Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ______________________________________________________FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 39 MINNINGAR ÍJ J i stór hluti af tilveru minni svo lengi sem ég man. Allt frá þeim degi að móðir mín kom með mig heim til þín hefur þú verið til staðar fyrir mig. Eg tel mig hafa verið mjög lánsama, elsku amma, að hafa verið umvaíin elsku þinni alla tíð. Það er erfitt að kveðja og fátækleg orð geta ekki lýst því hvað söknuðurinn er sár. Þú varst alltaf jákvæð, kímin og stutt í hláturinn. Þú varst mjög gest- risin, elskaðir að gleðja aðra og gafst stöðugt af þér. Dæmdir ekki og gast alltaf séð það góða í fari annarra. Elsku amma mín, minningar um þig eru svo margar. Minningai' um faðmlög og hlýju og þegar út af bar í lífinu þá vai'st þú alltaf til staðar, elska þín var alltaf án skilyrða. Eg gat alltaf komið til þín og verið ég sjálf, vitandi að þú myndir umvefja mig elsku þinni í gleði sem í sorg. Þér var ekkert um megn, engir erfiðleik- ar svo miklir að ekki væri hægt að yf- irvinna þá. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og mína fjölskyldu og við elskum þig öll Það sýnir best hve elskuð þú varst af öllum að litla dóttir mín skrifaði þér bréf sem hún lagði á bijóst þitt þegar hún kvaddi þig í síð- asta sinn, bréf sem hún treysti þér einni fyrir að taka með til himna. Sæll er sá, er situr í skjóli Hins hæsta. Sá er gistir í skugga Hins almáttka, SáersegirviðDrottin: „HælimittogHáborg. Guðminn, erégtrúiá. Elsku amma, ég ætla að kveðja þig í bili, en minningarnar um þig munu lifa um ókomna tíð. Bergþóra Oddgeirsdóttir. Elsku amma mín, ég er orðlaus. Það er svo margt sem mig langar að segja þér, en það er ein bæn sem er ofarlega í huga mér sem mig lang- ar að færa þér, elsku amma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginniyíirminni. (Sig. Jónsson.) Ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Birna. Elsku amma, hvað það er skrýtið að þú skulir vera farin frá okkur. Þú sem varst alltaf svo hress og skemmtileg og þrátt fyrir veikindi þessa síðustu mánuði léstu aldrei bil- bug á þér finna. Það var alltaf stutt í grinið enda lýsir það karakter þínum vel að allt fram á síðustu stundu reyttirðu af þér brandarana. Við áttum góðar stundir saman og þá iðulega í góðu yfirlæti, fyi'st á Kleppsveginum og svo á Grandaveg- inum. Þar gafst þú okkur systrunum ýmislegt góðgæti og við fórum oftar en ekki heim með magaverk, aðallega vegna mikils ísáts. Það var líka ógleymanlegt þegar við vorum litlar og þið afi voruð í sum- arbústaðnum ykkai' á Laugarvatni, þá vai' okkur alltaf boðið upp á gos og undantekningarlaust vai' það Mix. Við systumar kölluðum þig því lengi vel „ömmu mix“. Þrátt fyrir háan aldur hættirðu aldrei að lifa lífinu. Fram á þessi síð- ustu ái- fórstu enn í bíó, ljós og hittir vinkonur þínar á spjalli yfir bjórglasi. Þú varst líka alltaf svo vel til höfð og fylgdist með tískunni. Við eigum aldrei eftir að gleyma því þegar þú borðaðir hjá okkur á gamlárskvöld hér fyrir örfáum árum og þú sagðir eftir matinn að þig langaði mest til að fara í almennilegt partý, kona komin á níræðisaldur! Þú fylgdist líka vel með því sem var í gangi hjá okkur systrunum og það var svo gaman að tala við þig því þrátt fyrir meira en sextíu ára aldursmun varst þú eins og jafnaldri okkar. Elsku amma, við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þínum