Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 45< ar varð um tómstundaiðju hans. Hann vann alla sína tíð erfiðisvinnu við sjósókn og múrverk. Frístund- irnar notaði hann til útiveru, einkum til silungs- og laxveiða og svo hesta- mennsku, en lengst af átti hann nokkra hesta og hafði af þeim mikið yndi. A síðustu árunum keyptu þau hjónin sér allmikla landspildu austur í Landeyjum og höfðu nýverið reist sér þar sumarbústað. Var það verk- efni ásamt hestamennskunni mikið Grettistak og e.t.v. það, sem sköpum skipti að lokum. Ökkur, sem eftir stöndum og horf- um á eftir ættingjum og ástvinum, er gjamt að segja sem svo að þetta sé of snemmt og komi fyrir tímann. Eng- inn er þó fær um að dæma um slíkt. Hitt er þó víst, að rétt er að vera við öllu búinn og játa sig undir vald þess er öllu ræður. Ungur má en gamall skal eru alkunn sannindi, sem sanna sig sífellt. Mikill frændgarður kveður nú góðan vin og biður honum farar- heilla. Eiginkonu og öllum afkom- endum eru sendar hugheilar samúð- arkveðjur. Ekki gleymi ég á þessari stundu aldraðri móður hans, sem ég veit að hefur mikið misst og hefur mikils að sakna. Björn Hermannsson. Kæri frændi minn og vinur, það var nær ómögulegt að trúa því þegar mamma hringdi í kvöldmatartíman- um þriðjudaginn 28. desember og sagði okkur að þú hefðir orðið bráð- kvaddur fyrir u.þ.b. tveimur klukku- stundum. Þegar ég nú sit hér og skrifa þér nokkrar línur í þakklætis- skyni fyrir samveruna, með dánar- tilkynningu, ásamt mynd af þér, fyr- ir framan mig verð ég að viðurkenna þessa staðreynd, sem ekki verður aftur tekin. Þegar við vorum guttar í sveitinni hjá ömmu og afa á Mói sumar eftir sumar, ásamt fullt af frændsystkinum okkar, varst þú allt- af sterkastur og duglegastur. Alla vega hefur það verið þannig í minningunni hjá mér og hef ég oft lýst því og ekki bara nú á kveðju- stundu hversu duglegur og útsjónar- samur þú varst við útiverkin í sveit- inni. Erfið fullorðinsverk eins og að hirða hey og koma því í hlöðu voru þér engin hindrun, jafnvel mjög ung- um. Þú kunnir vel að annast skepn- umar og þá sérstaklega hestana. Hundarnir fengu líka sína athygli og gantaðist þú gjarnan við þá, enda sýndu þeir þér sanna væntumþykju í verki þegar þú þurftir á að halda og hlýddu þér í einu sem öllu. Þú varst ekki aðeins iðinn við vinnuna, heldur einnig við alls kyns græskulaus (í flestum tilfellum) uppátæki, þar sem þú varst jafnan í fremstu víglínu. Auðvitað fengum við alloft tiltal fyrir uppátækin, sem hlýtur að verða í jafn miklu frjálsræði og var í sveit- inni. Þú varst alltaf tilbúin að taka sök á þig, ef á þurfti að halda, og vís- aðir aldrei á aðra. Auðvitað var ekki um eina sök að ræða heldur græsku- laust gaman. Eg sé mig tilneyddan til að geta þess hér að ég var afar lat- ur við sveitastörf, og þú aðstoðaðir mig oft við það. Eldhúsið hjá ömmu var mér meira að skapi: Þar aðstoð- aði ég við bakstur og þess háttar og var það nú aldrei virt á við útistörfin nema af henni. Liðtækur var ég í leikjum að loknum vinnudegi. Þú varst stóri frændi minn sem ég leit upp til. Ég fylgdist með þér og þú leist til með mér ef ég varð fyrir einhverju áreiti. Ég minnist stund- anna heima hjá þinum góðu foreldr- um í Hvanneyrarbrautinni, þar sem alltaf var nýbakað flatbrauð og kæfa. Stríðinn varst þú líka, ég minnist þess þegar ég fékk fyrsta hjólið. Ég kom náttúrulega beint heim til þín til að sýna þér gripinn og þú vildir endi- lega fara í kapp frá tröppunum að næstu girðingu, þú hlaupandi og ég á hjólinu. Þú hafðir betur en sagðir: „Förum aftur og taktu einn hring í viðbót með petölunum þá vinnur þú.