Morgunblaðið - 03.02.2000, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ingimundur
Flestir þátttakendur á námskeiðinu hjá Unni Halldórsdóttur.
Að læra vísu
list er góð
Borgarnesi - Símenntunarmiðstöð
Vesturlands efndi fyrir skömmu til
námskeiðs í vísnagerð er nefndist;
„Að setja saman vísur“. Leiðbein-
andi var Unnur Halldórsdóttir í
Borgamesi.
Á námskeiðinu lærðu þátttakend-
ur að setja rétt saman visur, frædd-
ust um hina ýmsu bragarhætti og
margt annað er viðkemur vísnagerð.
Allir nemendur ortu vísur á nám-
skeiðinu og varð afreksturinn mjög
fjölbreytilegur. Hér á eftir fara sýn-
ishorn af ljóðagerð þátttakenda á
námskeiðinu.
Philippe Reichard var einn nem-
enda. Hann er fæddur í Frakklandi
en hefur búið á íslandi um tvo ára-
tugi. Vísa hans sýnir hve góðum tök-
um hann hefur náð á íslenskunni.
Hulin snæ er freðin fold,
farinsuðurlóan.
Kári bítur, herðir hold,
hesturábeitviðflóann.
Gunnar Gauti Gunnarsson var
nýráðinn héraðsdýralæknir og fékk
þessa vísu frá einum á námskeiðinu.
Gunnar vanar folafjöld,
fumlaus gilda handtök stinn.
Hugsar sér að hafa völd,
héraðsdýralæknirinn.
Ein hestakonan í hópnum fékk
þessa vísu.
Lilja Ósk, ég leit á þig
leggja á jó með prýði.
Hestarætíðheillamig
hratt þó ekki ríði.
Einn nemenda setti saman vísur
um þátttakendur og kennara.
Við uppfinningar Filip fæst,
fáka Lilja temur.
Hjá Gauta róast geitin æst,
Grétavísursemur.
Imba i körfu er sæt og sæl
Sigurbjörg ostinn býður.
Verkalýðs-Begga er vön í ræl.
vökru Magnús ríður.
Unnur gjaman yrkir ljóð
Ingi sjaldan þegir.
Aðlæravísulistergóð,
þó litla stund þú eigir.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Sameining bj örgunar sveita
í Hrunamannahreppi
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Stjóm Björgunarfélagsins Eyvindar. Frá vinstri: Steingrímur Jónsson,
formaður, Pálmar Þorgeirsson, Jón Matthías Helgason, Ölver Karl Em-
ilsson og Bjöm Kjartansson.
Hrunamannahreppi - Hjálparsveitin
Snækollur og Björgunarsveitin
Fannar sem starfað hafa hér í Hruna-
mannahreppi frá árunum 1983 og
1984 hafa nú verið lagðar niður og
sameinast í eina. Nýtt félag hefur
verið stofnað sem ber heitið Björgun-
arfélagið Eyvindur.
Efnt var til samkeppni um nafn á
þessu nýja félagi og nafnið valið til að
minna á einn kunnasta útilegumann
íslandssögunnar, Fjalla-Eyvind, sem
fæddur var hér í sveitinni.
I hinni nýju björgunarsveit eru 30-
40 félagsmenn, þar af 10 sem eru
mjög virkir. Þeir hafa hlotið þjálfun
og kunna helstu atriði í almennum
björgunarstörfum og eru jafnan í við-
bragðsstöðu. Björgunarsveitin er all-
vel tækjum búin miðað við félaga-
fjölda, hún á einn snjóbfl, þijá vél-
sleða og björgunarkerru auk
Landrovers sem er sérbúinn sem
fjallabfll. Þá á sveitin von á nýjum
fjórhjóladrifnum Econoline sem verð-
ur með öflugum búnaði m.a. tfl fjalla-
ferða og tekur hann 15 manns, hægt
er að koma sjúkrabörum að auki.
Að sögn Steingríms Jónssonar á
Fossi, formanns björgunarsveitar-
innar, verður reynt að stunda æfingar
reglulega m.a. með öðrum björgunar-
sveitum. Næsta stóræíing verður í
Reykjavík með öllum björgunarsveit-
um í Reykjavík og nágrenni.
Steingrímur tjáði fréttaritara að
útköll hefðu verið tvisvar til þrisvar
að jafnaði á ári en sem betur fer aftur-
kölluð. Hefðu félagar í Fannari og
Snækolli farið til leitar frá Hornafirði
að Hellisheiði og einnig inn á hálend-
ið. Vonandi þyrfti ekki að nota þau
góðu tæki sem björgunarsveitin ætti
nema til æíínga.
Þá sagði Steingrímur að stefnt
væri að því að þjálfa unglinga til að
byggja upp sveitina í framtíðinni.
Einnig vildi hann sjá konur koma inn
í sveitina, þær væru ekki síðri en karl-
menn í björgunai’störfum. Hinn ný-
kjömi formaður vildi koma á fram-
færi þakklæti fyrir allan góðan
stuðning sem björgunarsveitin hefði
fengið frá eldri félagsmönnum, ein-
staklingum og fyrirtækjum.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Forkaupsréttarbáturinn á fsafírði
Fundvís seldur
á 108 milljónir
Sandstorm-
ur fylgdi
góðviðrinu
Vaðbrekku, Jökuldal- Góðviðrinu í
upphafi þorra og vestanáttinni, sem
varsamfara því, fylgdu ýmsir fylgi-
kvillar svo sem hvassviðri og sand-
fok.
