Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fj ór ða valdið I FLESTUM vest- rænum þjóðfélögum hafa fjölmiðlar ákveðnu og mjög mikilvægu hlutverki að gegna gagnvart stjómmála- mönnum. Samband fjölmiðla og stjóm- málamanna er í ákveðnum farvegi og þó sá farvegur sé mis- djúpur og misbreiður eftir löndum er hann alls staðar sá sami; fjölmiðlar veita stjóm- málamönnum vakandi aðhald með gagnrýnni umfjöllun og frétta- flutningi. Fjölmiðlar í þessum löndum em oft nefndir fjórða valdið, á eftir löggjafarvaldi, dómsvaldi og fram- kvæmdavaldi. Stjómmálamenn era dregnir til ábyrgðar af fjórða valdinu og pólitískt líf þeirra murkað misk- unnarlaust úr þeim á síðum dagblaða og í fréttatímum þegar þeir misstíga sig. Stjómmálamenn í þeim löndum þar sem fjórða valdið er virkt vita að fjölmiðlar ganga af þeim dauðum ef þeir þráast við að axla ábyrgð á gjörðum sínum og kjósa yfírleitt að hverfa úr pólitísku starfi af sjálfsdáð- um fremur en að sópast út í hafsauga í fellibyl fjölmiðlanna. Almenningur í þessum löndum á því láni að fagna að eiga gagnrýna og óháða fjölmiðla sem vita að það er þeirra hlutverk að fylgjast með störf- um stjómmálamanna og þeir eiga greiðan aðgang að stjórnmálamönn- um. Enginn stjómmálamaður í þess- um löndum kemst upp með að forð- ast óþægilegar spumingar; það er einfaldlega pólitískt sjálfsmorð. Þessu er nákvæmlega öfugt farið í lýðveldinu íslandi. Fjórða valdið er algerlega óvirkt á íslandi og stjóm- málamenn notfæra sér það í æ ríkari mæli á síðari áram. Nægir að nefna utanríkisráðherra og ráðningu for- stjóra Leifsstöðvar, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og jarðasölur hans á síðustu dögum hans í emb- ætti, gagnagrann á heilbrigðissviði og nú síðast Fljótsdalsvirkjun. Is- lenskir fjölmiðlar hafa vissulega gert þessum málum skil en ávallt af mik- illi kurteisi og óttablandinni virðingu gagnvart þeim þjóðkjörnu stjóm- málamönnum sem málin snerta. Aldrei hefur til dæmis utanríkis- ráðherra verið spurður beint að því hvers vegna hann hafi sett í embætti forstjóra Leifsstöðvar eina um- sækjandann sem var óhæfur sam- kvæmt auglýsingu um stöðuna, og dæmdur fjársvikamaður að auki, en framsóknarmaður. Utanríkisráð- herra kemst upp með að vísa á nefnd sem hann skipaði sjálfur um málið og yppta öxlum eins og hann hafi ekkert með málið að gera. Fréttastofa Rík- issjónvarpsins gerir þessu máli íyrst skil sem fyrstu frétt þegar umboðs- maður Alþingis hefur krafið utanrík- isráðherra um svör við lagalegum spurningum með afar harðorðu bréfi. Þá fyrst er það „leyfilegt" fyrir fréttastofuna að fjalla um þetta. Aldrei hefur utanríkisráðherra þurft að svara gagnrýnum spurning- um um ráðninguna né hefur málinu verið gerð skil í neinum fréttaskýr- ina Alfreð Sturla Böðvarsson Fegurðin kemur innan fró ingaþáttum eða kast- ljósum beint að því á gagnrýnan hátt. Hvers vegna setja fjölmiðlar ekki óstöðv- andi fellibyl í gang þeg- ar heilbrigðisráðherra nánast missir út úr sér í helberam klaufaskap að frumvarpið um gagnagranninn hafi verið sent með faxi til hennar í heilu lagi frá Islenskri erfðagrein- ingu eins og ekkert sé eðlilegra? Hvers vegna, yfir höfuð, er frétta- mennska hér á landi ekkert nema tilkynn- ingai- og kurteisisviðtöl við stjóm- málamenn en ekki harðar og óvægn- ar úttektir þar sem reynt er að komast til botns í umdeildum og mik- ilvægum málum sem snerta alla þjóð- ina? Hvemig skyldi standa á þessu algera getuleysi íslenskra fjölmiðla til þess að gegna skyldu sinni sem eftirlits- og