einstaka persónuleika og biðjum góð- an guð að vera með þér þangað til við hittumst næst. Þínar Dóra og Valdís. Hún Begga amma, yndisleg amma okkar, er dáin. Aldi'ei er maður búinn undir endalokin sem við öll eigum í vændum og aldrei mun neinn fylla það stóra skarð sem höggvið er í f jöl- skyldu okkar núna. Mun ömmu ávallt verða minnst og sárt saknað. Hún Begga amma var allt sem kona vill vera. Hún var glæsileg í alla staði, góð eiginkona, yndisleg móðir og alveg dásamleg amma, langamma og langalangamma. Hún dæmdi aldrei nokkra manneskju, alveg sama hvað á gekk. Hún var alltaf glöð og kvartaði ekki, nema kannski ef við komum ekki nógu oft í heimsókn til hennar. Þó að hún þyrfti að nota hækjur seinni árin heyrðist hún aldrei kvarta og var aldrei neikvæð. Hún náði alltaf að sprengja matarkúrana okkar með hlaðborðum sem hún ein- hvemveginn galdraði fi-am á sekúndu. Einnig var það ógerlegt að sitja með þungbúið andlit hjá henni því jákvæð- ari manneskju þekktum við ekki. Elsku amma. Við vitum að núna ert þú sameinuð Matta frænda og afa, sem við vitum að þú hefui' ávallt sárt saknað. Við vitum að okkar tími kem- ur einhvemtímann og þá tekur þú á móti okkur opnum örmum. Að lokum viljum við vitna í bókina „Heimsins besta amma“, eftir Helen Exley sem Bérgþóra gaf ömmu í afmælisgjöf, en þar em ummæli ýmissa aðila um ömmur sínar en við gemm eftirfar- andi að okkar: „Hún er ánægðasta og besta kona sem ég hef nokkum tíma séð.“ (Clara Moynes.) ,Af öllum gjöfum þínum þykir mér vænst um blítt viðmót þitt. Fas þitt er mjúkt eins og vorgolan. Þú ert jaín nærgætin og Guð sjálfur. Engin amma gæti átt hlýrra hjarta en þú. Aldrei hefur þú gefið mér gjöf sem ekki var góð. Ég met allar gjafir þínar mikils.“ (Aaron Mccullouch.) Við kveðjum þig, amma okkar, með þessum orðum: Megir þú hvíla í friði. Elín, Bergþóra, Dröfn, Ruth og Þorkell. Elsku langamma og langalang- amma. Þegar amma sagði okkur að þú værir komin upp á spítala varð hugs- unin sú að þú yrðii' komin heim aftur fyrir áramótin, að þú þyrftir bara að- eins að hvíla þig, þú varst búin að vera svo dugleg. En svo hringdi amma um kvöld- matarleytið 29. desember og sagði að þú værir mikið veik. Það var svo erfitt að sætta sig við að svona hjartahlý, sterk og dugleg langamma væri að fara frá okkur. Það var svo margt sem mig langaði að segja þér og ennþá meira sem mig langaði að heyra frá þér. Það er ekki mikið um orð þessa dagana, en mig langar að bæta örfá- um ljóðlínum við áður en ég kveð. Svefninn laðar Kður hjá raér lífið sem ég lifað hef fólkogfurðuverur. Hugann baðar andann hvílir lokbrámínumlæsi vaknaendumærð. Það er sumt sem maður saknar vökumeginvið. Leggst útaf á mér slokknar, svífumönnursvið í sve&rofunum íinn ég, sofalengurvil, því ég veit það ef ég vakna upp finnégafturtil. Svefninn langi laðar til sín lokakaflaæviskeiðs, hinsta andardráttinn. Andinn yfirgefur húsið, hefursigtilhimna, rið hhðið bíðm' Drottinn. Það er sumt sem maður saknar vökumeginvið, leggst útaf, á mér slokknar svífumönnursvið, í svefnrofunum finn ég, sofalengurvil, þegar svefninn verður eilífur, finnégaldreiafturtil. (BjömogDamel.) Guð geymi þig. Heiða, Heiðrún Bima og Rúnar. Einhvem veginn bregður manni alltaf við að heyra andlátsírétt ein- hvers sem maður þekkir. Þá gildir það einu hvort viðkomandi er kominn nokkuð við aldur og hefur um alllangt skeið glímt við erfiðan sjúkdóm, and- lát kemur manni alltaf á