Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HARALDUR MATTHÍASSON OG KRISTÍN SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR + Hjónin Haraldur Matthíasson og Kristín Sigríður Ólafs- dóttir áttu lengst af heimili sitt á Stöng, Laugarvatni og þar fögnuðu þau nýlega 55 ára brúðkaupsafmæli sínu. Þau létust, í Reykjavík með nokk- urra daga millibili, Haraldur 23. desem- ber og Kristín aðfar- anótt 29. desember. Haraldur fæddist í Háholti, Gnúpverja- hreppi 16. mars 1908, en ólst upp í Skarði. Foreldrar hans voru Matthias Jónsson, bóndi í Skarði, og Jóhanna Bjarnadóttir, húsfreyja. Systkini Haralds voru Bjarni, Guðlaug, Steinunn og Kristrún og er hún ein eftirlifandi. Fjölskyldan flutti síðar að Fossi í Hrunamannahreppi. Haraldur lauk kennaraprófi 1930, stúdent- sprófi frá MR 1948. Þá lauk hann ^ cand. mag.-prófi í íslenskum fræð- ' 'um frá Háskóla Islands og dr. phil. er hann varði doktorsritgerð sína, Setningaform og stíll, við HÍ árið 1959. Haraldur var ritari á Alþingi 1930-1951. Á sumrum fram til 1941 vann hann að vegagcrð í upp- sveitum Ámessýslu og á Suður- nesjum jafnframt því að hann starfaði við búskap á heimili for- eldra sinna. Hann var skrifstofu- maður hjá Skipaútgerð ríkisins 1941-1947. Hann starfaði að t.iþróttamálum á árunum 1930- 1946, var í stjórn KR 1940-1946 og var sæmdur gullmerki KR 1939. Árið 1951 fluttist hann með fjöl- skyldu sinni að Laugarvatni og kenndi við Héraðsskólann 1951- 1955 og var kennari við Mennta- skólann á Laugarvatni frá stofnuu hanstil 1982. Þegar Haraldur varð 75 ára lét hann af kennslu. Hann Iagði stund á rannsóknir Tengdaforeldrar mínir, Haraldur og Kristín, eru bæði látin. Þau létust með örfárra daga millibili og það var í anda þeirra að fara saman í hinstu _ferð sína. ■*' Tengdafaðir minn, Haraldur, var einstakur maður. í mínum huga var hann hetja og mér fannst hann vera eins og einn af köppum Islendinga- sagnanna. Fyrstu kynni mín af Har- aldi voru þegar ég var sextán ára og kom inn á heimilið að Stöng á Laug- arvatni. Eg var ósköp feimin og þeg- ar ég heilsaði honum fannst mér hann vilja halda ákveðinni fjarlægð en þannig var hann oft á tíðum gagn- vart fólki sem hann þekkti ekki. Seinna þegar ég kynntist honum bet- ur skynjaði ég hversu mikill öðlingur hann var, sterkur persónuleiki og óskaplega gefandi. Haraldur var fjölfróður maður, þekking hans á sögu, málfræði og kiáttúrufræði var ótrúleg. Það þögn- uðu allir og hlustuðu-þegar hann tók til máls. Mér er minnisstætt þegar hann rakti atburði úr mannkynssög- unni, tengda viðburðum í stjómmála- lííinu á íslandi og hafði mjög ákveðnar skoðanir á því hvað Islend- ingar áttu að gera. Hann vildi ekki að Islendingar tækju neina áhættu á að tapa sjálfstæði sínu. Hann var mjög afdráttarlaus um menn og málefni. Landið okkar og saga þess var líf hans og yndi alla tíð. Ferðaðist hann um landið allt ásamt Kristínu og má -*egja að varla sé til sá staður sem þau komu ekki á. Sérstaklega voru óbyggðirnar og óspillt íslensk nátt- úra honum hjartfólgin. Hann kom sí- fellt á óvart með visku sinni og ótrú- Iega góðu minni. Hann vitnaði oft á tíðum í fomsögumar og fór með ljóð og vísur. Þekking hans kom sér oft vel þegar bömin og barnabörnin vHtíí-u í skóla og vantaði einhverjar upplýsingar. Þá var gjarnan hringt í og ritstörf á sviði málfræði, ís- lenskra þjóðhátta, staðfræði og landlýsinga. Eftir