aðhaldsvald með löggja- far-, dóms-, og framkvæmdavaldinu? Gera þeir sér yfirleitt grein fyrir hlutverki sínu sem óháðum og sjálf- stæðum fulltrúa almennings sem nánast einu Von almennings um að spilling og misferli stjórnmálamanna komist upp? Gera þeir sér grein fyrir því hversu hrapallega þeir hafa bragðist trausti þjóðarinnar sem reiðir sig á að þetta gagnrýna og miskunnarlausa fjórða vald sé virkt og vakandi? Vita þeir yfirleitt hvem- ig á að sinna þessu aðhalds- og eftir- litshlutverki? Ég hef einungis eina skýringu á þessari fullkomnu lömun fjórða valdsins hér á landi. Islensk fréttamennska hefur enn ekki klæðst vopnum rannsóknarblaðamennsk- unnar og þeir blaðamenn sem hafa reynt að draga sverðin úr slíðram hafa einfaldlega ekki haft bolmagn til þess að sundra hinni margslungnu brynju samtryggingar stjómmála- manna og efnahagslífsins. Og hið rammíslenska fjölskyldu- samfélag þar sem fjölskyldu- og flokkatengsl ráða lögum og lofum og enginn er dreginn til ábyrgðar er sökudólgurinn. Stjómmálamenn fara sínu fram og Fjölmiðlar Hvers vegna er frétta- mennska hér á landi ekki harðar og óvægnar úttektir, spyr Alfreð Sturla Böðvarsson, þar sem reynt er að komast til botns í umdeildum og mikilvægum málum? fjölmiðlar era kurteisfr áhorfendur sem hreyfa hvorki legg né lið fyrr en ríkisapparöt eins og Ríkisendurskoð- un eða umboðsmaður Alþingis gera það fyrst. Íslenskfr stjórnmálamenn era einfaldlega ekki tilbúnir til þess að axla ábyrgð líkt og kollegar þeirra erlendis, þefr era ekki tilbúnir til þess að svara fyrir gjörðir sína og standa og falla með þeim. Þeir eru ekki enn komnir á það siðferðisstig, íslenskt samfélag er ekki enn komið á það siðferðisstig, að skikka menn til þess að bera ábyrgð á gjörðum sín- um. En að undanfömu hefur orðið vart fyrstu stiga þjóðfélagsbreytinga sem Barnahúsið og þjónusta þess við landsbyggðina Með lagabreytingu þann 1. maí var fagleg- um grundvelli kippt undan starfsemi Barnahúss með því að yfirheyrsla yfir böm- um sem granur lék á að hefðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, var sett undir héraðs- dómara. Þessi breyt- ing gerir það að verk- um að starfsemi Barnahúss er nánast sjálfhætt. Greinilegt er að hin lögfræðilegu sjónarmið eru þyngri á metunum en bama- verndarsjónarmiðin að dómi löggjafans. Hugmyndin að stofnun Bamahúss á sínum tíma var sú að með því að skapa baminu öraggt umhverfi með samvinnu ýmissa fagstétta á einum stað, mætti draga úr kvíða og ótta hjá baminu og fjölskyldu þess. En slíkt fylgir því oftast að þurfa að end- urupplifa erfiða lífsreynslu með end- urteknum viðtölum við marga aðila frá mismunandi stofnunum á mis- munandi stöðum. Með tilkomu Bamahúss skapaðist möguleiki til að draga úr ótta og kvíða hjá bömum með því að allar yf- irheyrslur og viðtöl fara fram einu sinni og á einum stað. Á fundi Félagsmálanefndar Isa- fjarðarbæjar þann 7. desember 1999, lýsti nefndin áhyggjum sínum yfir hugsanlegri lakari stöðu bama á landsbyggðinni ef ekki tekst að tryggja framtíð Barnahúss sem mið- stöðvar rannsóknar kynferðisafbrota gagnvart börnum. I framhaldi af þessari bókun nefndarinnar ályktaði Kjell Hymer Júh'us Einar Halldórsson rmi 'geýV*' ftítcv JLX 'l&&IXMÉhreinsunin sími 533 3634, gsm 897 3634 Allan sólarhringinn. Laugavegi 4, sími 551 4473 Súrefnisvörur Karin Herzog 4 Vita-A-Kombi olía bæjarstjóm ísafjarðarbæjar þann 16. desember 1999 einróma að skora á félagsmálaráðuneytið að halda starfsemi Barnahúss óbreyttri. Tilefni þessa greinarkoms er út- varpsviðtal