Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HERMINA *SIGURGEIRSDÓTTIR KRISTJÁNSSON ./r + Hermína fæddist á Stóruvöilum í Bárðardal 16. mars 1904. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 26.12. síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigur- geir Jónsson, organ- isti og söngstjóri, f. 24.11. 1866, d. 4.11. 1954, og Júlíana Friðrika Tómasdótt- ir, húsmóðir, f. 21.7. 1872, d. 14.6. 1953. Systkini Hermínu: Páll, kaupmaður, f. 16.2. 1896, d. 21.2. 1982; Vigfús, ljósmyndari, f. 6.1. 1900, d. 16.6. 1984; Gunnar, organisti og píanó- kennari, f. 17.10. 1901, d. 9.7. 1970; Eðvarð, ljósmyndari, f. 22.10.1907, d. 12.8.1999; Jón Að- algeir, skólastjóri, f. 24.5. 1909; Agnes, f. 23.10.1912, d. 9.9. 1928; Hörður, Ijósmyndari, f. 6.5. 1914, d. 2.6. 1978, og Haraldur, skrif- stofumaður, f. 6.10.1915. Hermína giftist 10. ágúst 1929 Birni Ki'istjánssyiii, stórkaup- manni, f. 14. nóvember 1897, d. 28. janúar 1980. Foreldrar hans voru Kristján Gíslason, kaupmað- ur á Sauðárkróki, f. 15.6.1863, d. 3.4. 1954, og Björg Sigríður Anna Eiríksdóttir, húsmóðir, f. 30.6. 1865, d. 31.7.1928. Börn Hermínu og Björns: 1) Leifur, læknir í Bandaríkjunum, f. 27. júlí 1931, maki Edda Sigrún Björnsdóttir, Iæknir, f. 1.12. 1936, d. 5.9. 1987; börn þeirra Árni, f. 12.10. 1958, Björn, f. 30.8. 1960, og Helga, f. 12.2. 1962. Seinni kona Leifs er Rita Stepnitz, f. 7.8. 1941. 2) Björn, flugvélavirki, f. 9.3. 1933, maki Guðrún Gerður Ásmunds- dóttir, leikari, f. 19.11.1935; börn þeirra Sigrún Edda, f. 30.8. 1958, Leifur Björn, f. 28.10. 1966. Seinni kona Björns er Sigþrúður I dag kveðjum við brautryðjanda í menntunarmálum hljóðfærakennara hér á landi. Hermína S. Kristjánsson var fyrsti kennari í píanókennara- deild Tónlistarskólans í Reykjavík og átti stóran þátt í mótun þeirrar deildar frá upphafi. Með óþreytandi "*"huga sínum og umhyggju fylgdi hún eftir hverjum hópnum á fætur öðrum í starf píanókennarans. Árið 1970 var stofnað Félag píanó- kennara, sem var fagfélag píanók- ennara. Það varð seinna Félag tón- listarkennara, og var hún kjörin heiðursfélagi þess. Hún sýndi því alltaf mikinn áhuga að vel yrði staðið að faglegum þætti kennarastarfsins og hvatti m.a. til námskeiðahalds á vegum félagsins í þeim tilgangi. Eg hóf ung að árum nám í Tónlist- arskólanum í Reykjavík hjá Rögn- valdi Sigurjónssyni, píanóleikara. Þegar að lokum náms kom ákváðum við í sameiningu að ég myndi ljúka því í píanókennaradeild Tónlistar- ¦pskólans. Það var góður skóli að njóta leiðsagnar Hermínu við fyrstu skref- in á kennaraferli. Hún var nákvæm og krafðist agaðra vinnubragða, en var jafnframt ljúf og elskuleg í við- móti. Fjölskyldu hennar eru færðar samúðarkveðjur og með djúpri virð- ingu kveð ég hana í dag og þakka fyr- ir allt það sem hún gerði fyrir mennt- un píanókennara hér á landi. Sigríður Sveinsdóttir, fyrrv. formaður Félags tonlistarskóiakennara. ft Misserisgömul fór hún fyrstu langferðina um heiminn, vafin í sæng í fangi móður sinnar tveggja dag- leiða lestarferð með fátæklega bús- hluti, þar á meðal orgelharmóníum, bundna í klyfjar og góða mjólkurkú í taumi. Loks staðnæmdist ferðlúin ri£Lölskyldan, hjón með þremur sonum sínum og þessari ómálga dóttur, fyr- Zóphóníasdóttir, kennari, f. 14.6. 1944; börn þeirra Oddný Anna, f. 16.4. 1974, Hlynur Ómar, f. 23.5. 1976, og Lára Björg, f. 22.2. 