Harald liggja mörg ritverk og þýðingar, þar á meðal Landið og landnáma árið 1983, íslenskir sögustaðir eftir Kristian Kálund árin 1984-1986, Perlur málsins árið 1996 og bókin Þingrofið, 14. aprfl 1931 sem kom út í apríl 1999. Haraldur hefur einnig skrifað margar árbækur Ferðafélags íslands og unnið að gerð heimildakvikinynda um ís- lenska þjóðhætti. Enn fremur hef- ur hann lagt fram mikið efni til þjóðháttadeildar og Orðabókar Háskólans. Haraldur var farar- stjóri í ferðum Ferðafélags Islands um þriggja áratuga skeið. Haraldur var sæmdur hinni ís- lensku fálkaorðu árið 1987. Kristín Sigríður Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 16. apríl 1912 og ólst þar upp. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Magnússonar, for- sijóra Fálkans, og Þrúðar Guðrún- ar Jónsdóttur. Systkini Kristínar voru Magnea, Haraldur, Oddrún, Guðbjört, Sigrfður, Sigurður, Ólaf- ur og Bragi og eru Guðbjört og Sigríður lifandi. Kristín var mikil íþróttaáhuga- kona, sérstaklega i fimleikum i IR með Birni Jakobssyni og var oft í skíðaferðum í byggð og óbyggð. Kristín lauk verzlunarprófi árið afa. Það var eins og að fletta upp í al- fræðibók að leita til hans. Hann hvatti börnin sín og barnabörn til mennta og lá ekki á liði sínu að styðja þau þegar á þurfti að halda. Hann var alla tíð mikill vinnu- þjarkur og ósérhlífinn og gekk til verka sinna með ákafa og gaf ekkert eftir. Hann setti sér ávallt háleit markmið og hætti ekki fyrr en þeim var náð. Haraldur leit á hvert verk- efni sem gönguferð og eina leiðin til að ná á áfangastað var að ganga áfram skref fyrir skref. Þegar hann vann við ritstörf vann hann af kappi allan daginn og langt fram á kvöld. Þegar nálgaðist útgáfudag tók fjöl- skyldan gjaman þátt í þessari vinnu með ýmsum hætti. Haraldur stundaði rannsóknir á staðfræði íslensku fornritanna og skrifaði um íslensk vinnubrögð og þjóðhætti. Hann var ákaflega mikill bókamaður og það var eitt aðal áhugamál hans að lesa bækur og bókband stundaði hann af mikilli ánægju. Hann mótaði ýmsa skemmtilega siði í fjölskyldunni, t.d. var hann mikill áhugamaður um kokkteila en var þó mikill hófsemdar- maður á áfengi. Þegar tilefni voru bjó hann til sérstakan kokkteil í hvert skipti og gaf þeim nafn eftir tilefni veislunnar. Fjölskyldan kom alltaf öll saman á jóladag á Laugarvatni og bar hann ætíð fram kokkteil fyrir matinn í arinstofunni og það var mjög glatt á hjalla og voru þetta sér- staklega ánægjulegar stundir. Á slík- um stundum naut hann sín best og var í essinu sínu. Eg dáðist oft að þrautseigju hans og æðruleysi. Frá því Kristín veiktist alvarlega sat hann alla daga hjá henni, las fyrir hana í þjóðsögunum og gerði allt sem hann gat fyrir hana. Hann kvartaði aldrei, vorkenndi sér aldrei en hugsaði aðeins um það að 1930. Seinna lagði hún stund á nám í handavinnu og leðuriðju. Hún var stundakennari við Húsmæðraskól- ann á Laugarvatni á árunum 1965- 1977. Hún starfaði með manni sín- um að heimildarkvikmynd á árun- um 1963-1974 og að ýmsum ritum hans sem getið er hér að framan. Haraldur og Kristín giftust árið 1944. Þau áttu heima í Reykjavík þar til þau fluttu til Laugarvatns árið 1951. Haraldur og Kristín voru bæði þekktir göngugarpar og land- könnuðir og ferðuðust vítt og breitt um landið, ekki síst um lítt þekktar slóðir í óbyggðum. Hara- ldur var gerður að heiðursfélaga í Ferðafélagi Islands og Kristín var sæmd gullmerki félagsins 1977. Börn Haralds og Kristínar eru 1) Jóhanna Vilborg, f. 9.7. 