við Þórhildi Líndal, um- boðsmann barna, á rás 2, föstudag- inn 17. desember 1999. Þórhildur heldur því fram að börn úti á lands- byggðinni gjaldi fyrir tilvist Barna- húss sem staðsett er í Reykjavík. Undirritaðfr vilja mótmæla þess- um staðhæfingum umboðsmanns barna og telja fráleitt að börn úti á landsbyggðinni líði fyrir tilvist Barnahúss í Reykjavík. í fyrsta lagi þá má benda á að landsbyggðin býr ekki yfir þeim stöðugleika í sérfræði- og fagþekk- ingu sem nauðsynlegur er til að hægt sé að meðhöndla kynferðisafbrota- rnál gagnvart börnum eins og Barna- húsið býr yfir. Ástæðan er einfald- lega sú að barnaverndaramdæmin úti á landsbyggðinni er oft of lítil til þess að hægt sé að halda uppi fag- þekkingu og sérfræðiþjónustu á þessu sviði. Það er ennfremur hægt að benda á að á sumum stöðum úti á landi er varla hægt að tala um að sveitarfélögin sinni lögskipaðri þjón- ustu að því er varðar félags- og barnavemdarmál vegna smæðar og skorts á fagfólki. Vegna ofangreindra veikleika er sterk miðstöð fagþekkingar og sér- fræðikunnáttu í kynferðisafbrota- málum gagnvart börnum 18 ára og yngri, nauðsynleg til að þessi þjón- usta við landsbyggðina sé eins og bestverður ákosið. Að halda því fram að starfsemi Barnahúss í Reykjavík vinni gegn hagsmunum barna á landsbyggðinni, er álíka „skynsamlegt“ og að halda því fram að að sérhæfð starfsemi sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda heilaskurðlækningar, vinni gegn hagsmunum landsbyggð- arinnar. Það hlýtur allt sæmilega skynsamt fólk að sjá að það er ekki skynsamleg ályktun að halda þvi fram að Barnahúsið vinni gegn hags- munum barna á landsbyggðinni. í viðtalinu við Þórhildi kemur fram að hún telur að almennt eigi héraðs- dómarar að meta hvort þeir telji að viðtöl og rannsóknir eigi að fara fram hjá héraðsdómi eða í Barnahúsi og tekur hún ekki afgerandi afstöðu til þess hvort leggja eigi niður Barna- hús eða hvort halda eigi áfram starf- semi þess. Þar sem komið hefur verið upp sérstökum yfirheyrsluherbergjum hjá héraðsdómuram í tveimur stærstu þéttbýlissvæðum landsins, Reykjavík og Ákureyri, eiga dómar- ar að meta það hvort yfirheyrslur eigi að fara fram í Bamahúsi, að dómi Þórhildar, eða í héraðsdómi. Með þessu fyrirkomulagi era menn í raun komnir aftur að þeim forsendum og aðstæðum sem lágu til grandvallar því að Barnahúsi var komið á laggirnar á sínum tíma. Áður en Barnahús tók til starfa var börnum þvælt hingað og þangað, frá einum sérfræðingi til annars, í sí- fellt endurteknum viðtölum við mis- munandi aðstæður og við mismikla kunnáttu sérfræðings. Það ástand leiddi í raun til þess að engin sérhæfð fagþekking safnaðist upp á einum stað og börn máttu líða fyrir það að fara í ítrekuð og endurtekin viðtöl um sára og ógnvekjandi reynslu sína af kynferðislegri misnotkun. Ef hugmyndir Þórhildar, um starfsemi Barnahúss sem einskonar varaskeifu fyrir dómara, ná fram að ganga, munu þær stuðla að því að færa rannsóknaraðferðir í kynferðis- afbrotamálum gagnvart börnum aft- ur til þess tíma sem var fyrir stofnun Barnahúss árið 1997. Það er staða sem landsbyggðin sættir sig öragg- lega ekki við. Og það er skref aft- urábak. Það má benda á að með tilkomu Barnahúss hafa fleiri kynferðisaf- brotamál komið upp á yfirborðið vegna þess m.a. að þessi starfsemi hefur stuðlað að umræðu í samfélag- inu um kynferðisafbrot. Það hefur leitt til að hugmyndir og afstaða manna til kynferðisafbrota gagnvart börnum hefur breyst. Tilkoma Barnahúss hefur auk þessa gert fagfólki í litlum