Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 43 og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt (V. Briem) Ásta Camilla Gylfadóttir (Ásta Sóllilja). Píanókennaradeild var formlega stofnuð við Tónlistarskólann í Reykjavík haustið 1963. Það voru Jón Nordal, þáverandi skólastjóri, og Hermína Sigurgeirsdóttir Krist- jánsson sem stóðu að stofnun þess- arar nýju deildar. Hermína hafði reyndar rekið óformlega píanókenn- aradeild í mörg ár þar sem hún hvatti og leiðbeindi nemendum sín- um við kennslustörf þeirra. Það var ekki óeðlilegt að margir nemenda hennai’ fengju áhuga á kennslu, því að með ást sinni á tónlistinni og smit- andi eldmóði og áhuga hlutum við nemendurnir að trúa því að píanó- kennsla væri eftirsóknarvert og skemmtilegt starf. Þegar stofnun píanókennaradeild- ar stóð fyrir dyrum gerði Hermína sér ferð til Þýskalands, þar sem hún hafði sjálf stundað nám, og kynnti sér nýjungai’ í kennslufræðum og námsefni og á þeim grunni var deild- in síðan stofnuð. Hermína stýrði píanókennaradeildinni frá 1963- 1977 af festu og víðsýni, alltaf tilbúin að fylgja breytingum tímans en þó var aldrei slakað á kröfum. Til gam- ans má geta þess að frá stofnun deildarinnar árið 1963 til þessa dags hafa tæplega 90 píanókennarar út- skrifast frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hermína hafði einstakan hæfi- leika til að laða það besta fram í sér- hverjum nemanda og má segja að hún hafi mótað heila kynslóð píanó- kennara og tónlistannanna en marg- ir af nemendum hennar eru meðal okkar bestu tónlistarmanna í dag. Hún bar velferð nemenda sinna ávallt fyrir brjósti, langt út fyrir hinn venjulega spilatíma, og margir þeirra urðu vinir hennar allt til ævi- loka. Ein kærasta endurminning sem ég á frá samskiptum okkar Hermínu er þegar hún heimsótti mig og fjöl- skyldu mína til London árið 1974. Ég verð að viðurkenna að það var kvíða- blandin tilhlökkun að eiga von á fyrr- verandi kennara sínum í heimsókn því að við nemendur hennar vissum vel að heimilishald hennar sjálfrar einkenndist af yfirburða skipulag- ningu og myndarskap. Ótti minn reyndist ástæðulaus því skemmti- legri og þægilegri gest var varla hægt að hugsa sér. Það var sama hvað við gerðum saman, lífsgleðin og hennar jákvæða lífsviðhorf sneru jafnvel hversdagslegustu hlutum í ævintýr. Það þýddi auðvitað ekkert að sýna henni aðrar verslanir í Lond- on en þær sem Elísabet Breta- drottning verslaði í, svo að við áttum margar skemmtilegar stundir sam- an í Harrods, en meira að segja þar reyndist erfitt að finna nógu fínan náttslopp á Björn bónda hennar, en engum duldist hvem hug hún bar til hans. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd píanókennaradeildar Tónlistarskól- ans í Reykjavík þakka hennar ómet- anlega brautryðjendastarf og tryggð við skólann alla tíð. Persónulega þakka ég langa samfylgd, frábæra kennslu og tónlistaruppeldi, vináttu og kærleika. Ættingjum og aðstand- endum Hermínu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Einarsdóttir. Fyrstu minningar mínar af frú Hermínu S. Kristjánsson eru frá þeim tíma er ég var ungur nemandi í Tónlistarskólanum í Reykjavík, en hún hafði komið til landsins nokkr- um árum áður eða 1945 eftir margra ára dvöl ásamt fjölskyldu sinni í Hamborg og Kaupmannahöfn. Þar hafði hún bæði stundað nám og starfað sem píanókennari allt frá ár- inu 1926. Kennarastörf við Tónlist- arskólann í Reykjavík hóf hún árið 1948. Eftir að starfsemi skólans fluttist í Þrúðvang