Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 D 49
Norskur jólasúkkulaði-
trédrumbur
Botn (1)
______________3 egg_____________
___________125 g sykur__________
____________25 g kakó___________
____________75 g hveiti_________
1/2 tsk. lyftiduft
Til að bleyta botninn (2)
______________80 g sykur______________
3A dl berjabrennivín (t.d. Kirsch)
Fylling (3)
_________160 g súkkulaði (Ijóst)______
______________1/2 dl mjólk____________
___________150 g smjðr (lint)_________
2 dl berjasulta
Glassúr (4)
150 g súkkulaði
_____________1 msk. kakó______________
2 msk. rjómi
Aðferð:
1) Hrærið saman egg og sykur.
Blandið saman hveiti, kakó og lyfti-
dufti. Setjið smjörpappír í form og
bakið við 230°C ekki mjög lengi
(rúllutertubotn).
2) Bræðið sykurinn í berjalíkjörnum
og bleytið uppí botninum.
3) Saxið súkkulaðið og sjóðið
mjólkina, blandið súkkulaðinu útí
og síðan smjörinu. Smyrjið botninn
með berjasultunni og súkkulaðinu
og rúllið svo upp.
4) Rífið súkkulaðið. Hitið rjómann
og blandið súkkulaðinu og kakóinu
saman við rjómann.
5) Smyrjið utan um og gerið rákir
eins og á trédrumbi. Látið vera í 1
klst. í kæli áður en borið er fram.
Múrsteinar
______________500 g hveiti____________
______________250 g sykur_____________
______________375 g smjör_____________
2 eggjarauður
Deigið hnoðað, rúllað í lengjur.
Kælt og skorið í þunnar sneiðar.
Marengs:
________2 eggjahvítur stífþeyttar_____
____________11/2 bolli sykur__________
2 msk. kartöflumjöl
Þeytið hvíturnar og sykurinn og
blandið svo kartöflumjölinu varlega
út í. Sprautið ofan á kökurnar.
Bakið við u.þ.b. 180°C þar til kom-
inn er litur á kökurnar.
Enskar kökur með
súkkulaðibitum
100 g smjör
_________11/2 dl sykur_____
___________1 egg___________
1 dl möndlur (u.þ.b. 65 g)
100 g dökkt súkkulaði
_________2/£ dl hveiti_____
_______1/2 tsk. lyftiduft__
1/2 tsk. kanilduft
Hrærið saman smjör og sykur,
hrærið síðan eggið saman við.
Brytjið möndlur og súkkulaði vel og
hrærið saman við ásamt hveitinu,
lyftiduftinu og kanilnum. Setjið í litla
toppa á smurða plötu og bakið við
200°C í um 10 mín.
Sírópsterta
300 g smjörlíki
800 g hveiti
2 bollar púðursykur
500 g síróp
2egg
2 tsk. kanil!
1 tsk. negull
2 tsk. natron
Hnoðað saman og flatt út. Deigið
passar á þrjár plötur. Bakast í 10
mínútur við 200°C hita (undir- og
yfirhiti).
Krem:
250 g flórsykur
250 g smjörlíki
1 egg
vanilludropar
Botnarnir þrír lagðir saman með
kremi á milli. Sultu smurt á einn
botninn ef vill.
Skötulykt
Algengasta umkvörtunar-
efni þar sem skata er borð-
uð á Þorláksmessu er lík-
lega lyktin. Ein leið til að
draga úr hinni stæku lykt er
að gegnvæta bómull í ediki
og leggja yfir barma potts-
ins. Lokið er síðan haft á
pottinum þar til fiskurinn er
tekinn upp. Séu tök á, er
best að færa fiskinn á fat
utandyra og taka pottinn
með soðinu ekki inn fyrr en
á að þvo hann.
€f mætir okhur morgunn grár
mögnuð élin syrto.
Settu í könnu Koffitár
þá kemur gleði og birta.
ItfflUK
blindui
Fœst um allt land
S. 525-0000