Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.11.1999, Blaðsíða 42
42 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ f Andlitið var ekki alveg jafn- breitt báðum megin nefs, en i nefið, kinnbeinin, munnurinn og hakan stóðu óvenjulega langt fram ef mælt var frá hnakka. Varirnar voru bláar en þó langt frá að vera kuldalegar. hárið var slétt í kringum hvirfilinn og fram á ennið, en eftir því sem neðar dró líktist það fyrst sölvum en síðan blöðruþangi. Hún var blaut og á óskiljanlegan hátt minnti hún mig á jólin. Úr Tabúlarasa eftir Siguró Guðmundsson. Þegar ég kom híngað til Ós- eyrar i fyrsta skifti fyrir þrjátíu og sex árum, þá væri nú synd að segja að hér hefði verið beysið pláss, maður guðs og lifandi. [...] Ketmatur sást ekki nema á jólum, og það ekki nema hjá þeim allra velstæðustu, rúg- brauð var talið með kræsíng- um og sykur sást ekki nema á hátíðum og tyllidögum. Ég vissi um eina þurrabúð hér á Eyrinni í dentíð þar sem börnin voru níu sitt á hverju árinu, og öllum gefinn sami kandísmolinn með kaffinu sínu á jólum og páskum; það má nærri geta hvað hver um sig hefur feingið að hafa hann leingi uppí sér fyrst hann átti að endast þeim öll- um. Hvað ætli þeir mundu hafa kallað þetta sem altaf eru að kvarta um fátækt nú á dögum? Úr Sölku Völku eftlr Halldór Laxness Inni í eldhúsinu var verið að baka og steikja og búa til alls f konar rétti; þar var allt í sannkölluðu eldhús-upp- námi; stúlkurnar voru á harða spretti með fullar körfur af eplum og kökum. Ég gerði boð fyrir frúna og afhenti henni kjólinn. Hún fékk mér saumalaunin. „Þetta lítilræði mátt þú eiga sjálfur, og kauptu þér nú eitt- hvað fallegt til jólanna," sagði hún, um leið og hún fékk mér tveggja krónu pening. Ég stóð sem þrumulostinn, því að ég hafði aldrei átt svo mikla peninga. Tvær krónur! Það voru skárri peningarnir! Ég kyssti frúna rembings- koss, blóðrjóður og brosandi > út undir eyru. Úr Hvíta skipinu eftlr Guðrúnu Lárusdóttur. » Fallegt og taert kristalsglas með 24,karata guliskreytingu. Glasið e’r gjöf við öll tækifaeri -brúðkaup, afmæli, skírn, útskriftargjöf, jólagjöf, ofl. -Éinstakur minjagripur og liklega sá fallegasti. Tilboösverö: 2 stk. f kassa kr:3.500.- \/Téld( ^RISTALL Morgunblaðiö/Ámi Sæberg Þá er molinn orðinn eins og meðal- stór snjóbolti að stærð,“ segir Karl Pétur og glottir. „Ef þú ætlar ein- ungis að fá þér einn konfektmola um jólin, þá er þetta hann,“ bætir Stefán við og allir hlæja. „Sumum þóttu hlussurnar sem sagt vera of stórar því konfekt á helst að vera lítið og sætt. Þess vegna skárum við þær niður um helming," segir Sonja og því er bætt við að aðgerðin hafi verið lýsandi dæmi um góða vöruþróun. „Hálfköruð hugmynd endaði sem ein af stjörnunum í kassanum. Það er einmitt þetta óttaleysi sem er kjarninn í starfi klúbbsins. Þótt við misstígum okkur erum við ekki hrædd við að halda áfram af krafti og einurð!“ segir Karl Pétur. VINNUGLEÐI - Feðgarnir Karl Pétur og Ari Páll mega ekkert vera að því að hlýða á gamanmál Stefáns, Sonju Daggar og Rögnu Söru. Verkið fullkomnað í sömu andrá bakkar Ragna Sara út úr ísskápnum með skyr- dós sem hún hefur rekist á og spyr í gamni hvort ekki megi nýta það í konfektgerðina. „Það er til bláberjaskyr og ávaxtaskyr - af hverju ekki konfektskyr?" Sonja tekur hana á orðinu og stingur upp á hollustukonfekti með morgun- korni eða Cheerioshringjum... Karlmennirnir bregðast furðu vel við og benda brosandi á að þess- ar hugmyndir sýni vel frumkvöðla- áráttuna sem sé einmitt helsti styrkur Konfektgerðar Ara. Hinar frumlegu tillögur eru þó lagðar í salt því næsta áskorun klúbbsins er að þróa útlit hins bragðgóða sælgætis. „Við höfum hingað til fórnað fagurfræðinni á altari bragðsins en nú er kominn tími til þess að gera konfektið að augnkonfekti," er tilkynnt og klúbb- meðlimir grúfa sig að svo mæltu yf- ir svignandi sælgætisborðið. Og þar sem Stundinni okkar er lokið tekur Ari Páll til óspilltra málanna við að skreyta andlit sitt bráðnu súkkulaði og hræra í kókosmjöli og kremi. „Sullur 2 dl gróft hnetusmjör (crunchy) ________2 msk. bráðið smjör_______ ___________120 g flórsykur________ 1 dl valhnetur, saxaðar 50 g dökkur súkkulaðispænir 180 g suðusúkkulaði, saxað ________2 msk. ósaltað smjör______ valhnetur til skreytingar Blandið saman í skál hnetusmjör- inu, brædda smjörinu og flórsykrin- um. Bætið síðan söxuðu valhnet- unum og súkkulaðispæninum sam- an við og hrærið vel. Búið til u.