Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000
URVERINU
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sigurgeir
Antares VE kemur til hafnar í Vestmannaeyjum með um 700 tonn af sfld sem skipið fékk í nót í Breiðafírði.
Sfldveiði í nót loks
að glæðast vestra
ÁGÆT síldveiði var hjá nótaskipum
í Breiðafirði í fyrradag, skammt
undan Bjargtöngum. Þau skip sem
voru á miðunum fengu ágætan afla
af þokkalegri síld. Antares VE kom
til hafnar í Vestmannaeyjum í
fyrradag með tæp 700 tonn af sfld
og fer síldin öll til vinnslu að sögn
Jóns Ólafs Svanssonar, framleiðslu-
stjóra Isfélags Vestmannaeyja.
Síldin er flökuð og fryst fyrir mark-
aði í Evrópu og Japan og sagði Jón
hana vera vel fallna til vinnslunnar,
þrátt fyrir langt stím frá miðunum
til hafnar í Vestmannaeyjum, enda
sé aðeins landað úr kælitönkum
skipsins eins og vinnslan ráði við.
Hann átti von á því að klára að
vinna farminn í dag. „Við erum
búnir að frysta rúmlega 2.000 af
Frysting í
fullum gangi
flökum á vertiðinni, úr líklega 5-
6.000 tonnum af hráefni. Vertíðin
hefur ekki verið sem best og við
vonumst til að fá meiri síld til
vinnslu áður en loðnufrystingin fer
á fullt,“ segir Jón.
Ástandið á miðunum
batnað
Fremur illa hefur gengið hjá
nótaskipum á síldinni í haust, enda
hefur síldin haldið sig djúpt og lítið
gefíð færi á sér. Aðstæður hafa nú
hinsvegar breyst til batnaðar að
sögn Gríms Jóns Grímssonar, skip-
stjóra á Antares VE, en hann fékk
aflann í tveimur köstum, um 200
tonn í því fyrra en nærri 500 tonn í
því seinna. „Það var talsvert að sjá
af síld á þessu svæði og hún kom al-
veg upp í yfirborð og var því mjög
veiðanleg í nótina. Við fórum nú
reyndar ekki viða um en þarna virt-
ist vera mikið af síld og góð veiði
hjá þeim skipum sem voru á svæð-
inu. Þetta var þokkaleg sfld, svona
það sem við köllum blandaða milli-
síld, en þó langt frá því að vera und-
ir mörkum. Við höfum trú á þvi að
núna gæti veiðin farið að glæðast.
En ég óttast að ástandið gæti
breyst aftur ef einhverjir fara að
skarka með troll í þessari sfld en
við höfum áður séð nótaveiðina
detta niður eftir að trollskipin koma
á svæðið," sagði Grímur Jón.
Kvótalitlir fagna niðurstöðu í Vatneyrarmálinu
Ætla sér að róa í kjöl-
far dóms héraðsdóms
BÚAST má við að fjöldi skipa með
lítinn eða jafnvel engan kvóta fari í
róðra á næstu dögum eftir dóm Hér-
aðsdóms Vestfjarða í Vatneyrarmál-
inu svokallaða. Fiskistofustjóri segir
að á slíkum málum verði tekið með
sama hætti og áður, enda séu lög um
stjórn fiskveiða enn í fullu gildi.
Hilmar Baldursson, framkvæmda-
stjóri Landssambands útgerða
kvótalítilla skipa, segir að aðgerðir af
þessu tagi séu ekki skipulagðar af
samtökunum sjálfum en sér sé hins-
vegar kunnugt um á annan tug skipa
sem muni róa þrátt fyrir að engar
aflaheimildir séu á skipunum.
„Meirihluti þeirra félagsmanna sem
hefur gefið upp sína skoðun er inn á
þvi að róa, þrátt fyrir að eiga ekki
fyrir því aflaheimildir. Reyndar voru
margir búnir að ákveða að róa áður
en dómurinn féll í Vatneyrarmálinu
en efth- dóminn er ríkjandi mikil
réttaróvissa og þess vegna hafa
margir ákveðið að róa. Reyndar eru
þeir margir sem enn hafa einhverjar
heimildir á skipum sínum, enda hafa
margir sparað kvótann fyrir vetrar-
vertíðina. En þegar þeir klára kvót-
ann munu flestir þeirra halda áfram
að róa. Þeir sem engan kvóta eiga
ætla hinsvegar að róa við fyrsta
tækifæri."
