Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Islendingar voru ekki einangraðir UMSVIF Englendinga við Island og á Islands- miðuni túnabilið 1580- 1630 er viðfangsefni bókar Helga Þorláks- sonar, Sjórán ogsigl- ingar, sem út kom hjá Máli og menningu í nóvember og hefur verið tilnefnd til Is- iensku bókmennta- verðlaunanna. „Bjöm Þorsteinsson sagnfræðingur nefndi tfmabilið 1412-1490 Ensku öldina og á sext- ándu öld komu Þjóð- verjar og veittu Eng- lendingunum keppni í viðskiptum við Islendinga og vom yfirleitt leik- seigari í þeim átökum. Það var haft fyrir satt að Engiendingar hefðu meira og minna verið úr sögunni um 1550 sem viðskiptavinir íslendinga. Ég er að komast að því að það er ekki alveg rétt. Þeir em hér enn að stunda verslun af krafti um 1580 og þeir stunda veiðar við iandið með þeim hætti að þeir gera út opna báta frá landi og hafa náin samskipti við íslendinga. Þeir skilja bátana eftir þann tíma ársins sem þeir em ekki hér við veiðar en vertíð þeirra stóð frá mars og fram í ágúst. Þeir fara heim í ágúst til að þurrka fiskinn en þetta var saltfískur sem þeir stöfl- uðu í lestirnar og þurrkuðu við heimkomuna. Ég hef einnig fúndið heimildir um að Englendingar hafí keypt saltfisk af íslendingum sem staðfestir að hér hafi verið verkaður saltfiskur mun fyrr en áður var tal- ið. Englendingarnir sóttust mikið eftir löngu, en hún var mjög eftirsótt á Englandi á þeim túna en er horfin af borðuin þeirra fyrir löngu.“ Helgi segir þó að þetta sé ekki að- alviðfangsefni bókarinnar heldur enskir sjóræningjar og tengsl þeirra við ísland. „Þetta byijaði með því að ég var forvitinn um atburði sem áttu sér stað í Vestmannaeyjum árið 1614 þar sem segir í fslenskum heimildum að ræninginn Jón Gentil- mann hafi verið á ferð og hann á að hafa tekið kirkjuklukkuna úr Landakirkju en Eng- landskonungur hafi látið skila henni þrem- ur árum síðar. Ég fór að kanna þetta í bresk- um skjalasöfnum og fann ekkert um þessa kirkjuklukku en heil- mikið annað um þenn- an atburð. Þar kom nú reyndar frarn að for- ingi ræningjanna hét Clark en Jón Gentil- mann var með honum en hann átti harma að hefha gagnvart Vest- mannaey ingum frá því á árinu áður. “ Helgi segir að í tíð Elísabetar I. Englandsdrottningar hafi breskir sjómenn verið hvattir til sjórána. „Þeir fengu sérstök leyfisbréf til að stunda sjórán og heijuðu helst á spænsk kaupför enda áttu Englend- ingar í stríði við Spánveija á þeim túna. Þegar Jakob I. kom til valda eftir lát Élísabetar 1603 samdi hann frið við Spánveija og afturkallaði sjóræningjaleyfin. En mörgum reyndist erfitt að láta af sjóránum og margir þeirra dvöldu í Norður- Afríku á vetrum og stunduðu sjórán hér norður frá á sumrin. Það bendir einmitt ýmislegt til þess að Englend- irigar hafi verið með Tyrkjum hér í Vestmannaeyjum 1627, jafnvel ein- hveijir sem þekktu til. Presturinn í Vestmannaeyjum lét þess getið að einhveijir ræningjanna hefðu talað ensku.