Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 07.01.2000, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Frestur stéttarfélaganna til að skila inn kröfum rennur senn út Gera stranga kröfu um trygg- ingaákvæði í samningum FINNBJORN Hermannsson, for- maður Samiðnar, segir að launþega- hreyfíngin muni leggja mikla áherslu á tryggingaákvæði í næstu kjarasamningum. Samiðn mun ekki gera samninga með jafnveikum tryggingaákvæðum og í síðustu samningum. Undirbúningur aðila vinnumar- kaðarins undir kjaraviðræður er nú í fullum gangi. Formlegar viðræður eru þegar hafnar og hefur Samiðn t.d. átt þrjá fundi með Samtökum at- vinnulífsins og er stefnt að því að halda næsta fund fljótlega eftir helgina. Félögin eru að móta kjarakröfur Að sögn Þóris Einarssonar ríkis- sáttasemjara gera flestar viðræðu- áætlanir samningsaðila ráð fyrir að stéttarfélögin verði búin að skila inn kjarakröfum um miðjan þennan mánuð. Hann segist reikna með að í kjölfarið hefjist viðræður að fullum krafti, en samningar á almennum markaði renna flestir út 15. febrúar. Verkamannasambandið setti í haust fram tillögur um skammtíma- samning, en ekki náðist samkomulag um þá hugmynd. Forystumenn VMSI hafa því undanfama daga ver- ið önnum kafnir við að móta kröfur sem ganga út frá samningi til langs tíma, en þær verða lagðar fram í síð- asta lagi 25. janúar. Aðalsteinn Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar VMSI, segir að hugmyndir um skammtímasamning hafi nú verið lagðar til hliðar og menn vinni að því að ná langtíma- samningi. Hann harmar að vinnu- veitendur skyldu ekki koma á móts við hugmyndir VMSI um samning til skamms tíma. Hann segir að þó að þessar hugmyndir hafi verið lagðar til hliðar muni Verkamannasam- bandið ganga til samninga í tveimur fylkingum, þ.e.a.s. hið svokallaða Flóabandalag annars vegar og félög- in á landsbyggðinni hins vegar. Fé- lögin muni eftir sem áður horfa til hvers annars við mótun kröfugerðar. Samningar opnist ef verðbólga verði meiri en 6% Bæði Samiðn og Rafiðnaðarsam- bandið settu fram kröfur í nóvem- ber. Samiðn krefst þess að kaup- máttur hækki um 4-5% á ári og lægstu laun hækki sérstaklega. Samningstíminn verði 2-3 ár. Raf- iðnaðarsambandið vill semja til tveggja ára og krefst þess að upp- hafshækkun verði 8% og síðan 4% um næstu áramót og 4% í upphafi árs 2002. Finnbjörn sagði að Samiðn vildi gera samning til langs tíma m.a. vegna þess að í slíkum samningi væri helst von til þess að hægt væri að ná markmiði um áframhaldandi stöðugleika í verðlagi. Vinnuveitend- ur hefðu sýnt því áhuga að gera skammtímasamning, m.a. með það að markmiði að ná öllum launþegum, þar á meðal opinberum starfsmönn- um, að sama samningsborðinu. Áhugi á þessu hefði hins vegar minnkað eftir að í ljós kom að sam- staða væri ekki um þessa leið. Rafiðnaðarsambandið gerir kröfu um það að samningar verði lausir ef verðbólga á ársgrundvelli fer upp fyrir 6%. Sama gildi ef samið verður um umtalsvert meiri launahækkanir við aðra hópa. Finnbjörn sagði að Samiðn gerði einnig kröfur um mikl- ar tryggingar í komandi samningum. „Við teljum að það verði að vera annaðhvort mjög sterk tryggingaá- kvæði í samningunum eða opnun eft- ir ákveðinn tíma ef forsendur bresta. I þeirri verðbólgu sem nú er verður að ríkja ákveðin launastefna í land- inu. Ef það kemur í ljós að við höfum samið um ranga launastefnu og ein- hverjir aðrir telja svigrúm fyrir aðra launastefnu verðum við að taka mið af henni líka. Tryggingaákvæði samninganna myndu m.a. taka mið af þessu.