Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stærð fyrirhugaðs álvers á Reyðarfírði rædd utan dagskrár á Alþingi Var Norsk Hydro gefin trygging fyrir stækkun? Jónína Bjartmarz, nýr þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík. STJÓRNARANDSTÆÐINGAR gerðu stærð álvers við Reyðarfjörð og orkuöflun til þess að umtalsefni í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær og innti Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Valgerði Sverris- dóttur iðnaðar- ráðherra eftir því hvort stjómvöld hefðu geflð norska álfyrir- tækinu Hydro Aluminium tryggingu fyrir stækkun álvers- ins í 480 þúsund tonn. Ráðherra sagði engin slík vilyrði hafa verið gefin, enda væri það ekki hægt. Hitt væri annað mál, að vilji manna hefði ávallt staðið til þess að stækka álver- ið í áföngum. Kolbrún Halldórsdóttir sagði í upphafi máls síns að ljóst væri af yf- irlýsingum talsmanna Norsk Hydro undanfarna daga að þeir vildu trygg- ingu fyrir því að stærð fyrirhugaðs álvers við Reyðarfjörð yrði 480 þús- und tonn. Þetta hefði m.a. komið fram í máli upplýsingafulltrúa Norsk Hydro í fréttum Stöðvar 2 á mánu- dagskvöld en þar hefði hann sagt að menn vildu hafa álverið stórt, 120 þúsund tonna álver hentaði ekki. Kolbrún rifjaði upp að Finnur Ingólfsson, fyrrverandi iðnaðarráð- herra, hefði sagt í umræðum um Eyjabakkamálið fyrir jól að séð yrði til þess að 120 þúsund tonna álver stæði undir sér, þótt jafnframt ætti að tryggja að stækkun þess væri möguleg. Tii stækkunar yrði hins vegar að taka afstöðu sérstaklega þegar þar að kæmi. Kolbrún vildi fá upplýst, í ljósi þess að Norsk Hydro gerði það nú að skilyrði fyrir þátt- töku sinni að trygging fengist fyrir stækkun álversins, hvort samningar við Norsk Hydro miðuðust við bygg- ingu 480 þúsund tonna álvers, og ef svo væri, hvernig ætti að afla ork- unnar. „Hvaða virkj- unarkostir eru til umræðu?,“ spurði Kolbrún, „og telur ríkis- stjómin sig hafa rétt til þess að semja um svo stóra verksmiðju án þess að fyrir liggi samþykki Alþingis fyrir þeim virkjunarkostum sem væra forsenda hennar? hélt Kolbrún áfram. Hún spurði jafnframt hvenær iðnaðarráð- herra hygðist upplýsa Alþingi um það hvaða frekari virkjunarkostir væra í skoðun til að útvega 480 þús- und tonna álveri nauðsynlega orku, væri það reyndin að Norsk Hydro gerði kröfu um áðurnefnda trygg- ingu. Loks vildi Kolbrán fá að vita hver væri afstaða ráðherra til tímasetn- ingar verkefnisins í ljósi þess að áætlanir væra hvort eð er farnar úr skorðum, auk þess sem Norsk Hydro hefði lýst því yfir að fyrirtæk- ið yrði ekki afhuga því þótt tafir yrðu. „Kæmu íslensk stjómvöld til með að missa áhugann á verkefninu ef það þyrfti að tefjast eitthvað vegna frekari rannsókna á umhverf- isþættinum? Ennfremur spurði þingmaðurinn hvort það væri ekki öraggt að Fljótsdalsvirkjun yrði ekki reist nema hagstæðir samning- ar næðust um orkusölu til álversins. Orð talsmanns Norsk Hydro rangt þýdd á Stöð 2 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra svaraði því til að það lægi fyrir að bæði íslenskir og norskir að- ilar legðu áherslu á að hægt verði að stækka álverið, meðfram því sem fyrsti áfanginn, 120 þúsund tonna ál- ver, yrði að vera hagkvæmur einn og sér, ætti á annað borð að ráðast í framkvæmdir. Sagði Valgerður orð uppiýsingafulltráa Norsk Hydro hafa verið rangt þýdd í fréttum Stöðvar tvö, hann hefði ekki sagt að 120 þúsund tonna álver hentaði ekki, heldur