Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 D 39
1 msk. nýkreistur sítrónusafi
________1 tsk. kóríander-duft_____
1 msk. fersk kóríander-blöð, eða
1 tsk. kóríander-duft
Kúmenfræ eru brúnuð á heitri
pönnu í um 15 sekúndur, þannig
að þau brúnist aðeins. Bragð þeirra
er mikilvægt í þessum rétti. Fræin
eru síðan sett til hliðar.
Olía er hituð í breiðum potti og
laukur steiktur við vægan hita þar
til hann verður mjúkur og glær. Þá
er krydd látið út í ásamt chile-pipar
og látið krauma í nokkrar mínútur.
Turmeric er því næst bætt út í og
allt hrært saman. Sveppir og salt
fara næst í pottinn og látnir krauma
í um 15 mínútur, eða þar til þeir
hafa brúnast aðeins og gefið frá sér
vökva.
Kúmenfræ eru sett í pottinn og
einnig sítrónusafi. Látið krauma í
nokkrar mínútur. Að lokum er
ferskum kóriander-blöðum eða 1
tsk. af dufti bætt út í.
Þennan rétt hefur Helga mjög oft
á jólaborði sínu. Hann má bæði
bera fram heitan og kaldan. Hann
er gott meðlæti með hvers kyns
mat, en sé hann hafður sem sjálf-
stæður smáréttur er gott að bera
fram með honum ciabatta-brauð.
IHIHIIIHiHHMMHMHHBBWMHHBHHHHMHi
Grænmetispottur
með chile-pipar
Fyrir 4
________3 meðalstórar gulrætur____
________3 meðalstórar kartöflur___
______________2 laukar____________
___________1 púrrulaukur__________
__________3-5 msk. ólífuolía______
250 g frystar grænar baunir
___________11/2 tsk. kúmen________
1-2 heill þurrkaður chile-pipar
________(skorinn mjög smátt)______
1 tsk. salt
Kartöflur eru afhýddar og einnig
gulrætur ef vill. Hvort tveggja er
skorið í teninga. Laukur er saxaður
smátt og púrruleikur skorinn í
þunnar sneiðar.
Olía er hituð á pönnu. Kúmen,
chile-pipar og laukur hrært saman
á pönnunni og hiti lækkaður. Látið
krauma smástund.
Gulrætur og baunir eru settar út í
og látnar sjóða undir loki í 5 mínút-
ur. Hrært í grænmetinu og kartöfl-
um bætt út í. Púrrulauk er síðan
stráð yfir. Látið krauma áfram i
nokkrar mínútur, þar til kartöflur eru
soðnar.
Þennan rétt segir Helga að gott
sé að borða með brauði, til dæmis
ciabatta-brauði eða heimabökuð-
um bollum.
SASHA
KRINGLUNNI
Gluggatjaldaefni
980 lcr. metrinn