Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Orsakir lestaslyssins í Noregi eru enn óljósar Rannsóknin beinist að hugsanlegum mis tökum lestarstjóra AP Borís Jeltsín skálar við eiginkonu Ezers Weizmans, forseta Israels, í há- degisverðarboði í Jerúsalem í gær. Jeltsín í heimsókn í Landinu helga Segir Rússa hafa snúið baki við and- gyðinglegri fortíð Jerúsalem. AP, Reuters. RANNSÓKNIN á lestaslysinu í Noregi á þriðjudag beinist nú eink- um að því hvers vegna önnur lestin ók framhjá rauðum Ijósum við lest- arstöðina í Rustad, um fimm km sunnan við slysstaðinn. Lestin var á norðurleið og átti að bíða í Rustad eftir annarri lest, hrað- lest frá Prándheimi til Óslóar. Hún lagði hins vegar af stað u.þ.b. fjórum mínútum á undan áætlun og flest bendir til þess að lestarstjórinn hafi annaðhvort ekki séð rauða ljósið eða virt það að vettugi af einhverjum ástæðum. Samkvæmt tímaáætlun lestanna áttu þær að mætast á lestarstöðinni í Rustad klukkan 13.10 og sporskipti- búnaður hafði þegar verið settur upp til að beina hraðlestinni frá Þránd- heimi inn á hliðarspor. „Ef spor- skiptibúnaðurinn er í slíkri stöðu á útakstursljósið fyrir aðalsporið alltaf að vera rautt,“ sagði talsmaður norska járnbrautafyrirtækisins. Lestin fór samt framhjá ljósunum og yfír teinamótin. ,jUlt bendir til þess að merkja- kerfin hafí starfað eðlilega," sagði Ingolf Pederssen, talsmaður nefnd- ar sem stjórnin hefur skipað til að rannsaka slysið. „Annar lestarstjór- anna hlýtur að hafa ekið yfir á rauðu ljósi,“ sagði Steinar Killi, forstjóri norska lestafyrirtækisins. Sérfræðingar telja ólíklegt að erf- itt hafí verið fyrir lestarstjórann að sjá ljósin. Norska dagblaðið Verdens Gang RUSSNESKIR kommúnistar til- nefndu í gær flokksleiðtogann Gennadí Zjúganov frambjóðanda þeirra í forsetakosningunum sem framundan eru í Rússlandi, þrátt fyrir að útlit sé fyrir að hann eigi litla möguleika vegna mikilla vin- sælda Vladimírs Pútíns, sem eftir óvænta afsögn Borís Jeltsíns gegnir nú bæði embætti forsætisráðherra og forseta til bráðabirgða. Ákveðið hefur verið að kosningarnar fari fram sunnudaginn 26. marz. Stjórnarmenn í kommúnista- flokknum, sem ákváðu að útnefna Zjúganov, sögðust vongóðir um sig- ur hans þrátt fyrir að hann hefði beðið ósigur fyrir Jeltsín í síðari um- segir að lestin, sem fór frá Rustad, hafí þrýst sporskiptibúnaðinum upp áður en hún fór yfir á brautarsporið til Ásta þar sem lestirnar rákust saman. Um það bil mínútu áður en lestin fór frá lestarstöðinni í Rustad hafði hraðlestin frá Þrándheimi lagt af stað frá bænum Rena í átt að Rust- ad. Hún var þá 6-7 mínútum á eftir áætlun. Talið er mjög líklegt að hraðlestin hafi verið komin á brautarsporið að Ásta áður en hin lestin lagði af stað frá Rustad. Ástæðan óljós Rannsóknarmenn lögreglunnar og norsku járnbrautanna hafa ekki fundið neina skýringu á því hvers vegna lestin fór yfír teinamótin og beið ekki eftir hraðlestinni frá Þrándheimi eins og venjulega. Þá hefur ekki verið skýrt hvers vegna lestin lagði af stað frá lestarstöðinni í Rustad fjórum mínútum á undan áætlun. Ef