Eins og sést á þessari mynd,
hama hestamir á Eiríksstöðum sig
undir austurstafni hesthússins og
bíða af sér veðrið. I baksýn sést inn
Jökuldaiinn þar sem sést í kolsvar-
tan sandbakkann sem er fylgifiskur
þess þegar jörð auðnast. Efsta lag
moldarflaganna þiðnar og vestan-
garrinn sér um að feykja þeirri
mold er losnar, yfir búandlið og bú-
fénað sem langar að spóka sig í
góðviðrinu.
BÆJARÉÁÐ ísafjarðar samþykkti
í vikunni að ganga að 108 milljóna kr.
tilboði Pálma Stefánssonar skip-
stjóra, Móholti 2 á ísafirði, í Fundvís
ÍS 881 ásamt meðfylgjandi kvóta.
Eins og greint var frá í blaðinu í
gær neytti ísafjarðarbær forkaups-
réttar að bátnum og gekk inn í kaup-
samning upp á 99 milljónir króna.
Tilgangurinn var að endurselja bát
og kvóta innan bæjarfélagsins.
Ákvörðun bæjarins um að neyta
forkaupsréttar var kærð til sjávar-
útvegsráðuneytis, en þeirri kæru var
vísað frá, og til Héraðsdóms Vest-
fjarða, þar sem úrskurður féll Isa-
fjarðarbæ í vil. Þegar ísafjarðarbær
auglýsti bátinn til sölu bárust fjögur
tilboð. Útgerðarfélagið Mímir ehf. í
Hnífsdal bauð kr. 99.300.000, Amar
Kristinsson á ísafirði kr. 99.500.000
og Kristján Andri Guðjónsson á Isa-
firði bauð kr. 103.000.000. Pálmi Ste-
fánsson átti síhæsta tilboðið, kr.
108.000.000, níu milljónum hærra en
kaupverð Isafjarðarbæjarvar.
Veðurathugunar-
maður í sextíu ár
Golfhermir
í Eyjum
Vestmannaeyjum - Golfklúbbi Vest-
mannaeyja var á þriðjudag afhentur
golfhermir til afnota. Stuðningsaðilar
klúbbsins keyptu herminn, sem kost-
aði um 3,5 mifljónir upp kominn. Guð-
jón Hjörleifsson bæjarstjóri, sem fór
fyrir hópi bakhjarla klúbbsins við
fjármögnun kaupanna, flutti ávarp
og afhenti svo Gunnari Gunnarssyni,
formanni Golfkiúbbsins, herminn.
Guðjón sagðist vona að golfhermir-
inn yrði til að auka breiddina í starfi
klúbbsins og auka tekjur Golfklúbbs-
ins því nú yrði sannarlega hægt að
stunda golf alla daga ársins í Eyjum,
hvemig sem viðraði.
Að lokinni afhendingunni sló Jak-
obína Guðlaugsdóttir, einn fremsti
golfari Eyjanna í áratugi, fyrsta
höggið í herminum og tók hann þann-
ig formlega í notkun.
Laxamýri - Sextíu ár eru liðin síð-
an Friðjón Guðmundsson bóndi á
Sandi í Aðaldal tók að sér veður-
athuganir fyrir Veðurstofu ís-
lands og hefur enginn annar núl-
ifandi Islendingur stundað
veðurathuganir svo lengi.
Það var 1. janúar 1940 sem
Friðjón tók alfarið við veður-
athugunum á Sandi, en þær hóf-
ust 1932 og hafði Friðjón þá oft
gripið inn í fyrir bróður sinn
Heiðrek Guðmundsson sem hafði
annast þær frá byrjun.
Friðjón hefur Iítið brugðið sér
af bæ frá því að hann hóf störf,
fyrir utan veturinn 1946-1947, er
mágur hans Njáll Friðbjarnarson
stundaði veðurathuganir á Sandi
í fjarveru Friðjóns.
Kaldasta árið á sextíu ára
starfsferli Friðjóns var árið 1979,
en þá var meðalhiti á Sandi 0,4
gráður. Þetta var kaldasta ár á
landinu siðan 1892 og var meðal-
hitinn í mai' -1,6 gráður. Fkki er
vitað um svo kaldan maímánuð á
íslandi allt frá árinu 1846.
Frá því að mælingar hófust á
Sandi var hlýjast 1933, en þá var
meðalhiti ársins 4,7 gráður og
besta vor, sumar og haust voru
1939. Þá fór að vora í Þingeyjar-
sýslu f lok mars og fyrstu snjóar
komu ekki fyrr en 9. nóvember.
Allt það ár var samfelld blíða að
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Friðjón Guðmundsson, bóndi og
veðurathugunarmaður á Sandi í
Aðaldal,
mati Friðjóns. Hlýjasti mánuður
sem Friðjón man eftir var í júlí
1955, en þá var meðalhitinn 13,1
gráða og mesti hiti sem mælst
hefur á Sandi er 27,2 gráður en
það var 28. ágúst 1947.
Kaldasti mánuður var í mars
1979 en þá var meðalhiti -8,2
gráður og minnsti hiti sem mælst
hefur á Sandi var -27,3 gráður í
mars 1969.
Athugar veðrið
þrisvar á dag
Friðjón er hress í bragði og
enn athugar hann veðrið þrisvar
á dag og sendir skýrslu mánaðar-
lega til Veðurstofu fslands. Hann
segir breytingar í seinni tíð á
Iestri veðurfregna ekki til bóta
og framsetning þeirra sé óreglu-
leg. Þá saknar hann þess að ekki
sé lengur lesið veður frá veður-
stöðvum á Grænlandi og Jan
Mayen.