Morgunblaðið - 07.01.2000, Side 1

Morgunblaðið - 07.01.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913 5. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Samgönguráðuneytið í Noregi sakað um að leyna tuttugu skýrslum um járnbrautakerfíð AP Nokkrir ættingjar þeirra sem fórust eða er saknað eftir lestarslysið í grennd við Rena á þriðjudag voru á staðn- um í gær ásamt fólki sem komst lífs af. Brunnið flak lestarvagns er í baksýn. • • Oryggis- mál í ólestri? Rena. AP, AFP. NORSKA dagblaðið Verdens Gang skýrði frá því í gær að norska járn- brautaeftirlitið hefði sent samgöngu- ráðuneytinu í Ósló skýrslur þar sem bent hefði verið á ýmsar brotalamir í öryggismálum norska lestakerfisins. Verdens Gangsegir að jámbrautaeft- irlitið hafi sent samgönguráðuneyt- inu a.m.k. 20 skýrslur frá því stofnun- inni var komið á fót árið 1996. Þar komi fram að skipulagningu öryggisráðstafana hafi verið ábóta- vant og ekki hafi verið reynt sem skyldi að grafast fyrir um orsakir at- vika, sem við lá að hafi valdið slysum, og rannsaka brot á reglum um um- ferðaröryggi. „Eg er hissa á öllum þeim ann- mörkum og frávikum frá reglunum sem hafa komið fram og ég skil vel að flestir skuli hneykslast á niðurstöðum skýrslnanna," sagði Sverre Quale, forstöðumaður stofnunarinnar. í skýrslu frá stofnuninni, sem sam- gönguráðuneytið fékk fyrir tæpu ári, koma fram 22 skýr brot á ákvæðum laga um öryggismál norskra lesta, að sögn blaðsins. Ráðuneytið hafi þó lát- ið hjá líða að fylgja skýrslunni eftir. Blaðið segir að það hafi valdið mikl- um titringi innan stjórnarflokkanna að Dag Jostein Fjærvoll samgöngu- ráðherra skyldi ekki hafa skýrt sam- göngunefnd þingsins frá niðurstöðum eftirlitsstofnunarinnar. Oddvar Nilsen, formaður sam- göngunefndar þingsins, kvaðst ekki hafa fengið skýrslumar og útilokaði ekki að Fjærvoll kynni að hafa van- rækt upplýsingaskyldu sína gagnvart þinginu. Björgunarsveitimar á slysstaðnum höfðu í gær borið 17 lík úr lestunum og vitað var um að minnsta kosti eitt lík til viðbótar í brunarústunum. Ótt- ast vai- að alls hefðu um það bil 20 manns farist í slysinu. 68 manns komust lífs af og 30 þeirra slösuðust, þar af átján alvar- lega. Þrír voru enn á sjúkrahúsi í gær. Þeir sem talið er að hafi beðið bana í slysinu eru allir Norðmenn nema þrjár konur frá Danmörku, Svíþjóð og Rússlandi. ■ Rannsóknin beinist/24 Friðar- fundir í sjálfheldu Sheperdstown. AP, AFP. FULLTRÚAR Sýrlendinga og ísra- ela í friðarviðræðunum í Bandaríkj- unum virtust í gær vera komnir í sjálfheldu og gekk hvorki né rak. Madeleine Aibright, utanrfldsráð- herra Bandaríkjanna, bað Clinton Bandaríkjaforseta að reyna að fá fulltrúana til að „bretta upp ermar“. Engin bein samskipti voru milli sendinefndanna í gær. Heimildarmenn sögðu að eitt al- varlegasta ágreiningsefnið væri hvað ríkin tvö hefðu náð bráða- birgðasamkomulagi um í viðræðum fyrir nær fjóram áram. Sýrlending- ar krefjast þess að ekki verði látið nægja að semja um ýmis öryggismál í samskiptunum heldur verði um leið tilgreint nákvæmlega hvenær ísra- elar heiti því að yfirgefa hinar um- deildu Gólanhæðir. „Fram til þessa hefur ekkert slíkt loforð verið gefið,“ sagði ríkisdag- blaðið Al-Thawra í Damaskus í gær. Annað blað sagði að ef ekki næðist árangur í viðræðunum myndi friðar- ferlið ef til vill bíða óbætanlegt tjón. Að sögn embættismanns í ísrael munu fjölþjóðlegar viðræður um frið í Miðausturlöndum hefjast í Moskvu á ný 31. janúar eftir fjögurra ára hlé. MORGUNBLAÐIÐ 