Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Nýtt 4.500 fermetra skólahús Iðnskólans í Hafnarfírði Fyrsta sinn sem einka- fyrirtæki byggir og rekur skólahúsnæði Hafnarfjördur Á MORGUN verður nýtt 4.500 fer- metra skólahús vígt við Iðnskólann i Hafnarfirði og hefst kennsla í því strax á mánudag. Húsið var byggt og verður rekið af rekstrar- og ráðgjafarþjónustunni Nýsi hf. og eru það nýmæli að skólahúsnæði hér á landi sé byggt og rekið af einka- fyrirtæki, að undangengnu útboði. íslandsbanki sá um fjármögnun framkvæmdarinnar en húsið er í eigu Nýsis hf. og munu ríkið og Hafnar- fjarðarbær leigja húsnæðið, með lóð, búnaði og rekstrarþjónustu, til 25 ára. Stefán Þórarinsson, umsjónarmaður rekstrarverkefna Nýsis hf., segir hlut- verk þeirra í verkefninu margþætt. „Við sáum um að láta hanna og byggja húsið og sjáum um viðhald, þrif og húsvörslu. Við munum hafa umsjón með umhirðu lóðar og öryggisgæslu, útvegum tölvur og sjáum um mötun- eyti.“ Istak byggði húsið og lauk fram- kvæmdum um áramótin. Iðnskólinn byrjaði að flytja kennslutæki sín og annan búnað þangað í byrjun desem- ber og er uppsetningu þeirra að ljúka. Stefán segir þetta nýja verkefni spennandi og að fleiri verkefni af svip- uðu tagi séu á döfinni. „Við erum mjög ánægðir með að fá tækifæri til að leggja menntun unga fólksins lið. Þó að þetta verkefni sé gert með viðskiptalegum hætti þá er þetta líka gert með hjartanu og ég vona að það sjáist í okkar störfum." Hús við Hverfís- götu rifið Miðbær VERIÐ er að rífa hús við Hverfisgötu, sem Reykja- víkurborg keypti fyrir skömmu. Borgin keypti nokkur hús við norðan- verða Hverfisgötu, á svæð- inu milli Vitastígs og Bar- ónsstígs, og stendur til að rífa þau öll. Húsin munu hafa verið í lélegu ástandi og stóðu auð eftir að borgin keypti þau, en áður voru þar íbúðir og fyrirtæki. Samkvæmt upplýsingum frá borgarskipulagi er til deiliskipulag fyrir þetta svæði en til stendur að taka það til endurskoðunar. Það verði gert einhvern tímann á þessu ári og því geti framkvæmdir á svæðinu hafist í fyrsta lagi seint á árinu eða á næsta ári. Samkvæmt deiliskipulag- inu sem er í gildi er gert ráð fyrir ibúðarsvæði og svokölluðu miðbæjarsvæði þarna. Líklegt er talið að svo verði áfram, en þær breytingar sem verði gerð- ar á deiliskipulaginu varði- helst stærð og lagi lóða. Morgunblaðið/Golli Tölvunefnd óskar upplýsinga frá Fræðslumiðstöð Reykjavík TÖLVUNEFND samþykkti á fundi í gær að beina fyrir- spurnum til Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur vegna fréttar Morgunblaðsins í gær um að Fræðslumiðstöðin hafi í smíðum reglur um eftirlits- myndavélar við skóla. Tölvu- nefnd hefur þegar veitt sam- þykki og sett skilyrði fyrir eftirlitsmyndavélum í skólum, m.a. í Öldutúnsskóla í Hafnar- firði, þar sem komið hefur verið upp eftirlitsmyndavél í sameiginlegu rými innandyra. Sigrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Tölvu- nefndar, sagði að á fundi nefndarinnar hefði verið sam- þykkt að afla upplýsinga um reglur þær sem Fræðslumið- stöð hefur í smíðum. Nokkrir skólar hafa þegar tekið í notkun eftirlitsmynda- vélai’. í Öldutúnsskóla í Hafn- arfirði voru sl. haust settar upp myndavélar á tveimur stöðum innandyra; í stórum sal þar sem börn safnast sam- an í frímínútum og í forstofu unglingadeildar, að sögn Huldu Sigurðardóttur, starf- andi skólastjóra. Ekki eru teknar upp myndir, að sögn Huldu, heldur er fylgst með myndavélinni jafnóðum af skjá á skrifstofu skólastjóra og aðstoðarskólastjóra og á skrifstofu skólans. Hulda sagði að síðastliðinn vetur hefði borið á því að brotist væri inn í skápa þar sem myndavél er nú en það vanda- mál heyrði sögunni til