aðeins að rekstur þess yrði erfiðari. „Islensk stjómvöld geta að sjálf- sögðu ekki tryggt Norsk Hydro eða íslenskum fjárfestum að hægt verði að stækka álverið í 480 þúsund tonn. Öllum má vera þetta Ijóst, sagði Val- gerður. „Til þess að unnt verði að stækka álverið þarf m.a. heimildir til virkjana frá Alþingi og mat á um- hverfisáhrifum nýrra virkjana. Það má öllum vera ljóst af umræðum og yfirlýsingum Norsk Hydro að fyrir- tækið virðh- vilja Alþingis og íslensk lög. Auðvitað gildir hið sama um ís- lensku fjárfestana. Þetta breytir því hins vegar ekki að vilji stjórnvalda, eins og fjárfestanna, stendur til þess að unnt verði stækka álverið í 480 þúsund tonn ef það er hagkvæmt og aðstæður leyfa. Valgerður sagði það rétt hjá Kol- brúnu að undirbúningur og samn- ingaviðræður væra lítið eitt á eftir áætlun en frávikin væru ekki meiri en svo að allir aðiiar væra sammála um að unnt ætti að vera að taka lokaákvarðanir um að ráðast í bygg- ingu Fljótsdalsvirkjunar og fyrsta áfanga álvers í júníbyijun. Sagði hún ennfremur að fyrir lægi sú afstaða að ekki yrði ráðist í framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun nema samningar tækjust um hagkvæmt verð á orku í til álversins. Ræða hefði átt um virkjunarmál í heild sinni Margir þingmenn stigu í pontu eftir að ráðherra hafði lokið máli sínu og vora stjórnarliðar á því að lítið til- efni væri til að efna til utandagskrár- umræðu um þessi mál nú. I sama streng tók Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingar, og sagði | alltaf hafa legið fyrir að Norsk § Hydrovildibyggja480þúsundtonna f álver í áföngum. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði engar tryggingar hafa verið gefnar um þetta atriði, enda væri það ekki hægt, en að hún vonaði fyrir sitt leyti að 480 þúsund tonna álver yrði nið- urstaðan þegar upp væri staðið. Sverrir Hermannsson, formaður k Frjálslynda flokksins, sagði hins | vegar lítinn vafa geta leikið á því að j fyrrverandi iðnaðarráðherra, Finn- * ur Ingólfsson - sem Sverrir sagði að hefði brugðið undir sig betri fætin- um og flúið upp í Seðlabanka undan Eyjabökkum, álveri við Reyðarfjörð og Norsk Hydro - hefði legið á hnjánum við fótskör Norðmannanna og lofað þeim öllu fögra. Þessi orð Sverris urðu Hjálmari Árnasyni, þingmanni Framsóknar- k flokks og formanni iðnaðarnefndar | Alþingis, tilefni til að lýsa þeirri | skoðun sinni að þótt engin rök væru f fyrir utandagskráramræðunni hefði þó óskhyggja stjórnarandstæðinga, um að ekki verði af byggingu álvers við Reyðarfjörð, komið skýrt fram, sem og nauðhyggja Sverris Her- mannssonar gagnvart Finni Ingólfs- syni. Sagði Hjálmar í framhaldinu að það væri skynsamleg leið að byggja fyrst 120 þúsund tonna álver, meta síðan reynsluna af rekstri þess og 1 taka í kjölfarið ákvörðun um stækk- jg un. Nokkrir þingmenn Samfylkingar vöktu athygli á því að fyrrverandi iðnaðarráðherra hefði í umræðum fyrir jól sagt að ekki væri annað til umræðu í þessari lotu en 120 þúsund tonna álver. Nú kæmi hins vegar annað í ljós. * iuíiá v.*-—ú. jz..