við Laufásveg 1948 man ég sérstaklega eftir henni er hún stjórnaði tónleikahaldi í skói- anum af miklum skörungsskap. Einnig er mér minnisstætt þegar Hermína stjómaði æfingum nem- enda skólans sem áttu að koma fram á vortónleikum í Austurbæjarbíói. Þar komu í ljós frábærir skipulags- hæfileikar hennar og stjómsemi og einnig kenndi hún okkur að koma fram, hvernig við ættum að hneigja okkur o.s.frv. Hún var sem sagt siða- meistari skólans í fjöldamörg ár. Oft heyrði ég nemendur hennar leika á þessum tónleikum, en þar sem ég var aldrei nemandi hennar í píanó- leik gerði ég mér þá hvorki grein fyr- ir gæðum kennslu hennar né hvemig henni var háttað. Það var eiginlega ekki fyrr en eftir að ég kom heim frá fi-amhaldsnámi erlendis og tók að kenna við Tónlistarskólann í Reykja- vík að ég fór að kynnast betur vinnu- brögðum hennar. Stundum heyrði ég óminn af glæsilegum leik nemenda hennar berast fram á gang, laumað- ist jafnvel til að hlýða á leik þeirra í kennslustundum „gegnum hurð“. Þó er mér minnisstæðust frammistaða nemenda hennar á prófum. Tók ég þá eftir því hve hún fylgdist vel með leik þeirra og eins og „studdi“ þá andlega. Allt þetta var góður skóh fyrir ungan kennara sem var að feta fýrstu sporin. Ég gerði mér grein fyrir því hve vel er unnt að leika þau verkefni sem nemendum er falið að leysaaf hendi. Hermína gerði miklar kröfur til nemenda sinna og hætti ekki þar sem ýmsum þætti vinnan orðin nokkuð góð. Nei, þar lét hún ekki staðar numið. Þá var haldið áfram, þvi það var ekki nóg að gera vel, það var unnt að gera miklu betur! Auk þess að gera slíkar kröfur um gæði í öllum vinnubrögðum sínum, hvort heldur tæknilegum eða túlkunarleg- um, hafði Hermína mikla yfirsýn. Birtist hún t.d. í því að hún gætti þess að auk verkefna úr klassískum píanóbókmenntum áttu nemendur að geta leikið algeng íslensk lög og sáust því „Fjárlögin" ekki ósjaldan í tímum hennar. Hún gætti þess einn- ig að nemendur fengju reynslu í því að leika með öðrum hljóðfærum eða fjórhent með öðrum píanónemanda. Stundum verk fyrir tvö píanó. Á há- tíðarstundum kom fyrir að leikið væri sexhent. Kom þessi yfirsýn hennar kom einnig í ljós í því hvemig hún mat námsferil nemenda sinna og hvað þeim væri fyrir bestu. Þar sýndi hún um leið óeigingjama af- stöðu, en hún mat það svo að þegar einhver nemandi hennar hafði náð vissum áfanga skyldi hann fara til annars kennara sem kenndi hærri stigin, því það væri honum fyrir bestu. Allir þessir eiginleikar og hæfi- leikar Hermínu komu að góðum not- um er hún stofnaði píanókennara- deild skólans 1963. Hún byggði upp deildina og bjó þar vel að reynslu sinni og menntun í Þýskalandi. Eng- inn vafi leikur á því að deildin var mikið framfaraspor fyrir skólann og tónlistarkennslu í landinu. Nemend- ur hennar hafa farið víða og breitt út hin vönduðu vinnubrögð Hermínu og þannig hafa áhrif hennar á kennslu í landinu verið mikil. Ekki aðeins hin vönduðu vinnubrögð heldur og mannleg afstaða hennar, en hún hafði óbilandi trú á göfgandi mætti tónlistarinnar og þvi til mikils að vinna. Yfirsýn og heilbrigt mat Her- mínu kom aftur fram við lok kennsluferils hennar við skólann. Hún fylgdist vel með öllu sem var að gerast í píanóleik og -kennslu, var sí- fellt að taka ný verk í notkun og vildi ekki staðna. Man ég vel eftir því er hún sagði mér að hún ætlaði sér ekki að verða gamall kennari sem hjakk- aði í sama farinu. Það ætlaði hún sér ekki að gerast sek um. Hún hætti kennslu við skólann 1978 eftir 