Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 10
10 PÖSTUD AGUR 7. JANÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Formaður Lögmannafélags íslands um Vatneyrardóminn Fer lengra en dómur Hæstaréttar Morgunblaðið/Ásdís JAKOB R. Möller, hæstaréttarlög- maður og formaður Lögmannafé- lags íslands, segir líklegt að ríkis- saksóknari muni áfrýja dómi Héraðsdóms Vestfjarða í Vatneyr- armálinu svokallaða. Bíða verði eftir niðurstöðu Hæstaréttar áður en upp úr sé kveðið í málinu. Ljóst sé að héraðsdómurinn fari til muna lengra en Hæstiréttur fór í dómnum frá desember 1998. Þó þurfí að hafa í huga að ekki voru samskonar álitaefni þar fyrir dómi. Fyrir Hæstarétti hafí verið rekið einkamál og þar ekki gerð krafa samkvæmt 7. greininni í lög- um um stjóm fiskveiða heldur að- eins samkvæmt 5. greininni. 7. greinin hafí því ekki verið til skoð- unar í málinu fyrir Hæstarétti. Hún sé hins vegar undir í þessu saka- máli. Ekki sé heldur víst að niður- staða sé nákvæmlega eins í sakamáli og einkamáli vegna sönnunarreglna. „Yrði héraðsdómurinn staðfestur í Hæstarétti hefði hann þá þýðingu að það verður refsilaust að brjóta gegn kvótalögunum og það yrðu mikil tíðindi," segir Jakob. Of afdráttarlausar ályktanir af Hæstaréttardóminum Sigurður Líndal lagaprófessor segir að lög um stjóm fískveiða mættu vera afdráttarlausari. Viss tvískinnungur sé í lögunum sem fel- ist í ákvæðum um að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóðarinnar. Sigurður segir að þetta sé merking- arlaust í eignaréttarlegum skilningi. „Menn draga miklu víðtækari álykt- anir af því en leyfilegt er að mínum dómi. Mér fínnst dómarinn draga of afdráttarlausar ályktanir af dómi Hæstaréttar sem einvörðungu fjall- aði um þágildandi 5. grein í lögunum um stjórn fiskveiða. Ég er þeirrar skoðunar að að baki 7. grein, sem fjallar um úthlutun aflahlutdeildar, búi allt önnur sjónarmið en að baki 5. greininni, sem fjallar um almennt veiðileyfi. Ég hefði talið að dómar- inn hefði þurft að taka sérstaklega á þeim,“ segir Sigurður. Hvassviðri á Suðvesturlandi í gærkvöld Brennuhaldi aflýst ÖLLU brennuhaldi á höfuðborgar- svæðinu var aflýst í gær vegna mik- ils hvassviðris, en að sögn lög- reglunnar í Reykjavík var víða orðið þungfært í úthverfum borgarinnar seint í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Kópavogi og Hafnarfírði var þar ágætis færð en þó óku tveir bílar útaf á Hafnarfjarðarvegi sunn- an Amarneshæðar um klukkan 23 og má rekja bæði tilfellin til slæms skyggnis og lélegra aðstæðna. Þá varð minniháttar árekstur á Reykja- nesbrautinni við Vífiisstaði. Enginn slasaðist í þessum óhöppum. Að sögn lögreglunnar í Keflavík var ágætis færð á Reykjanesbraut- inni en skyggni lélegt og sama má segja um aðstæður á Suðurlandi við Hvolsvöll og Selfoss. Lögreglan á Selfossi bjóst hinsvegar við því að Hellisheiðin myndi lokast í nótt enda var vindur 25 m/s um miðnætti. Nemendur Flensborgarskóla, sem útskrifuðust árið 1978, færðu skólanum nýtt tölvu- og upplýsingakerfí að gjöf, en Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra sat ásamt fleirum í verkefnisstjórn fyrir hönd nemenda. Nýtt tölvu- o kerfi tekii í not smga- un NÝTT tölvu- og upplýsingakerfí var formlega tekið í notkun í Flensborg- arskólanum í Hafnarfirði í gær. Það voru fyrrverandi nemendur skólans, þ.e. árgangurinn sem útskrifaðist árið 1978, sem í samvinnu við nokk- ur fyrirtæki gáfu skólanum tölvu- búnaðinn að gjöf, en búnaðurinn er metinn á um 20 milljónir króna. í