— f 0 m itL 1] tj'. ; ■ "i f '< ■ ALÞINGI Verið að undirbúa bráðamóttöku fyrir geðsjúk börn VERIÐ er að undirbúa bráðamót- töku á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, en slík móttaka hef- ur til þessa verið á Landspítalanum sjálfum. Þetta upplýsti Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær en Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, hafði lagt fram nokkrar íyrirspurnir fyrir ráð- herrann um aðbúnað geðsjúkra bama. Asta Ragnheiður spurði ráðherr- ann fyrst hvort það væri ætlan heil- brigðisyfirvalda að BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans, yrði lokuð um helgar til frambúðar. Sagði hún helgarlokunina skapa mikinn vanda hjá foreldram og aðst- andendum enda þyrftu börnin mikla aðstoð eftir sem áður. Jafnframt spurði Ásta Ragnheiður hvenær þess mætti vænta að aðstandendum geðsjúkra bama stæði til boða hvíldarinnlagnir fyrir þá, sambæri- legar við þau úrræði sem t.d. fötluð- um börnum stæði til boða. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði í svari sínu að það væri fagfólk og stjórnendur stofn- ana sem tækju ákvörðun um helgar- lokanir. BUGL hefði verið breytt í fimm daga deild fyrir margt löngu en þá hefði göngudeild um leið verið styrkt, auk þess sem 24 tíma vakt væri á unglingadeild alla daga vik- unnar. Sagði Ingibjörg að með auk- inni dag- og göngudeildarþjónustu hefði tekist að þjóna mun fleirum en áður. Hún sagði að fjármagn til BUGL hefði verið aukið á síðustu áram, sérstaklega til að fjölga starfsfólki og bæta þannig þjónustuna. Hefði á síðasta ári verið tekin sú ákvörðun að auka fjármagn til þessara mála um 120 milljónir króna, sem skipt- ust á BUGL og Barnaverndarstofu. Um hvfldarinnlagnir sagði Ingi- björg að slík stuðningsúrræði fyiir aðstandendur barna væra fyrst og fremst innan félagsmálaþjónust- unnar. Ekki væra uppi áætlanir um að þau yrðu á barnageðdeildinni. Hins vegar kæmi til greina að þau yrðu skipulögð utan BUGL og þá jafnvel á vegum félagsmálayfir- valda, með svipuðum hætti og standa aðstandendum fatlaðra barna til boða. I stuttri athugasemd benti Guð- rán Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar, á að hér væri komið dæmi um það þegar málaflokkar fé- lagsmálayfirvalda og heilbrigðisyf- irvalda sköraðust. Brýnt væri að samræma og auka samvinnu i þessu efni geðsjúkum börnum til hags- bóta. Ásta Ragnheiður sagði jafn- framt leitt að heyra að BUGL ætti áfram að vera lokuð um helgar, það væri hins vegar ekki af faglegum ástæðum heldur rekstrarlegum, þ.e. að fjármagn vantaði frá ríkinu. í annarri fyrirspurn sinni spurði Ásta Ragnheiður hvað liði áformum um að koma á fót neyðarmóttöku fyrir geðsjúk börn. Sagði hún það ekki boðlegt að þegar eitthvað kæmi upp á væru geðsjúk börn tekin inn á geðdeild Landspítalans, og væru meðhöndluð við hiið fullorðins fólks. f þessu sambandi sagði Ingibjörg Pálmadóttir að þótt lokað væri á BUGL um helgar væri opið á ungl- ingadeildinni alla daga vikunnar, og þangað mætti senda börn ef þyrfti í neyðartilfellum. Upplýsti ráðherr- ann jafnframt í framhaldinu að verið væri að undirbúa tvö rými inni á BUGL fyrir neyðarmótttöku. Tók ráðherra undir þau orð að hér væri um erfiða og flókna málaflokka að ræða, sem einungis væri hægt að taka á með góðri samvinnu við aðra hlutaðeigandi aðila. í sinni þriðju fyrirspurn spurði Ásta Ragnheiður hvaða ástæður lægju að baki því að börn með geð- ræna sjúkdóma fengju ekki inni á hinum nýja bamaspítala sem fyrir- hugað væri að reisa á Landspítala- lóð. Sagðist hún hafa búist við því að öll börn fengju þar athvarf og að það hefði því komið sér mjög á óvart að heyra að svo væri ekki. Velti hún því fyrir sér hvort hér glitti í landlæga fordóma í garð geðsjúkdóma. Sagði Ásta Ragnheiður stutt á milli and- legra og líkamlegra sjúkdóma, enda væri það