Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 14
14 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍMMjiuttW^ Hæfni Svetlönu Kostic sem listakokk- ur hefur spurst út fyrir vinahópinn. Morgunblaöið/Ámi Sæberg við góðar undirtektir. Matreiðslu- bókin mun innihalda rétti á svipaðri línu en hennar er að líkindum að vænta í lok næsta árs. Uppskriftirnar sem hér fylgja eru tilvaldar svona milli jóla og nýárs, til að létta ögn „álagið“ sem fylgir hin- um oft og tíðum þungu en dásam- legu jólamáltíðum. Proja-brauðið er einnig tilvalið með heita víninu og eins með parmaskinkunni sem snarl fram eftir kvöldi í góðra vina hópi. Proja-brauð 2 egg 1 dl matarolía 2 dl Nutana-maísgrautur 2 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 dós fetaostur Hellið jógúrti, eggjum, sódavatni og olíu saman í skál og hrærið. Bætið þurrefnunum út í og blandið vel saman. Fetaosturinn er hrærður varlega saman við í lokin. Blandan er sett í eldfast mót eða litla ofn- skúffu og bökuð í 20 mínútur við 200°C. Moussaka ____________3 stór eggaldin__________ ____________800 g nautahakk__________ ____________1 stór laukur___________ ____________1 blaðlaukur____________ ______________6 egg_________________ ____________salt og pipar____________ ______________kjötkraftur____________ ____________1 tsk. marjoram_________ ______________3 dl mjólk____________ hveiti, olía og 2 egq til steikinqar Afhýðið eggaldinin og skerið þau eftir endilöngu í 1 cm þykkar sneiðar. Saltið báðum megin og látið standa í sigti f 30 mín. Hitið olíu á pönnu, veltið eggaldinsneið- unum upp úr hveiti- og eggja- hræru og steikið báðum megin. Látið sneiðarnar síðan þorna í smástund á diski og látið fituna leka af. Saxið lauk og blaðlauk smátt og hitið á pönnu í Vz dl af olíu. Bætið hakkinu út í og brúnið vel. Kryddið. Setjið eina röð af eggaldinsneið- um í eldfast mót, helminginn af hakkblöndunni yfir og svo koll af kolli, en eggaldin efst. Mjólkinni, 4 eggjum ásamt marjoram er að síð- ustu hellt yfir réttinn. Bakist í ofni í 20-30 mínútur við 175°C. Agúrkusalat ______________1 agúrka_________ ______2 dósir sýrður rjómi (10%)__ ___________2 hvítlauksrif_________ ögn af salti (má sleppa) Öllu blandað saman. Einnig gott með kjúklingakjöti. 2 dósir hrein jógúrt 2 dl sódavatn ERLENDIR GESTIR - Moussaka í mörgum lögum með Proja-brauði. Jólin koma aftur í janúar Svetbmo/ Kostio kœjur vtru) búuett kér óo ÍMicii b áratiuj oj keju ásamtfjöUkyldw sÍHMttiUinkað sér ýmsar imilmÁar veHjur. AÓrav siðt iwðvebtir kúrv jráv uyyruMAÍaMÁimr JúcjósUwíw ocj ber ýor kœst jóLakald/ bjaMÁar. sjaldséðar í heimalandi sínu. Annað komi í staðinn. „Eftir matinn, þegar íslendingar bera gjarnan fram smákökur og kaffi, þá býð ég upp á Proja-brauð, parmaskinku, súrar gúrkur og litla lauka og vín með. Svo situr fólk að spjalli fram eftir kvöldi." í Júgóslavíu borðar maður sjaldan einn vetlana Kostic flutti til ís- lands árið 1989 ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum. Fjölskyldan býr á hlýlegu heimili á Seltjarnar- nesi en þar hefur Svetlana starfað á líkamsræktarstöð um ára- bil. Hæfni hennar sem listakokkur hefur hins vegar spurst út fyrir vinahópinn og því hefur Svetlana nú vent kvæði sínu í kross, sett á laggirnar veisluþjónustu og undir- býr jafnframt útgáfu matreiðslubók- ar. íslensk jél með hangikjöti Jólahald Kostic-fjölskyldunnar er með sérstöku sniði því þar á bæ eru jólin haldin hátíðleg tvisvar sinnum með stuttu millibili; í des- emberlok að lúterskum sið og svo aftur í byrjun janúar til samræmis við kennisetningar grísku rétttrún- aðarkirkjunnar. „Við höldum íslensk jól á að- fangadag og þá borðum við hangi- kjöt