eftir til- Úrbætur í þjónustu SVR við íbúa Hæðargarðs Vísað í endurskoð- un leiðakerfís Bústaðahverfi STJÖRN Strætisvagna Reykjavíkur hefur vísað til endurskoðunar leiðakerfis óskum um 60 íbúa við Hæðar- garð um að fallið verði frá breytingum á áætlun strætis- vagna í hverfinu. Kjartan Magnússon, borg- arfulltrúi og stjórnarmaður í SVR, segir að meirihlutinn hafi með afgreiðslu málsins valið öruggustu leiðina til að svæfa þessa tillögu um bætta þjónustu fyrirtækisins. Morgunblaðið greindi í september sl. frá undir- skriftalista íbúa í blokkum eldri íbúa við Hæðargarð þar sem mótmælt var breytingum á leiðum 5, 6 og 11 er varða Smáíbúða- og Múlahverfi. Einkum var því mótmælt að láta leið 5 ganga Grensásveg í stað Sogavegar, Bústaðaveg- ar og Réttarholtsvegar og að vegna breytinga á leið 11 ættu íbúar ekki lengur kost á strætisvagnasamgöngum við Múlahverfi. Málið var rætt á fundi stjórnar SVR 6. desember og þar lögðu Kjartan Magnússon og Kristján Guðmundsson til að leið 5 hefji akstur að nýju um Sogaveg og Réttarholts- veg en aðrar athugasemdir íbúanna verði teknar til sér- stakrar skoðunar og tillögur um úrbætur lagðar fram við fyrstu hentugleika. Meirihluti stjórnarinnar samþykkti frávísunartillögu sem felur í sér að málinu sé vísað til endurskoðunar leiða- kerfis. Lilja Ólafsdóttir, for- stjóri SVR, sagði í samtali við Morgunblaðið að það að vísa komu hennar. Hún sagði að foreldrum og nemendum hefði verið gert kunnugt um tilvist myndavélanna. Sigrún Jóhannesdóttir sagði að Tölvunefnd hefði sett þau skilyrði fyrir myndavél- inni í Öldutúnsskóla að mynd- efni, sem tekið er upp, verði eytt viku eftir upptöku og myndir verði ekki skoðaðar nema skólastjóri eða aðstoð- arskólastjóri og foreldrar eða fulltrúi þess barns sem í hlut á séu viðstaddir. Hún sagði að ef um væri að ræða eingöngu að mynd væri varpað á skjá, án upptöku, félli málið utan við verksvið Tölvunefndar. Sigrún sagði að Tölvunefnd hefði afgreitt nokkur mál varðandi eftirlitsmyndavélar í skólum, m.a. í Hagaskóla, þar sem áskilið er, að frumkvæði skólans, að fulltrúi lögreglu sé viðstaddur skoðun mynda. Einnig hjá tveimur skólum á Suðurnesjum, þar sem myndavél hefur m.a. verið komið fyrir við biðstöð til að vinna gegn einelti. Sigrún sagði að í núgildandi lögum um skráningu persónuupplýs- inga væru engin ákvæði, sem beinlínis varða myndatöku, en í frumvarpi til nýrra laga, sem kynnt hefur verið, er slík ákvæði að finna. Hún sagði að í framkvæmd núgildandi laga hefði verið litið svo á að kerf- isbundin myndasöfnun og eft- ir atvikum eftirfarandi skrán- ing mynda félli undir gildissvið laganna; því fjalli Tölvunefnd um þessi mál og setji umgengni um myndefni skilmála. máli til endurskoðunar leiða- kefis feli í sér að málið verði tekið upp við árlega endur- skoðun leiðakerfisins. Hún segir þá vinnu nýlega hafna og henni ljúki fyrir apríl. Á þeim vettvangi séu tillögur og ábendingar af þessu tagi af- greiddar. Kjartan Magnússon sagði í samtali við Morgunblaðið að í raun fælist það í afgreiðslu meirihlutans að tillagan væri svæfð, en fjölmargar tillögur um bætta þjónustu hefðu hlotið sömu örlög. „Vinnu- brögðin sýna að kosningalof- orð R-listans um aukið sam- ráð við borgarbúa eru innantóm og merkingarlaus," sagði Kjartan. Skólanefnd- arformaður segir af sér Garðabær GUÐMUNDUR Hall- grímsson, formaður skól- anefndar Tónlistarskóla Garðabæjar, hefur sent bæjarstjórn úrsögn sína úr skólanefndinni. Guðmundur sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa sent bréfið í fyrra- dag en þar óskar hann eftir lausn frá störfum vegna trúnaðarbrests við bæjarstjórn Garðabæjar í málum, sem varða ráðn- ingu skólastjóra