessa súpu vatn, grænmetis-
súputening, gulrætur, kartöflur,
papriku, blómkál sem vinkona
mín Gwendolyn átti í sínum ís-
skáp og bankabyggiö góöa. í
málmtekúlu setti ég svo svört
piparkorn, tvo litla rauöa pimi-
ento-pipra og þurrkuö einiþer.
Kúluna fjarlægöi ég aö suöu
lokinni og maukaöi súpuna.
Þessi súpa er aldrei eins en
alltafgóð. Hún er borin fram
meö léttu brauöi og er kærkom-
in í biand viö kjöt- og sætindaát
jólanna. “
AiutiuioMÁ er jóUdaMÁ 0 kucjtmv utarjrfc veynrv kreuv-
dýtrcb oj kÁrrcb jremtrjÁA/. Þejor Ahmcu teujóljsdóttir jeJdc
0 bœmrv d Koljreyjoustað iwrð kennv Ljóst aJð jóLabraqur-
imv er eJdcv ivðrv umartdyrcv v (jóstmv oy ýkreytinyimv.
Mestur er kartrvjró v kjörturw jolícsiru oy mínrurtjuruv
JrersjrdjóUJuddJ benvskurirLar.
ENGIR TVEIR EINS - Mánnele-karla, ættaða frá Strass-
borg, er gaman aö móta og gott aö boröa.
olfreyjustaður er kirkju-
staður í 15 km fjarlægð
frá Fáskrúðsfirði. Þar býr
Yrsa Þórðardóttir
ásamt manni sín-
um Carlos Ferrer
og börnum
þeirra þremur,
; Tuma, Ingibjörgu
og Mörtu, en Carlos
er sóknarprestur í Fáskrúðsfjarðar-
sókn. Bæði sinna hjónin menning-
ar- og fræðslustörfum ýmiss konar
á svæðinu og heldur fjölskyldan nú
sín fimmtu jól í sveitinni.
Hver helgi var hátíd
Yrsa á ýmislegt í minningabók-
um sínum, bæði frá undirbúningi
jólanna sem og frá jólahátíðinní
sjálfri.
„Ég er alin upp á heimili þar sem
mamma gæddi hversdaginn hátíð-
leika, hver helgi var eins og hátíð,
en hátíðirnar sjálfar voru bara
svona venjulegar hátíðir," rifjar hún
upp. „Byrjað var á jólabakstrinum
nógu snemma þannig að hægt
væri að borða smákökurnar fyrir
jól. Lögð var meiri áhersla á að
finna skemmtilegar svuntur og
skálar og sleifar handa fjórum
stelpum en á bakkelsið sjálft. Um
tíma bjuggum við svo í Strassborg
og fengum þannig að kynnast að-
ventunni þar, sem er ævintýraleg.
Þar eru seldar vöfflur, piparköku-
grísir, brjóstsykurhúðuð epli og
annað góðgæti. í gömlum eimreið-
um á götuhornum eru seldar heitar
kastaníuhnetur, kryddvín kraumar í
pottum og Mánnele-karlar eru bak-
aðir frá og með Nikulásarmessu,"
segir Yrsa og glampinn í augunum
leynir sér ekki.
Óviðjafnanlegar ömmur
„Þegar jólin ber á góma koma
ömmur mínar báðar upp í hugann,
en frá þeim á ég góðar uppskriftir,"
heldur hún áfram. „Piparhneturnar
frá Ingu ömmu eru óskaplega góð-
ar - en hún amma var skemmtilega
snör í snúningum og alltaf að
bregða bollum í ofn. Vilborg amma
bjó aftur til uppáhaldseplaköku
margra um jólin, en ég kann bara
að búa til eftir-
líkingu af henni
og ætla einmitt
að skella einni í
form núna um
jólin.
Svo verð ég
nauðsynlega
líka að fá ein-
faldan og hollan
mat, enda alin upp að hluta til við
linsubaunasúpu, sojabaunabuff og
þá venju að setja alltaf aðeins
minni sykur en segir í uppskrift-
inni,“ segir Yrsa og brosir.
„Eina uppskrift fékk ég hjá sam-
starfskonu minni f Evrópuráðinu í
Strassborg, sem var óþreytandi að
ráða öllum heilt daginn út og inn í
mataruppskriftum. Eg ætla að gefa
ykkur uppskriftina hennar að græn-
metissúpu en þá er einfaldlega allt
tiltækt grænmeti í ísskápnum notað
og súpunni gefið kryddbragð eftir
því sem hver vill. Ég vil líka deila
með ykkur sérlega góðum smákök-
um sem Tumi sonur minn lærði að
baka í skólanum þegar hann var
lítill, en þær skipa nú fastan sess
hjá okkur fyrir jólin.“
Mánnele
1,3 kg hveiti
200 g sykur
-egg til að pensla með
Hveití, sykur, salt og ger hrært
saman, volgri mjólk og smjörlíki
hellt út í. Hnoðað og látið hefast í
'klukkutíma. Litlir sætabrauðs-
drengir mótaðir úr aflöngum deig-
bút á stærð við sveran þumalfing-
ur, með því að skera með venju-
legum smjörhníf raufar fyrir hendur
og fætur. Höfuðið er mótað með
fingrunum. Rúsínur eða súkkulaði-
dropar sett sem hnappar eða
augu.
Sett á bökunarplötu með bökun-
arpappír á. Penslað með þeyttu
eggi. Látið hefast í hálftíma, bakað
við 200°C í 10 mínútur.
Haframjölskökur Tuma
___________100 g smjör___________
___________3 dl haframjöl________
___________1 'A dl kókosmjöl_____
___________11/2 dl sykur_________
______________1 egg______________
___________1 tsk. lyftiduft______
___________1 msk. hveiti_________
suðusúkkulaði til skrauts
Smjörið er brætt og því hellt yfir
haframjölið í skál. Allt hitt sett út í
skálina og hrært í með sleif. Bök-
unarpappír settur á plötu, litlar
deigkúlur settar á, ekki mjög þétt,
og þær bakaðar stutta stund (5
mín.) við 190°C.
Súkkulaðið er brætt og því smurt
á botninn á kökunum. Geymist í
lokuðum plastpoka á köldum stað
eða í frysti.
Piparhnetur
Ingu ömmu
1 pund smjör (500 g)
1 pund sykur (500 g)
2 dl rjómi
3 tsk, engifer
2 tsk. kanill
2 tsk. pipar
1 tsk. kardimommur
1 tsk. lyftiduft
2 tsk. natrón
Smjör og sykur hrært saman,
natróninu bætt út í rjómann, öllu
öðru í hveitið og allt hnoðað sam-
an. Mótaðar litlar kúlur og bakaðar
Ijósbrúnar, við 190°C.
1/2 tsk. sait
3 msk. og 1 tsk. þurrger
200 g brætt smjörlíki
1 I volg mjólk
1 kíló hveiti
Aðeins minni sykur
en i uppskriftinni
Yrsa, börnin og gestir þeirra fara á kostum í eldhúsinu.