Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Verðbólguspár bankanna FBA spáir 4,2% verðbólgu á ári BANKARNIR senda frá sér spár um hækkun neyUuverðsvísitölu um þessar mundir. I spá sem FBA gef- ur út í dag er spáð 4,2% verðbólgu yfir árið. Spá Islandsbanka F&M fyrb- sama tíma hljóðar upp á 3% verðbólgu. Samsvarandi spár Seð- labankans og Þjóðhagsstofnunar eru 3,7% og 3,5%. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir janúar- mánuð 13. þessa mánaðar. FBA og íslandsbanki gera ráð fyrir 0,8% hækkun neysluverðsvísi- tölu í janúar. Landsbankinn gerir ráð fyrir 0,9 til 1,1% hækkun á vísi- tölu neysluverðs á sama tíma og Búnaðarbankinn telur að hækkunin í janúar verði 0,67-0,93%. í spá íslandsbanka segir: „Nú stefnir í um 6% hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 1999 (jan.-jan.). Til að koma megi í veg fyrir að slík- ar verðhækkanir verði viðvarandi er mikilvægt að gengi krónunnar haldist áfram sterkt og að sátt náist um hóflegar launahækkanir í kom- andi kjarasamningum. I kjölfarið er lykilatriði að hagræðing í rekstri fyrirtækja haldi áfram til að standa undir launahækkunum.“ í spánni kemur fram að þar er gert ráð fyrir 4% hækkun nafn- launa í febrúar. Miðað við 6% hækkun nafnlauna breytist spáin í 4,1% hækkun neysluverðsvísitölu í stað 3% hækkunar yfir árið. „Ýmsar vörur og þjónusta hækk- uðu nú um áramótin. Má þar nefna hlut sjúklinga í lyfjakostnaði, mjólkurvörur, gjaldskrá leigubifr- eiða, bensín, póstþjónustu, leik- skólagjöld og fasteignagjöld," segir einnig í spá Islandsbanka. A ársgrundvelli jafngildir spá Landsbankans 11-13% verðbólgu, að því er fram kemur í markaðsyfir- Morgunblaðið/Ásdís Sveiflur gætu orðið á gengi krónunnar á næstunni að því er fram kemur í mánaðarskýrslu FBA liti viðskiptastofu Landsbankans. í markaðsyfirlitinu segir að bensín- verð hafi hækkað í byrjun janúar um 1,4% og valdi það 0,06% hækk- un á verðbólgunni. Aðrir þættir sem áhrif hafi á hækkun vísitölunn- ar séu búvörur en mjólk hækkaði um 5% um áramót og einnig hækk- aði svínakjöt nokkuð í verði. Landsbankinn telur að hækkun fasteignagjalda sveitarfélaga muni valda hækkun á vísitölu neyslu- verðs. Fasteignagjöld vegi um 2,1% í vísitölunni og því valdi 18% hækk- un á þeim 0,38% hækkun á vísitöl- unni. Þá segir í spánni að leikskóla- gjöld hækki um 13% í byrjun árs og vegi þau 0,9% í vísitölunni. Einnig hafi ýmis stór fyrirtæki tilkynnt hækkun á verði hjá sér að undan- förnu og ljóst að önnur hafi fylgt á eftir. Tekið er fram að nokkur óvissa sé um spána enda sé ekki ljóst hversu mikið almennt verðlag hafi hækkað um áramótin. Mánaðarskýrsla FBA Gengi krónunn- ar ógnað Stálsmiðjan - Slippstöðin hf. 15 stærstu hluthafar eftir samþykkt samrunaáætlunar 6. j'anúar 2000 Hiutaté, kr. Hiuttaii 1 Slippfélagið í Reykjavík hf. 102.463.816 31,07% 2 Málning hf. 36.125.267 10,96% 3 Burðaráshf. 35.337.255 10,72% 4 Marel hf. 35.337.255 10,72% 5 Olíuverslun íslands hf. 15.884.342 4,82% 6 Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. 15.399.259 4,67% 7 Stálsmiðjan hf. (eigin bréf) 12.733.246 3,86% 8 Valgeir Hallvarðsson 9.658.418 2,93% 9 Ásgeir Pálsson 9.405.138 2,85% 10 Björgunhf. 