Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 48
08 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA RÓSA GUÐMUNDSDÓTTIR, Jörfabakka 12, Reykjavík, verður jarðsungin frá safnaðarheimilinu í Sandgerði laugardaginn 8. janúar kl. 14.00. Jónas Steinþórsson, Guðmundur Friðriksson, Geri Friðriksson, Sigurður Friðriksson, Margrét Sigurðardóttir, Sæmundur Friðriksson, Sigrún K. Guðjónsdóttir, Einar K. Friðriksson, María Vilbogadóttir, Erlendur Friðriksson, Guðlaug Friðriksdóttir, Ævar Jónasson, Hafdís Friðriksdóttir, Kristinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkaer eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda- faðir og afi, ÞÓRIR SÍMON MATTHÍASSON, Fljótaseli 5, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans fimmtudaginn 6. janúar. Fyrir hönd annarra vandamanna, Olga Viktoría M. Sigurðardóttir, Cecilia Heinesen, Cecilia Ingibjörg Þórisdóttir, Helgi Már Hannesson, Kristjana Margrét Þórisdóttir, Daouda Mbaye, Matthías Karl Þórisson, Alda María Helgadóttir. + Okkar ástkæra móðir, sambýliskona, dóttir og systir, ANNA MARÍA HÉÐINSDÓTTIR, Brúnagerði 3, Húsavík, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju á morgun, laugardaginn 8. janúar, kl. 14.00. Lilja Björg Jónsdóttir, Snæbjörn Ragnarsson, Sigríður Aðalgeirsdóttir, Héðinn Helgason, Helgi Héðinsson. MAGNUS GUÐNASON + Magnús Guðna- son fæddist í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð 25. sept- ember 1919. Hann lést í Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlið í Kópavogi 23. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fíladelfíu- kirkjunni, Hátúni 2, Reykjavík, 4. janúar. Þegar maður hefur tæmt sig af öllu, mun friðurinn mikli koma yfir hann. Allir hlutir koma fram í tilvistina, og menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvað eina aftur til upp- hafsins. Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn; það er að hafa náð tak- marki tilvistar sinnar. Að ná þessu er að öðlast eilífðina. Sá, sem finnur til eilífðarinnar, nefnist vit- ur. Sá, sem skypjar ekki eilífðina, veit- ir ástríðum ráðrúm og verður fyrir ógæfu. Að finna til eilífðarinnar víkkar sálina og lyftir henni. Víðsýnn andi hefur samúð með öllu. I samúðinni finnst konungdómurinn, í konung- dóminum himinninn, og í himninum Alvaldið. Sá, sem dvelur með Alvald- inu, líður ekki undir lok; þó að líkam- inn leysist sundur, er engin hætta á ferðum. (LaoTse) Elsku afi. Eg veit að sá staður sem þú dvelur á núna er staðurinn sem hugur þinn hefur leitað til í gegnum tíðina og þér líður vel. Hug- ur minn leitar þó til baka og upp koma minningabrot úr sveitinni sem var eins og himnaríki okkar krakk- anna í sumarfríum eða á öðrum tím- um þegar því varð við komið. Ekki var aðgerðaleysinu fyrir að fara þar og ef þú hafðir ekki verkefni handa okkur vorum við ekki í vandræðum með að finna þau sjálfar við mis- mikla lukku hinna fullorðnu. Aldrei kom þó til að farið var úr hófi fram og ávallt komstu þínum boðskap til leiðar sem mun fylgja mér á lífsleið- inni þótt ekki hafi ég opnað dyr mín- ar til fulls eins og þú gerðir ungur að árum. Fullfrísks minnist ég þín síðast í kotinu sem nú tilheyrir pabba og þú hittir kærastann minn fyrst. Verið góð hvert við annað sagðir þú og talaðir um hjálpsemi þess að hleypa Jesú inn í hjart- að sitt. Ekki efast ég um þessi orð og mun reyna að hafa þau að leiðarljósi framvegis. Takk fyrir allt. Berglind Bára Hansdóttir. Örfá kveðju orð um elsku bróður minn sem lést 23. desember sl. Það er margs að minn- ast á langri lífsleið sem ekki verður talið upp hér. Maggi minn, þú varst búinn að vera svo lengi veikur, bundinn við hjólastól í um eitt og hálft ár. Það var svo gaman að sjá hvað andlit þitt ljómaði alltaf þegar ég kom til þín og aldrei heyrði ég þig kvarta. Hvert sinn er ég spurði þig hvernig þú hefðir það leistu alltaf á mig brosandi og sagðir: „ Ég hef það bara mikið gott. Þessi svör fékk ég alltaf þegar ég spurði þig um líðan þína. Það var umtalað hvað þú varst einstakur sjúklingur, þú varst alltaf svo þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir þig. Ég gleymi ekki hvað þú varst glaður þegar ég tók stólinn þinn og sagði ætla með þig í ferða- lag burt úr þessu herbergi. Já, sagð- ir þú og ljómaðir. Ég keyrði þig fram á gang svo þú gætir horft út. Þá varð það í fyrsta skiptið sem ég sá andlit þitt daprast, þú tókst orð mín þannig að ég ætlaði með þig út af spítalanum. Ó, hvað ég fann til með þér þá en ekki