Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Frestur stéttarfélaganna til að skila inn kröfum rennur senn út Gera stranga kröfu um trygg- ingaákvæði í samningum FINNBJORN Hermannsson, for- maður Samiðnar, segir að launþega- hreyfíngin muni leggja mikla áherslu á tryggingaákvæði í næstu kjarasamningum. Samiðn mun ekki gera samninga með jafnveikum tryggingaákvæðum og í síðustu samningum. Undirbúningur aðila vinnumar- kaðarins undir kjaraviðræður er nú í fullum gangi. Formlegar viðræður eru þegar hafnar og hefur Samiðn t.d. átt þrjá fundi með Samtökum at- vinnulífsins og er stefnt að því að halda næsta fund fljótlega eftir helgina. Félögin eru að móta kjarakröfur Að sögn Þóris Einarssonar ríkis- sáttasemjara gera flestar viðræðu- áætlanir samningsaðila ráð fyrir að stéttarfélögin verði búin að skila inn kjarakröfum um miðjan þennan mánuð. Hann segist reikna með að í kjölfarið hefjist viðræður að fullum krafti, en samningar á almennum markaði renna flestir út 15. febrúar. Verkamannasambandið setti í haust fram tillögur um skammtíma- samning, en ekki náðist samkomulag um þá hugmynd. Forystumenn VMSI hafa því undanfama daga ver- ið önnum kafnir við að móta kröfur sem ganga út frá samningi til langs tíma, en þær verða lagðar fram í síð- asta lagi 25. janúar. Aðalsteinn Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar VMSI, segir að hugmyndir um skammtímasamning hafi nú verið lagðar til hliðar og menn vinni að því að ná langtíma- samningi. Hann harmar að vinnu- veitendur skyldu ekki koma á móts við hugmyndir VMSI um samning til skamms tíma. Hann segir að þó að þessar hugmyndir hafi verið lagðar til hliðar muni Verkamannasam- bandið ganga til samninga í tveimur fylkingum, þ.e.a.s. hið svokallaða Flóabandalag annars vegar og félög- in á landsbyggðinni hins vegar. Fé- lögin muni eftir sem áður horfa til hvers annars við mótun kröfugerðar. Samningar opnist ef verðbólga verði meiri en 6% Bæði Samiðn og Rafiðnaðarsam- bandið settu fram kröfur í nóvem- ber. Samiðn krefst þess að kaup- máttur hækki um 4-5% á ári og lægstu laun hækki sérstaklega. Samningstíminn verði 2-3 ár. Raf- iðnaðarsambandið vill semja til tveggja ára og krefst þess að upp- hafshækkun verði 8% og síðan 4% um næstu áramót og 4% í upphafi árs 2002. Finnbjörn sagði að Samiðn vildi gera samning til langs tíma m.a. vegna þess að í slíkum samningi væri helst von til þess að hægt væri að ná markmiði um áframhaldandi stöðugleika í verðlagi. Vinnuveitend- ur hefðu sýnt því áhuga að gera skammtímasamning, m.a. með það að markmiði að ná öllum launþegum, þar á meðal opinberum starfsmönn- um, að sama samningsborðinu. Áhugi á þessu hefði hins vegar minnkað eftir að í ljós kom að sam- staða væri ekki um þessa leið. Rafiðnaðarsambandið gerir kröfu um það að samningar verði lausir ef verðbólga á ársgrundvelli fer upp fyrir 6%. Sama gildi ef samið verður um umtalsvert meiri launahækkanir við aðra hópa. Finnbjörn sagði að Samiðn gerði einnig kröfur um mikl- ar tryggingar í komandi samningum. „Við teljum að það verði að vera annaðhvort mjög sterk tryggingaá- kvæði í samningunum eða opnun eft- ir ákveðinn tíma ef forsendur bresta. I þeirri verðbólgu sem nú er verður að ríkja ákveðin launastefna í land- inu. Ef það kemur í ljós að við höfum samið um ranga launastefnu og ein- hverjir aðrir telja svigrúm fyrir aðra launastefnu verðum við að taka mið af henni líka. Tryggingaákvæði samninganna myndu m.a. taka mið af þessu.