“ Auðvitað gerði ég eins og þú sagðir, en keyrði á girðinguna, skall á henni sjálfur og hjólið bognaði. Þá kom púkinn nú svolítið upp í þér, pabbi þinn hundskammaði þig, en engum varð meint af nema hjólinu. Á Hvanneyrarbrautinni bjugguð þið Baldur, sem einnig er frændi minn, hann á efri hæðinni hjá for- eldrum sínum, Soffíu og Árna, þú á neðri hæðinni, báðir frændur mínir og þremur árum eldri. Það var oft mikið fjör hjá okkur á efri hæðinni í jólafríum Baldurs eftir að hann fór í MA.. Þá sátum við gjarnan langt fram á nótt ásamt Önnu Laufeyju, frænku okkar Baldurs, spiluðum Mattador, versluðum með fasteignir og heilu göturnar af miklu kappi, drukkum malt og applesín og þáðum góðgæti með. Þetta voru yndislegir tímar. Margar skemmtiferðir fórum við síðan saman á Volkswagen-bílunum okkar með mörgum og góðum vinum og alltaf passaðir þú vel uppá litla frænda. Þegar ég fór í skóla til Svíþjóðar haustið 1963 var það síðasta sem þú sagðir mér morguninn sem ég fór, að kvöldið áður hafir þú hitt glæsilega stelpu sem væri að læra hárgreiðslu, og þegar ég kom heim um jólin kom í ljós að þarna hafði verið Ágnes Ein- arsdóttir sem þá var að verða eigin- kona þín. Þú varst náttúrubarn. í frístund- um voni hestar og söngur þitt líf og yndi. Þú söngst með Karlakórnum Vísi hér heima í Siglufirði og Karlakór Reykjavíkur eftir að þú fluttist og hefur góður kórfélagi sagt mér að ófá handtökin eigir þú í nýja félags- heimihnu þeirra. Sennilega hefur þér hvergi liðið betur utan heimilisins en með hest- unum og í hestaferðum um landið í hópi góðra vina sem þú varst svo vin- sæll hjá. Hestamennskan hefur sam- einað hjá þér dýravininn, náttúru- barnið og ferðalanginn. Þú varst hvergi hálfdrættingur og hef ég grun um að svo hafi það einnig verið þegar kallið kom. Kæri frændi minn, vera okkar mannanna er mislöng í þessu lífi, ég trúi því að við munum hittast á ný. Kæra Dóra frænka, Agnes og öll frændsystkin mín, minningin um elskulegan og heilsteyptan vin hjálpi okkur í sorginni. Við Ásdís biðjum Guð að blessa ykkur öll. Björn Jónasson. Mig langar að minnast frænda míns ,Hermanns Friðrikssonar. Oft veltir maður fyrir sér af hverju góðir menn fara langt fyrir aldur fram en engin eru svörin. Ég vil þakka þér, frændi, og Mós- ari fyrir samverustundirnar sem við áttum og þá sérstaklega hvað mér þótti gaman að heimsækja ykkur Agnesi í tjaldvagninn á ættarmótun- um annaðhvert ár. Þín mun verða sárt saknað. Elsku Agnes, Halldóra, Einar, Baldur og og Friðrik, mikill er ykkar missir. Og elsku Dóra mín sem misst hefur son sinn. Megi allar góðar vættir vera með ykkur nú og um alla framtíð Níels R. Björnsson. Árið 1967 fluttum við til Flateyrar og bjuggum þar í þrjú ár. Meðal þess ágæta fólks sem við kynntumst þar og eignuðumst að vinum, voru ung hjón, Agnes og Her- mann. Þau fluttu síðan til Siglufjarð- ar, en við til Hornafjarðar og á þeim árum áttum við engin samskipti, en vissum auðvitað hvort af öðru. Kynni okkar voru endurnýjuð fyr- ir örfáum árum og ekki síst í fram- haldi að kaupum þeirra á landspildu í Vestur Landeyjum, sem við höfðum ætlað okkur að byggja á sumarbú- stað með aðstöðu fyrir hestana okk- ar. í rauninni tóku þau Agnes og Her- mann við áformum okkar og draum- um um staðinn til að njóta landsins og útivistarinnar, með börnun og barnabörnum, vinum og hestum. Kynni okkar síðustu árin hafa orðið æ nánari og fundum við alltaf betur og betur hvers konar mannkosta og hamingjufólk þau voru. Agnes og Hermann voru einstak- lega samhent og duldist ekki hvað þau lifðu í góðu hjónabandi. Þau bjuggu við mikið barnalán og voru stolt af sínum börnum og barnabörn- um. Fjöldi vina, sem sóttust eftir samsldptum við þau, bar því vitni hvers konar fólk þau voru og ófáir eru greiðamir sem þau gerðu fyrir vini sína og var þar aldrei neitt til spai-að. Eldmóður þeirra og framtíð- arplön hrifu aðra með og ævinlega vom þau bæði nefnd í sama orði, svo samtaka og samhent