til vill verður þessum spurning- um aldrei svarað til fulls. Lestar- stjórinn er á meðal þeirra sem er saknað eftir slysið og lögreglan telur að yfirgnæfandi líkur séu á að hann hafí farist. Sérfræðingar hafa rannsakað um- ferðarljósin og tækjabúnað á lestast- öðinni í Rustad og hljóðupptökur og gögn umferðarstjóra í Hamar, sem fylgdust með ferðum lesta á þessum slóðum. Hermt er að sérfræðingarn- ferð síðustu forsetakosninga, árið 1996. Kommúnistar geta treyst á stuðning um fjórðungs kjósenda, en þeir hafa ekki getað aukið fylgi sitt neitt umfram það á undanförnum árum. „Ég tek útnefningunni með þökk- um,“ hefur ínterfax-fréttastofan eftir Zjúganov í gær. Staðfesta þarf útnefninguna á flokksþingi, sem koma á saman um miðjan mánuðinn. Búizt er við að Eining, flokkurinn sem vann góðan sigur í þingkosn- ingunum í desember, ekki sízt út á að njóta yfirlýsts stuðnings hins vin- sæla forsætisráðherra, muni fljót- lega formlega tilnefna Pútín sem forsetaframbjóðanda sinn. ir hafi ekki fundið neitt sem bendi til þess að slysið hafí orðið vegna tækni- legra annmarka eða bilana. Umferðarstj órarnir urðu felmtri slegnir Umferðarstjórarnir í Hamar átt- uðu sig fljótlega á því að árekstur var yfirvofandi á brautarsporinu milli Rustad og Rena. Þeir eru sagðir hafa orðið felmtri slegnir þegar þeir upp- götvuðu að lestirnar voru á sama sporinu. Þeir reyndu strax að ná farsímasambandi við lestarstjórana en án árangurs. Að sögn norskra fjölmiðla kann ástæðan að vera sú að umferðar- stjórarnir hafi stuðst við úreltan lista yfír farsímanúmer norskra lesta. Sjónvarpið NTB sagði að farsímarn- ir færðust oft á milli lesta þannig að listamir væni sjaldan réttir. Á flestum jámbrautarleiðum Nor- egs hefur verið komið upp öryggis- kerfi sem gerir umferðarstjóram í nálægum bæjum kleift að stöðva lestir þegar hætta er á árekstri. Slíku kerfí hafði ekki verið komið upp á leiðinni þar sem slysið varð. Lestirnar vora ekki heldur búnar talstöðvum, þannig að umferðar- stjóramir í Hamar urðu að reiða sig á farsíma til að ná sambandi við lest- arstjórana. Stein Erik Olsen, öryggismálafull- trúi stéttarfélags norskra lestar- stjóra, sagði í gær að þeir myndu neita að nota brautarsporið þar sem slysið varð uns komið yrði upp nýju öryggiskerfi og allar litlu lestai-- stöðvarnar á leiðinni yrðu mannaðar. Olsen sagði að brautai'sporið yrði lokað í nokkra daga þar til lestirnar hafa verið fjarlægðar og lestarstjór- arnir myndu ekki nota það þar til gengið yrði að kröfum þeirra. Það gæti tekið nokkra mánuði að koma upp nýju öryggiskerfi á brautarspor- inu. 24 lestir fóru yfir á rauðu á síðasta ári Lestaslysið hefur vakið mikla um- ræðu í Noregi um öryggismál norskra lesta. Dagblaðið Bergens Tidende skýrði frá því í gær að fram kæmi í skýrslu lestafyrirtækis norska ríkisins að 24 lestir hefðu far- ið framhjá rauðum ljósum á síðasta ári. Olsen sagði að svo virtist sem blaðið gerði of mikið úr þessum upp- lýsingum. „Menn fara stundum einn eða tvo metra framhjá rauðu ljósun- um, aðeins vegna þess að þeir hemla örlítið of seint. Slík tilvik