1980. Hermína fluttist sem kornabarn til Akureyrar og lærði þar hljóðfæraieik hjá föður sínuiti en fluttist til Reykja- víkur um 1923 og stundaði þar nám í píanóleik. Síðar fór hún til Kaupmannahafnar og vann þar námsstyrk til þriggja ára við Tónlistarskóla Kaup- mannahafnar. Þar kynntist hún Birni og fluttust þau til Hamborg- ar 1929. Þar stundaði hún áfram nám í píanóleik og hélt nokkra tónleika, þar til heimsstyrjöldin hófst 1939, en Björn stundaði við- skipti við ísland. Þegar viðskipta- samböndin við Island rofnuðu harðnaði á dalnum hjá fjölskyld- unni og hóf Hermína þá að kenna píanóleik og fékk fljótlega marga nemendur. Þegar allt var komið í bál og brand flýði fjölskyldan til Kaupmannahafnar þar sem Her- mína stundaði kennsluna áfram til stríðsloka 1945. Fljótlega eftir heimkomuna hóf Hermína pi'anó- kennslu, fyrst heima hjá sér en stuttu síðar við Tónlistarskóiann í Reykjavík allt til ársins 1974. Seinni árin var hún yfirkennari í píanókennaradeild Tónlistarskól- ans. Hún varð heiðursfélagi í fé- Iagi tónlistarkennara 1980 og í félagi íslenskra tónlistarmanna 1988. Hún var sæmd riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu 1979. Hermína verður jarðsungin frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ir framan hús Þórðar gullsmiðs við Aðalstræti og sté af baki, hvíldinni fegin. Hér skyldi í bráð verða heimili þessara bárðdælsku innflytjenda tO Akureyrar, sem tveimur árum seinna fluttust í eigið húsnæði, neðri hæðina í nýju húsi, Spítalavegi 15. Þar átti eftir að verða óformlegur tónlistarskóli akureyrskra og norð- lenskra ungmenna næstu áratugina, en auk þess holl uppeldisstöð systk- inahópsins, barna þeirra Friðriku Tómasdóttur og Sigurgeirs söng- kennara, sem svo var jafnan nefnd- ur. Þarna óx Hermína upp við mikið ástríki beggja foreldra og dálæti sjö bræðra og einnar systur, sem varð skammlíf. Og þarna drakk hún í sig ást á tónlistinni við daglega áheyrn hennar og iðkun, ást, sem aldrei kulnaði. Tónlistin varð henni ekki að- eins lífsbjörg og atvinna, heldur líf hennar og yndi ævilangt. Og þarna bar fundum okkar fyrst saman. Ég fæddist nefnilega þar uppi á loftinu, þar sem foreldrar mín- ir höfðu á leigu herbergi og aðgang að eldhúsi fyrstu búskaparárin. Her- mína föðursystir mín var þá tvítug heimasæta, og fæðing fyrsta systk- inabarnsins ærinn stórviðburður. Þess vegna hefir hún ekki verið langt undan, þegar atburður þessi varð. Hún hefir margsagt mér (og ekki efa ég orð hennar), að ég hafi komið henni fyrstri í fang beint úr höndum ljósmóðurinnar, meira að segja áður en ég var lagður að brjósti móður minnar. Svo mikið er víst, að frá þeirri stundu hefir frændsemi okkar verið mjög náin, svo náin, að fyrir nokkrum árum tók hún mig í heyr- anda hljóði í tölu bræðra sinna og El- len konu mína í tölu mágkvennanna. En þar kom, að Hermína sigldi til Kaupmannahafnar til frekara náms í píanóleik, bæði af eigin löngun og vegna eindreginnar hvatningar ann- arra, sem hlýtt höfðu á leik hennar. Ekki voru þó efnin mikil eða farar- eyririnn þungur í vasa. Inntökupróf- ið í Konunglega tónlistarháskólann hlaut að skera úr um það, hver fram- tíð hennar yrði á námsbrautinni. Hún stóðst ekki aðeins prófið, heldur stóðst það með þvílíkum ágætum, að hún hlaut ókeypis skólavist næstu þrjú árin, en slíkt hlotnaðist aðeins örfáum afburða-nemendum. Á Hafn- arárunum bar saman fundum þeirra Björns Kristjánssonar frá Sauðár- króki, og þau felldu hugi saman. Þau gengu í hjónaband og stofnuðu heim- ili í Hamborg, þar sem Björn setti á stofn verslunarfyrirtæki og seldi ís- lenskar afurðir. Þar fæddust synir þeirra báðir, Leifur og Björn. Mjög var gestkvæmt á heimili þeirra, enda voru þau vinmörg, gestrisin og hjálp- söm. Hermína gerði sér far um að kynnast hinu auðuga tónlistarlífi Þjóðverja með því að sækja