Tónlist- arskólans. Jóhaim Sigurjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, um löggæslumál bæjarins V andræðaástand vegna fjárskorts Mosfellsbær JÓHANN Sigurjónsson, bæj- arstjóri í Mosfellsbæ, segir fá ef nokkur sveitarfélög á stærð við Mosfellsbæ veita jafn um- fangsmikla félagsþjónustu; sérstakur félagsráðgjafi sinni eingöngu málum unglinga. Hins vegar ríki vandræða- ástand í löggæslumálum bæj- arins, sem rekja megi til þess að vegna fjárskorts hafi verið hætt nætur- og helgarvöktum frá lögreglustöð í bænum síð- astliðið vor. Eftirliti um næt- ur og helgar sé nú sinnt frá lögreglustöðinni við Hverfis- götu í miðborg Reykavíkur. „Því er engin hverfalög- gæsla í bænum um kvöld og helgar og við teljum okkur finna fyrir því að í framhaldi af þessari minnkuðu hverfa- löggæslu hefur ástand hér farið versnandi," sagði bæjar- stjórinn í samtali við Morgun- blaðið í gær. Vaxandi hópamyndun Hann segir að seinni hluta ársins hafi komið upp inn- brotafaraldur í bænum, sem tekist hafi að upplýsa í sam- starfi lögreglu og barna- vemdaryfirvalda. „En það er ljóst að hópamyndun ungl- inga hefur farið vaxandi þar sem það er minna áreiti en áð- ur frá löggæslunni varðandi það að brjóta upp slíka hópa. Hér áður fyrr var markviss samvinna lögreglu og bæjar- yfirvalda í því sambandi.“ Jóhann segir mál komin í sama farveg og fyrir 1994 þegar helgar- og næturvakt lögreglu var kömið á í bænum vegna alvariegs ástands. Með samstilltu átaki hafi þá tekist að spyrna við fótum. Ástandið nú fari versnandi. „Við höfum verið að þrýsta á lögreglu- stjórann í Reykjavík, þing- menn og ráðherra um auknar fjárveitingar til hverfalög- gæslu en því miður voru fjár- veitingar til lögreglunnar ekki auknar. Dómsmálaráð- herra hefur hins vegar falið lögreglustjóra að koma með tillögur um endurskipulagn- ingu löggæslu þannig að nýta megi kosti grenndarlöggæslu til fullnustu. Það eru allir sammála um að það er það fyrirkomulag löggæslu sem skilar bestum árangri inn í framtíðina," sagði Jóhann. Gagnrýni á félags- þjónustu vísað á bug Hann sagði þá gagnrýni Karls Steinars Valssonar að- stoðaryfirlögregluþjóns að bærinn hefði byggst upp hraðar en félagslegt stuðn- ingskerfi bæjarins ekki á rök- um reista. „Það eru starfandi fjórir félagsráðgjafar hjá Mosfellsbæ, þar af einn sem eingöngu sinnir unglingamál- um. Mér er til efs að nokkur sveitarfélög af svipaðri stærð séu með jafmarga félagsráð- gjafa innan sinna vébanda. Við teljum þess vegna að bæj- arfélagið standi fyliilega við sinn þátt.“ Jóhann sagði að mjög gott samstarf væri milli bæjaryfir- valda og þeirra lögregluþjóna sem starfa í lögreglustöð bæj- arins á skrifstofutíma virka daga. Allt frá 1994 hafi sam- starf verið gott og greitt flæði skýrslna frá lögreglu til fé- lagsmálayfirvalda, sem hafi því getað fylgt málum ungl- inga eftir fljótt og vel. „En fyrirkomulaginu hefur verið breytt. Skýrslur komu áður vikulega en fara nú fyrst til forvarnardeildar lögreglunn- ar. Það hefur þá þýðingu að það dregur úr þeirri skil- virkni sem verið hefur milii barnaverndaryfirvalda og lögreglu. Menn vilja efla for- varnir og taka á vandamálum strax í stað þess að þau fái að grassera." Jóhann sagði að lögreglan í Reykjavík hefði skipað sér- staka forvamarfulltrúa í öll- um hverfum Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi en hins vegar engan í Mosfellsbæ. Hann sagði unnið að bættri löggæslu í bænum í góðri samvinnu við lögreglustjór- ann í Reykjavík og síðustu daga hefði verið ákveðið að koma á fundi og fara yfir mál- in. Beggja vegna borðsins væri mikill vilji til að leysa úr þessum hnút.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.