30 ára afar farsælt starf. Þar lauk mikilli þjónustu við tónlistina. Eftir að frú Hermína lauk störfum hélt hún ávallt sambandi við skólann og vissi vel hvað efst var á baugi í tónlistarlífinu. Nú síðustu árin gaf hún skólanum allt nótnasafn sitt og hljómplötusafn. Fyrir hönd skólans vil ég þakka Hermínu fyrir hið mikla og óeigingjarna starf hennar í þágu skólans og persónulega íyrir ein- staklega gott samstarf og fagurt for- dæmi. Halldór Haraldsson. Hermína S. Kristjánsson var stór- brotinn persónuleiki í íslensku tón- listarlífi. Hún kenndi píanóleik um margra áratuga skeið og var auk þess stofnandi og aðalkennari við píanókennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Áhrifa hennar mun því gæta í píanókennslu og píanóleik löngu eftir að hún sjálf er horfin af sviðinu. Á kveðjustund leitar hugur minn 32 ár aftur í tímann. Ég var í einkatímum í píanóleik og heyrði oft talað um Hermínu með óttabland- inni virðingu. Ég kveið þvi mikið fyr- ir þegar ég vissi að hún átti að dæma stigspróf hjá mér en mun aldrei gleyma þvi augnabliki er ég gekk inn og sá hana, því að þar sat einstaklega góðlátleg og falleg kona með vingjarnlegan glampa í augum. Hjá Hermínu var aldrei neitt að óttast en virðingu hafði hún mikla, bæði frá nemendum og foreldrum þeirra. Þessu fékk ég að kynnast er ég var í píanótímum hjá henni á árunum 1970-1973 og aftur í píanókennara- deild 1975-1977. Hermína bar mikla umhyggju íyrir nemendum sínum og sá hún til þess að þeir kynntust vel innbyrðis. Hún sagði oft frá eldri nemendum sínum, sem komnir voru í framhaldsnám erlendis. Oft bauð hún nemendum á tónleika með sér hjá Tónlistarfélaginu og þannig átti hún þátt í því að ala upp tónleika- gesti framtíðarinnar. Einnig var hún vakandi yfir því hvaða plötur fengust í Fálkanum og Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur og byrjaði margur nemandinn að byggja upp sitt plötusafn undir handleiðslu hennar. Hjá Hermínu var ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur; það var ótrúlegt hvernig hún gat fengið nemendur sína til að leika erf- ið verk með góðum árangri, enda var uppgjöf ekki til í hennar huga. Þetta skildi ég seinna þegar hún var að segja mér frá sínum fyrstu árum í framhaldsnámi erlendis. Hermína lagði á það mikla áherslu að nemend- ur legðu á minnið heiti allra verka, ópusnúmer og tóntegundir, enda var hún sjálf gædd frábæru minni. Þótt sjónin væri farin að daprast og líkaminn orðinn þreyttur hélt hún sínu góða minni til hins síðasta. Við áttum yndislega stund saman á Skjóli fyrsta sunnudag í aðventu og sú stund verður mér ógleymanleg. Ég kveð Hermínu S. Kristjánsson með virðingu og þökk og votta fjöl- skyldu hennar samúð. Guðríður St. Sigurðardóttir. Á kveðjustund vil ég minnast kennara míns og vinkonu Hermínu Sigurgeirsdóttur Kristjánsson sem var einn af brautryðjendum ís- lenskrar tónlistarsögu. Ung hóf hún tónlistamám hjá föð- ur sínum á Akureyri og seinna í Reykjavík en hleypti heimdraganum og stundaði framhaldsnám í Kaup- mannahöfn og Hamborg. Þegar seinni heimsstyrjöldin braust út fluttist hún heim ásamt eiginmanni og tveimur sonum og kenndi á píanó fyrst heima hjá sér meðan synir hennar voru á barnsaldri en síðar hóf hún störf við Tónlistarskólann í Reykjavík og starfaði þar alla starfs- ævina. Hún stofnaði píanókennara- deild Tónlistarskólans og stýrði deildinni þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hermína var kennari af guðs náð. Ekki aðeins var hún gáfuð og