Lúther Harðarson, skipstjóri á
Arvík í Njarðvík, telur að mjög mörg
kvótalaus eða kvótalítil skip muni
halda úr höfn, nú þegar niðurstaðan í
Vatneyrarmálinu liggur fyrir. Hann
segist enn eiga eftir kvóta á skipinu
en muni halda áfram að róa þegar
kvótinn klárast. „Ég hefði haldið
áfram að leigja kvóta ef dómurínn í
Vatneyrarmálinu hefði fallið á annan
veg. Eftir dóminn horfir málið hins-
vegar allt öðruvisi við. Stjórnvöld
geta ekkert sagt og þeim hefði verið
nær að gera eitthvað í málinu þegar
kvótadómurinn í Hæstarétti féll.
Núna verður að ákæra okkur sem
sakamenn en horfir málið þannig að
við getum snúið okkur til dómstóla
erlendis ef við verðum dæmdir sek-
ir,“ segir Lúter.
Ekki hagkvæmasta leiðin
Yngvi Harðarson, útgerðarmaður
Hrafnseyjar SF, segist einnig eiga
eftir kvóta á bátnum en sér sé hins-
vegar kunnugt um fjölda kvótalausra
skipa sem hugsi sér nú til hreyfings
vegna dóms héraðsdóms. „Dómurinn
staðfestir að okkar mati það sem við
höfum haldið fram að úthlutunar-
reglumar hafi ekki verið réttar. En
að mínu mati var þetta ekki hag-
kvæmasta leiðin til að fá þessum lög-
um hnekkt. Best hefði verið að
standa að breytingum á lögunum í
samvinnu við stjórnvöld, þannig að
lögunum yrði breytt í áföngum á
nokkrum áram. Það veit enginn
hvernig þetta fer ef lögin eru afnum-
in í einu vetfangi. En stjórnvöld hafa
ekki verið til viðræðna um þessi mál
og því fór sem fór,“ segir Yngvi.
Hölduin áfram að vinna
eftir lögunum
Þórður Ásgeirsson, fiskistofu-
stjóri, segist reikna með að dómi
héraðsdóms verði áfrýjað og að
þangað til dómur falli í Hæstarétti
séu lögin óbreytt. Því muni Fiski-
stofa fara eftir lögunum, hér eftir
sem hingað til. Hann segir að ekki
standi til að grípa til sérstakra að-
gerða þó útlit sé fyrir að fjöldi skipa
muni róa án þess að eiga aflaheimild-
ir. „Ef menn róa án þess að hafa til-
skildar aflaheimikiir til þess ber okk-
ur að taka á því og gefa út ákærur.
Ég trúi því hinsvegar varla að menn
fari margir á sjó án kvóta. Slíkt hlýt-
ur að vera sagt í hita augnabliksins
og menn átta sig á því að með slíku
framferði eru þeir að fremja lögbrot.
En verði það raunin á ekki að vera
erfitt fyrir okkur að fylgjast með því.
Einhvers staðar verða þeir að landa
aflanum og við þurfum því ekki að
hafa augun á hverjum einasta bát,“
segir Þórður.
Wal-Mart lækkar
verð í Þýskalandi
BANDARÍSKA verslunarkeðjan
Wal-Mart lýsti því yfir fyrr í vikunni
að hún hygðist lækka verð á fjöl-
mörgum vöruflokkum um allt að
20%. Nær lækkunin til hundraða
vörutegunda, allt frá matvælum til
heimilistækja.
Wal-Mart, sem er stærsta versl-
unarkeðja heims, byrjaði að hasla
sér völl í Þýskalandi árið 1997 með
því að festa kaup á Interspar-keðj-
unni. Ári síðar keypti Wal-Mart að
auki Wertkauf-keðjuna.
Á þeim tíma sem síðan er liðinn
hefur fyrirtækið unnið að því að end-
umýja tölvubúnað í þýsku verslun-
unum en það er ekki síst hið full-
komna birgðakerfi Wal-Mart er
hefur aflað fyrirtækinu þeirrar stöðu
sem það hefur á markaðnum. Nú
þegar hafa 10 af 95 verslunum fyrir-
tækisins í Þýskalandi tekið upp Wal-
Mart nafnið og munu 40 til viðbótar
bætast í þeirra hóp á þessu ári en
umskiptunum verður lokið á næsta
ári.
Innkoma Wal-Mart á þýska mark-
aðinn hefur valdið miklum titringi
enda eru mörg þýsk verslunarfyrir-
tæki ekki þekkt fyrir góða þjónustu
og samkeppnisvilja. Fjölmargar
verslanir útvega viðskiptavinum sín-
um ekki poka undir vörur og í mörg-
um verslunum verður að greiða
tryggingargjald fyrir afnot af inn-
kaupakerrum.
