Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 55 V Meistari Friðrik SKAK T a II f é 1 a g i ð H e 11 i r SKÁKMAÐUR 20. ALDARINNAR SEINT verður hægt að halda því fram, að Friðrik Ólafsson verðskuldi ekki titilinn skákmaður aldarinnar hér á landi. Þrátt fyrir að deilur standi yfir um það hvenær 20. öld- inni lýkur, er ólíklegt að nokkur af- rek á þessu ári verði unnin sem breyta því óskoraða öndvegissæti sem fyrsti stórmeistari þjóðarinnar skipar í augum íslenskra skákáhuga- manna. Val lesenda á heimasíðu Taflfélagsins Helhs á honum sem skákmanni aldarinnar á Islandi stað- festir það. í bók hans „Við skákborðið í al- darfjórðung“ frá 1976 eru margar af skákperlum Friðriks, sem allir með snefil af skákáhuga hafa gaman af að skoða. Uppáhalds skák mín í bókinni er viðureign hans frá 1975 gegn fyrr- verandi heimsmeistara, Michael Tal. Skákin er að mörgu leyti ein- kennandi fyiir skákstíl Friðriks þar sem frumleiki og fléttur eru í fyrir- rúmi. Hvítt: Michael Tal Svart: Friðrik Ólafsson Las Palmas 1975 l.e4 d6 2.d4 g6 3.Bc4 Rf6 4.De2 Það er þumalputtaregla í byrjun- um að fyrst eigi að fara út með ridd- ara áður en farið er út með biskupa. Jafnframt er talið óhollt að drottn- ingin láti ljós sitt skína of snemma tafls, en þessar reglur hefur hvítur báðar leitt hjá sér. Engu að síður bafði Tal áður beitt þessari upp- byggingu. Eftir þessa skák er mér til efs, að hann hafi beitt henni oftar á skákferli sínum. 4.. ..Rc6! Leikur sem ræðst á miðborðspeð hvíts, en sem jafnframt spyr hvaða fyrirætlanir hvítur hafi með þau og drottninguna. 5.Rf3 Bg4 6.c3 e5 7.Bb5 Hér hefði verið skynsamlegra að loka taflinu með 7. d5. 7.. ..ed 8.cd Rd7! Góður leikur sem eykur þrýsting- inn á miðborðið. 9.Be3 Bg7 10.Bxc6 bc U.Rbd2 OO 12.Hcl c5! Svartur hefur ieyst byrjunai-- vandamál sín með snjöllum hætti og þessi leikur undirstrikar það. Þegar taflið opnast njóta biskupar svarts sín vel. 13.dc Bxb2 14.Hc2 Bg7 15.00 He8 16.Hdl?! Friðrik taldi betra fyrir hvítan að losna við biskupapar svarts með eft- irfarandi framhaldi: 16.cd cd 17.h3 Bxf3 18.Dxf3 Re5 19.De2 d5 20.ed Dxd5 21.Rc4 með u.þ.b. jöfnu tafli. 16.. ..Rxc5 17.Bxc5 dc 18.Hxc5 Dd6 19.Hdcl Bh6! Taktískir hæfileikar Friðrik njóta sín vel í þessari opnu stöðu, svo vel að fléttumeistarinn Tal hefúr ekki roð við honum. 20.Hxc7? Alvarleg mistök, en hvíta staðan var engu að síður verri. 20.. ..Had8 21.Hlc2 Skapar alvarlega veilu á íyrstu reitaröðinni, en önnur úrræði voru ekki mikið betri. Skákinni lýkur nú með hverjum snilldarleiknum á fæt- ur öðrum. 21.. ..Bxd2 22.Dxd2 Df4!! Tal og Friðrik gáfu þessum frá- bæra leik tvö upphrópunarmerki þannig að ekki get ég verið minni maður! 23.He7! Krókur á móti bragði, en ekki nóg... 23....Hf8!! Hvítur er varnarlaus eftir þennan rólega hróksleik sökum máthótunar- innar upp í borði og annarrar tak- tískrar hótunar sem Friðrik hafði séð fyrir. 24.Da5 a) 24.De2 Bxf3 25.Dxf3 (25.gf Dg5+ og hrókur fellur fyrir borð) 25....Dd6 og svartur vinnur vegna tvöföldu hótunarinnar ádl og e7. b) 24.Dcl Bxf3 25.gf Dxf3 26.Hd2 Df4 með unnu tafli á svart. 