“ Þrátt fyrir þetta segir Helgi að samskipti Englendinga og íslend- inga hafi annars verið mjög góð. „Is- lendingar áttu mikil samskipti við Englendinga og sendu börn súi með enskum skipstjórum til Englands til náms og dvalar. Það bendir til þess að traust hafi ríkt á milli þeirra. Englendingar keyptu fisk og vað- mál af íslendingunum en vaðmáli sóttust þeir mjög eftir og keyptu mikið af tilbúnum vaðmálsflikum. Héðan voru líka fluttir út fálkar sem þóttu konungsgersemi og íslending- ar höfðu talsverðar tekjur af fálka- tekju útlendinga. Jakob I. var mikill Helgi Þorláksson Grafíknemar sýna NEMENDUR á þriðja ári í grafík- deild Listaháskóla íslands opna sýningu í íslenskri grafík, Tryggva- götu 17 (hafnarmegin) á morgun, laugardag, kl. 16. Sýningin ber yfír- skriftina Hraun og nálgast nem- endumir það viðfangsefni með hjálp ýmissa miðla. Sýnendur era Bjarai Björgvins- son, Díana M. Hrafnsdóttir, Elva J.Th. Hreiðarsdóttir, Lilja Karls- dóttir, Sigurður Hrafn Þorkelsson, Símir H. Einarsson, Stella Sigur- geirsdóttir og Þuríður Una Péturs- dóttir. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18 og lýkur henni 30. janúar. LISTIR Alexía Björg Jóhannesdóttir, Halldór Magnússon og Daníel Viggósson í hlutverkum sínum. Leikfélag Hafnar- fjarðar sýnir spennutrylli áhugamaður um veiðar með fálkum og greiddi vel fyrir slíka. Mestur fengur þótti í hvítum kvenfálkum." Helgi segir að sú almenna álykt- un sem draga megi af rannsóknum súium á þessu tímabili og miklum samskiptum Englendinga og Is- lendinga geri að engu þá hugmynd að Island hafi verið einangrað land á þessum túna, „Þessi samskipti stóðu langt fram eftir 17. öld og benda heimildir til að umsvifum Englendinga hafi ekki að fullu lokið fyrr en komið var fram undir 1670.“ Besti sjómannaskóli Englend- inga var ekki á Enjglandi heldur á miðunum við Island. í rúm 150 ár höfðu Englendingar safnað þar siglingareynslu sem var þeún ómetanleg þegar þeir tóku að gæla við hugmyndir um að stofna heimsveldi. Arið 1528 voru til dæmis 149 ensk fískiskip við ísland og kannski kaupför að auki. Enskir ráðamenn höfðu af því áhyggjur um miðbik aldarinnar að dregið hefði úr Islandssiglingum en þær voru famar að glæðast að nýju um 1580 og var þvífagnað. Árið 1588 voru margir þraut- reyndir íslandssjómenn í enska flot- anum sigursæla. Þegar þessir menn voru ekki að veiðum við ísland, stunduðu þeir jafnan kaupsiglingar til meginlandsins og inn á Miðjarðar- haf og höfðu átt í margri rimmu við Spánverja. Sumir af íslandsskip- stjórunum voru vel þekktir kappar og ófælnir þegar beita þurfti byssu og púðri og áttu auðvelt með að bregða sér í hlutverk foringja í sjó- hemum hvenær sem var. Sjálfur herflotinn var ekki stór því Englend- ingar treystu mjög á vopnuð kaupför og fiskisldp af stærstu gerð og yfir- völd styrktu smíði þeirra. Röskir Is- landsfarar gátu fengið skilaboð um það með skömmum fyrirvara að þeir yrðu að breyta skipum sínum í herskip og þannig varð árið örlaga- ríka, 1588. Enskir sjómenn við ísland voru því öðrum þræði hermenn og löggilt- ir sjóræningjar. Þeir áttu viðskipti við landsmenn og fengu hjá þeim vatn og vistir en þessu reyndu dönsk yfirvöld að afstýra og krepptu að Englendingum. Mátti þá kannski búast við að þeir tækju þetta óstinnt upp og gripu til yfirgangs og ofbeld- is, marghertir úr svaðilförum á suð- lægum slóðum. Ur Sjórán og siglingar. LEIKFÉLAG Hafnarfyarðar frumsýnir Ieikritið Hvenær kem- urðu aftur rauðhærði riddari? í húsnæði Hafnarfjarðarleikhússins, Vesturgötu 11, Hafnarfirði, amiað kvöld, laugardagskvöld, kl. 20. Leikritið er eftir Mark Medoff í þýðingu Stefáns Baldurssonar. I fréttatilkynningu segir