“ Móta kröfur um sameiginleg mál Tryggingaákvæði í gildandi samn- ingum eru mjög veik. Finnbjörn sagði að þeir samningar hefðu verið gerðir við allt aðrar aðstæður en nú ríktu. Verðbólga hefði verið að auk- ast og spár gerðu frekar ráð fyrir aukinni verðbólgu og það kallaði á betri tryggingar í samningum. Landssamböndin hafa að undan- förnu verið að ræða um sameiginleg mál sem verða á forræði ASÍ. Þar er bæði um að ræða mál sem snúa að ríkisvaldinu og samtökum vinnuveit- enda. Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri ASÍ, sagði að meðal mála sem menn væru að ræða væru skattamál, fjölskyldumál, fæðingarorlof, veik- indaréttindi og ákvæði um vinnu- staðasamninga. Unnið væri að því að móta kröfur í þessum málum og þar með að finna sameiginlegan gnind- völl. Hann sagði að málin væru ekki komin á það stig að ljóst væri hvaða sameiginlegu mál yrðu sett á oddinn í komandi viðræðum eða hvort það yrði gert. Miklar annir við snjó- mokstur Heldur meiri kostnaður varð á síð- asta ári hjá Vegagerðinni vegna snjómoksturs en á árinu 1998, að sögn Hjörleifs Ólafssonar, deildar- stjóra hjá Vegagerðinni. Þetta helgast aðallega af aukinni þjónustu. Nú er mokað daglega norður í land og austur á Húsavík, austur á Firði með suðurströndinni. Mikill skafrenningur var á Mýr- dalssandi í fyrradag þegar myndin var tekin. Andrés Pálmason frá Kerlingardal var fenginn til að blása snjóinn af þjóðvegi 1 á Mýr- dalssandi með snjóblásara til að halda greiðri umferð um sandinn. Reikna má með því að miklar annir verði við snjómokstur eftir áhlaup- ið sem gerði í gær og spáð var að gengi yfir landið si'ðustu nótt. ‘r ' ;. -- - - ■ , • ~ík * ■ i\ ■■ wjp""'" • ■ ~ ■ '■ c > s, **■# : ;r'S! Morgunblaðið/Jónas Erlendsson VIVEMTY BERND BERGER ÚTSALAN Hæstiréttur Svíþjóðar um kostnað vegna flugvirkjanáms Kröfum á hendur ís- lenska ríkinu vísað frá HÆSTIRÉTTUR Svíþjóðar stað- festi með dómi 30. desember sl. nið- urstöðu Svea Hovrátt og Vásterás Tingsrátt um að vísa beri frá dóm- stólum kröfum Vásterás-sveitarfé- lagsins á hendur íslenska ríkinu um greiðslu kostnaðar vegna menntun- ar íslenskra flugvirkja í Vásterás. Vásterás-sveitarfélagið stefndi menntamálaráðuneytinu íslenska fyrir sænskum dómstólum árið 1997 til greiðslu kostnaðar vegna náms íslenskra framhaldsskóla- nema í flugvirkjun í skóla í Vást- erás. Krafði Vásterás menntamálaráðuneytið um greiðslu Sagt njóta frið- helgi í Svíþjóð kostnaðar er nam um fjórum mil- ljónun sænskra króna eða u.þ.b. 33 milljónum íslenskra króna. Af hálfu menntamálaráðuneytis- ins var ekki talið unnt að fallast á þessa kröfu, enda hafi verið gerður norrænn samningur árið 1992 um greiðslu kostnaðar vegna fram- haldsmenntunar Norðurlandabúa utan heimalands á öðrum Norður- löndum og samkvæmt þeim samn- ingi bar sænskum yfirvöldum að greiða þennan kostnað. Dómur Hæstaréttar Svíþjóðar byggðist á því að í máli þessu nyti íslenska ríkið friðhelgi í Svíþjóð og er í forsendum dómsins m.a. vísað til hins norræna samnings frá 1992 í því sambandi. Taldi Hæstiréttur Svíþjóðar að því væri ekki unnt að fjalla um dómkröfur Vásterás á hendur íslenska ríkinu fyrir sænsk- um dómstólum. Einar Kalman hæstaréttarlög- maður í Svíþjóð, sem er af íslensk- um ættum, annaðist réttargæslu fyrir íslands hönd í málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.