5.573.454 1,69% 11 Hilmir Hilmisson 4.125.651 1,25% 12 Ágúst Einarsson 3.917.042 1,19% 13 íslandsbanki hf. 3.772.917 1,14% 14 Haraldur Böðvarsson hf. 3.019.112 0,92% 15 Þormðður rammi - Sæberg hf. 3.019.112 0,92% 15 stærstu samtals 295.771.284 89,70% flðrir hluthafar (163) 33.980.862 10,30% Heildarhlutafé 329.752.146 100,00% Lífeyrissjóðir hafa áhrif á vaxtaþróun KRÓNAN styrktist mikið á síðasta ári og endaði vísitala hennar í lok árs í um 110. í gær endaði hún í 110,91. I mánaðarskýrslu Fjárfestingar- banka atvinnulífsins, sem kom út í gær, kemur fram að ekkert lát hafi verið á streymi fjármagns til landsins með erlendum lántökum. Drifkraftur þessa streymis hefur verið hið háa vaxtastig sem hér er í samanburði við vexti erlendis. Einnig megi nefna þá stefnu Seðlabankans að halda krón- unni sterkri sem veitir mönnum sjálf- söiyggi í því að kaupa krónur og hagnast á vaxtamuninum. ,Á næstunni má telja að nokkur at- riði ógni gengi krónunnar. í fyrsta lagi má nefna háa verðbólgu sem ver- ið hefur að undanfómu. Hefur hún ekki komið niður á gengi krónunnar hingað til eins og hún ætti að gera til lengri tíma. í öðru lagi má nefna óv- issu vegna kjarasamninga, þeir geta ógnað stöðugleikanum enn frekar. I þriðja lagi hafa verið samþykktar nýj- ar lausafjárreglur sem gera þann möguleika ekki jafn aðlaðandi fyrir banka að fá lán annars staðar en á millibankamarkaði því hvort tveggja hefur nú sömu áhrif á laust fé. Það dregur úr drætti sumra íslenskra fyr- irtækja á lánalínur erlendis og þegar þeir lánasamningar sem stofnað var til vegna gömlu lausafjárreglnanna renna út gæti það haft áhrif til veik- ingar krónunnar." I mánaðarskýrslunni segir að það helsta sem stuðli að styrkingu krón- unnar sé afstaða Seðlabankans sem veit af þeim þáttum sem geta haft áhrif til veikingar og gæti brugðist við þeim. „Ekki er ljóst hvort Seðlabank- inn mun bregðast við áður en eða eftir að þessir þættir myndu hafa áhrif en VIÐSKIPTI með hlutabréf í sjáv- arútvegsfyrirtækjum á VÞI virtust ekki verða fyrir verulegum áhrifum af dómi Héraðsdöms Vestfjarða í hinu svokallaða Vatneyrarmáli. Gærdagurinn var um margt líkur deginum áður hvað varðar viðskipti með hlutabréf sjávarútvegsfyrir- tækja, þ.e. fremur lítil viðskipti og nokkuð um gengislækkanir en þó voru þær lækkanir óverulegar. 22% hækkun á gengi bréfa Skagstrend- ings setti mark sitt á viðskipti dags- líklegt er að snemma á árinu verði vextir hækkaðir. Þess vegna er líklegt að krónan muni haldast nokkuð sterk enn um sinn þótt örlítillar veikingar gæti gætt og sveiflur verið nokkrar," að því er fram kemur í skýrslu FB A. Vísitala krónunnar hefur undanfar- ið nálgast nokkuð neðri vikmörk Seð- labankans í 108,11. Hefur Seðlabank- inn því annars vegar það markmið að halda krónunni sterkri og hins vegar að halda vísitölunni fyrir ofan vik- mörkin. „Ef Seðlabankanum tekst vel til við að ná báðum þessum markmiðum ætti vísitala krónunnar að sveiflast á mjög þröngu bili. Vilji er fyrir því að afnema vikmörkin svo Seðlabankinn geti einbeitt sér að markmiði sínu að halda verðlagi stöðugu og þurfi ekki að leitast við að ná markmiðum sem virðast að mörgu leyti stangast á. Seðlabankinn mun ekki verða í vandræðum næstu misserin með að stöðva styrkingu krónunnar niður fyrir 108,11 vísitölustig, verði hætta á slíku. Það getur hann einfaldlega