Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vonbrigði í Króatíu fcipncka íandsliöiö i handbolta var langt frá því aö standa undir væntingum i Evrópukeppnmni sem hald- in var í Króatiu. Væntingamar sem gerðar voru til liösins reyndust langt frá því að vera raunhæfar - væntingar sem landsliöiö sjálft haföi kynt undir áöur en á móti& var komiö. Heldur þú að það geti verið að það hafi gleymst að fara yfir kerfið í honum, Haukur minn? Hlýr janúar en þó ekki sá hlýjasti frá upphafí mælinga Heitast rúm 18 stig á Eskifírði NYLIÐINN janúar var hlýrri en í meðallagi á nokkrum stöðum á land- inu og snjóléttur. Mestur hiti varð á Eskifirði, rúmlega 18 stig, og mestur hiti í Reykjavík 8 stig og á Akureyri 14,2 stig. Meðalhiti í Reykjavík var 0,7 stig, sem er 1,2 stigum ofan við 30 ára meðallag. Er mánuðurinn í 30. sæti yfir hlýja janúarmánuði frá árinu 1924 en mjög hlýtt var í janúar árin 1991, 1997 og í fyrra. Úrkoma var í meðallagi og sólskinsstundir með færra móti. Trausti Jónsson veður- fræðingur sagði að kalt hefði verið í Reykjavík kringum þrettándann og aftur síðustu helgi mánaðarins, en mánuðurinn annars nokkuð hlýr. Mestur hiti varð 8 stig í Reykjavík en kaldast 8,8 stiga frost. A Akureyri var meðalhitinn einnig 0,7 stig í janúar og er hann sá hlýj- asti frá 1991 og í 16. sæti frá árinu 1926. Úrkoma var aðeins yfir meðal- lagi. Trausti sagði að nokkrir hlýir dagar hefðu mælst á Akureyri en mestur hiti varð þar 14,2 stig, sá næstmesti sem mælst hefur í janúar. Mest frost á Akureyri mældist 11 stig. A Austurlandi var talsvert um hlý- indi um miðjan mánuðinn og aftur kringum 24. janúar. Á sjálfvirkum mæli á Eskifirði mældist rúmlega 18 stiga hiti og svipaða sögu er að segja frá Dalatanga og sagði Trausti að hitabylgja hefði gengið yfir fjórð- unginn í nokkra daga. Trausti sagði að almennt hefði mánuðurinn til dæmis verið snjólétt- ur, lítið um snjó í fjöllum og sjaldan snjóflóðahætta. áby • Taumagn: 5 kg • Vinduhraði: 1000/600 sn/mín. • Fuzzy- Logic: SjáHvirkt magnskynjunarkerfi, notar aldrei meira vatn en jjört er á • Ryöfrfr belgur og tromla. • ðll þvottakerfi ásamt sérstöku blettakerfi. • Ullarvagga. • Taumagn: 5 kg • Vinduhraði: 1400/1000/800/600/400 sn/mín, • Ryðfrfr betgur og tromla. • Fuzzy- Logic: Sjálfvlrkt magnskynjunarkerfl, notar aldrei meira vatn en þörf er á • UKS: Jafnar tau í tromlu fyrir vindingu. > Ullarvagga Æ Ð U R N I R Lógmúla 8 • Simi 530 2800 www.ormsson.is RÖDIOg’ÍÍlÍIS! 5 Geislagðtu 14 • Sfmi 462 1300 UMBOÐSMENN Vesturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrimsson, Grundarfiröi. Asubúð, i Búðardal. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, (safirði. Pokahomiö, Tálknafiröi. Noröuriand: IRadionaust, Akureyri. Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Urð, Raufarhöfn. Austuriand: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafirðinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavoai. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Poriákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljosbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík. Nýtt leiklistarnámskeið fyrir almenning Forskóla í leiklist vant- ar hérlendis Jón Viðar Jónsson laugardag klukkan fimmtán verður haldinn kynning- arfundur á nýju leiklistar- námskeiði sem þau Inga Bjarnason leikstjóri og Jón Viðar Jónsson leik- listarfræðingur standa að. Fundurinn verður haldinn í húsnæði nýbúa við Skeljanes (endastöð leið 5). Jón Viðar var spurður hvort mikil þörf væri fyrir svona námskeið. „Ég held tvímælalaust að það sé mikil þörf íyrir námskeið af þessu tagi. Nú er rétt að taka strax fram að þótt við tölum um leiklistarnám og leiklist- arkennslu þá er leiklistin sem slík fyrirbæri sem ekki er hægt að kenna. Hún byggist hins vegar á ákveðnum þáttum í mannlegu at- ferli og mannlegum samskiptum sem er ekki aðeins hægt að rækta og hlúa að heldur skipta miklu máli fyrir þroska og vel- ferð hvers einstaklings. Við erum öll eins og leikarar á sviði að því leyti að við erum sífellt að tjá hugsanir okkar, tilfinningar og vilja og til þess verðum við að ná athygli umhverfis okkar, sann- færa það um að við höfum eitt- hvað fram að færa og að við eig- um rétt á því að hlustað sé á okkur og teldð tillit til okkar.