því miður staðreynd að geðsjúk börn yllu sjálfum sér oft skaða, og því væri eðlilegt að þau ættu athvarf á barnaspítalanum þar sem hægt væri að veita þeim all- sherjar aðhlynningu. Heilbrigðisráðherra sagði að þeg- ar BUGL var stofnsett hefði deildin verið staðsett á barnaspítala Hringsins. Fagfólk hefði hins vegar ekki fundist reynslan af því nægi- lega góð og því beitt sér fyrir því að deildin væri flutt yfir á svið geð- lækninga. „Við undirbúning á byggingu barnaspitalans var unnin mikil vinna við þarfa greiningu og á því stigi vora þjónustunefndir BUGL og ríkisspitalanna sammála um að deildin ætti ekki að vera í hinum nýja barnaspítala. Þau töldu eðli- legra að deildin yrði innan geðdeild- ar, jafnvel sjálfstætt svið á ríkisspít- ölum, eða jafnvel sjálfstæð stofnun, sagði Ingibjörg og hélt áfram: „Vegna þessa samdóma álits yfir- manna var frá upphafi ekki gert ráð fyrir því að starfsemi BUGL yrði á hinum nýja bamaspítala. Eftir að undirbúningur var langt kominn var ljóst að nýjar áherslur höfðu komið fram og nýir yfirmenn töldu æski- legt að starfsemi BUGL yrði komið fyrir á barnaspítalanum. Á því stigi var málið hins vegar komið svo langt að ekki var talið mögulegt að breyta um stefnu, slíkt hefði tafið mjög fyrir byggingunni. Sagði Ingibjörg að húsaskipan væri ekki mikilvægust heldur sú þjónusta sem hægt væri að bjóða geðsjúkum börnum upp á. Ásta Möller, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, sagði hins vegar í stuttri athugasemd að lokinni ræðu ráðherra að það væri hennar skoðun að barnaspítali stæði ekki undir nafni ef ekki væri þar gert ráð fyrir athvarfi til handa geðsjúkum böm- um, I sama streng tók Ásta Ragn- heiður og sagði það átakanlegt að geðsjúk börn fengju ekki inni á hin- um nýja barnaspítala vegna þess að það myndi tefja byggingu hans. Að síðustu bar Asta Ragnheiður fram fyrirspurn um það hvernig heilbrigðisyfirvöld hygðust bregð- ast við þeim vanda sem geðsjúk börn, er þyrftu langtímameðferð, byggju nú við. Sagði hún það mikið vandamál að BUGL gæti ekki sinnt börnum nema í sex vikur í senn en síðan væra þau send heim til sín, og ekkert tæki við, jafnvel þótt barnið væri jafn veikt og áður. Kæmi oftar en ekki til þess að leggja þyrftí barnið aftur inn með hraði og hér væri því um eins konar hringrás að ræða. Sagði Ásta Ragnheiður að við þetta ástand væri ekki hægt að búa og benti á að sennilega væri ekki nema um 10-15 börn að ræða, heil- brigðisyfirvöld hlytu einfaldlega að geta veitt þeim einhverja björg nú a tímum góðæris. Ingibjörg rifjaði upp að ríkis- stjórnin hefði síðastliðið haust skip- að nefnd til að móta stefnu í málefn- um langveikra barna. mm Dagskrá SJÁVARÚTVEGSMÁL setja svip sinn á dagskrá Alþingis í dag en þingfun- dur hefst kl. 10.30 með utandagskrárumræðu um Vatneyrardóminn og við- brögð stjórnvalda. Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingar, er málshefjandi en Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra er til svara. I kjölfarið verða eftirtalin mál á dagskrá þingfundar: Afnotaréttur nytjastofna á Islandsmiðum. Þingsályktunartillaga, fyrri umræða. Sijórn fiskveiða (veiðar umfram aflamark). Lagafrumvarp, 1. umræða. Stjórn fiskveiða (frystiskip). Lagafrumvarp, 1. umræða. Þróunarsjóður sjávarútvegsins (fasteignagjöld). Lagafrumvarp, 1. um- ræða. Stjórn fiskveiða (framsal veiðiheimilda). Lagafrumvarp, 1. umræða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.