Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ 64 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 HASKOLABIO HÁSKÓLABÍÓ Hagatorgi, sími 530 1919 ★ ★★★ SVMBL ★ ★★l/2 Kvikmyndir.is Sýnd ki. 5, 7,9 og 11. Sýnd kl. 9. AUGASTEININN ÞINN Sýnd kl. 6.45. UFE Sýnd kl. 4.30. Sýnd kl. 5 og 7. ALLTUM MÓÐUR MÍNA Sýnd kl. 11. A SIMPLE PLAN Sýnd kl. 11.15. KVIKMYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON HANDRIT EINAR MÁR GUÐMUNDSSON BYGGT Á SAMNEFNDRI SKÁLDSÖGU „Besta íslenska kvikmyndin til þessa" ★★★★ ÓHT Rás2 Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. SAMmúM] Wíiií^i iáMiúSy NÝTT OG BETRA^ SACA-' Alfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 Sýnd kl. 5, 6.50, 9 og 11.10. B.i. 1 6bHdig[tal www.samfilm.is Facette-fatahönnun í kvölcl Heimurinn eftir þúsund ár ÚRSLITAKEPPNI í Facette-fata- hönnun ársins 2000 fer fram á Broadway í kvöld. Það eru verslan- irnar Völusteinn og Vouge sem standa að keppninni og er þetta flmmta árið í röð sem hún er haldin. Þema keppninnar að þessu sinni er árið 3000 og munu keppendur sem eru 20 í ár, bera á borð fyrir gesti þá sýn sem þeir hafa á heiminn eftir 1000 ár. Ófaglærðir hönnuðir Rétt til þátttöku hafði fólk á al- drinum 16Ú10 ára sem ekki hefur lokið námi í fatahönnun eða fata- saumi. Keppendur mega heldur ekki hafa haft fyrmefnd störf að atvinnu svo að þeir eru allir ungir og ófa- glærðir fatahönnuðir. „Þetta er grasrótarkeppni fyrir amatöra. Hönnuðir byrja á því að skiia inn hugmynd í forval," útskýrir Valgeir Magnússon, framkvæmda- stjóri keppninnar, en um 100 hug- myndir bárust dómnefnd í ár. „Ef hönnuður kemst áfram verður hann að hafa flíkina tilbúna, velja sýning- arstúlku sjálfur, einnig hárgreiðslu, förðun, tónlist og alla umgjörð í kringum sitt atriði. Keppnin snýst því um allt ferlið, frá því að fá hug- mynd þar til hægt er að kynna hana sem söluvöru." Sigurvegari 1997 starfar við hönnun Arið 1997 vann Marta María Jónasdóttir Facette-fatahönnunar- keppnina með flík sem hún kallaði Viltu sofa hjá mért Síðan hefur hún lokið námi í hönnun við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti og starfar nú í versluninni Sautján auk þess sem hún hannar föt fyrir merkið Extra.is sem er íslenskt. Föt frá Extra.is eru seld í versluninni Smash og einnig í verslunum víða um land. „Eg hef haft áhuga á fatahönnun alveg síðan ég fór að sauma föt á Barbie-dúkk- urnar,“ rifjar Marta María upp. „Ég hef alla tíð saumað mjög mikið og að taka þátt í Facette var gott til að koma sér á framfæri og líka til að halda sér við efnið og halda áfram að settu marki. Það var mjög hvetjandi að taka þátt í keppninni." Undanfarna mánuði hefur Marta María fengið verðugt viðfangsefni við að hanna fyrir fatamerkið Extra- .is. „Ég fæ hugmyndir mínar víða,“ segir Marta María. „Það er margt sem spilar inn í. Margar hugmyndir sæki ég í samtímann en áhrifa frá grænleska karlaþjóðbúningnum gætir einnig því ég hef dvalið þar. Hugmyndin að hvítum, þykkum an- orakki er væntanlega sprottin þaðan þótt það sé ekki meðvitað." Marta María mun sýna hönnun sína fyrir Extra.is á Broadway í kvöld sem er hennar fyrsta tískusýn- ing. Nafnleynd keppenda í dómnefnd sitja aðilar sem eru fremstir í sinni grein, þau Svavar Örn hárgreiðslumeistari, Berglind Ólafsdóttir fyrirsæta, Guðný Jó- hannesdóttir, blaðamaður á Séð og heyrt, Friðrik Weisshappel Jónsson klæðaburðarsérfræðingur og Nanna Guðbergsdóttir fyrirsæta. Þau munu velja sigurvegara kvöldsins sem hlýtur að launum saumvél af gerð- inni Husqvama en einnig verða veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sætið. Tilgangur keppninnar er að efla sköpun og hugmyndir í fataiðnaði meðal ungs fólks og er mikill áhugi fyrir keppninni að sögn aðstan- denda. Arlega flykkjast hundruð gesta á úrslitakeppnina og því má búast við því að margt verði um manninn í Broadway í kvöld. Boðs- miða er enn hægt að fá í verslunum Vouge og Völusteini, Mörkinni 1. Nafnleyndar er krafist í keppninni og því fylgja nöfn hönnuða ekki myndunum hér á síðunni. En eins og sjá má er mjög misjafnt hvaða sýn ungir íslendingar hafa á framtíðina. Sumir virðast sjá heiminn fyrir sér sem himnaríki á jörð en aðrir sem þverstæðu þess, stað þar sem myrkraöflin hafa náð yfirhöndinni. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins nri TOTiiiim i iti 11 r»T-i;n i i iiih ninninnu nn nrmniri nn i iiii mn iiiijj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.