að leik- ritið sé magnþrunginn spennutryll- ir með gamansömu ívafi og gerist á amerískum veitingastað sem kom- inn er úr alfaraleið og spannar einn óvenjulegan morgun í lífi starfs- fólks og gesta staðarins. Leikstjóri er Viðar Eggertsson en í helstu hlutverkum eru Olafur Steinn Ingunnarson, Tania Iris Mel- ero, Halldór Magnússon, Alexía Björg Jóhannesdóttir, Daníel Vigg- ósson, Huld Óskarsdóttir, Lárus Vilhjálmsson og Gunnar B. Guð- mundsson. Leikfélag Hafnarfjarð- ar, sem heldur upp á 74 ára afmæli sitt í ár, hefur undanfarin ár verið í húsnæðishraki en fékk nú í haust inni í endurnýjuðu húsnæði Hafnar- fjarðarleikhússins, Hermóðs og Háðvarar og deilir þar húsum með því. Það er von forráðamanna fé- lagsins að þessi nýja aðstaða verði til eflingar starfsemi þess og er full- ur hugur á að halda áfram öflugu leiklistar- og ungmennastarfi í framtíðinni. Á döfinni er að koma ungl- ingastarfi félagsins í fastar skorður og eru unglingar í Hafnarfirði og nágrenni hvattir til að hafa sam- band ef þeir hafa áhuga á leiklistar- starfi. Fyrirhugað er að sýna „Hvenær kemur þú aftur rauðhærði riddari? einu sinni í viku. Metaðsokn að Englunum KVIKMYNDIN Englar alheims- ins virðist ætla að slá fyrri aðsókn- armet íslenskra kvikmynda en eft- ir fyrstu fjóra sýningardagana höfðu 10.282 áhorfendur séð myndina. Til samanburðar má geta þess að aðsókn að Djöflaeyj- unni fyrstu fjóra sýningardaga þeirrar myndar var 7.600 áhorf- endur en alls sáu um 85 þúsund manns þá kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar. „Við erum auðvitað himinglöð með þessar góðu viðtökur,“ sagði Lísa Kristjánsdóttir, starfsmaður íslensku kvikmyndasamsteypunn- ar. „Myndin nýtur meiri aðsóknar en nokkur önnur mynd sem nú er sýnd í íslenskum kvikmyndahús- um. Við vonum að framhaldið verði svipað og myndin slái fyrri aðsóknarmet mynda íslensku kvikmyndasamsteypunnar. Það bendir allt til þess,“ segir Lísa. Þrumur og eldingar Tónlist II á s k ó I a b í« VÍNARTÓNLEIKAR Forleikir, aríur og danslög eftir Strauss-feðga, Josef Strauss og Lehár. Margarita Halasa sópran; Wolfram Igor Demtl tenór; Sinfóníuhljómsveit íslands u. stj. Gerts Meditz. Miðvikudaginn 5. janúar kl. 20:30. segir hálft orðtakið. Það ætlar að ræt- ast um vinsælustu verk Jóhanns Strauss yngra (1825-99), sem enn lifa góðu lífi með á aðra öld að baki. Jafn- vel eftir gegndarlausa ofspilun, sem hefði gert út af við mörg merkari tón- verk, rísa þau upp aftur sem zombíur vúdútrúar. Heil Laugardalshöll dugði varla til að anna eftirspum í fyrra, enda hyggjast ráðamenn hvorki meira né minna en sextaka Vínar- uppákomu sína árvissu að þessu sinni, þ.e. hinn 6., 7., 8., 9., 13. og 14. janúar. Hvað sem mönnum kann annars að finnast um einstök atriði, þá ætti kunnasta tónlist valsakonungsins því fyrir löngu að vera búin að sanna sig sem einhveija endingarbeztu léttu tónlist sögunnar, og eflaust langt um- fram væntingar fyrstu aðdáenda hans. Þeirra á meðal voru reyndar ekki amalegri tónskáld en Brahms og hinn öldungis' óskyldi Richard Strauss. Sá á að hafa kallað Jóhann yngri síðastan þeirra er ynnu fyrir beinum innblæstri; óheftan náttúru- snilling, er semdi beint út frá heildar- sýn, meðan tónsköpun annarra yrði æ innhverfari og flóknari. Af kynningum austurríska hljóm- sveitarstjórans Gets Meditz, sem