Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 29

Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 28 ásamt Jósef Ognibene homleikara og Herði Askelssyni orgelleikara. Er það kannski fyrsti einleikur hans á plötu líka? „Já, já. Ætli ég hafi ekki bara þroskast svona seint.“ Daði er Sinfóníunni afar þakklát- ur fyrir tækifærið nú, einleikurinn sé verðugt verkefni. „Mér þykir sér- staklega vænt um að geta leikið óbó- konsert Mozarts sem er frábært verk sem einkennist af bjartsýni. Það þarf snilligáfu til að semja svona tónlist og gleymum því ekki að á tímum Mozarts voru bara tveir klappar á óbóinu. Nú em þeir um tuttugu og helmingurinn af þeim þvælist bara fyrir manni,“ segh- hann og brosir. Daði lærði konsertinn fyrst tólf eða þrettán ára og hefur alltaf haft gaman af því að grípa í hann. „Hann er svo skemmtilegur." Og hann er ekki að leika verkið opinberlega í fyrsta sinn. „Ég flutti konsertinn með sinfóníuhljómsveit sem skipuð er áhugamönnum í Skotlandi fyrir nokkram ámm. Ég bý að þeim flutningi núna.“ Og fyrst hann er kominn á bragð- ið, má þá ekki reikna með því að Daði haldi áfram á sömu braut á næstu misserum? „Við skulum klára þennan kon- sert fyrst!“ Þess má geta að Daði spann sjálf- ur kadensu annars þáttar konserts- ins en kadensur fyrsta og þriðja þáttar em eftir kennara hans, Sidn- ey Sutcliffe. Hljómsveitarstjóri kvöldsins, Jerzy Maksymiuk kemur frá Póll- andi. Daði er hrifinn af honum. „Maksymiuk er ákaflega músík- alskur, skemmtilegur og lifandi stjórnandi og nýtur mikillar hylli hjá hljómsveitinni. Hann hefur kom- ið hingað nokkram sinnum áður. Stfll hans hæfir konsertinum hans Mozarts sérstaklega vel.“ Daði segir Sinfóníuhljómsveit fs- lands hafa tekið stakkaskiptum frá því hann gekk til liðs við hana. „Þetta var hálfgert rólyndislíf í fyrstu. Ég hafði yflrleitt tíma til að verja einni viku í mánuði úti í nátt- úranni, þar sem ég kann svo vel við mig. Þetta hefur gjörbreyst. Bæði spilar hljómsveitin miklu meira núna og svo er hún undir mun meiri pressu. Sinfóníuhljómsveit íslands hefur á þessum tíma breyst í at- vinnuhljómsveit á útopnu, eins og þær gerast bestar í útlöndum.“ Segir hann þetta hafa sína kosti og galla. „Auðvitað er gaman þegar vel gengur og metnaðurinn er mik- ill. En á móti kemur að hljómsveitin er mjög lítil, varamenn mun færri en gengur og gerist erlendis, og því er álagið á hvern og einn hljóðfæra- leikara veralegt." Að sögn Daða hefur Sinfón- íuhljómsveitin alla tíð verið óvenju góður hópur. „Andinn í hljómsveit- inni er mjög góður og lítið um baktal eins og oft tíðkast í sambærilegum hljómsveitum erlendis. Maður veit þess dæmi að menn sitji hlið við hlið og yrði aldrei hvor á annan - ára- tugum saman. Til allrar hamingju þekkist það ekki hér.“ Daði hefur búið á íslandi í 27 ár, meira en hálfa ævina, og kveðst í dag vera meiri íslendingur en Skoti. „Núorðið hugsa ég yfirleitt á ís- lensku og flest hugtök era mér tam- ari á íslensku en ensku. Þannig lendi ég stundum í vandræðum þegar ég þarf að þýða fyrir aldraða móður mfna sem dvelst reglulega hjá okk- ur.“ Leyfí hjá forsetanum Hann tók sér snemma íslenskt nafn. „Eiginlega of snemma, því ég var ekki kominn með íslenskan rík- isborgararétt þegar ég byrjaði að nota nafnið. Ég varð síðan að fá sér- stakt leyfi hjá Vigdísi Finnbogadótt- ur, þáverandi forseta, til að nota nafnið, sem ég hafði gegnt í tvö ár, þegar ég fékk ríkisborgararéttinn.