7. JANUAR 2000 690900 090000 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Biskupar án blessunar Páfagarði. AP, AFP. OPINBERA, kaþólska kirkjan í Kína, sem er undir yfirstjórn kommúnistastjórnarinnar, vígði í gær fimm nýja biskupa, fáein- um stundum áður en Jóhannes Páll II páfi vígði tólf menn í Pét- urskirkjunni til að gegna bisk- upsdómi víða um heim. Að sögn stjórnvalda í Peking era fimm milljónir kaþólskra í Kína sem ekki viðurkenna úr- skurðarvald páfa en auk þeirra munu um 10-12 milljónir til- heyra annarri kirkjudeild kaþ- ólskra sem starfar með leynd og er holl páfa. Fáðu Þér miða www.hhi.is Rússar ná aðaljárnbrautarstöðinni í Grosní á sitt vald Mikið mannfall í röðum stríðsaðila Moskva, Grosní, Jerúsalem. AP, AFP, Reuters. RÚSSAR sögðust í gær hafa náð á sitt vald aðaljárnbrautarstöðinni í Grosní, héraðshöfuðborg Tsjetsjníu, eftir hörð átök við tsjetsjneska að- skilnaðarsinna. Járnbrautarstöðin er í suðvesturhluta borgarinnar þar sem hart hefur verið barist síðustu daga og er hennt að fjöldi manna hafi fallið í átökunum. Yfirmenn í rússneska hernum upp- lýstu að 350 sérsveitarmenn hefðu tekið þátt í aðgerð til að ná járnbraut- arstöðinni og sögðust hafa fellt 100 aðskilnaðarsinna í árásinni. Einnig sögðu þeir að 40 hermenn Tsjetsjena hefðu verið felldir þegar þeir reyndu að brjótast út úr umsátri Rússa um borgina í gær. Interfax-fréttastofan hafði í gær eftir ónefndum heimildum innan rússneska vamarmálaráðuneytisins að 84 rússneskir hermenn hefðu fallið í átökunum á síðustu 10 dögum og meira en 180 hefðu særst. Samkvæmt tölum, sem birtar vora á miðvikudag, hafa 475 rússneskir hermenn fallið frá því að átökin í Tsjetsjníu hófust og nærri 1.350 særst. Þetta er í fyrsta sinn sem rússneskar heimildir nefna tölur um mannfall í röðum hermanna og þær era ekki umsvifalaust bornar til baka af ráðamönnum. Sérsveitarmenn rússneska hersins era sagðir hafa umkringt fjallaþorpið Vedeno í suðausturhluta Tsjetsjníu sem er fæðingarstaður Shamils Basa- jevs, eins helsta foringja aðskilnaðar- sinna. Talið er að það muni hafa tákn- ræna þýðingu ef Rússum tekst að ná þorpinu á sitt vald og draga úr baráttuþreki aðskilnaðarsinna. Tekst að Ijúka stríðinu fyrir kosningar? Borís Jeltsín, fyrrverandi forseti Rússlands, sem nú er staddur í Isra- el, sagði í gær að fáni Rússlands mundi blakta yfir Grosní eftir tvo mánuði. Síðai’ um daginn skipti Jelts- ín um skoðun og sagði að aðeins liði mánuður þar til Rússar myndu end- anlega ná Tsjetsjníu á sitt vald. Talið er að miklu varði fyrir starf- andi eftirmann Jeltsíns í embætti for- seta, Vladímír Pútín, að átökin drag- ist ekki á langinn og verði lokið fyrir forsetakosningarnar 26. mars. Pútín er talinn munu eiga mjög góða mögu- leika á sigri í kosningunum dragist átökin ekki á langinn og mannfall í röðum rússneskra hermanna aukist. Breska dagblaðið The Independ- ent flutti í gær fréttir af þvi að rúss- neska leyniþjónustan hefði staðið að baki sprengingunum í fjölbýlishúsum Moskvuborgar sem hermt er að hafi verið ein meginástæða innrásar Rússa í Tsjetsjníu. Blaðið segist hafa undir höndum myndbandsupptöku þar sem foringi í rússneska hemum, sem tsjetsjneskir aðskilnaðarsinnar hafa handtekið, viðurkennir að rúss- neskir leyniþjónustumenn hafi komið sprengjunum fyrir. Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði í gær að myndbandið væri áróðursbrella og að foringinn færi með ósannindi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.