sagðir þú orð. En það lifnaði yfir þér aftur þeg- ar ég fór að gefa þér að borða það sem ég kom með, þú brostir og sagðir: Þetta er mikið gott. Ég gleymi ekki hvað það var gaman að heimsækja þig og Hrefnu þegar þið bjugguð á Akranesi. Þið glöddust alltaf svo mikið þegar ég kom og síð- an fórstu að sýna mér málverkin þín sem þú varst búinn að mála. Þú varst búinn að halda tvær sýningar og varst að undirbúa þá þriðju, en þá veiktist þú skyndilega og varst aldrei samur eftir. Ég man þegar þú komst heim til mín hvað þú reyndir að uppörva mig þegar þú skoðaðir málverkin mín og sagðir: „Þetta er mjög gott, þú átt að drífa í að halda sýningu og halda áfram að mála. Maggi minn, ég er glöð að þú ert + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SOFFÍU VALGEIRSDÓTTUR. Sólrún Aspar Elíasdóttir, Sigmar Ingvarsson, Soffía Gestsdóttir, Valgerður Gestsdóttir, Jóhannes H. Sigmarsson, Sigrún íris Sigmarsdóttir, Sunna Hrönn Sigmarsdóttir og barnabarnabörn. + Móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR, frá Gilsá í Eyjafjarðarsveit, lést miðvikudaginn 5. janúar á dvalarheimilinu Hlíð. Jarðarförin auglýst síðar. Björn Garðarsson, Ágústa Sverrisdóttir, barnabörn og fjölskyldur. + Alúðar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru ERNU KRISTINSDÓTTUR, Fitjasmára 9, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkr- unarfólki og öðrum sem veittu henni frábæra umönnun í erfiðum veikindum. Guðlaugur Helgason, Kristinn Guðlaugsson, Anna Guðlaugsdóttir, Hannes Leifsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTU ÓLÍNU JÚNÍUSDÓTTUR, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Vigfús Sigurðsson, Inga Sigrún Vigfúsdóttir, Óli Rafn Sumarliðason, Guðfinna Vigfúsdóttir, Eyjólfur Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. leystur undan þrautum þínum og fékkst að koma inn i dýrð Drottins á jólunum og vera með pabba og mömmu og elsku systur okkar sem farin var frá okkur fýrir stuttu. Nú ert þú í náðarfaðmi Drottins sem þú elskaðir. Elsku Hrefna mín, börn og allir ættingjar, ég votta ykkur samúð mína. Drottinn vaki yfír ykkur. Ég kveð þig elsku bróðir minn með Da- víðsálmi 125-1:2. Þeir sem treysta Drottni eru sem Sioiífjall er eigi bifast, sem stendur að eilífu. Fjöll eru kringum Jerúsalem og Drottinn er kringum lýð sinn héðan í frá og að eilífu. Oddný Guðnadóttir. Hluti af umhverfi bernskuáranna, þessari mynd sem maður ber innra með sér og aldrei máist út og helst lítt breytt, sama hversu miklum breytingum æskuslóðirnar kunna að taka, hluti af þessari mynd er Maggi föðurbróðir minn. Þegar ég fer fyrst að muna vel eftir mér búa þeir félagsbúi í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, Maggi og bræður hans tveir, þeir Guðni og Grétar, ásamt föður þeirra, Guðna Markússyni. Ekki var búið svo stórt að framfleytt gæti fjórum fjölskyld- um. Þeir feðgar þurftu því að hafa fleiri járn í eldinum. Þeir stunduðu því smíðar eins og forfeður þeirra á sama stað höfðu gert. Magga var fleira til lista lagt en fara lipurlega með hamar og sög. I frístundum stundaði hann málara- list og náði þar góðum árangri, hélt sýningar og seldi vel. Ég minnist þess er ég einu sinni sem oftar kom í heimsókn á æskust- öðvarnar, sem ég nú er aftur fluttur til, að ég kom inn í vinnuherbergið hjá Magga. Á málaratrönum stóð mynd sem hann var að ljúka við og varð ég svo heillaður af henni að ég sagði að þessa mynd vildi ég eignast ef föl væri. I dag hangir þessi mynd uppi á vegg í stofunni hjá mér sem gott dæmi um eitt af því besta sem Maggi gerði í þessum efnum. Maggi hafði alla tíð yndi af gróðri og bar vöxtulegur trjágróður við hús hans þeim áhuga fagurt vitni. Maggi átti einlæga trú á Guð og frelsara sinn Jesú Krist og fór ekki leynt með þá trú sína frekar en faðir hans og bræður. Og þó að Magga sé nú sárt saknað hér á jörðinni þá hef- ur verið tekið vel á móti honum á Himnum og honum fagnað af ætt- ingjum og vinum sem á undan eru farnir og með þeim hefur hann hald- ið dýrðlegri jól en nokkurt okkar hér á jörðinni. Þó að eyða sé nú þar sem Maggi var, þá er ekki eyða þar sem hann er í minningum mínum og þar mun hann alltaf vera. Ég bið Guð að blessa og styrkja Hrefnu konu hans, böm þeirra og alla fjölskylduna. Guð blessi minninguna um Magga föðurbróður minn. Yngvi Guðnason. Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingai'dag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingai'degi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.