tónleika og óperusýningar. Einnig hélt hún áfram námi í píanóleik hjá færustu kennurum. Þegar fram í sótti kenndi hún sjálf í einkatímum. Sumarið 1936 kom hún í heimsókn til íslands með synina tvo til mikillar gleði for- eldrum sínum, skyldfólki og vinum. En svo lagðist skuggi ófriðar yfir Evrópu og heimsbyggðina alla. Hvergi var öruggt skjól fyrir mann- skæðum vopnum og vígamönnum. Ægilegar loftárásir lögðu mikinn hluta Hamborgar í auðn. Fáar eða engar fregnir var að hafa af fólki handan víglínunnar. Sáran kviða háskans og óvissunnar setti að öldr- uðum foreldrum, sem áttu dóttur, dóttursyni og tengdason innan um rústir hálfeyddrar borgar, meðan út- varpið flutti daglegar fréttir af lim- lestingum, mannfalli og tortímingu frá þeim slóðum. En Hermína og Björn voru heppin. Fjölskyldan hélt lífi og limum og meira að segja eign- um, þar á meðal Förster-flyglinum góða. En Björn var orðinn heilsu- tæpur og lítið var við að vera í hálf- eyddri borg, svo að ákveðið var að flytjast búferlum til Kaupmanna- hafnar. Vegna veikinda Björns kom það í hlut Hermínu að sjá um búslóð- arfiutninginn, sem var enginn hægð- arleikur, þar sem Þjóðverjar voru um þessar mundir lítt aflögufærir um rými í járnbrautarvögnum. En fyrir einstakan dugnað hennar, glað- lyndi og ótrúlega röð tilviljana tókst henni að ljúka því verki með heiðri og sóma. Hún vann svo fyrir fjöl- skyldunni með píanókennslu í Kaup- mannahöfn til styrjaldarloka, en þá fluttust þau til íslands aftur eftir 19 ára dvöl hennar erlendis. Mikill var fögnuður ættingja og vina, sem þóttust þau úr helju eða að minnsta kosti mikilli mannhættu heimt hafa. Afi minn, sem var heitur tilfinningamaður, táraðist af gleði, en amma mín, sem hafði meir tamið sér um ævina að stilla sig bæði í gleði og sorg, lét minna á bera. Var þó gleði hennar ekki síður djúp og heit við endurkomu dótturinnar til lands- ins eftir hina löngu útivist. Nú tók við píanókennsla í Reykja- vík, fyrst í einkatímum, en síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík, við mikinn orðstír. Hermína var bæði elskuð og virt af nemendum sínum, því að hún var ekki síður trúnaðar- vinur þeirra og ráðgjafi en fyrir- mynd og lærimeistari. Hermína var mikill snillingur við að viðhalda tengslum og kynnum ættingja sinna og fjölskyldu með heimboðum og heimilistónleikum, sem gestirnir önnuðust. Hún hélt ut- an um ættingjahópinn með rögg- semi, glaðværð og gamansemi, en gætti þess jafnframt, að hver og einn ætti einhverju hlutverki að sinna, yrði virkur þátttakandi og legði eitt- hvað fram af eigin rammleik, hver eftir sinni getu. Einkum var lögð rækt við myndlist, leiklist og tónlist, ekki síst tónlist. Hún hugsaði fyrir öllu, hvort sem var sætaskipan eða hlutverkaskipan. Allir voru glaðir og ánægðir og fóru heim með góðar minningar. Glöðust allra var Her- mína sjálf, þó að elst væri í hópnum. Já, gamansemin var henni alltaf eðlisgróin, glaðværðin, hlýtt brosið oghláturmildin. Hún kom alltaf auga á einhverja bjarta hlið á hverju máli, jafnvel þó að syrti í álinn, aldurinn væri orðinn hár, sjónin dapraðist og fæturnir yrðu óhlýðnir. „Enn get ég þó hlegið," sagði hún stundum. Til allrar hamingju hélt hún óskertu andlegu atgervi og stálminni til hinstu stundar. Og hún vildi ganga upprétt og bera höfuðið hátt, jafnvel þó að hún yrði að nota göngugrind. Hún var alltaf hrein, snyrtileg og vel til fara, annað hefði ekki verið henni samboðið. Hún var sönn tignarkona til orðs og æðis. Aldrei skyldi það um hana spyrjast, að hún léti bugast. Alltaf fagnaði hún mér og fólki mínu af ástúð og innileik, gleði