vel menntuð, heldur var hún stórbrotinn persónuleiki með mikla útgeislun sem kveikti í nemendum hennar kærleika og virðingu fyrir tónlist- inni. Hún var mjög lifandi í kennslu og hláturmild en einnig ströng og ög- uð og gerði kröfur til sín og annarra. Þrátt fyrir að vinnudagurinn væri oft langur ræktaði hún vel eigin garð og brýndi fyrir okkur nemendunum að til að við gætum gefið af okkur í kennslunni þyrftum við umfram allt að hugsa vel um okkur sjálf. Hún tók sína „siestu" alltaf milli kl. 13 og 14.30 og það var heilög stund sem enginn dirfðist að trufla. Eftir það gat hún unnið langt fram á kvöld full af orku. Tónleikastjóri á nemendatónleik- um Tónlistarskólans var Hermína alla tíð. Þar brýndi hún fyrir nem- endum góða framkomu, snyrti- mennsku, að ógleymdum hneiging- um, en allt þetta er stór hluti af því að koma fram á tónleikasviðinu. Til hins síðasta var hún vakin og sofin yfir velferð skólans sem og nemenda sinna, en þeir bundust henni margir tryggðaböndum. Hermína var heimskona. Stór- glæsileg í útliti með vel snyrtar hendur og fallega lagt hárið. Hún flutti með sér andblæ menningar meginlandsins, Danmerkur og Þýskalands, til þessa hjara veraldai’, sem á þeim tíma var enn í tónlistar- legum klakaböndum. Það að heimsækja Hermínu var alltaf athöfn í sjálfu sér. Maður mætti stundvíslega á tilsettum tíma, hún fagnaði manni hjartanlega á stigaskörinni, tók yfirhöfnina og fylgdi manni til stofu þar sem biðu kræsingar, gjaman heimsins bestu vöfflur og heitt súkkulaði með ijóma, jafnvel bragðbætt með koníakstári eftir að gesturinn hafði aldur til. Síðan tók við hátíðarstund þar sem raktar voru úr manni gamimar og þá stund var maður miðpunktur alheimsins og gleymdi gjaman hvað tímanum leið, en Hermína stóð vakt- ina og gaf tóninn þegar mál var að linnti. Ut gekk maður af fundi henn- ar bjartsýnni og ríkari í anda. Hermína átti ákaflega fallegt og persónulegt heimili. Flygillinn var hjarta heimilisins og umhverfis hann sveif andi fjölskyldunnar og vina í formi ljósmynda og fagurra muna sem henni höfðu verið gefnir. í síðasta skiptið sem ég heimsótti Hermínu á Reynimelinn bauð hún syni mínum með, því hana langaði að heyra hann spila á flygilinn. Þá dugði ekkert minna en að kalla til píanó- stillara og stilla hljóðfærið sem hafði verið þögult í eitt ár. Hún ætlaði ekki að bjóða barninu upp á vanstillt hljóðfæri. Svona var Hermína stór í hugsun. Að leiðarlokum langar mig að þakka fyrir mig. Ég samgleðst Her- mínu yfir að fá hvíldina og þykist viss um að hinum megin taka á móti henni glitrandi lúðrahljómar og slegnir verða hjartans hörpustreng- ir. Blessuð sé minning Hermínu. Svana Víkingsdóttir. Það er mikið að þakka þegar Her- mínu tónlistarkonu er minnst fáein- um orðum og mér ákaflega ljúft. Þótt við þekktumst ekki fyrr en báðar voru komnar á fullorðinsár og báðar sestar að í Reykjavík þekkti mitt fólk fyrir norðan hana frá næstum þvi upphafi aldarinnar, en þannig var háttað, að móðir mín, ung sveita- stúlka, sem þráði að læra á lítið or- gel, sem hún hafði komist yfir með miklum dugnaði, réðst til foreldra Hermínu í vist en einkum til að gæta tveggja bama, sem þá voru fædd og fá að læra í staðinn hjá húsbóndan- um. Þetta varð til mikllar hamingju fyrir ungu konuna og ég held líka heimili Sigurgeirs söngkennara eins og hann var ævinlega nefndur og Friðrikku konu hans. En leiðir skildu og fjölskylda mín kom ekki til Akureyrar lyrr en 1930 og þá var Hermína komin til útlanda til að mennta