og opnum pakkana. [ eftirrétt hef ég Tiramisu og síðan kaffi og Söru Bernharðs-smákökur á eftir,“ segir Svetlana um leið og hún hellir rjúkandi tei í bolla. Vel á minnst, Sörur, er það satt sem heyrist að Svetlana baki af þeim margar útgáfur? „Já, ég baka fjórar útgáfur af Söru-Bernharðs- kökum,“ segir hún og brosir við. „Ég baka þær með dökku súkkulaði og með hvítu súkkulaði, síðan baka ég Baileys-smákökur sem eru eins konar tilbrigði við Sörur með marsipanbotni og Bai- leyskremi og loks baka ég koníaks- rúsínuafbrigði sem er með valhnet- um í deiginu í stað mandla." Húsfreyjunni er smákökubakstur þannig augljóslega tamur, en skyldi vera hefð fyrir jólaglöggi í Júgó- slavíu? „Það er oft boðið upp á heitt vín, já, sem allt eins er drukkið með mat. Einföld uppskrift að því er einn lítri af rauðvíni og hálfur lítri af vatni, 6-8 skeiðar af sykri, nokkrir negulnaglar og allt soðið í svona 5 mínútur,'1 svarar hún að bragði. Meðlætið gerir gæfumuninn Svetlana og fjölskylda tilheyra sem fyrr segir grísku rétttrúnaðar- kirkjunni og samkvæmt þeirri trú eru jólin haldin 6. janúar, en sá dagur er sem kunnugt er einmitt síðasti dagur jóla að íslenskum sið. „Þá bjóðum við til okkar vinum, ekki síst íslenskum, og okkar bestu vinir gefa okkur gjafir þann dag,“ segir Svetlana. „Þennan dag höld- um við okkar jól. Þá elda ég léttreykt svínalæri sem við borðum kalt og júgóslavneskt paprikusalat, sem er einstaklega gott með svína- kjöti. Það er þannig búið til að ég grilla paprikur í ofni í nokkrar mínút- ur, afhýði þær og bý til kryddlög úr ediki, olíu, salti og mörðum hvítlauk, helli yfir og læt bíða þannig í nokkra klukkutíma. Ég ber einnig fram kart- öflusalat með svínakjötinu og sér- staka beikonvafða eggjabrauðbollu auk heimabakaðs brauðs." Hún kveðst leggja mikið upp úr meðlæti, segir að kjöt sé alltaf kjöt og þótt auðvitað megi matreiða það á ólíkan hátt þá geri tvímæla- laust gæfumuninn að meðlætið sé spennandi og fjölbreytilegt. „í forrétt hef ég alltaf sérstaka júgóslavneska súpu, sem er tær og er látin sjóða mjög lengi við vægan hita. ( hana eru settar heimatilbúnar núðlur, grænmeti og nauta- eða kjúklingakjöt. Hluti af kjötinu sem fer í súpuna er nýttur í millirétt sem er borinn fram á undan svínasteik- inni. Þá er kjúklingakjötið borið fram með sérstakri tómatsósu og nautakjötið með hvítlaukssósu og hluti grænmetisins úr súpunni er einnig nýttur sem meðlæti. Á und- an steikinni ber ég einnig fram soðna súrkálsböggla með kjöt- og hrísgrjóna- og grænmetisfyllingu." [ eftirrétt eru síðan nokkrar teg- undir af tertum, en Svetlana segir Júgóslava annars ekki borða mikið af sætindum og að smákökur séu Svetlana segir Júgóslava mjög félagslynda og fólk geri mikið af því að borða saman. Þeir setji ekki fyrir sig þótt aðeins átta stólar séu til á heimilinu, samt sé tuttugu manns troðið við borðið og síðan sitji menn og skrafi langt fram eftir, oft ásamt börnunum. Henni finnst prjál og skraut í kringum jól ekki mjög mikilvægt, heldur skipti öllu að vera [ góðra vina hópi og borða vel og lengi. Nýárið er 15. janúar samkvæmt grísku rétttrúnaðarkirkjunni og því fær jólatréð á heimili Svetlönu og fjölskyldu oft að standa langt fram eftir janúar. Það er því jólastemmn- ing um tveggja mánaða skeið á heimilinu. „Það má segja já, að jólastemmningin ríki í nær tvo món- uði. Ég legg líka mikið upp úr því að borða léttari mat „milli jólanna" en leggjast ekki í algert kjötsukk..." Veisluþjónusta Svetlönu mun bjóða upp á „öðruvísi rétti", að hennar sögn, m.a. með júgóslav- nesku og grísku ívafi, sem hún hef- ur þegar „prófað" á vinum sínum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.