óvart. Þann- ig var það á síðasta degi ársins 1999 er við og fjölskyldan fréttum lát okk- ar gömlu og góðu vinkonu, Bergþóru Baldvinsdóttur. Einhvem veginn er það nú svo, að þeir sem maður kynn- ist á fyrstu búskaparárunum verða manni sérstaklega hugstæðir, ekki síst ef maður getur tengt það mörg- um góðum minningum. Þannig er það með Beggu, það var ekki einungis að hún hafi reynst okkur hjónunum vel heldur vom dætur okkar alla tíð í miklu uppáhaldi hjá henni og Geira. Fyrir okkui- vai' það afskaplega mikils virði að finna þá miklu hlýju og um- hyggju sem þau hjón báru fyrir okkur þau ár sem við leigðum hjá þeim í Hófgerðinu. Þessi ár era vel geymd í minningu okkar um þau Beggu og Geira og nú á kveðjustundinni er bæði ljúft og skylt að þakka fyrir þau. Auðvitað gerðist það þegar fjar- lægðir urðu meiri milli okkar að þeim stundum fækkaði sem við hittumst og vissulega finnur maður til nokkurs samviskubits vegna þess að við voram ekki nógu dugleg að fara í heimsóknir til þeirra. Maður heldur alltaf að tími til heimsókna sé nægur. I okkar minningu var Begga af- skaplega kraftmikil og dugleg kona sem hugsaði vel um sig og sína. Hún hafði mikið yndi af ferðalögum og saman fóra þau hjón í margar ferðir bæði innan lands og utan. Þau vora til í að leyfa sér ýmiss konar ævintýri í þessum ferðum og fóra þá ekki alltaf troðnar slóðir. Okkur er einkar minn- isstæð sú ákvörðun þeirra að fara í siglingu með Baltiku um Miðjarðar- hafið og allt til Odessu við Svartahaf- ið. Þau höfðu mikla ánægju af þeirri ferð og voram við oft búin að heyra þau segja frá þessu ævintýri. Begga var mikil blómakona og bar heimili hennar þess glöggtvitni. Okk- ur er það alltaf minnisstætt þegar þau hjón fóra í eitt af sínum ferðalög- um tU útlanda, að Begga bað okkur um að passa fyrir sig stóra gardiníu sem hún átti og var henni afar kær. Við töldum raunar það vera hið minnsta mál, en svona rétt áður en þau fóra út spurðum við Beggu hvort ekki væri eitthvað sérstakt sem við ættum að gera til að gardiníunni liði vel. Begga hvíslaði því að okkur, að henni þætti mjög gott að fá svolítinn rjóma. Við fóram eftir þessari ábend- ingu og þegar gardinían gerðist eitt- hvað deyfðarleg, þá skelltum við á hana góðum ijómasopa. Það baraA gerðist, að gardinían blómstraði sem aldrei fyrr og þegar Begga kom til baka og sá hve blóminu leið vel, þá gaf hún okkur það. Blómakonan vissi hvað blómunum kom best og víst er um það, að Begga átti auðvelt með að láta blómunum sínum líða vel. Þau Begga og Geiri byggðu sér sumarbústað í nágrenni Laugarvatns og þar dvöldu þau löngum stundum. Þar áttu þau sínar ljúfu stundh’ og við vitum að sá staður var þeim einkar kær meðan þau gátu annast hann. Nú að leiðarlokum kveðjum við og dætur okkar góða vinkonu, sem í okk- ar huga verður ávallt gott að minnast. Við þökkum fyrir allar ánægjustun- dimar sem við áttum saman og þykj- umst þess fullviss að nú er Begga í góðum höndum. Við sendum börnum, tengdabörnum, bama- og bama- bamabömum Beggu samúðarkveðj- ur. Guðmundur og Sóley. I 3 okkur í fjölskyldunni stuðning á sorgartíma. Allai' þeirra bænir og hugsanir era hjá þér. Með þökk fyrir allt, elsku pabbi. Þín Anna. Elsku pabbi, nú er löngum veik- indum þínum lokið og þér líður loks- ins vel. í faðmi frelsarans fékkstu loks þá lækningu sem þú þráðir svo heitt. Er ég horfi til baka sé ég hvernig hlutverk þitt í mínu lífi breyttist eftir því sem ég óx úr