“ Móta kröfur um sameiginleg mál Tryggingaákvæði í gildandi samn- ingum eru mjög veik. Finnbjörn sagði að þeir samningar hefðu verið gerðir við allt aðrar aðstæður en nú ríktu. Verðbólga hefði verið að auk- ast og spár gerðu frekar ráð fyrir aukinni verðbólgu og það kallaði á betri tryggingar í samningum. Landssamböndin hafa að undan- förnu verið að ræða um sameiginleg mál sem verða á forræði ASÍ. Þar er bæði um að ræða mál sem snúa að ríkisvaldinu og samtökum vinnuveit- enda. Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri ASÍ, sagði að meðal mála sem menn væru að ræða væru skattamál, fjölskyldumál, fæðingarorlof, veik- indaréttindi og ákvæði um vinnu- staðasamninga. Unnið væri að því að móta kröfur í þessum málum og þar með að finna sameiginlegan gnind- völl. Hann sagði að málin væru ekki komin á það stig að ljóst væri hvaða sameiginlegu mál yrðu sett á oddinn í komandi viðræðum eða hvort það yrði gert. Miklar annir við snjó- mokstur Heldur meiri kostnaður varð á síð- asta ári hjá Vegagerðinni vegna snjómoksturs en á árinu 1998, að sögn Hjörleifs Ólafssonar, deildar- stjóra hjá Vegagerðinni. Þetta helgast aðallega af aukinni þjónustu. Nú er mokað daglega norður í land og austur á Húsavík, austur á Firði með suðurströndinni. Mikill skafrenningur var á Mýr- dalssandi í fyrradag þegar myndin var tekin. Andrés Pálmason frá Kerlingardal var fenginn til að blása snjóinn af þjóðvegi 1 á Mýr- dalssandi með snjóblásara til að halda greiðri umferð um sandinn. Reikna má með því að miklar annir verði við snjómokstur eftir áhlaup- ið sem gerði í gær og spáð var að gengi yfir landið si'ðustu nótt. ‘r ' ;. -- - - ■ , • ~ík * ■ i\ ■■ wjp""'" • ■ ~ ■ '■ c > s, **■# : ;r'S! Morgunblaðið/Jónas Erlendsson VIVEMTY BERND BERGER ÚTSALAN Hæstiréttur Svíþjóðar um kostnað vegna flugvirkjanáms Kröfum á hendur ís- lenska ríkinu vísað frá HÆSTIRÉTTUR Svíþjóðar stað- festi með dómi 30. desember sl. nið- urstöðu Svea Hovrátt og Vásterás Tingsrátt um að vísa beri frá dóm- stólum kröfum Vásterás-sveitarfé- lagsins á hendur íslenska ríkinu um greiðslu kostnaðar vegna menntun- ar íslenskra flugvirkja í Vásterás. Vásterás-sveitarfélagið stefndi menntamálaráðuneytinu íslenska fyrir sænskum dómstólum árið 1997 til greiðslu kostnaðar vegna náms íslenskra framhaldsskóla- nema í flugvirkjun í skóla í Vást- erás. Krafði Vásterás menntamálaráðuneytið um greiðslu Sagt njóta frið- helgi í Svíþjóð kostnaðar er nam um fjórum mil- ljónun sænskra króna eða u.þ.b. 33 milljónum íslenskra króna. Af hálfu menntamálaráðuneytis- ins var ekki talið unnt að fallast á þessa kröfu, enda hafi verið gerður norrænn samningur árið 1992 um greiðslu kostnaðar vegna fram- haldsmenntunar Norðurlandabúa utan heimalands á öðrum Norður- löndum og samkvæmt þeim samn- ingi bar sænskum yfirvöldum að greiða þennan kostnað. Dómur Hæstaréttar Svíþjóðar byggðist á því að í máli þessu nyti íslenska ríkið friðhelgi í Svíþjóð og er í forsendum dómsins m.a. vísað til hins norræna samnings frá 1992 í því sambandi. Taldi Hæstiréttur Svíþjóðar að því væri ekki unnt að fjalla um dómkröfur Vásterás á hendur íslenska ríkinu fyrir sænsk- um dómstólum. Einar Kalman hæstaréttarlög- maður í Svíþjóð, sem er af íslensk- um ættum, annaðist réttargæslu fyrir íslands hönd í málinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.