sig í píanóleik, en böm barn- fóstmnnar vom flest send í tíma til Sigurgeirs og þráðurinn tekinn upp. Minningar um nám hjá þessum góða manni em allar ljúfar og húsfreyj- una man ég vel og fallega brosið hennar. Ég sagði stundum við Her- mínu, að hún hefði brosið hennái/ mömmu sinnar. Svo endurtekur sagan sig. Tvö ung börn em komin til borgarinnar og vilja fá að læra að spila og þá er að finna kennara handa byrjendum. Gunnar bróðir Hermínu tók þá nem- endur og var hringt til hans og vel tekið, enda þekktust við frá Akur- eyri og hafði ég gætt tveggja bama hans stuttan tíma eitt sumar. Bæði bömin okkar fóra fyrst til Gunnars, sem varð þeim til góðs og þaðan í Tónlistarskólann í Reykjavík og þar fór eldra bamið til Hermínu en syst- irin skipti fljótlega um hljóðfæri. PaJT með var hringnum náð, barn mitt komið til bamsins, sem móðir mín hafði gætt í bernsku. Hermína sendi drenginn eitt sinn heim með mynd, sem hún sagðist hafa eignast úr foreldrahúsum. „Þetta er hún Gúa mín“ en svo hafði litla telpan nefnt barnfóstmna. Jú, það fór ekkert á milli mála, þetta var mynd af móður minni 18 ára gamalli. Þegar ég kynntist Hermínu nánar tók það stuttan tíma að finna hve framúrskarandi kona hún var og minnti mjög á ættfólk sitt. Okkur varð vel til vina. Ég hafði þekkt bemskuheimili hennar, foreldra og alla bræður hennar og suma þeirra mjög vel. Hermína var sömu gerðaV greind, glaðsinna og vildi öllum vel. Sumum þótti hún dálítið ráðrík, það getur vel verið, en það hefir þá verið til að vinna að því, sem hún taldi rétt- ast og best. Ógleymanlegir era okk- ur jólatónleikar í Tónlistarskólanum, sem Heimína sá um um langt skeið á jólaföstu. Þar komu miklir hæfileik- ar Hermínu afskaplega vel í ljós og þá er.ég ekki að tala um tónlistar- flutning ungra nemenda, heldur all- an búnað; aðventukransinn tendrað- ur af Hermínu fallega búinni, eins raunar alltaf, framkoma hinna ungu nemenda bæði á undan og eftir að leikið hafði verið, ljósastillingar í upphafi tónleika og andakt sem ríkti næstum eins og maður væri komin í kirkju. I lok bað kennarinn alla að rísa úr sætum og syngja Heims um ból með nemendum. Við fómm ævin- lega heim full þakklætis fyrir þessa stund og þótti sem jólin væra að hefjast og það em ekkert margir tónleikar, sem ég minnist með jafn mikilli hlýju og gleði. Það var þessi menningarblær, sem íylgdi Her- mínu, kurteisi, koma fallega fram og gera sitt besta. Á bak við þetta lá auðvitað mikil vinna auk kennslunn- ar, en þetta setti hún í virðingarsess á sama hátt og bera skyldi virðirígn* fyrir tónlistinni. Að leiðarlokum em henni færðar einlægar þakkir fyrir vináttu og tryggð. Aldurinn var hár og þróttur horfinn. Okkar spjall fór fram sím- leiðis eftir að heilsu þraut og hún vissi alltaf upp á hár, hvenær samtal- inu varð að ljúka. Það hefir verið fal- legur kór sem tók á móti Hermínu þegar hún ftutti á önnur svið, hljóð- færaleikur og fjöldi ástvina. Hún er kært kvödd og ástvinum hennar færðar samúðarkveðjur. Guð blessu minningu hennar. Anna Snorradóttir. t '=> r Systir mín, BORGHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, frá Skiphyl, lést á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, fimmtudaginn 30. desember. Útförin fer fram frá Akrakirkju laugardaginn 8. janúar kl. 14.00. Elísabet Guðmundsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, JOHAN DYRNES, lést í Noregi mánudaginn 3. janúar. Guðrún E. Welding og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.