grasi frá því að vera vemdari og uppalandi yfir í að vera góður og traustur vinur. Alltaf varstu til staðar þegar ég þarfnaðist þess og sérstaklega þegar ég þarfnaðist þess mest og það voru ófá skiptin sem þú hjálpaðir mér bæði í sorg og gleði. Enda þótt áhugamál okkar væru ólík gátum við alltaf talað saman um það sem á daga okkar hafði drifið og málefni líðandi stundar. Alltaf hugs- aðir þú vel um mömmu og okkur systkinin og settir okkar hag alltaf fram fyrir þinn eigin. Fjölskyldan var þitt aðal áhugamál, alltaf fyrstur að rétta fram hjálparhönd ef eitthvað bjátaði á. Þó að áhugamálin væra mörg og stór hafðirðu alltaf tíma fyr- ir okkur systkinin og þakka ég guði fyrii' öll þau góðu ár sem við áttum með þér. Og síðar þegar barnabörnin komu áttirðu alltaf tíma handa þeim og jafnvel þegar þér leið sem verst nægði aðeins að nefna stelpurnar mínar á nafn og það lifnaði yfir þér, þú varst óþreytandi við að heyra af afrekum þeirra og prakkai’astrikum og alltaf lumaðir þú á nammi handa þeim í úlpuvasanum. Enda þótt ég hafi ekki valið sömu leið í lífi mínu og þú, hvorki í leik né starfi, reyndir þú aldrei að breyta því, þú tókst mér eins og ég er og reyndir ekki að breyta því, þú leyfðir mér að gera mín mistök, varst fyrst- ur að fagna með mér sigrum mínum og varst alltaf til staðar ef illa fór. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát- ur. Vinátta þín var mér mikils virði og í þeirri vináttu var ekkert á milli okk- ai' óuppgert, ekkert var ósagt, við skildum sáttir. Ég mun alltaf minn- ast þín með hlýhug og væntumþykju og allar þær góðu minningar sem ég á um þig munu ylja mér um ókomna tíð. Drottinn blessi þig og minningu þína. Rögnvaldur Bjamason. Kæri afi Bjarni. Núna veit ég að þú ert dáinn og ert uppi í himninum hjá mömmu þinni.Viltu passa okkur Lindu Maríu í nótt og kannski bara alltaf því að ég veit að þú ert orðinn engill og englar era hjá þér og passa fólk.Viltu líka passa Hildi systur mína og auðvitað pabba, Önnu og ömmu Helgu og mest afa Rögnvald. Mér þykh’ svo vænt um þig, elsku afi minn. Þín Ingibjörg Helga. Þú komst til að kveúja í gær. Þú kvaddir, og allt varð svo hljótt. Á glugganum frostrósin grær. Eg get ekki sofið í nótt. Hvert andvarp frá einmana sál, hvert orð, sem var myndað án hljóms, nú greinist sem gaddfreðið mál í gervi hins lífvana blóms. - (Freymóður Jóhannsson). Aðfangadagur, fæðingarhátíð frelsarans, hátíð ljóss og friðar. Lítill frændi blæs á loga á afmælistertu, á nær sama tíma slokknar lífsneisti gamals vinar, Bjarna Rögnvaldsson- ar. Við hjónin ásamt þeim Bjarna og Helgu höfum vitað hvert af öðra, not- ið kunnings- og vinskapar frá þvi við hófum skólagöngu. Strákarnir í sama bekk og stelpurnar í þeim sama frá stubbadeild og upp gagnfræðaskól- ann. Mestur samgangur okkar var þó eftir að við hófum búskap, um tví- tugsaldurinn og þar til Bjami og Helga fluttu á Reykjavíkursvæðið. Að umgangast þau hjón var einstak- lega hressandi. Þeim fannst lífið svo skemmtilegt, sáu spaugilegu hliðam- ar á flestu og gátu hlegið að bókstaf- lega öllu. Eigin deyfð rauk með það sama út um gluggann og kvartett- hláturinn ómaði oft langt fram á nótt. Þegar hamingja þeirra var í há- mai-ki, þau búin að eignast gerðar- lega greindarpeyjann hann Rögga, eigendur að lítilli íbúð, búin að festa sér lóð og engillinn hún Anna nýf- ædd, reið yfir þau fyrsta af svo ótrú- lega mörgum áfóllum sem þau máttu þola næstu 20 árin. Helga fékk heila- blóðfall og lá á milli heims og helju í margar vikur. Kletturinn Bjarni stóð keikur svo lengi sem hægt var en bognaði að lokum. „Horfin var nú sumarið og sólin, í sálu minni hefur giíma völd.