1946, psych.d., sálfræðingur í Reykjavík, og á hún tvo syni með fyrrverandi eiginmanni sínum, Karli Þ. Jónas- syni. Þeir eru Haraldur, unnusta Elín Gylfadóttir; Svanur Þór, unn- usta Eybjörg Drífa Flosadóttir, dóttir þeirra Steinunn Anna. 2) Ól- afur Örn, f. 29.9. 1947, landfræð- ingur og alþingismaður, kvæntur Sigrúnu Richter, ritara, og eiga þau þrjá syni og þeir eru Haraldur Órn, unnusta Una Björk Ómars- dóttir; Örvar Þór, unnusta Guðrún Árdís Össurardóttir; Haukur Steinn. 3) Matthías Björn f. 24.4. 1949, d. 9.3. 1981, stúdent og starfsmaður við Alþingi. 4) Þrúður Guðrún, f. 14.12. 1950, fram- kvæmdastjóri, gift Þórði Friðjóns- syni, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, og eiga þau þrjú börn og eru þau Steinunn Kristín, unnusti Antoni Koumuridis; Friðjón, dóttir hans Selma Rún, móðir hennar Stefanía Guðmundsdóttir; Haraldur Ingólf- ur. Utför Haralds og Kristínar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarð- sett verður í grafreit á Laugar- vatni. henni liði eins vel og mögulegt var. Sjálfur þjáðist hann af brjóstverkj- um vegna hjartveiki og öðrum líka- mlegum verkjum og við sem næst honum voru vissum þetta. Hann vildi bara aldrei gera mikið úr því og sýnir það best hversu sterkur og þraut- seigur hann var. Kristín, tengdamóðir mín, var ákaílega heillandi og skemmtileg kona. Hún var náttúrubarn og skemmtileg blanda af Reykjavíkur- dömu og bóhem týpu. Hún var sannkallaður gleðigjafi og hafði smit- andi og dillandi hlátur. Hún var ekki mikið fyrir að hafa hlutina í föstum skorðum eða láta klukkuna stjóma sér og var ekki mikið fyrir að hlýða reglum. Hún skellti sér jafnvel í morgungöngu upp í búð á náttfötum með ullarteppi á öxlunum og derhúfu á höfðinu eftir að hún varð áttræð. Þetta var það skemmtilega við Kristínu. Henni fannst einnig gaman að vera fallega klædd og snyrt en svo var hún líka mikill bóhem og hún hafði aldrei áhyggjur af því hvað öðrum fyndist. Frelsið var henni mjög mikils virði. Börnin hennar eru svo lánsöm að hafa notið þessa frelsis og umhyggju í uppvextinum. Kristín gekk með kaffibollann sinn út í garð á morgnana og heilsaði deg- inum. Hún elskaði gróðurinn, var ræktun mikið áhugamál hennar. Það var unun að fylgjast með henni þegar hún hlúði að gróðrinum með mikilli umhyggju. Hún skipulagði garðinn í sínum persónulega villta stíl. Hún var ekki mikið fyiir beinar línur en hver planta þurfti að njóta sín. Stundum þurfti að flytja tré ef of þröngt var um það og fékk hún strák- ana til að hjálpa sér við flutninginn og sagði þá mjög ákveðið um hvernig staðið skyldi að þessu. Henni dugði ekki þessi stóri garður heldur náði ræktunin langt út fyrir lóðarmörkin og þar má sjá handbragð hennar og umhyggju. Hún elskaði fuglana. Maríuerlan kom ár eftir ár og veipti í þakskegg- inu. Hún fylgdist með þegar ungai-n- ir komu úr hreiðrinu og móðirin kenndi þeim að fljúga. Uppáhalds- staður maríuerlunnar var sundlaug- arbarmurinn. Þar fóru fram flugæf- ingar fyrir ungana og var gaman að sitja við stofugluggann og fylgjast með þessum æfingum. Stína gaf ma- n'ueriunni og setti vatn í holan stein svo hún gæti baðað sig og voi-u þær góðar vinkonur. Hún gaf alltaf snjót- ittlingunum og þröstunum á vetuma. Kettir nágrannanna voru ekki vin- sælir. Ef köttur sást í