þ.b. 36 kúlur, setjið á smjörpappír og geymið í kæli í 1 klst. Bræðið suðusúkkulaðið og smjörið í vatnsbaði. Dýfið kúlunum í súkkulaðið, setjið á hreinan smjör- pappír og skreytið með valhnetum. Látið bíða þar til súkkulaðið hefur storknað. Geymsluþol er 1-2 vikur í loftþéttum umbúðum. Súllurnar eru eftirlæti klúbbsins og dugar ekkert minna en þreföld uppskrift, en úr einfaldri fást um 36 molar. ARI PÁLL - Hann er sérlegur smakkari konfektgerðarinnar og gegnir því iðulega nafninu Smakk-Ari. Konfektgerð Ara slær í gegn Þnð er riUt (wnuwv Ara/Páli) tvtýjjrv Árrb, nð þaJdca/ a/ konfeJctgerð er orðuv aJð fostrL kejð jyrir jóiUv hjrí StejónL, Kö^tuvSórt^ KavlJ Pétri) Sonju, Vögg oj MaýHÚsL Qeir jróit fyrir umtaUvert aMMríIcL L Uerember. f bústnum rúsínum drýpur ilmandi líkjör og skæðadrífa £ kókosmjöls gengur yfir súkkulaðitoppa og sindrandi marsipankúlur. Við heitar eldhúshellurnar standa tveir svuntuklæddir ungir menn, Stefán Sigurðsson og Karl Pétur Jónsson - sá síðarnefndi í símanum eins og ungra athafnamanna er siður. „Jæja, þá segjum við það,“ heyrist hann samþykkja og tilkynnir svo að á hinum enda linunnar sé einn klúbbfélaga, Magnús Geir Þórðar- son leikhússtjóri. Hann sé fastur á æfingu í Iðnó og komist því ekki í konfektgerðina í kvöld. Viðstaddir hrista höfuðið en geta þó ekki að sér gert að brosa. „Þetta er nú alveg ferlegur hóp- ur,“ segja Sonja Dögg Pálsdóttir og húsfreyjan Ragna Sara Jónsdóttir upp úr hnetusmjörinu. „Við erum bara sex en ætlum samt aldrei að geta hist öll saman." „Já, í fyrra fundum við til dæmis ekki tíma fyrr en tveimur dögum fyrir jól og sátum þá sveitt við fram á nótt. Attum samt flest eftir að kaupa allar jólagjafir," rifjar Karl Pétur upp, en snarlega er bent á að konfektið gegni í raun hlutverki jólagjafa til handa útvöldum ástvin- um. „Yfirlýst markmið hópsins er að spilla ættmennum okkar með eftirlæti. Það gerum við með því að útbúa gæðakonfekt og gefa for- eldrum, ömmum og öfum á jólum. Konfektið er afhent í heimatilbún- um öskjum og í stuttu máli sagt hefur þetta uppátæki slegið ger- samlega í gegn í fjölskyldum okkar allra,“ segja klúbbfélagar hróðugir, en öskjurnar smíða þeir úr krossvið og skreyta af hjartans lyst. „Reynd- ar fer það mikil vinna í gerð kass- anna að við erum að spá í að krefj- ast þess að fólk skili þeim, ella fái það enga mola að ári,“ segir Stef- án. „Það hlýtur að vera í takt við umhverfisáherslur samtímans að bjóða upp á áfyllingu í sömu um- búðir.“ Molinn sem dugar öll jólin Þegar hér er komið sögu er að komast mynd á fyrstu sælgætis- molana og hægt að fara að smakka þá til. Sérlegur smakkari klúbbsins er hins vegar vant við lát- inn þar sem Stundin okkar er á skjánum. Ari Páll, tveggja ára, er sonur Karls og Sonju og er að sögn viðstaddra ótvíræður upphafsmað- ur og miðpunktur klúbbstarfsins. „Þetta byrjaði nefnilega allt sam- an þegar Ari Páll var skírður. Þá hittumst við öll til þess að gera konfekt fyrir skírnarveisluna, 30 manna samsæti, og það gekk svo vel að við gerðum þetta að árlegri jólahefð," segja vinirnir og bæta því við að eftir leit að virðulegu nafni hafi verið fallist á firmaheitið Konfektgerð Ara. „Ari Páll mun svo taka við starfseminni og reka konfektgerðina fram á gamalsaldur - svona eins og Anton Berg,“ segja foreldrarnir grafalvarlegir. Konfektgerð Ara framleiðir að meðaltali sex tegundir af „alvöru" konfekti eftir uppskriftum sem hóp- urinn hefur viðað að sér, en á hverju ári bætast við ótal gerðir af tilraunaafbrigðum. „Það sem mér finnst eiginlega skemmtilegast er þessi tilraunastarfsemi," lýsir Ragna Sara yfir og uppsker hlátur frá hinum. í kjölfarið kemur sagan af hlussunum, þeim eftirminnilegu tilraunamolum: „Þú tekur heilt kokkteilber, pakkar því inn í hrámarsipan svo hvergi sjáist í rautt og veltir svo upp úr súkkulaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.