að ósekju hefði mátt (já hljóðnema, því hann heyrðist ekki allt of vel aftarlega í sal, kom fram, að hann hefði valið efni kvöldsins og sumpart haft hlið- sjón af ýmsum fáheyrðari verkum Jó- hanns.Var það vissulega vel til fúndið, og kom á köflum þægilega á óvart hvað Vínartónskáldið átti sér fjöl- breytilegar hliðar, miðað við þau 20- 30 stykki eftir hann sem sífellt er hamazt á. Einna mesta athygli vakti kannski ,Aschenbrödel“-forleikurinn að samnefndri óperettu um Ösku- busku frá síðasta æviárinu; litríkt og furðu vel gegnfært verk, þótt í hefð- bundnu syrpuformi væri, sem hafði til að bera allt að því prókofíevskan æv- intýraljóma. En einnig gat að heyra fleiri dæmi um lítt þekkt verk (a.m.k. utan hins þýzkumælandi heims) sem stóðu töluvert upp úr fyrir hug- myndagnótt og litríka orkestrun, t.a.m. hinn austurlenzkt valhoppandi Rússneski mars, ídyllíski „Moulinet“ - eða Myllupolkinn eða hin suðræna og seiðandi Feneyja-tarantella. Voru slík frávik kærkomin tilbreyting frá gamalkunnugu og stundum svolítið þreyttu viðfangsefni, þó að verk eins og Keisaravalsinn - í góðum flutningi með viðeigandi hljóðdvölum, flýting- um og seinkunum á réttum stöðum - hljóti alltaf að rísa hærra en flest ann- að í sama stfl. Herr Meditz var sem vænta mátti á algjörum heimavelli í þeim efnum og kallaði í Keisaravals- inum fram eftirminnilegan höfga úr fisléttu ytra byrði í tignarlegum leik hljómsveitarinnar, sem annars var svolítið sundurlaus á köflum í fremsta hluta dagskrár. Góða formið var hins vegar komið eftir hlé og allt á sínum stað í lokanúmerinu, Unter Donner und Blitz, er buldi og gneistaði þrum- um og eldingum, nema hvað hefði mátt gefa aðeins betur í á áherzlu- stöðum. Þar vantaði heldur meira „trukk“, þótt ekki skorti fágun - og raunar eitthvað líka í Bófa-Galoppin- um og Kampavíns-polkanum síðast fyrir hlé. Einsöngvaramir stóðu sig að mörgu leyti mjög vel, þótt hvorugt kæmi fyrir sem sólistar í allra fremstu röð. Hlutfallslega mest kvað að tenómum, Wolfram Igor Demtl, er hafði nokkuð hljómmikla rödd, en virtist ekki enn alveg fullmótaður og átti til að verka heldur einsleitur með hröðu en fljótt tilbreytingarlitlu víbratói og fulldaufum textafram- burði fyrir jafnerfitt hús og Háskóla- bíó óneitanlega er. Viðtökur áheyr- enda voru samt með ágætum, einnig til handa pólska sópraninum Marga- ritu Halasa, þó að hljóðfærið hennar skorti áþreifanlega fyllingu á neðra sviði, meiri hlýju á því efra, stundum betri fókus í raddbeitingu og á stöku stað jafnvel öruggari tónstöðu. Mætti því í heild segja, að sjaldan hafi sólistamir náð að skyggja veru- lega á fágaða spilamennsku Sinfón- íuhljómsveitarinnar, þar sem víða brá fyrir laglegum einleiksstrófum (t.d. úr knéfiðlu Ingu Rósu Ingólfsdóttur í Keisaravalsinum), þrátt fyrir ákveðið kraftleysi þegar mest lá við. Engu að síður fengu Vínarfíklamir sitt undir gefandi handleiðslu stjómandans, sem tókst að vísu ekki alveg að jafna tónsprotafæmina með sambærilegri fiðlubogfimi að hætti Willis Boskof- skys og fyrirrennara í dúettinum úr Kátu ekkju Lehárs. En hvað sem því líður var and- rúmsloftið alltjent notalegt. Vínamostalgían blómstraði í sínu æðsta veldi, og ekkert annað að sjá en að tónleikagestir skemmtu sér hið bezta. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.