og hlýju hjartans, þegar fundum bar saman, sem var þó alltof sjaldan, þar sem við bjuggum hvort á sínu lands- horni. Væntumþykja hennar í minn garð hafði ekkert breyst, frá því er hún tók mig í fang sér fyrst allra fyr- ir þremur aldarfjórðungum. Við Ellen þökkum nú Hermínu frænku alla elskusemi frá fyrstu tíð og biðjum henni blessunar í nýjum heimi. Sverrir Pálsson. Það var komið að hinni árlegu sumarheimsókn fjölskyldunnar til Hermínu frænku og Björns. Ferða- lagið hafðí gengið bara vel. Ég varð að vísu bílveikur strax í Langadal, það hafði hvellsprungið á Holta- vörðuheiði og koppur dottið af ein- hvers staðar innst í Hvalfirðinum. Mamma lyktaði af nýju útlendu sjampói og við pabbi vorum í stífpressuðum jakkafötum báðir tveir. Ég meira að segja með bindi. Elsa systir var samt flottust... hún var í heimasaumuðu. I gær höfðum við borðað lax hjá Vigfúsi frænda og daginn þar áður heimsótt Gunnar og Hönnu í Drápuhlíðina. En núna sem- sagt var rennt vestur Hringbrautina og að Reynimel númer 31. Eða næst- um því. Við enda götunnar var staldrað stutta stund því klukkuna vantaði enn einar fimm mínútur í tólf. Hermína frænka hafði boðið okkur klukkan tólf og vildi þá að við kæmum klukkan tólf... auðvitað. Hún var í eldhúsglugganum, veifaði og kallaði og kom svo hlaupandi nið- ur til að fagna okkur og kyssa. Mikið áttu fallega systur, sagði hún, og svo vorum við komin inná þykka fallega teppið hennar inní bjarta stássstof- una með öllum myndunum af heims- fræga fólkinu sem hún þekkti, eins og Grieg, Schumann og Brams, og biðum þess að hún segði okkur hvar við ættum að sitja. Hermína frænka vísaði alltaf til sætis því henni var annt um að allir fengju bestu sætin. Síðan var talað um stofublóm, Stóru- velli, orgelið hans afa og Hamborg. Ég man að pabbi hafði sagt við mig að kannski vildi Hermína frænka heyra hvað mér gengi vel í píanó- náminu. Ég var svolítið kvíðinn því að ég vissi hvað hún var mikill píanó- kennari og svo var hljóðfærið hennar svo ótrúlega miklu stærra og fal- legra en hljóðfærin á Akureyri. Ég gæti örugglega ekki spilað nógu vel á það. Flygillinn hennar Soffíu píanó- kennara var reyndar alveg ágætlega stór en þessi flygill var helmingi, helmingi flottari. Svo var hann líka frá Hamborg. Bara að ég þyrfti ekki að spila á hann. Og heppnin var með mér því þegar pabbi minntist á að ég gæti spilað fyrir frænku var klukkan akkúrat fimmtán mínútur yfir tólf og þá var tími til kominn að setjast að fallega skreyttu matarborðinu. Her- mína frænka hafði nefnilega talað um að við myndum borða klukkan fimmtán mínútur yfir tólf. Björn gekk á mjúku inniskónum sínum að glugganum og opnaði og viti menn... fuglarnir byrjuðu að syngja. Ein- hvern veginn sungu fuglarnir miklu betur í garðinum hennar Hermínu frænku en annars staðar. í Möðru- vallastrætinu og við Eyrarlandsveg- inn sungu þeir til dæmis bara hver með sínu nefi. Abb... ababb. En ekki hér. Ekki hér í garðinum við Reyni- mel 31. Hér sungu þeir margraddað og allir í sömu tóntegund og ekki of hátt. Þannig vildi Hermína frænka hafa það. Og svo voru lystisemdirnar bornar á borð og áfram var talað um afa og útlönd, eftirmiðdagshvíldir og aftur um útlönd. þarna voru gúrkur, sveskjur, sagógrjón með rúsínum í og rjúkandi blómkál með kúmeni. Svo voru muldar hnetur, meira af rúsinum og... og en hvað. Allt í einu eru fuglarnir hættir að syngja, það hefur dregið ský fyrir sólu. Það er desemberhádegi og gengur á með hríðaréljum. Á borðinu eru ekki lengur útlenskir ávextir og korn heldur heilsoðin ýsa með íslenskum kartöflum og smjöri. Og gestirnir ...vistmenn á Skjóli. Umræðuefnið er heldur ekki lengur Bárðardalurinn eða Berlín... allir sitja hljóðir enda kveðjustund framundan og margir á förum. Hver er þetta, segir hún. Þetta er ég Hermína frænka. Hún sér ekki lengur en þekkir röddina. Ert þetta þú elsku drengurinn minn. Ég krýp hjá henni. Mikið ertu góður að koma því nú er ég að fara... bráð- um. Hvernig hefur mamma þín það og hvernig gengur þér í lífinu frændi minn? Þetta er ekki löng kveðjust- und en hún er falleg. Hermína frænka segist vera þreytt og að ég skuli staldra stutt við. Eg býð henni að hjálpa henni inn á herbergi þegar hún sé búin að borða en það vill hún ekki. Segir að það sé algjör óþarfi. Ég hafi lika nóg annað að gera. Hún er beygð en ekki brotin. Ég segi henni hvað mér hafi alltaf þótt vænt um hana og þakka henni vináttu hennar. Hún brosir og kinkar kolli. Og þegar ég kyssi hana á mjúka kinnina og kveð angar hún af fersk- um ilmolíum. Svo segir hún, Elsa kemur til mín á eftir. Þú átt góða systur. Góða ferð, frænka. Bið að heilsa pabba. Egill Eðvarðsson. Aldur skiptir ekki máli þegar vin- átta er fyrir hendi. Hermína vinkona mín fæddist árið 1904 en ég 1975. Kynni okkar hófust á haustdögum árið 1992 þegar ég gerðist göngufé- lagi frú Hermínu. I upphafi kom ég til hennar tvo morgna í viku hverri og við fengum okkur hálftíma göngu- túra um hverfið okkar, ræddum sam- an um málefni líðandi stundar og það sem fyrir augu okkar bar. Hún sagði mér frá fólkinu sem búið hafði á Mel- unum og sett svip sinn á hverfið. Þegar gönguþrekið þvarr var ekki ástæða til að hætta vinskapnum, því eins og Hermína benti mér réttilega á er jú alltaf hægt að tala saman inn- andyra. Eftir það hittumst við viku- lega í klukkutíma í senn og áttum við alltaf yndislegar stundir saman. Hún sagði mér frá ævi sinni og þar var af nógu að taka; frá æskuárunum á Ak- ureyri; frá tónlistarnáminu í Kaup- mannahöfn; frá árunum í Hamborg og í Kaupmannahöfn í seinni heims- styrjöldinni; frá siglingunni heim til íslands að stríðinu loknu og heim- komunni; frá starfi sínu við Tónlist- arskólann í Reykjavík, þar sem hún kenndi ekki bara nemendum sínum að leika á píanó, heldur einnig góða framkomu og stjórnaði tónleikum með stæl. Fjölskyldan hennar var henni mikils virði og hún þreytttist aldrei á að segja mér frá afrekum þeirra, jafnt þeirra yngstu sem þeirra elstu. Já, það er hægt að segja að við Hermína upplifðum margt saman, hlógum og grétum ef það átti við. Hún kenndi mér að meta sígilda tónlist og ég varð þeirrar ánægju að- njótandi að vera fylgdardama henn- ar á fjölda tónleika. Þar fann ég hve mikillar virðingar hún naut í íslensku tónlistarlífl og hversu mikilvægur burðarás hún hafði verið í uppbygg- ingu tónlistarkennslu á íslandi. Stuttu eftir að kynni okkar hófust tilkynnti hún mér hátíðlega að sér fyndist nafnið mitt ekki passa mér. Eg varð hissa og spurði af hverju. „Þú ert ekkert Camillu-leg," var svarið sem ég fékk, hún ákvað að nefna mig upp á nýtt, hjá sér skyldi ég heita Asta Sólluja. Síðasta ár hefur verið Hermínu vinkonu minni erfitt, og hvíldin var henni kærkomin og hún var södd líf- daga. Hún hafði lifðað viðburðaríku og farsælu lífi og var sátt við sitt. Ég tel mig ákaflega lánsama að hafa kynnst og þekkt frú Hermínu S. Kristjánsson og mun ávallt geyma með mér minninguna um góða og fjölhæfa konu, sem kenndi mér svo margt og fræddi mig um lífið og til- veruna. Guð blessi hana og varðveiti og taki hana í faðm sinn. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, núsællersigurunninn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.