garðinum hljóp Stína á eftir honum og rak hann burt með látum. Kristín gat verið mjög ákveðin og lét í sér heyra ef henni mislíkaði við fólk. Eitt sinn kom óboðinn ókunnur maður í húsið seint um kvöld og Jó- hanna, elsta dóttirin, vísaði mannin- um út. Þegar Stína skynjaði að mað- urinn hafði skriðið inn um glugga varð hún öskureið og hljóp þá niður götuna á eftir manninum stöðvaði hann og las þessi lágvaxna kona yfir löngum slánanum mikinn reiðilestur. Annað tilvik kemur upp í hugann, dóttursonur hennar var á seglbretta- námskeiði niðri við vatn og þegar hún kom og sá að drengurinn skalf úr kulda varð hún bálreið og hund- skammaði kennarann fyrir að hugsa ekki betur um nemendurna. Alla tíð togaðist á í Stínu að búa í Reykjavík eða á Laugarvatni. Ann- ars vegar var lif og fjör, félagsskapur og börnin hennar eftir að þau fluttust suður, hins vegar var Laugarvatn, heimili hennar, garðurinn og náttúr- an. Halli og Stína lögðu rækt við hjónaband sitt, ræddu mikið saman og fóru aldrei ósátt að sofa. Minnisstætt er að vakna á Laugar- vatni og heyra fjörlegar samræður í hjónaherbergi Halla og Stínu. Lágu þau uppi í rúmi með morgunkaffið á milli sín. Halli hafði lagað kaffið, smurt brauðið og komið með bakk- ann inn í rúm en það gerði hann dag hvern í þeirra búskap. Oft voru þau að leggja á ráðin um einhverjar fram- kvæmdir við húsið eða um börnin sín og barnabörn, hvernig mætti styðja þau og styrkja. Samband þeirra hjóna var einstakt og þau voru ástf- angin alla tíð, þessar ólíku persónur. Hann var svo heimakær og hún svo mikið fiðrildi og félagsvera. Hún fékk stundum skyndihugdettur eins og að stökkva til Reykjavíkur og keyra nið- ur Laugaveginn, bara svona upp á sport. Haraldur hvatti Kristinu alltaf til að fara í sínar ferðir. Ef hana langaði til að skreppa til Reykjavíkur eða ef hún hafði áhuga á að fara til útlanda hvatti hann hana til þess að fara. Það má margt læra af þessum hjónum. Það sem stendur upp úr er virðing, umhyggja og umburðarlyndi þeirra hvort gagnvart öðru. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, færaldregi eilífð að skilið. Þessar línur eru úr ljóðinu Ferða- lokum eftir Jónas Hallgrímsson og var það í miklu uppáhaldi hjá Halla og Stínu og á svo vel við þau. Það er mikil gæfa að giftast inn í svona góða fjölskyldu og eiga svona gott fólk að vinum. Guð blessi minningu þessara merku hjóna. Sigrún Richter. Tíminn er eins og vatnið, segir í ógleymanlegu ljóði eftir Stein Stein- ar. Þar teflir ijóðskáldið djai'flega fram tímanum og vatninu sem í fljótu bragði virðist eiga fátt sameiginlegt en við nánari skoðun verður líkingin skýr. Svona er lífið, eins og áin sem rennur, stríð eða lygn, í bugðóttum farvegi til hafs. Tvær miklar ár renna stundum saman og verða að einni enn meiri í strengjum, flúðum og djúpum hyljum. Tímans straumur getur verið þungur og margslunginn en einnig virðist hann nánast geta staðið í stað. Nú eru tengdaforeldrar mínir, Kristín Olafsdóttir og Haraldur Matthíasson, staddir þar sem órætt hafið tekur við og sigla þar eftir kort- um sem við þekkjum ekki. Haraldur lést á Þorláksmessu níutíu og eins árs gamall og Kristín nokkrum dög- um síðar, eða 29. desember, áttatíu og sjö ára gömul. Þau voru einkar samiýnd hjón sem eiga að baki óvenju langa og farsæla ævi og hlýjar minningar sinna nánustu. Þau styrktu hvort annað í starfi og leik, hvöttu hvort annað