Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 5. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samgönguráðuneytið í Noregi sakað um að leyna tuttugu skýrslum um járnbrautakerfíð AP Nokkrir ættingjar þeirra sem fórust eða er saknað eftir lestarslysið í grennd við Rena á þriðjudag voru á staðn- um í gær ásamt fólki sem komst lífs af. Brunnið flak lestarvagns er í baksýn. • • Oryggis- mál í ólestri? Rena. AP, AFP. NORSKA dagblaðið Verdens Gang skýrði frá því í gær að norska járn- brautaeftirlitið hefði sent samgöngu- ráðuneytinu í Ósló skýrslur þar sem bent hefði verið á ýmsar brotalamir í öryggismálum norska lestakerfisins. Verdens Gangsegir að jámbrautaeft- irlitið hafi sent samgönguráðuneyt- inu a.m.k. 20 skýrslur frá því stofnun- inni var komið á fót árið 1996. Þar komi fram að skipulagningu öryggisráðstafana hafi verið ábóta- vant og ekki hafi verið reynt sem skyldi að grafast fyrir um orsakir at- vika, sem við lá að hafi valdið slysum, og rannsaka brot á reglum um um- ferðaröryggi. „Eg er hissa á öllum þeim ann- mörkum og frávikum frá reglunum sem hafa komið fram og ég skil vel að flestir skuli hneykslast á niðurstöðum skýrslnanna," sagði Sverre Quale, forstöðumaður stofnunarinnar. í skýrslu frá stofnuninni, sem sam- gönguráðuneytið fékk fyrir tæpu ári, koma fram 22 skýr brot á ákvæðum laga um öryggismál norskra lesta, að sögn blaðsins. Ráðuneytið hafi þó lát- ið hjá líða að fylgja skýrslunni eftir. Blaðið segir að það hafi valdið mikl- um titringi innan stjórnarflokkanna að Dag Jostein Fjærvoll samgöngu- ráðherra skyldi ekki hafa skýrt sam- göngunefnd þingsins frá niðurstöðum eftirlitsstofnunarinnar. Oddvar Nilsen, formaður sam- göngunefndar þingsins, kvaðst ekki hafa fengið skýrslumar og útilokaði ekki að Fjærvoll kynni að hafa van- rækt upplýsingaskyldu sína gagnvart þinginu. Björgunarsveitimar á slysstaðnum höfðu í gær borið 17 lík úr lestunum og vitað var um að minnsta kosti eitt lík til viðbótar í brunarústunum. Ótt- ast vai- að alls hefðu um það bil 20 manns farist í slysinu. 68 manns komust lífs af og 30 þeirra slösuðust, þar af átján alvar- lega. Þrír voru enn á sjúkrahúsi í gær. Þeir sem talið er að hafi beðið bana í slysinu eru allir Norðmenn nema þrjár konur frá Danmörku, Svíþjóð og Rússlandi. ■ Rannsóknin beinist/24 Friðar- fundir í sjálfheldu Sheperdstown. AP, AFP. FULLTRÚAR Sýrlendinga og ísra- ela í friðarviðræðunum í Bandaríkj- unum virtust í gær vera komnir í sjálfheldu og gekk hvorki né rak. Madeleine Aibright, utanrfldsráð- herra Bandaríkjanna, bað Clinton Bandaríkjaforseta að reyna að fá fulltrúana til að „bretta upp ermar“. Engin bein samskipti voru milli sendinefndanna í gær. Heimildarmenn sögðu að eitt al- varlegasta ágreiningsefnið væri hvað ríkin tvö hefðu náð bráða- birgðasamkomulagi um í viðræðum fyrir nær fjóram áram. Sýrlending- ar krefjast þess að ekki verði látið nægja að semja um ýmis öryggismál í samskiptunum heldur verði um leið tilgreint nákvæmlega hvenær ísra- elar heiti því að yfirgefa hinar um- deildu Gólanhæðir. „Fram til þessa hefur ekkert slíkt loforð verið gefið,“ sagði ríkisdag- blaðið Al-Thawra í Damaskus í gær. Annað blað sagði að ef ekki næðist árangur í viðræðunum myndi friðar- ferlið ef til vill bíða óbætanlegt tjón. Að sögn embættismanns í ísrael munu fjölþjóðlegar viðræður um frið í Miðausturlöndum hefjast í Moskvu á ný 31. janúar eftir fjögurra ára hlé. MORGUNBLAÐIÐ 7. JANUAR 2000 690900 