“ Og það var ekki í fyrsta sinn sem Daði var fljótur á sér. „Þegar ég hafði ákveðið að setjast hér að, sennilega áramótin 1974-75, bann- aði ég fólki að tala ensku við mig. Ég var hæstánægður með þá ákvörðun sjálfur en sumir urðu dálítið hissa, jafnvel óhressir, enda sáu þeir fram á samskiptaörðugleika. Það lagaðist fljótt." En ræturnar era sterkar og Daði grípur oft tækifæri til að heimsækja æskustöðvarnar í Edinborg. „Það er alltaf gott að koma til Skotlands, einkum á sumrin, þegar hægt er að sigla í blíðunni á skútu á milli Suður- eyjanna vestur af Skotlandi. Það er Paradís á jörðu - stækkuð mynd af Breiðafirði.“ Daði er, sem fram hefur komið, mikill útivistarmaður og af áhuga- málum hans, fyrir utan hesta- mennsku og skútusiglingar, má nefna gönguferðir úti í náttúranni á sumrin og skiðagöngu á veturna. „Ég hef ekkert komist í skíðagöngu að undanförnu, meðal annars þar sem ég fékk flensu um daginn, og er að verða viðþolslaus." Daði og Sesselja eiga tvö börn, Tuma 17 ára, og Gunnhildi 16 ára. Ekki þarf að komá á óvart að bæði hafa þau lært á hljóðfæri, hann á píanó en hún á fiðlu. Samt hefur fað- irinn ekki trú á að þau muni starfa á vettvangi tónlistar í framtíðinni. „Við höfum alla vega reynt að bólu- setja þau við þeirri vitleysu," segir hann og hlær. Magnús og Johannes Tónleikarnir í kvöld hefjast á ís- lensku verki, Adagio eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Var það samið árið 1980 í Bandaríkjunum. Magnús var þá nýtekinn til við tónsmíðar að nýju eftir nokkurt hlé og var stfll hans gjörbreyttur. Hann var kom- inn langan veg frá framúrstefnu- tonverkunum, sem borið höfðu hróð- ur hans víða. Adagio er samið lyrir strengjasveit, selestu og slagverk og var framflutt á Myrkum músíkdög- um árið 1981. Það er samið undir rómantískum áhrifum, blíðlegt með fínlegu handbragði og áberandi löngum línum. Lokaverk tónleikanna er svo Sin- fónía nr. 4 í e-moll op. 98 eftir Johannes Brahms. Var hún samin á áranum 1884-85 í Ölpunum. Brahms mat mikils tónlistarsmekk vinkonu sinnar, Elísabetar von Herzogenberg, og leitaði oft álits hennar á verkum sínum. Hann sendi henni fyrsta þátt sinfóníunnar til skoðunar og umsagnar með eftfr- farandi orðum: „Leyfist mér að senda þér smáhluta af smáverki eft- ir mig og biðja þig að gefa þér smá- tíma til að kíkja á það og senda mér línu? Það verður að segjast, því mið- ur, að lögin mín era skemmtilegri en ég sjálfur og þarfnast minni lagfær- inga! Hér um slóðir ná kirsuberin ekki að þroskast svo að þú skalt ekki láta þér bregða þótt þér bragðist ekki hlutimir sem best. Ég vil ógjarna skrifa slæma fjórðu sinfóníu." Það dróst að Elísabet svaraði er- indi Brahms og hann varð áhyggju- fullur. Ekki vora hinar dræmu und- irtektir vina hans til að draga úr áhyggjum hans þegar sinfónían var leikin fyrir þá í útsetningu fyrir fjór- hent píanó. Hinsvegar heillaðist hljómsveitarstjórinn Hans von Bul- ow af verkinu þegar hann stjómaði fyrsta opinbera flutningi þess í Ber- lín og taldi það vera mikið meistara- verk. Sinfónían er sögð framlegust allra sinfónía Brahms og samkvæmt bréfum og orðum tónskáldsins sjálfs er hún það verk sem hann hafði einna mestar mætur á af öllum sín- um verkum. Diffenbachia Stofuaskur Gróðurmold ó lítrar Drekatré 1 OOsrh Drekatré ipanar ÚTSÖLUNNI LÝKUR UM HELGINA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.