vom þau. Hestamennskan var tómstunda- gaman þeirra og var þar ekkert til sparað hvorki í tíma né fjármunum. Að heimsækja þau í Heygullsmýri, skoða hestana og húsið sem þau vom að byggja, ræða framtíðaráfonn og áhugamál, fá fréttir af bömum og barnabörnum, skilur eftir dýrmætar minningar. Þegar okkur var tilkynnt að vinur okkar hefði verið kallaður burt úr þessu jarðlífi svo óvænt og að það hefði gerst þegar hann var að sinna hestunum sínum og á þeim stað sem var honum og Agnesi svo kær, flaug fyrst í gegnum hugann hversu ósanngjarnt þetta væri. Að Her- mann, þessi hrausti og heilbrigði maður, væri farinn frá okkur var ótrúlegt og að hann fengi ekki fram- ar að njóta þess sem þau höfðu byggt upp fyrir sig og sína var einhvern veginn svo óréttlátt. Hermann Friðriksson var mikill gæfumaður í sínu lífi og það var ekki tilviljun. Allt hans líf miðaði að því að byggja upp og bæta. Fjölskyldan var honum dýrmætust alls og margir eiga eftir að sakna gengins vinar og félaga. Það reynist mörgum erfitt að yfir- gefa þetta jarðlíf, en Hermann kvaddi snöggt, sem er ábyggilega best fyrir þá sem yfirgefa þetta jarð- líf, þar sem enginn ræður sínum næturstað. En ótímabært lát hans er mikið áfall fyrir þá sem eftir lifa. Elsku Agnes og fjölskylda, við vottum ykkur dýpstu samúð og þökkum Hermanni ógleymanleg kynni. Erla og Eysteinn. Sviplegt fráfall Hemma, æskuvin- ar okkar hjóna, var sem reiðarslag. Við hittumst í daglegum erli daginn fyrir fráfall Hemma og hressleikinn var sá sami og alltaf. Við Brynja vorum jafnaldrar Hemma og ólumst upp saman á Siglufirði. Við urðum því samferða í gegnum skólakerfið og við Hermann saman í Iðnskólanum að auki. Eins og alkunna er var Siglufjörður á þeim tíma miðpunktur atvinnulífs ís- lendinga. Nóg var að snúast, unnið á sfldarplönum og farið í nágranna- sveitir til skemmtunar og sveita- starfs. Allir jafnaldrar voru eins og ein stór fjölskylda. Slík vináttubönd slitna aldrei. Við Brynja hleyptum heimdragan- um árið 1960 og fluttumst til Reykja- víkur en Hermann dvaldi áfram á Siglufirði. Þannig skildust leiðir okk- ar í rúma þrjá áratugi. Það var síðan í fimmtugsafmæli Hemma að við fundum æskuvin okkar aftur, kvænt- an og ráðsettan fjölskylduföður! Það var eins og við hefðum aldrei misst hvert annað. Vináttan var sú sama og við fengum að kynnast elskulegri eiginkonu og börnum að auki. Ég hafði þá um alllangt skeið verið félagi í Karlakór Reykjavíkur og var ekki lengi að sannfæra Hemma um ágæti þess félagsskapar, þegar í Ijós kom að hann bjó yfir góðri tenór- rödd. Síðan hafa leiðir okkar legið æ meira saman gegnum kórstarfið, sameiginleg áhugamál eins og stang- veiði og aðra útivist. Hemmi var mikill Ijúílingur í öll- um mannlegum samskiptum. Hann var hafsjór fróðleiks um skáldskap, sérstaklega ferskeytlur og lausavís- ur úr öllum áttum. Stundirnar, sem við áttum með Hemma og Agnesi, bæði einum og í hópi kátra kórfé- laga, líða seint úr minni. Við hjónin viljum með þessum fáu línum þakka Hermanni allt gamalt og gott. Jafnframt vottum við Agn- esi, börnunum, barnabörnunum og háaldraðri móður Hermanns okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja þau öll við fráfall góðs drengs. Brynja og Snorri. Ég vil með örfáum orðum minnast æskuvinar míns Hermanns Friðriks- sonar, sem fallinn er frá svo skyndi- lega, langt um aldur fram. Við Her- mann vorum miklir vinir frá því við vorum litlir strákar á Siglufirði. Margt var brallað og margar ákvarð- anir teknar. Þegar við vorum 15 ára keyptum við okkur báðfr skellinöðrur sama dag, en ég fékk prófið í janúar en hann í aprfl, og þótti honum ekki gaman að þurfa að bíða svo lengi. Á meðan á biðinni stóð varð hann að láta nægja að keyra hring eftir hring í kringum húsið á Hvanneyrarbraut- inni. Snemma ákváðum