24....Hdl+ 25.Rel Dg5! Hvítur gafst upp. Fléttumeistar- inn frá Riga var sjaldan leikinn jafn illa og í þessari skák. Skák aldarinnar Þrátt fyrir ótrúleg afrek allra okk- ar níu stórmeistara virðast íslenskir skákáhugamenn mjög sáttir við val Friðriks Ólafssonar sem skákmanns aldarinnar. Nú stendur hins vegar yfir val á skák aldarinnar og þar er þrautin þyngri. Það er Taflfélagið Hellir sem stendur fyrir þess- ari könnun eins og á skákmanni aldarinnar. Eitt af því sem komið hefur í ljós er, að mörg meistarastykki ís- lenskra skákmanna eru að falla í gleymsku hraðar en nokkurn gat órað fyrir. Þar á meðal eru skákir sem á alþjóð- legum vettvangi hafa verið taldar með bestu skákum sem tefldar hafa verið í skáksögunni. I ljósi þessa hefur Taflfélagið Hellir ákveð- ið að framlengja frest vegna vals á skák aldarinnar. Frestur til að til- nefna skákir í keppnina er fram- lengdur til 15. janúar. Að því loknu verður valið um þær skákir sem til- nefndar hafa verið. Atkvæðagreiðsl- unni lýkur í byrjun febrúar. Skák al- darinnar verður svo kynnt á skemmtikvöldi skákáhugamanna 11. febrúar. Þótt það verði einungis ein skák sem hreppir titilinn „Skák aldarinn- ar“ er þetta gott tækifæri til að safna saman bestu skákum íslenskra skák- manna. Allir skákmenn eru því hvattir til að senda inn sínar bestu skákir. Þessi áskorun er engan veg- inn bundin við skákmenn með al- þjóðlega meistaratitla. íslenskir skákmenn eru hvattir til að láta alla hógværð lönd og leið og senda inn sína bestu skák eða skákir. Skákun- um verður síðan safnað saman í einn gagnagrunn á heimasíðu Taflfélags- ins Hellis. Ailar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hellis. Skák- ir má senda á tölvupóstfang Taflfé- lagsins Hellis: hellir@simnet.is. Skemmtikvöld skákáhugamanna Eftir alllangt hlé verður skemmt- ikvöld skákáhugamanna haldið föstudaginn 7. janúar 2000. Skemmt- ikvöldin eru sem fyrr haldin í Hellis- heimilinu, Þönglabakka 1. Dagskrá skemmtikvöldanna er venjulega þannig saman sett að fyrst heldur gestur kvöldsins íyrirlestur og svarar spumingum. Síðan er sest að tafli. Skipt er í tvo til þrjá riðla eftir styrkleika. Allir ættu því að fá andstæðinga við sitt hæfi. Að þessu sinni verður gestur kvöldsins Helgi Ólafsson stórmeist- ari. Helgi ætlar að sýna skák aldar- innar að sínu mati og einskorðast það val Helga ekki við skák teflda með íslenskum skák- manni. Helgi er afar skemmtilegur skák- skýrandi og eru skáká- hugamenn því hvattir til að fjölmenna og um leið að styrkja alþjóð- legt mótahald hér á landi. Aðgangseyrir er 500 kr. og rennur hann óskiptur til skákmóta- halds hér á landi. Skákþing Reykjavíkur Skákþing Reykja- víkur hefst á sunnu- daginn kl. 14. Þetta er fyrsta kappskákmótið á nýja árinu, en Taflfélag Reykjavíkur fagnar 100 ára afmæli í ár. Skákmenn eru hvatt- ir til að taka þátt í mótinu, en tekið er á móti skráningum með tölvupósti: tr@simnet.is. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu TR, www.simnet.is/tr. Frá Guðspeki- „ félaginu Ingólfsstræti 22 Áskriftarsími Ganglera er 896-2070 KYNNING á stefnu og starfi Guðspekifélagsins laugardaginn 8. janúar kl. 15 í húsi félagsins í Ingólfsstræti 22. Guðspekifélagið er 122 ára félagsskapur, sem helgar sig andlegri iðkun og fræðslu. Félagið byggir á skoðana- og trúfrelsi ásamt hugsjóninni um bræðralag alls mannkyns. Starfsemi félagsins fer fram yfir vetrartímann og felst m.a. í opinberum erindum, opnu húsi, námskeiðahaldi, námi og iðkun. Einnig býður bókaþjónusta þess mikið úrval sölubóka og bókasafnið bækur til útláns fyrir félaga. íslands- deild félagsins býður áhugafólki um andleg mál að kynnast starfi félagsins. Einkunnarorð félagsins em: „Engin trúarbrögð eru sannleikanum æðri.“ Daþi Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson T0PPTILB0D Friðrik Ólafsson Útsalaii hefst í dag Munið okkar þekktu vörumerki J°EBOXER ...og fleiri Laugavegi 30 sími 562 4225 Opið laugardag kl. 10-16 T oppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 Verð 1.495,- Stærðir 25-35 Litur svartur Verð ádurJÆS^ Teg.2555 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.