til dáða og ævi þeirra varð svo miklu meiri en hún hefði getað orðið ef leiðfr þeirra hefðu ekki legið saman. Samt voru þau svo ólík eða kannski vegna þess. Eg kom fyrst á heimili Kristínar og Haralds á Laugarvatni vorið 1970. Þá vorum við Þrúður, dóttir þeirra, á leið á gosstöðvar Heklu í boði Ferða- félags íslands. Fyrst fórum við til Laugarvatns og þaðan var haldið til gosstöðvanna. Það var eftirminnilegt að kynnast Ki'istínu og Haraldi nán- ar við þessar aðstæðm' þar sem nátt- úruöflin sýndu mátt sinn og megin og eldurinn lýsti upp himininn. Það var mikill spenningur í loftinu enda voru hjónin þekktir landkönnuðir og nátt- úruunnendur. Kiistín hafði stundum að orði að náttúi'an væri hennar helgidómur. I hartnær þrjátíu ár hefur heimili hjónanna á Laugarvatni verið sam- komustaður barna, barnabama og tengdabai'na. Þar hafa hjónin haldið okkur samfellda veislu, en nú er henni lokið. I dag kveðjum við veislu- gestirnir gestgjafa okkar í hinsta sinn, hljóðir og slegnir. Birtan af mynd þeirra í hugum okkar mun bægja frá skuggum sorgarinnar og hamingjustundirnar með þeim munu lifa í minningunni. Kristín var einstaklega örlát kona sem stráði gleði allt í kringum sig. Það var mjög notalegt að vera í ná- vistum við hana, leita til hennar ef einhvers þurfti við eða gleðjast með henni á góðri stund. Hún var umfram allt gleðigjafi, jafnt á góðum stund- um sem erfiðum. Eldhúsið, garður- inn, Glóra (garðhýsið), sundlaugin, heiti potturinn og arinstofan geyma gleði og sorg, mikilvægai' samræðm- og létt hjal, leyndarmál og fjöl- skyldumál og eiginlega allt milli him- ins og jarðar. Er því að vonum að vin- ir, venslafólk og aðrir sem kynntust henni hafi dregist að henni. Bama- börnin nutu þessara eiginleika Kristínar í ríkum mæli enda mynd- uðust mjög sterk tengsl milli þeitra og hennar. Þau sóttu til hennar hlýju og örvun og oft meira frjálsræði en þeim leyfðist heima fyrir. Mér varð það fljótt ljóst að Kristín var ekki eins og sögusögnin um tengdamæður gerir ráð fyrir, hún stóð oftast með mér, jafnvel þótt ég ætti það varla skilið, og með okkur voru ávallt mikl- ir kærleikar. „Sönn kona heillar með eilífum, óræðum töfrum" eru lokaorðin í meistaraverkinu Faust eftir Goethe. í eðli Ki'istínar bjó fegurðin og eilífur leyndardómurinn sem aðeins sannar konur geta verið gæddar. Þessi orð Goethes eiga því vel við Kristínu sem var sérstaklega heillandi kona. Haraldur var hins vegar ekki allra, hans vinahringur var þrengri og erf- iðara að komast þar inn - en þar var gott að vera. Haraldur var sérstak- lega vinnusamur og skipulagður í störfum sínum eins og títt er um menn sem afkasta miklu, enda leit hann á vinnu sem annan grunnþátt hamingjunnar. Hinn var fjölskylda hans. Það eiga því vel við þekkt orð séra Björns Halldórssonar í Sauð- lauksdal: Ævitíminn eyðist, unnið skyldi langtum meir, síst þeim lífið leiðist sem lýist þar til út af deyr. Þá er betra þreyttur fara að sofa, ervæáð hefur herrans pund, en holdsins stund líðiíletiogdofa. I þessum anda lifði Haraldur og féll ekki verk úr hendi og þótt árin hafi undfr lokin þyngt hann í spori var hugurinn ávallt hinn sami. Þann- ig gaf Haraldur út sína síðustu bók í vor sem leið, Þingi'ofið 14. apríl 1931. Þetta efni var honum hugleikið enda var hann ritari á Alþingi á þessum tíma og mundi orðaskipti ráðamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.