fréttatilkynningu frá skólanum segir að upplýsingakerfíð saman- standi af tölvum og lögnum, en að sérstök áhersla hafi verið lögð á inn- viði kerfisins, þ.e. lagnimar, mið- vinnslubúnaðinn og tengibúnaðinn, þar sem sá búnaðir úreldist hægar. Inn í hvert rými skólans liggja tölvulagnir og er sama hvar menn em í húsinu, alls staðar komastþeir inn á Netið í gegnum bandbreiða tengingu við Landssímann, sem sá um lagnavinnu. Vélbúnaðurinn er frá Opnum kerfum, en í vinnuað- stöðu kennara em tölvur og í hverri stofu er hægt að tengja nokkrar tölvur við Netið. Þá er tölvuver í skólanum sem samanstendur af tveimur stofum sem hvor um sig hef- ur 24 tölvur, þannig að nú er liðlega tölva á hveija 5 nemendur skólans. Auk Landssímans og Opinna kerfa, styrkti Sparisjóður Hafnar- fjarðar, HafnarQarðarbær, mennta- málaráðuneytið og SIF framtakið, en þessir aðUai' fá í staðinn aðgang að upplýsingaveitu skólans og geta Frjálslyndi flokkurinn óskar eftir að sjávarútvegsnefnd verði kölluð saman Telur forsendur sáttanefndar brostnar ÞINGFLOKKUR Frjálslynda flokksins hefur sent forseta Alþingis kröfu þess efnis að sjávarútvegs- nefnd verði kvödd saman til að finna lausn á því vandamáli sem skapast hefur í sjávarútvegsmálum með dómi Héraðsdóms Vestfjarða. Telja þingmenn flokksins að lög um kvótaúthlutun standist ekki ákvæði stjórnarskrárinnar og því séu allar forsendur fyrir starfi svok- allaðrar sáttanefndar í sjávarútvegs- málum brostnar. Þingmennirnir andmæla orðum framkvæmdastjóra LÍÚ, sem hefur sagt að staðfesting dómsins þýði efnahagslegt hrun þjóðarinnar, og telja að slík spá eigi við engin rök að styðjast. Guðjón A. Kristjánsson, þingmað- ur Fijálslynda flokksins, sagði á blaðamannafundi í gær að dómur Héraðsdóms Vestfjarða hafi í raun og veru dæmt úthlutun veiðiheimilda ólöglega og að verið sé að brjóta rétt á þegnum landsins með þeirri mis- munun sem tekin var upp með út- hlutun kvótans og frjálsri sölu hans og leigu. Hann segir að þingflokkur- inn hafi því tekið þá ákvörðun að senda forseta Alþingis kröfu um að sjávarútvegsnefnd verði kölluð sam- an hið fyrsta og segist Guðjón eiga von á því að við því verði brugðist. „Við getum varla ímyndað okkur annað en að menn sjái ástæðu til að kalla nefndina saman og ræða það ástand sem upp er komið, þar sem málið er í raun í algerri upplausn, að því leytinu til að þær reglur sem ver- ið hafa í gildi eru dæmdar ólögmæt- ar. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því að það sem framkvæmdastjóri íslenskra útgerðarmanna hefur kall- að að framundan væri algert hrun í íslensku efnahagslífi, það á engan veginn við rök að styðjast. Menn halda auðvitað áfram að stunda fisk- veiðar á þeim skipum sem hafa til þess veiðileyfi og ef til vill munu skip hefja veiðar sem ekki hafa aflaheim- ildir og það reynir þá á það hvort þeirra réttur er tryggður út frá þess- um dómi. Okkur sýnist að menn séu í þeim rétti að fara til fiskveiða, en það verður að koma í ljós hvernig það ástand þróast,“ segir Guðjón. Nauðsynlegt að stokka upp Sverrir Hermannsson, þingmaður Fijálslynda flokksins, telur að rök um hrun efnahagskerfisins, verði nú- verandi kvótakerfi aflagt, séu úr lausu lofti gripin því núverandi fisk- veiðistjómunarkerfi sé óhagkvæmt og nauðsynlegt sé að stokka það upp hið fyrsta. „Það er miklu meiri hag- kvæmni að veiða fiskinn og miklu betra hráefni sem kemur við að veiða hann með öðrum hætti en á skuttog- umm á hafi úti. Og hagkvæmnin sem þeir tala um er skrum, áróður og ós- annindi. Það