Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 D 27
Að handleika
4 rjúpur
2 væn epli, t.d. Jonagold
10-15 einiber
1 msk. sykii'"
1 dl púrtvín
4 bökunarkartöfiUr
smjör
salt, pipar og sykur
Sósa:
soð af rjúpuafgöngum
50-100 g gráðostur
andakraftur
rifsberjahlaup
2 dl rjómi
salt og pipar
■ /
júpur eru víða á
borðum til sjáv-
■ ar og sveita um jólin.
( hverju eldhúsi gilda
grónar hefðir um með-
höndlun þeirra og hér eru
fáein dæmi úr ólíkum áttum:
■ Sumir telja best að
hengja rjúpur upp á hálsin-
um eftir að þær eru skotnar.
Þá leki úr sarpinum niður í kjötið
sem geri það bragðbetra.
■ Aðrir segja að betra sé að hengja
þær upp á löppunum svo safinn úr
fóarninu og meltingarfærunum renni
út í kjötið og bragðbæti það.
■ Þeir sem vilja deyfa villibragðið
leggja rjúpumar í mjólk yfir nótt áð-
ur en þær eru matreiddar og nota
síðan mjólkina í sósuna.
■ Algengt er að ostur sé notaður í
rjúpusósuna, til að mynda mysu-
ostur, geitaostur eða gráðaostur.
■ Nokkrir dropar af sterku kaffi geta
gefið skemmtilegt bragð í sósu með
villibráð. Best er að prófa sig áfram
með því að setja eina teskeið af kaffi
í einu og smakka á milli.
■ Gott er að „spekka“ rjúpurnar -
stinga svínafitu í bringurnar.
■ Margir taka fóarnið í sundur,
nema brott himnuna og steikja með
rjúpunum til þess að bæta bragðið.
■ I sarpinn, sem er eins konar
forðasekkur, safnar rjúpan berjum,
lyngi og greinum. Hann nýtist sem
kryddpoki við matreiðsluna á þann
hátt að innihaldi sarpsins er hvolft út
í pottinn svo bragðmikið soð fáist.
■ Um síðustu tvær ábendingarnar
gildir sá fyrirvari að sé innihald
sarps eða fóarns notað í óhófi, get-
ur bragð sósu eða soðs orðið
rammt.
Rjúpnabringur með
gráðostasósu
rjupur
sprautupoka. Geymið.
7. Veiðið beinin og innmatinn upp-
úr pottinum. Geymið lifrina og fó-
arnið. Bætið útí gráðosti og u.þ.b.
1 tsk. andakrafti og látið sjóða að-
eins. Síið í gegnum fínt sigti í annan
pott. Bætið útí rjóma og rifsberja-
hlaupi eftir smekk. Smakkið til með
salti og pipar. Haldið heitu.
8. Setjið kartöflurnar í ofninn.
9. Bræðið smjör á pönnu og brúnið
eplin með dálitlum sykri. Hellið að
lokum púrtvíninu yfir. Haldið heitu
þar til rétturinn er settur saman.
10. Bræðið smjör og steikið rjúpu-
bringurnar við háan hita á pönnu í
1 mínútu á hvorri hlið. Saltið og
piprið. Setjið í ofninn í eldföstu móti
í 7 mínútur. Takið út og geymið
undir álpappír í 2-3 mínútur.
11. Skerið lifrina og fóarnið í þunn-
ar sneiðar.
12. Hitið diskana. Setjið % af sósu
á hvern disk. Raðið ofaná % hluta
af eplunum, einni kartöflu með fyll-
ingu og að lokum tveimur rjúpna-
bringum. Raðið sneiðum af lifur og
fóarni meðfram bringunum.
Kartöflurnar og sósuna er hægt
að gera með góðum fyrirvara en
setja verður réttinn saman á síð-
ustu stundu. Einnig er hægt að
bera kartöfluna fram á sérstökum
diski.
fKþnnur m
t*t Verður Palli frændi kóngur um jólin? * *£*
Látið setja ykkar eigin myndir jrs
inn á spilin - stórsniðug jólagjöf J§L
w Spilapöntun í símum
♦■* 565 0829 og 698 5704. *w*|
rE[va[injó[agjöf
Leir og postulín
Höfðatúni 4, sími 552 1194.
1. Hamflettið rjúpurnar og takið
innan úr þeim. Geymið leggi, lifur,
fóarn og hjarta í soð. Skerið kjötið
frá bringunum. Leggið til hliðar.
2. Hreinsið innmatinn vel og fjar-
lægið himnur úr fóörnunum. Brúnið
rjúpubeinin, innmatinn og leggina í
smjöri á pönnu svolitla stund og
setjið í pott. Bætið í um 1/2 lítra af
vatni og sjóðið við vægan hita í 2-3
klst. Bætið í vatni ef það sýður of
mikið niður.
3. Afhýðið eplin og skerið í þunnar
sneiðar. Setjið í skál. Steytið einiber-
in í mortéli og stráið yfir eplin. Bætið
púrtvíninu yfir og látið liggja í 2. klst.
4. Hreinsið bökunarkartöflunar vel
með grófum svampi. Sjóðið í 30-40
minútur, eftir stærð. Kælið.
5. Hitið ofn í 180°C.
6. Skerið bökunarkartöflurnar í tvo
helminga. Flysjið annan helminginn
og skafið varlega innan úr hinum
helmingnum með skeið. Hafið skel-
ina eins þunna og mögulegt er.
Merjið flysjuðu helmingana og það
sem innan úr kartöflunum kom í
gegnum sigti. Hrærið með 150-250
g af smjöri eftir smekk. Saltið og
piprið. Setjið kartöflumúsina aftur í
kartöfluskeljarnar með skeið eða
einu
Það er ótrúlega margt hægt að gera með GSM síma.
VIT er ný þjónusta frá Símanum GSM sem gerir
þinn síma að öflugum félaga í leik og starfi.
Vísir.is
Fréttir, viðskipti, veður og DV-Sport
Fókus á Vísi.is
Skemmtanalífið, kvikmyndahúsin, listir og menning
Viðskiptavefurinn
Viðskiptafréttir, gengisbreytingar, þingfréttir og hlutabréf
Flugleiðir
Komu- og brottfarartímar, upplýsingar um breytingar á áætlun
Símaskráin, senda og sækja tölvupóst, fá stöðuna á símreikningnum
5^
SlHINN-GSM
WWW.GSM.IS
Komdu og náðu í Gagnakortið!
Til þess að geta notað þjónustuna þarftu Gagnakort.
Gagnakortið er nýtt símkort sem viðskiptavinir Símans GSM
geta nálgast í verslunum Símans og gengur í alla nýjustu
GSM símana. Þjónusta VIT verður án endurgjalds til áramóta.
Notendurfyrirframgreiddra símkorta (Frelsi)
geta ekki nýtt sér þjónustuna.
vísir.is
Gerir meira fyrir þig