“ Bæði náðu eins góðri heilsu og hægt var að búast við. Helga hló að öllu eins og áður, nú mest að sjálfri sér þegar takmarkað sjónsvið henn- ar eftir áfallið olli því að hún gekk á eða féll um hluti, eða þegar hönd eða fótur létu ekki að stjórn. Bjarni hló sjaldnar, brosti og hafði alltaf áhyggjur af Helgu sinni. Gríman í sálinni hafði völdin öðru hverju, sleppti ekki takinu um tíma þegar Helga fékk brjóstakrabbamein og fjarlægja þurfti bæði brjóstin. Gamlan vinskap ræktuðu Bjarni og Helga betur en margur. Þau komu aldrei svo til Eyja að þau litu ekki í heimsókn. Síðast bönkuðu þau upp á fyrir rúmu ári. Bjarni var þá sérlega hraustlegur og hress. Hann var ný- stiginn upp úi' langvarandi veikind- um, hafði talið sig með magakrabba, en eins og hann sagði sjálfur: „Þegar doksarnir fundu loksins út hvað að mér gekk, tók þá ekki nema nokkra daga að koma mér til fullrar heilsu á ný.“ Hann rétt dreypti á kaffi og eða- lvíni, var hættur að reykja, synti dag- lega og vildi helst plægja golfvelli all- an sinn frítíma. Hláturinn var kominn aftur og lífsgleðin var algjör. Stuttu síðar fréttum við að veikindin hefðu ekki verið læknuð að fullu, böggull fylgdi skammiifi og þá var stutt í „grímuna í sálinni“. Hann sá ekki Ijósið eftir þetta síðasta áfall. Bjarna munum við ætíð minnast eins og hann kom okkur fyrir sjónir í síðustu heimsókn. Hreystin uppmál- uð, útitekinn og hlátui-inn - hlátur- inn! Elsku Helga okkar. Þú átt alla okkar samúð. Guð gefi að þinn órú- legi styrkur hjálpi þér nú sem fyrr. Rögnvaldi eldra, Rögga og Önnu, systkinum, barnabörnum og tengda- fólki sendum við einnig okkai' inni- legustu samúðarkveðjur. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt Eg harma það, en samt ég verða að segja, að sumarið líður allt of fljótt - (VilhjálmurVilhjálmsson). Hrefna og Snorri. í dag kveðjum við Bjarna Rögn- valdsson sem hefur fengið frið og hvíld eftir erfið og sár veikindi. Kynni okkar Bjarna hafa staði í rúman áratug. Þegai’ hann réðst til starfa hjá íþróttahúsi Iþróttafélags fatlaðra í Reykjavík ui'ðu þau enii.~ meiri. Það var lán okkar á þeim tímamót- um að fá til starfa hjá okkur mann eins og Bjarna sem bæði var völund- ur í höndum, samviskusamur, dug- legur og áhugasamur um að allt væri í sem bestu ástandi og að reksturinn gengi sem best. Þar lagði hann gjörva hönd á plóg og var sífellt að dytta að, lagfæra og þrífa svo fólki sem þar stundaði æfingar liði sem best og fyndist það vera heima hjá sér. Fyrir um tveimur áram veiktist Bjarni og þrátt fyrir að hann kæmi aftur til starfa tóku veikindin sig upp og nú drógu þau enn þyngri dilk á eftir sér. Við sem alltaf biðum og von- f~ uðum að Bjarni væri að snúa til stai'fa aftur gerðum okkur á engan hátt grein fyrir hvað veikur hann var í raun orðinn. Því er ekkert eftir annað en að kveðja og þakka fyrir góð kynni, samstarf og einstaklega gott starf sem hann vann fyrir íþróttafélag fat- laðra í Reykjavík. Helgu, börnum, ættingjum og vin- um sendum við okkar innilegustu samúaðarkveðjur. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, semenginnívökusér. (Davíð Stefánsson.) Hvíl þú í friði, kæri vinur. Arnór Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.