Yfirlýsing Wal-Mart um mikla
verðlækkun er talin til marks um að
sókn fyrirtækisins sé nú að hefjast
fyrir alvöra eftir nokkuraa ára und-
irbúning. Lækkaði verð á hlutabréf-
um í nokkram af helstu verslunar-
keðjum Þýskalands um allt að 8% í
kjölfarið.
Reuters
Hér má sjá simpansann Ai leysa þrautina. Fyrst birtast fimm tölur á
slqánum og síðan þarf Ai að leggja þær á minnið og raða eftir stærð.
Eg tel - því er ég api
The Daily Telegraph.
NÝLEG japönsk rannsókn er talin
sýna fram á að simpansar geti lært
að telja og rennir stoðum undir þá
tilgátu vísindamanna að dýr, önnur
en maðurinn, geti „hugsað“.
Tveir vísindamenn við Kyoto-
háskólann í Japan hafa gert tilraun-
ir með 14 áragamlan kvensimp-
ansa, Ai, sem hefur lært að þekkja
arabíska tölustafi og telja frá einum
upp í 9. Um nokkurt skeið hefur
verið vitað að simpansar geta skilið
hugtök sem vísa til fjölda, líkt og
tölustafir gera, en rannsóknir jap-
önsku vísindamannanna leiddu þar
að auki í ljós að simpansar geta
unnið með fleiri en eitt slíkt hugtak
í einu og raðað þeim eftir stærð.
Ai voru birtar fimm tölur á bilinu
1-9 á sjónvarpsskjá. Tölurnar stóðu
ekki í röð heldur var dreift óreglu-
lega á skjánum. Þegar Ai hafði
fengið að virða fyrir sér skjáinn í
skamma stund voru tölurnar yfir-
skyggðar og var verkefni simpans-
ans að benda á tölurnar í stærðar-
röð. Með öðrum orðum, Ai varð að
leggja tölurnar fimm á minnið og
raða þeim í stærðarröð í huga sér.
Tilraunirnar leiddu í ljós að simp-
ansinn gat í langflestum tilfellum
leyst verkefnið á réttan hátt. Einnig
kom í ljós að apinn tók sér iðulega
nokkurn „umhugsunaitíma" áður
en hann gat raðað tölunum í rétta
röð.
Meira skammtímaminni
en börn
Rannsóknir hafa leitt í ljós að
fólki reynist auðvelt að leggja allt
að sjö tölur á minnið í senn, sbr.
símanúmer, en að örðugra sé að
muna fleiri tölur í einu. Rannsóknir
benda einnig til þess að börn á for-
skólaaldri geti aðcins munað innan
við fimm tölur í einu. Tilraunirnar
með Ai þykja því hafa sýnt að simp-
ansar búi yfir meira skammtíma-
minni en börn á skólaaldri. Þær eru
einnig taldar ögrun við hefðbundn-
ar hugmyndir um eðli hugsunar.
Lengi hefur verið talið að hugsun
sé nátengd tungumáli og að dýr
sem ekki hafi tungumál ráði ekki
við óhlutbundna hugsun.
Niðurstöður tilraunanna þykja
ennfremur renna stoðum undir þær
kenningar að tungumál og rökvísi í
tengslum við tölur og stærðir séu
aðgreinanlegir eiginleikar. Tungu-
málið hafi þróast með manninum á
eftirtölvísinni.
-----------------
Kalejs
farinn
London. AP.
KONRAD Kalejs, sem granaður er
um þátttöku í stríðsglæpum nasista í
síðari heimsstyrjöld, fór frá Bret-
landi í gær fremur en að andmæla
þvi að bresk stjómvöld vísuðu hon-
um úr landi.
Hann hélt til Singapúr í gærmorg-
un en talið er að þaðan muni hann
halda til Melbourae í Ástralíu þar
sem hann var búsettur áður en hann
kom til Bretlands á síðasta ári. Hon-
um hafði áður verið vísað úr landi í
Bandaríkjunum og Kanada vegna
grans um að hann hefði tekið þátt í
morðum á um 30 þúsund manns,
flestum gyðingum, í Lettlandi á tím-
um síðari heimsstyijaldar.
Sú ákvörðun breska inannríkis-
ráðheraans, Jacks Straws, að vísa
Kalejs úr landi fremur en handtaka
hann og draga fyrir dómstóla, hefur
valdið úlfúð hjá samtökum gyðinga
sem saka Bretland og Ástralíu um að
víkjast undar alþjóðlegum skyldum
til að sækja stríðsglæpamenn til
saka. Áströlsk yfirvöld segjast ekki
geta hindrað að hann komi aftur til
Astralíu, þar sem hann hefur verið
ríkisborgari síðan 1957.