Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.11.1999, Qupperneq 4
4 D LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg KRÓKALEIÐIR - Anna Wolst frá Bæjaralandi fékk uppskriftina að Vanillekipferl senda á faxi til íslands. Flýgur heim til mömmu og paDoa Póttjíwuwv só aðjUtay nýjor sióður er Löayuru Uv tíL jress ctð eyðcbjóLurumv óv kemuisLóð steríc. Aðcdkeiðv fíöjeuidóttuvfLuuj L kuy oð veiðív uyprkrijtir upjr úr Önruv WoUt óJður erv húrv LieJAur int jýskrcvjóUv. GÓÐUR GESTUR - „Stollen “ frá Dresden tekur sig vel út á íslensku jólaborði. nna Wolst, 19 ára, er í Vt/ hópi ungra heimsborg- ara sem gista ís- 0 land tíl lengri eða ■ Xiy skemmri tíma og r bera með sér ferskan blæ frá heimaslóð. Hún kom frá Bæjaralandi í september til starfa við sumarhúsafyrirtæki á Suður- landi. Eins og svo margir aðrir sem Ijúka stúdentsprófi er hún að velta fyrir sér í hvaða átt skuli haldið í framtíðinni, en vandinn er að of margt kemur til greina. Hvað er þá betra en að koma til íslands í nokkra mánuði, kynnast framandi þjóð, prófa eitthvað nýtt og fara svo reynslunni ríkari heim? Hafðu það notalegt um jólin... _ 11 íslenskttrcmsk Sælkeravörur Villigæsapaté Hreindýrapaté Andapaté m/appelsínulíkjör Villisveppalifrarkæfa Frönsk fjallapylsa Frönsk spægipylsa m/grænum pipar OG MIKLU MEIRA... Gódgætí med slaufu í nýju landi lærast nýir siðir, en þau okkar sem leyfa ungu gestun- um að utan að valsa frjálslega um í eldhúsinu geta líka lært ýmislegt nýtt. Anna gefur hér uppskrift að „Stollen" frá Dresden í Saxlandi en þar er einmitt haldinn frægur jóla- markaður sem dregur árlega til sín fjölda ferðamanna á aðventunni. Hið fræga „Stollen" er eftirlætis- sætabrauð margra Þjóðverja, að sögn Önnu, en um er að ræða eins konar brauðköku sem borðuð er á aðventunni. „Margir Þjóðverjar hafa það að sið að færa vinum og vandamönnum fallegt og bragðgott „Stollen“-brauð að gjöf og gerir það alltaf jafn mikla lukku,“ segir Anna. -----Fallegar og fljótlegar--------- Hún gefur hér einnig uppskrift að mjög hefðbundinni smákökuteg- und, „Vanillekipferl“, sem kemur frá héraði í Bæjaralandi - heimahögum önnu. „Þessar kökur eru mjög vin- sælar vegna þess að þær eru svo auðveldar, fljótlegar og fallegar. Mamma mín bakar þessar kökur alltaf fyrir jólin og margir pakka þeim inn og gefa ættingjum og vin- um,“ segir Anna. Hún ætlar að njóta aðventunnar á íslandi en til þess að gefa jóla- undirbúningnum dálítið þýskan blæ fékk hún uppskriftir að eftir- lætis jólasætabrauðinu sinu send- ar með faxi frá mömmu sinni og ömmu! Anna upplifir þannig að- draganda jólanna hér á landi en er ákveðin í að eyða jólunum sjálfum í faðmi fjölskyldu sinnar í Þýska- landi. „Stollen" frá Dresden Deig: ________1 kg hveiti . ________100 g þurrger_______ ________u.þ.b.1/2 I mjólk___ ________200 g sykur_________ ________450 g smjör_________ rifinn börkur af 1 sítrónu 1/2 tsk. kardimommudropar 1/2 tsk. múskat Fylling: 500 g rúsínur 150 g kúrenur 150 g súkkat 100 g sultaðir appelsínubitar 200 g möndlur Takið innihaldið til daginn fyrir bakstur þannig að allt nái herberg- ishita. Brytjið möndlurnar niður - súkkat og appelsínubitar fást hæfi- lega saxaðir í pökkum i stórmörk- uðum. Sigtið hveitið í stóra skál, blandið sykri, múskati, salti og berki saman við. Stráið þurrgerinu yfir og hellið fingurvolgri mjólkinni ásamt drop- unum útí. Hrærið saman, bætið smjörinu í og blandið öllu vel sam- an. Látið lyfta sér i 45-60 mín. ___Veltið ávöxtunum upp úr hveitL og blandið saman við saxaðar möndlurnar. Hnoðið saman við deigið og látið lyfta sér í 30 mín. Skiptið deiginu í tvennt, hnoðið upp aftur og látið lyfta sér enn í 30 mín. Fletjið nú brauðin út á.hveiti- stráðu borði hvorn helming fyrir sig í u.þ.b. 2 cm þykkt aflangt deig sem brjóta skal saman þannig að neðri hlutinn standi útundan þeim efri um 1-2 cm. Færið yfir á bök- unarplötu (notið bökunarpappír) og bakið við 190-200°C í 60-80 mín. á neðstu rim. Setjið pappír yf- ir brauðin ef þau verða of dökk við baksturinn. Penslið brauðin nýbökuð með smjöri og stráið flórsykri ríflega yfir þegar þau hafa kólnað. Geymið á svölum stað í a.m.k. 3-6 daga áður en brauðið er skorið. Geymist lengi. Vanillekipferl 300 g hveiti 250 g smjör 125 g sykur 3 eggjarauður 125 g möndlur, fínt rifnar Hnoðið öllu saman og kælið í a.m.k. 1 klst. Mótið litla hálfmána eða kringlur og bakið við 175-195°C þar til kökurnar verða Ijósbrúnar. Veltið kökunum heitum uppúr sykri og stráið síðan vanillu- sykri yfir þær og látið kólna. % msk. salt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.