eru skráð sem akstur framhjá rauðum ljósum." BORÍS Jeltsín er nú staddur í heim- sókn í Landinu helga til að taka þar þátt í jólahátíðahöldum grísk-kaþ- ólsku rétttrúnaðarkirkjunnar. I gær var Jeltsín, sem sagði af sér sem for- seti Rússlands í síðustu viku, veitt í Jerúsalem ein æðsta viðurkenning rétttrúnaðarkirkjunnar. Sagði Jeltsín eftir komuna til Jerásalem, þar sem tekið var á móti honum í fyrrakvöld með öllum þeim virktum sem þjóðhöfðingja sæmir, að hið nýja lýðræðislega Rússland hefði sagt skilið við andgyðinglega fortíð sína og sæktist eftir friðsam- legum tengslum við allar þjóðir heims. Táknrænt gildi Heimsóknin er hlaðin tákurænu gildi fyrir Jeltsín, fyrsta lýðræðis- lega kjörna forseta Rússlands sem endurreisti hina 1000 ára gömlu rétt- tránaðarkirkju Rússlands eftir ára- tuga guðleysi Sovétstjórnarinnar. Jeltsín sat hádegisverð með Ezer Weizman, forseta ísraels, en áður var hann sæmdur, ásamt þjóðarleið- togum sex annarra Austur-Evrópu- ríkja, „orðu hinnar heilögu grafar“, sem hann þáði úr hendi gríska patrí- arkans Díodorasar við athöfn í húsa- kynnum grísk-kaþólska patríarka- tsins í gömlu borginni í Jerásalem. Orðan er kennd við „Kirkju hinnar heilögu grafar“, sem kristin hefð segú að sé byggð yfir gröf Krists. ,Á 2000. ári kristninnar er ég staddur í fyrsta sinni í Landinu helga,“ sagði Jeltsín, sem var aug- ljóslega hrærður við athöfnina. „Það gleður mig að sjá, að við höfum getað haft einhver áhrif hér. Við erum að sjálfsögðu með stöðugar áhyggjur af klofningi landa og kirkna," sagði hann. Kristna rétttránaðarkirkjan skiptist niður í 15 kirkjudeildir, eftir þjóðríkjum og þjóðabrotum. Deilur hafa staðið um tilraunir Bartóló- meusar, patríarkans af Konstantín- ópel, til að sameina kirkjudeildirnar undir sinni stjórn. Viðstaddur jólamessur Síðdegis hélt Jeltsín til Betlehem, þar sem hann hitti Yasser Arafat, forseta heimastjórnar Palestínu- manna. í gærkvöldi, aðfangadags- kvöld að tímatali rétttránaðarkirkj- unnar, tók Jeltsín þátt í messu í grísk-kaþólsku dómkirkjunni í Jerá- salem og í dag verður hann viðstadd- ur jólamessu í Fæðingarkirkju Jesú í Betlehem. Krókó- dflar bana tveim á dag í Malaví KRÓKÓDÍLAR verða að minnsta kosti tveim að bana á hverjum degi í dal í suðurhluta Malaví, að þvi er breska ríkis- útvarpið, BBC, hefur eftir at- vinnuveiðimanni sem hefur kannað málið. Er þessi háa dánartala talin tengjast því, að Malaví hefur skrifað undir alþjóðasamkomu- lag um dýr í útrýmingarhættu, þar sem ákvæði era um tak- markanir við krókódílaveiðum. Hefíu’ fjöldi krókódílanna auk- ist verulega undanfarið. Lík- legt þykir að fleiri verði í raun krókódílunum að bráð, því fólk sé hætt að tilkynna öll tilfelli. HÓTEL- OG GISTIHCSAEIGENDUR Hótel-innréttingar, -stólar, -rúm. Hótel-gluggatjöld og -rúmteppi. Hótel-ráðstefnustólar og -borð Getum enn afhent allt í hótel- eða gistiherbergið fyrir vorið Veíur chf. Skólavörðustíg 25 - sími 5522980 - Fax 5522981 Sérverslun með hótelvörur í 10 ár F ormleut fram- boð Zjuganovs Moskvu. AP, Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.