090000 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Biskupar án blessunar Páfagarði. AP, AFP. OPINBERA, kaþólska kirkjan í Kína, sem er undir yfirstjórn kommúnistastjórnarinnar, vígði í gær fimm nýja biskupa, fáein- um stundum áður en Jóhannes Páll II páfi vígði tólf menn í Pét- urskirkjunni til að gegna bisk- upsdómi víða um heim. Að sögn stjórnvalda í Peking era fimm milljónir kaþólskra í Kína sem ekki viðurkenna úr- skurðarvald páfa en auk þeirra munu um 10-12 milljónir til- heyra annarri kirkjudeild kaþ- ólskra sem starfar með leynd og er holl páfa. Fáðu Þér miða www.hhi.is Rússar ná aðaljárnbrautarstöðinni í Grosní á sitt vald Mikið mannfall í röðum stríðsaðila Moskva, Grosní, Jerúsalem. AP, AFP, Reuters. RÚSSAR sögðust í gær hafa náð á sitt vald aðaljárnbrautarstöðinni í Grosní, héraðshöfuðborg Tsjetsjníu, eftir hörð átök við tsjetsjneska að- skilnaðarsinna. Járnbrautarstöðin er í suðvesturhluta borgarinnar þar sem hart hefur verið barist síðustu daga og er hennt að fjöldi manna hafi fallið í átökunum. Yfirmenn í rússneska hernum upp- lýstu að 350 sérsveitarmenn hefðu tekið þátt í aðgerð til að ná járnbraut- arstöðinni og sögðust hafa fellt 100 aðskilnaðarsinna í árásinni. Einnig sögðu þeir að 40 hermenn Tsjetsjena hefðu verið felldir þegar þeir reyndu að brjótast út úr umsátri Rússa um borgina í gær. Interfax-fréttastofan hafði í gær eftir ónefndum heimildum innan rússneska vamarmálaráðuneytisins að 84 rússneskir hermenn hefðu fallið í átökunum á síðustu 10 dögum og meira en 180 hefðu særst. Samkvæmt tölum, sem birtar vora á miðvikudag, hafa 475 rússneskir hermenn fallið frá því að átökin í Tsjetsjníu hófust og nærri 1.350 særst. Þetta er í fyrsta sinn sem rússneskar heimildir nefna tölur um mannfall í röðum hermanna og þær era ekki umsvifalaust bornar til baka af ráðamönnum. Sérsveitarmenn rússneska hersins era sagðir hafa umkringt fjallaþorpið Vedeno í suðausturhluta Tsjetsjníu sem er fæðingarstaður Shamils Basa- jevs, eins helsta foringja aðskilnaðar- sinna. Talið er að það muni hafa tákn- ræna þýðingu ef Rússum tekst að ná þorpinu á sitt vald og draga úr baráttuþreki aðskilnaðarsinna. Tekst að Ijúka stríðinu fyrir kosningar? Borís Jeltsín, fyrrverandi forseti Rússlands, sem nú er staddur í Isra- el, sagði í gær að fáni Rússlands mundi blakta yfir Grosní eftir tvo mánuði. Síðai’ um daginn skipti Jelts- ín um skoðun og sagði að aðeins liði mánuður þar til Rússar myndu end- anlega ná Tsjetsjníu á sitt vald. Talið er að miklu varði fyrir starf- andi eftirmann Jeltsíns í embætti for- seta, Vladímír Pútín, að átökin drag- ist ekki á langinn og verði lokið fyrir forsetakosningarnar 26. mars. Pútín er talinn munu eiga mjög góða mögu- leika á sigri í kosningunum dragist átökin ekki á langinn og mannfall í röðum rússneskra hermanna aukist. Breska dagblaðið The Independ- ent flutti í gær fréttir af þvi að rúss- neska leyniþjónustan hefði staðið að baki sprengingunum í fjölbýlishúsum Moskvuborgar sem hermt er að hafi verið ein meginástæða innrásar Rússa í Tsjetsjníu. Blaðið segist hafa undir höndum myndbandsupptöku þar sem foringi í rússneska hemum, sem tsjetsjneskir aðskilnaðarsinnar hafa handtekið, viðurkennir að rúss- neskir leyniþjónustumenn hafi komið sprengjunum fyrir. Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði í gær að myndbandið væri áróðursbrella og að foringinn færi með ósannindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.