gert með kaupum á gjaldeyri á mOlibanka- markaðnum en sem kunnugt er hefur Seðlabankinn og íslenska ríkið yfrið nóg af íslenskum krónum um þessar mundir til að greiða fyrir gjaldeyrinn. Á hitt ber hins vegar að líta að það samrýmist tæpast stefnu Seðlaban- kans um þessar mundir að veita mörgum krónum í umferð enda er slíkt þensluhvetjandi. Hin tvö markmið Seðlabankans gætu því bráðlega verið í mótsögn hvort við annað sem bendir eindregið til þess að breytingin í hreint verðbólgumar- kmið bankans sé skynsamlegur kost- ur,“ að því er fram kemur í mánaðar- skýrslu FBA. ins en þar var einungis um verðleið- réttingu frá deginum áður að ræða. Vísitala sjávarútvegs hækkaði um 0,11% í gær en hefur frá ára- mótum lækkað um 0,55%. Svipaða sögu er að segja af úrvals- og heild- arvísitölunum. Úrvalsvístitalan hækkaði um 0,4% í gær en 1,03% lækkun hefur orðið á henni frá ára- mótum. Heildarvísitala Aðallista VÞÍ hækkaði einnig í gær, um 0,38%, en lækkun frá áramótum nemur 0,68%. ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR greiðir í janúar stórar afborganir af hús- og húsnæðisbréfum og mun, að mati FBA, væntanlega einnig hefjast handa við að draga hraðar út eldri flokka húsbréfa vegna uppgreiðslna á fasteignaverðbréfum. Þessar greiðslur gætu samanlagt numið 6-7 milljörðum króna sem ætti að skapa eftirspurn eftir skuldabréfum og leiða til vaxtalækkunar. Væntingar um uppkaup ríkissjóðs á skulda- bréfum í janúar gætu einnig haft áhrif í þá átt, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu FBA. Þar segir enn fremur að til lengd- ar lætur verði það áhugi lífeyris- sjóða á fjárfestingum í skuldabréf- um sem muni ráða miklu um vaxtaþróunina. „Á síðustu tveimur árum hefur áherslan verið á fjár- festingar í hlutabréfum og hluta- bréfasjóðum og hlutfall þessara eigna af heildareignum lífeyrissjóð- anna í heild sinni liggur nú á bilinu 23-24%. Haldi þeir áfram að fjár- festa af sama hraða í hlutabréfum og þeir hafa gert síðustu tvö árin verða þeir rúm 2 ár að ná leyfilegu hluthfalli hlutabréfa af heildareign- um, sem er nú 35%. Breytingar á lögum um fjárfestingaheimildir lí- feyrissjóðanna liggja nú fyrir á Al- þingi og verða væntanlega af- greiddar í vor en þar er gert ráð fyrir að þetta hlutfall hækki í 50%, sem þýðir að með sama hraða tæki það lífeyrissjóðina rúm 5 ár að ná því hlutfalli. Auknar fjárfestingar í verðbréf- um með breytilegum tekjum draga úr ráðstöfunarfé sjóðanna þar sem afborganir af verðbréfum með breytilegar tekjur eru hverfandi í samanburði við afborganir af verð- bréfum með föstum tekjum. Þess- ara áhrifa gætti í reynd á árinu 1998 þegar hreint ráðstöfunarfé lífeyris- sjóðanna dróst saman þrátt fyrir að vöxtur iðgjalda væri 3,5 ma.kr. um- fram vöxt lífeyrisgreiðslna. Viðbót- arlífeyrissparnaður sem hófst í upp- hafi árs 1999 eykur hins vegar ráðstöfunarfé séreignasjóðanna um allt að 4 ma.kr. á ári næstu árin. Hvort þátttaka lífeyrissjóðanna á skuldabréfamarkaði glæðist eitt- hvað á næstunni veltur fyrst og fremst á því hversu hratt þeir ætla sér að ná leyfilegu hámarki hluta- bréfa af heildareignum. Ætli þeir sér 5 ár í það verða fjárfestingar þeirra í skuldabréfum með svipuðu móti næstu árin og á þessu ári en með lengri tímaramma aukast fjár- festingar