er starfandi nefnd, sáttanefnd kölluð í sjávarútvegi. Hennar for- sendur eru allar brostnar, vegna þess að hún á að leita sátta í skipu- lagi sem hefur verið hrundið og stríðir gegn sjálfri stjómarskránni og á ekkert erindi meir,“ segir Sverrir. þannig kynnt starfsemi sína. Eins og áður sagði voru það fyrr- verandi nemendur skólans sem stóðu fyrir gjöfínni, en í verkefnis- stjóm, sem skipuð var þremur full- trúum 20 ára stúdenta og þremur frá Flensborgarskólanum, áttu m.a. sæti Ámi M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra, Ásgrímur Skarp- héðinsson, forstöðumaður tölvu- deildar Kaupþings, og Þórður Helgason, forstöðumaður Eðlis- fræði- og tæknideildar Landspíta- lans. Andlát EINAR MAGNUSSON EINAR Magnússon, viðskiptafræðingur og fyrrverandi landsliðs- maður í handknattleik lést í gærmorgun eftir stutt veikindi, 51 árs að aldri. Einar fæddist 7. maí 1948 í Reykjavík. For- eldrar hans vom Magnús Asmundsson deildarstjóri, og Hrefna Bergmann Einarsdóttir hús- freyja. Einar lauk stú- dentsnámi frá Mennta- skóla Reykjavíkur árið 1968. Árið 1973 útskrifaðist hann með Cand. oecon.-próf frá Háskóla íslands. Hann var starfsmaður Póst- og símamálastofnunar frá 1973 til 1975 og starfaði hjá Deut- sche Shell AG í Hamborg frá nóvem- ber 1975 til maí 1976 og hjá Real- Kauf GmbH í Hannover frá ágúst 1977 til ágúst 1978. Einar starfaði síðan aftur hjá Póst- og símamálast- ofnun í nokkur ár og einnig vann hann hjáHandknattleikssambandi íslands í 5 ár. Hann hóf störf hjá Ríkis- skattstjóra árið 1989 og starfaði þar síðan. Einar hóf að leika handknattleik með meistaraflokki Víkings á unglingsaldri og var þá yngstur allra eru léku með meistara- flokki. Hann varð markakóngur íslands- mótsins árið 1973 og var þá jafnframt valinn handknattleiksmaður ársins. Á árunum 1975-1978 lék hann handknattleik í Þýskalandi, fyrst með Hamburger Sportverein og síð- ar með liði Polizei Hannover. Hann lék með landsliðinu í handknattleik í 11 ár, alls 70 leiki og skoraði 138 mörk. Hann vai'jafnframt unglinga- landsliðsmaður í knattspyrnu. Einar kvæntist árið 1974 Stefaníu Maríu Júlíusdóttur kennara, en hún er fædd 26. mars árið 1950. Þau eignuðust einn son, Davíð, fæddur er 31. desember 1986. sem , LYDJA PALSDOTTIR LATIN er í Reykjavík Lýdía Pálsdóttir á 88. aldursári. Lýdía fæddist í Múnchen í Þýskalandi árið 1911 en ættuð frá Bayeruth og Tíról. Hún nam leirkera- smíði í Múnchen og fluttist hingað til lands árið 1929 með móður sinni og tók þátt í að stofna leir- munaverkstæðið List- vinahúsið með Guð- mundi Einarssyni listamanni frá Miðdal. Þar starfaði hún um áratuga skeið. Síðar giftist hún Guðmundi og eign- uðust þau fimm böm. Lýdía varð handhafi fyrsta meistarabréfsins í leirkerasmíði er leirmunagerð var tekin upp til iðnkennslu á Islandi. Hún var enn- fremur einn af fmmkvöðlum fjalla- -mennsku í landinu og átti þátt í stofnun Fjalla- manna árið 1939. Hún ferðaðist mikið um há- lendi íslands og þar á meðal fór hún á alla stærri jökla landsins og tók þátt í leiðöngram á tinda sem klifnir voru í fyrsta sinn. Lýdía aðstoðaði Guð- mund við gerð kvik- mynda, þ. á m. um Heklugosið 1947. Ásamt Guðmundi og fleiram kom hún fyrst allra að eldgosi í Grímsvötnum árið 1934. Lýdía stundaði stangaveiði í helstu laxveiðiám landsins og mun hafa landað stærsta laxi á stöng sem vitað er til að kona hafi veitt. Árið 1992 kom út ævisaga Lýdíu, Lífsganga Lýdíu, sem Helga Guðrún Johnson ritaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.