sveitar- félögum, sem ekki hafa yfir að ráða sérhæfðri fagþekkingu, kleift að vera í beinu sambandi við fagfólk í Barna- húsi með ráðgjöf. Það nýtist ekki síst börnum og fjölskyldum þeirra úti á kalla mætti byltingu. Almenningur er að rísa upp gegn alræði ábyrgðar- leysisins og gagnrýnisfötlun fjölmiðl- anna. Æ oftar er það almenningur sem klæðist hinni vandalausu skikkju fjórða valdsins. Borgarbúar skrifuðu Lands- símann og Jón Ólafsson úr Laugar- dalnum og Umhverfisvinir myndu einnig stroka Fljótsdalsvirkjun út af kortinu ef þefr fengju tíma til þess; það veit rfidsstjórn Davíðs Oddsson- ar og því er framvarpi iðnaðarráð- herra þröngvað með handafli gegn- um þingið á ólöglegum hraða. Samtrygging hins ábyrgðarlausa ríkisvalds, hinna lotningarfullu fjöl- miðla og hins bitlingafulla efnahags- lífs er að rofna, sundrað af hinum netvædda og heimsvana almenningi sem veit núorðið hvernig reka á al- mennilegt þjóðfélag þar sem ómetan- legum verðmætum samfélagsins er ekki úthlutað ókeypis til útvaldra einkavina og stjórnmálamenn yppta ekki brosandi öxlum þegar þeir era spurðir um siðlausar ákvarðanir. Brynjan er dælduð og þess verður vonandi ekki langt að bíða að við, fólkið í landinu, þröngvum ráða- mönnum til þess að axla ábyrgð á eig- in gerðum. Þar til það gerist stendur lýðveldið Island ekki undir nafni. Höfundur er heimspekingur. Barnahús Við teljum fráleitt, segja Kjell Hymer og Júlíus Einar Halldórsson, að börn úti á landsbyggð- inni líði fyrir tilvist Barnahúss í Reykjavík. landsbyggðinni heldur hefur það einnig tryggt að rétt sé að farið í þessum viðkvæmu málum eins og kostur er. Það má því segja að starfsemi Barnahúss hafi dregið úr líkum á því að mistök séu gerð í upphafi rann- sóknar kynferðisafbrotamáls gagn- vart börnum. Það er nauðsynlegt að fólk átti sig á að ef héraðsdómuram verður í sjálfsvald sett hvort þeir leita til Barnahúss eða láti yfirheyrslur fara fram í sérstöku herbergi í dómhúsi, þá minnka líkur allveralega á því að Barnahús verði sú miðstöð sérþekk- ingar á kynferðisafbrotum gagnvart börnum, eins og stefnt var að með stofnun þess, þar sem líklegt er að verkefni þess dragist veralega sam- an. Slík þróun þjónar ekki hagsmun- um bama úti á landsbyggðinni. Undirritaðir era ekki með þessu greinarkorni að halda því fram að leita eigi suður eftir allri sérfræði- þekkingu. Nauðsynlegt er að sú vinna sem hægt er að vinna í héraði vinnist þar áfram. En til þess að jafn- vægi ríki á milli hinna ólíku lands- hluta, sem misjafnlega standa að vígi gagnvart sérhæfðri vinnslu kynferð- isafbrotamála gagnvart börnum, er brýn nauðsyn á að sú miðlæga sér- þekking sem safnast hefur upp með tilkomu Barnahúss, nýtist lands- byggðinni eftir því hvar þörfin er mest. Með því að leggja niður Bamahús eða að gera það að varaskeifu fyrir dómara, tapast mikil þekking og kunnátta í meðferð kynferðisafbrota gagnvart börnum. Einnig minnka líkur á því að kynferðisafbrotamál gagnvart börnum verði unnin af þeirri þverfaglegu kunnáttu sem þegar er til staðar. Það virðist sem ráðamenn þjóðar- innar átti sig ekki á hvflíkt feilspor verið er að stíga með þessari nýju skipan í yftrheyrslu gagnvart börn- um í kynferðisafbrotamáli. Það er von undirritaðra að þjóðin forði sjálfri sér frá því að slíkt skref verði stigið afturábak í meðferð kynferðis- afbrotamála gagnvart börnum. Kjell Hymer cr félagsmálnstjóri í ísn fjarðarbæ. Jiílíus Einnr Hall- dórsson er sálfræðingur heilsugæslu ísnfjnrðnrbæjnr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.