við hvað við ætluðum að verða, hann ætlaði að verða múrari og ég trésmiður og ætl- uðum við að hjálpa hvor öðrum þeg- ar við færum að byggja. En það fór á annan veg, Hermann flutti frá Siglu- firði og settist að á Flateyri, bjó þar í nokkuð mörg ár en síðan lá leiðin til Reykjavíkur með viðkomu á Siglu- firði. í Reykjavík keypti hann sér hús í Bleikjukvíslinni og innréttaði með aðstoð sona sinna, og ekki má gleyma Agnesi, hans ágætu eigin- konu, sem hefur verið stoð hans og stytta. Hemmi var mikill söngmaður með góða tenórrödd, enda varð það úr að hann fór í Karlakór Reykjavíkur og hafði mjög gaman af. Ég vil þakka Hemma samfylgdina í gegnum árin og bið góðan Guð að varðveita Agnesi og fjölskyldu. Þinn vinur Jdnniundur. Vinur okkar er látinn, langt um al- dur fram. Hermann Friðriksson kvaddi alltof fljótt. Eins og ávallt er enginn viðbúinn slíkum fregnum. Hermanni og Agnesi konu hans kynntumst við gegnum hestamanna- félagið Fák fyrir allmörgum árum. Seinni árin varð samband okkar meira í tengslum við hestana. Það var yndislegt tímabil. Við höfum saman upplifað ótalmargar ánægju- legar samverustundir á hestaferða- lögum og á landskikum okkar fyrir austan fjall, þau með sinn í Landeyj- um og við í Rangárvallahreppi. Við höfum einnig notið frábærra stunda með þeim hjónum í góðum hópi hestamanna. Það eru alveg sérstak- lega sterk tengsl sem binda hesta- menn; sterkari og persónulegri bönd en í mörgum öðrum félagasamtök- um. Það er samband sem maður metur mikils. Agnes, kæra vinkona, brotthvarf Hermasnns er mikill missir fyrir þig og fjölskyldu þína. Sporin framund- an verða þung en með góðra vina hjálp gengur lífið fram á veg. Góður drengur verður lengi í hugum okkar. Við vottum þér, Agnes, og fjölskyldu þinni okkar dýpstu hluttekningu. Katrín og Guðmundur. Alltaf er það nú svo að manni bregður þegar tilkynnt er andlát vin- ar eða ættingja. Sjaldan hefur mér brugðið mefra en þegar mér var flutt^ fregn um andlát kórfélaga okkar og vinar Hermanns Friðrikssonar. Karlakór Reykjavíkur naut krafta Hermanns sem söngmanns um ára- bil. Hann hafði háa og bjarta tenór- rödd og naut sín vel í söngstarfi kórsins og lagði metnað sinn og alúð við það sem iaut að kórnum. Sá metnaður fylgdi reyndar manngerð- inni og endurspeglaðist í starfi hans sem múrarameistara hvarvetna. Karlakór Reykjavíkur hefur í all- mörg ár unnið að því að byggja sér tónleikahús og félagsheimili við Skógarhlíð í Reykjavík. Þar var Her- -r mann í fremstu röð og varði þar stór- um hluta vinnutíma síns síðastliðin ár og reisti sér með vandaðri vinnu sinni þar, einkum við flísalögn, verð- ugt og varanlegt listaverk, sem ber skapara sínum fagurt vitni um fag- legan metnað og smekkvísi. Hermanns mun sárt saknað af fé- lögum í kórnum og við kveðjum með trega traustan félaga og góðan vin. Við biðjum algóðan Guð að vernda og styrkja Agnesi og börnin í þeirra miklu sorg. Karlakór Reykjavíkur, Guðmundur Sigþórsson. Sérmerktar GESTABÆKUR fljót afgreiðsla íslenski póstlistinn s. 5571960 www.postlistinn.is om< v/ Trossvogskif‘kjwga»tc3 > Sw 5fmi.s 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Svemr Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 • Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ + Elskuleg systir okkar og frænka, ANNA KRISTMUNDSDÓTTIR, frá Goðdal, Hvassaleiti 22, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudag- inn 29. desember, verður jarðsungin frá Grens- áskirkju laugardaginn 8. janúar kl. 13.30. Rósa Kristmundsdóttir, Ingibjörg Kristmundsdóttir og frændsystkini. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR (Stella), Mýrargötu 18, Neskaupstað, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju laugar- daginn 8. janúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.