“ -Hvaða gagn getur fólk haft af svona námskeiði? „Ég held að fólk geti haft ým- islegt gagn af svona námskeiði. Við ætlum okkur að reyna að koma til móts við dálítið ólíkar þarfir, annars vegar þeirra sem langar til að kynnast eða rifja upp frumatriði munnlegrar og leikrænnar tjáningar í von um að það geti komið þeim að gagni í starfi og daglegu lífi. En hins vegar erum við líka að hugsa um fólk sem hefur í hyggju að leggja út í alvöru leiklistarnám. Hér á landi vantar í raun og veru allan forskóla undir slíkt nám. Tónlist- arskólar og myndlistarskólar sem hér eru raunar að komast á háskólastig taka ekki við fólki nema það geti sýnt fram á ákveðna kunnáttu og færni en hvað varðar leiklistina vantar mikið á að þetta sé í góðu lagi. Mér skilst að vísu að ýmsir fram- haldsskólar bjóði upp á leiklist- aráfanga en annars eru það aðal- lega skólaleikir og áhugamannafélög sem kenna mönnum undirstöðuatriði á þessu sviði. Ég efast ekki um að menn geta lært margt nytsam- legt á þeim vettvangi en þó því aðeins að það sé kunnáttufólk með góða uppalendahæfileika sem heldur um taumana." - Hvað verður kennt á nám- skeiðinu ykkar? „Kennslan verður aðallega fjórþætt, í fyrsta lagi verður kennd framsögn og munnlegur flutningur með hjálp verklegra æfinga. Þar verða fyrst og fremst notaðir ljóðatextar enda er ljóðaflutning- ur afskaplega góður skóli fyrir verðandi leikara. Hann kennir mönnum einmitt þetta, sem er svo nauðsynlegt, að ná tangar- haldi á athygli hlustenda og halda henni meðan á flutningi stendur. Jafnframt venur hann menn við að umgangast listræna ► Jón Viðar Jónsson fæddist 7. júlí 1955 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi 1975 frá Mennta- skólanum í Reykjavík og fíl.kand-prófi í leiklistarfræði, sagnfræði og heimspeki frá Stokkhóimsháskóla 1978, fil.lic- prófi í leiklistarfræði lauk hann 1993 og doktorsprófi frá sömu stofnun lauk hann 1996. Jón Við- ar var leiklistarstjóri Ríkisút- varpsins frá 1982 til 1991, eftir það hefur hann aðallega unnið að fræðiútgáfustörfum. Hann hefur starfað um árabil sem leiklistar- gagnrýnandi, einkum hjá Ríkis- útvarpi og Sjónvarpi. texta, gefa gaum að öllum blæbr- igðum hans og miðla þeim til áhorfenda. í öðru lagi er ætlunin að kenna leikritalestur, skoða helstu einkenni dramatískra bókmennta og fara yfir helstu hugtökin sem eru notuð við greiningu þeirra. í þriðja lagi verður fremur stutt almenn kynning á leiklistarsögu og leikl- istarfræði. í fjórða lagi verða æfð leikatriði eftir því sem hugur og geta þátttakenda standa til.“ - Hvernig stendur á því að skólakerfið hefur ekki lagt meiri rækt við kennslu í leikrænni tjáningu en raun ber vitni? „Skýringar eru sjálfsagt ýms- ar en mér hefur stundum dottið í hug að ein meginskýringin sé sú hversu pólitísk menning okkar var frumstæð um langan aldur og stórir þjóðfélagshópar útilok- aðir frá þátttöku í stjórnmála- starfi. Þetta var auðvitað allt öðruvísi á þjóðveldistímanum, hið forna Alþingi var auðsjáan- lega mjög góður skóli í fram- komu og munnlegri tjáningu því þar þurftu menn vitanlega að geta flutt mál sitt. Þetta breytt- ist svo þegar hið pólitíska vald fluttist úr landinu á seinni hluta miðalda. Þegar maður hugsar út í það er aug- ljóst að þetta átti sinn þátt í því að hér voru það ekki bara lærðir klerkar sem kunnu að koma fram, tala til áheyrenda og segja frá, heldur einnig leikmenn sem hafa þá væntanlega skrifað okkar fornu bókmenntir. Á milli leikrænnar tjáningar og opin- berrar stjórnmálaþátttöku hafa alla tíð verið náin tengsl, allt frá dögum Forn-Grikkja og Róm- verja sem stunduðu mælskulist- ina sem hefðbundna náms- og vísindagrein." Ljóðaflutning- ur afskaplega góður skóli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.