Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ
64 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000
HASKOLABIO
HÁSKÓLABÍÓ
Hagatorgi, sími 530 1919
★ ★★★
SVMBL
★ ★★l/2
Kvikmyndir.is
Sýnd ki. 5, 7,9 og 11.
Sýnd kl. 9.
AUGASTEININN
ÞINN
Sýnd kl. 6.45.
UFE
Sýnd kl. 4.30.
Sýnd kl. 5 og 7.
ALLTUM
MÓÐUR MÍNA
Sýnd kl. 11.
A SIMPLE PLAN
Sýnd kl. 11.15.
KVIKMYND EFTIR
FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON
HANDRIT
EINAR MÁR GUÐMUNDSSON
BYGGT Á SAMNEFNDRI SKÁLDSÖGU
„Besta íslenska kvikmyndin
til þessa"
★★★★
ÓHT Rás2
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
SAMmúM] Wíiií^i iáMiúSy
NÝTT OG BETRA^
SACA-'
Alfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905
Sýnd kl. 5, 6.50, 9 og 11.10. B.i. 1 6bHdig[tal
www.samfilm.is
Facette-fatahönnun í kvölcl
Heimurinn eftir
þúsund ár
ÚRSLITAKEPPNI í Facette-fata-
hönnun ársins 2000 fer fram á
Broadway í kvöld. Það eru verslan-
irnar Völusteinn og Vouge sem
standa að keppninni og er þetta
flmmta árið í röð sem hún er haldin.
Þema keppninnar að þessu sinni
er árið 3000 og munu keppendur sem
eru 20 í ár, bera á borð fyrir gesti þá
sýn sem þeir hafa á heiminn eftir
1000 ár.
Ófaglærðir hönnuðir
Rétt til þátttöku hafði fólk á al-
drinum 16Ú10 ára sem ekki hefur
lokið námi í fatahönnun eða fata-
saumi. Keppendur mega heldur ekki
hafa haft fyrmefnd störf að atvinnu
svo að þeir eru allir ungir og ófa-
glærðir fatahönnuðir.
„Þetta er grasrótarkeppni fyrir
amatöra. Hönnuðir byrja á því að
skiia inn hugmynd í forval," útskýrir
Valgeir Magnússon, framkvæmda-
stjóri keppninnar, en um 100 hug-
myndir bárust dómnefnd í ár. „Ef
hönnuður kemst áfram verður hann
að hafa flíkina tilbúna, velja sýning-
arstúlku sjálfur, einnig hárgreiðslu,
förðun, tónlist og alla umgjörð í
kringum sitt atriði. Keppnin snýst
því um allt ferlið, frá því að fá hug-
mynd þar til hægt er að kynna hana
sem söluvöru."
Sigurvegari 1997
starfar við hönnun
Arið 1997 vann Marta María
Jónasdóttir Facette-fatahönnunar-
keppnina með flík sem hún kallaði
Viltu sofa hjá mért Síðan hefur hún
lokið námi í hönnun við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti og starfar nú í
versluninni Sautján auk þess sem
hún hannar föt fyrir merkið Extra.is
sem er íslenskt. Föt frá Extra.is eru
seld í versluninni Smash og einnig í
verslunum víða um land. „Eg hef
haft áhuga á fatahönnun alveg síðan
ég fór að sauma föt á Barbie-dúkk-
urnar,“ rifjar Marta María upp. „Ég
hef alla tíð saumað mjög mikið og að
taka þátt í Facette var gott til að
koma sér á framfæri og líka til að
halda sér við efnið og halda áfram að
settu marki. Það var mjög hvetjandi
að taka þátt í keppninni."
Undanfarna mánuði hefur Marta
María fengið verðugt viðfangsefni
við að hanna fyrir fatamerkið Extra-
.is. „Ég fæ hugmyndir mínar víða,“
segir Marta María. „Það er margt
sem spilar inn í. Margar hugmyndir
sæki ég í samtímann en áhrifa frá
grænleska karlaþjóðbúningnum
gætir einnig því ég hef dvalið þar.
Hugmyndin að hvítum, þykkum an-
orakki er væntanlega sprottin þaðan
þótt það sé ekki meðvitað."
Marta María mun sýna hönnun
sína fyrir Extra.is á Broadway í
kvöld sem er hennar fyrsta tískusýn-
ing.
Nafnleynd keppenda
í dómnefnd sitja aðilar sem eru
fremstir í sinni grein, þau Svavar
Örn hárgreiðslumeistari, Berglind
Ólafsdóttir fyrirsæta, Guðný Jó-
hannesdóttir, blaðamaður á Séð og
heyrt, Friðrik Weisshappel Jónsson
klæðaburðarsérfræðingur og Nanna
Guðbergsdóttir fyrirsæta. Þau munu
velja sigurvegara kvöldsins sem
hlýtur að launum saumvél af gerð-
inni Husqvama en einnig verða veitt
verðlaun fyrir annað og þriðja sætið.
Tilgangur keppninnar er að efla
sköpun og hugmyndir í fataiðnaði
meðal ungs fólks og er mikill áhugi
fyrir keppninni að sögn aðstan-
denda. Arlega flykkjast hundruð
gesta á úrslitakeppnina og því má
búast við því að margt verði um
manninn í Broadway í kvöld. Boðs-
miða er enn hægt að fá í verslunum
Vouge og Völusteini, Mörkinni 1.
Nafnleyndar er krafist í keppninni
og því fylgja nöfn hönnuða ekki
myndunum hér á síðunni. En eins og
sjá má er mjög misjafnt hvaða sýn
ungir íslendingar hafa á framtíðina.
Sumir virðast sjá heiminn fyrir sér
sem himnaríki á jörð en aðrir sem
þverstæðu þess, stað þar sem
myrkraöflin hafa náð yfirhöndinni.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
nri TOTiiiim i iti 11 r»T-i;n i i iiih ninninnu nn nrmniri nn i iiii mn iiiijj