þeirra í skuldabréfum,“ að því er fram kemur í mánaðar- skýrslu FBA. Viðskipti með sjávarútvegsfyrirtæki á VÞÍ Overulegar lækkanir Afkomuviðvörun Búnaðarbankans Betri afkoma en áætlað var NÚ liggur fyrir að afkoma Búnaðar- bankans hf. á árinu 1999 verður betri en áður útgefnar áætlanir hafa gefið til kynna en að því er fram kemur í afkomuviðvörun frá bankanum er þessi batnandi afkoma einkum vegna hagstæðrar þróunar á síðasta árs- fjórðungi nýliðsins árs. í útboðslýsingu vegna sölu á 15% hlut í-íkisins í Búnaðarbankanum var áætlað að hagnaður bankans fyrir skatta yrði a.m.k. 1.300 milljónir króna á árinu. Nú liggur hins vegar fyrir að hann verður meiri. Endurskoðað ársuppgjör Búnað- arbanka Islands hf. fyrir árið 1999 verður birt í febrúarmánuði og verð- ur tilkynnt um birtingardaginn síðar. Nýtt fjárfest- ingarfélag EYJÓLFUR Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlun- ar, hefur stofnað Fjárfestingarfélag- ið Dalsmynni ehf. og er hlutafé félagsins 500 milljónir króna. Eyjólfur er einn skráður í stjórn samkvæmt Lögbirtingablaðinu en í varastjórn situr Árni Hauksson, að- stoðarframkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar. Tilgangur félagsins er þátttaka í nýsköpun og hagræðingu í atvinnu- lífinu, kaup og sala verðbréfa, hluta- bréfa og fasteigna. Inn- og útflutn- ingur, útgáfustarfsemi, lánastarf- semi, rekstur fasteigna og skyld starfsemi, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. -------------- Leiðrétting Eignar- skattsfrelsi óbreytt MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi leiðrétting frá Ásmundi G. Vilhjálmssyni. „í grein minni í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær hélt ég því fram að tvenns konar breytingar hefðu verið gerðar á 78. gr. skatta- laganna. Annars vegar hefði verið ákveðið að láta sömu reglur gilda um eignir í hvers konar ríkisbréfum og aðrar eignarskattsfrjálsar eignir og hins vegar hefði verið ákveðið að af- nema takmarkanir á eignarskatts- frelsi stofnssjóðseigna og hluta- bréfa. Þessi síðari fullyrðing er röng. 1. mgr. 78. gr. skattalaganna er tveir málsliðir og hljóða þeir svona: „Heimilt er mönnum að draga frá eignum sínum, sbr. 73. gr., innstæð- ur sínar í bönkum og sparisjóðum, innlánsdeildum og á stofnsjóðsreikn- ingum samvinnufélaga, póstgírór- eikningum og orlofsfjárreikningum, svo og verðbréf, sem hliðstæðar reglur gilda um samkvæmt sérlög- um, og hlutabréfaeign í hlutafélög- um, sbr. 1. tl. 2. gr., að því marki sem innstæður þessar, verðbréf og hluta- bréfaeign er umfram skuldir, enda séu eignir þessar ekki tengdar at- vinnurekstri eða sjálfstæðri starf- semi. Frádráttur vegna hlutabréfa- eignar og stofnsjóðsinnstæða skal þó aldrei vera hærri en 1.260.180 kr. hjá einstaklingi og 2.520.216 kr. hjá hjónum." Með 3. gr. laga nr. 101/ 1999 er einungis fyrri málsliðnum breytt. Síðari málsliðurinn er fjallar um takmörkun á eignarskattsfrelsi stofnsjóðseigna og hlutabréfa er því óbreyttur, því miður. Samkvæmt því verða þar af leiðandi áfram takmörk á eignarskattsfrelsi stofnsjóðseigna og hlutabréfa. Harma ég þessi mis- tök er mér sást yfir við vinnslu grein- arinnar og bið alla hlutaðeigandi vel- virðingar á þeim.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.