Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Lesið í málverk
REYKJA-
VÍKURHÖFN
Gísli Jónsson
MÁLARALISTIN er undarlegt fyr-
irbæri, sem í þeim mæli vill gagii-
taka iðkendur sína að sumir líta
ekki glaðan dag hafi þeir ekki eitt-
hvað sýslað við pentskúfinn, riss-
blýið eða á annan hátt minnst við
og komist i námunda við hin
úvægu lifsmögn. Það er sköpunar-
nautnin sem altekur þá á þann
veg, að líkja má við örvunar og
óminnisáhrif vímuefna, hafa þó
einungis holl fráhvarfseinkenni.
Ekki undarlegt að slikum skuli
umhugað um næði og sé svo illa
við ákík og áhorf hvers konar, að
margar meinlega skondnar sögur
fara af því, er þó ekki um sérvisku
og einangrunaráráttu að ræða þar
sem þeir geta verið allra mann-
blendnastir, hrókar alls fagnaðar í
fjölmenni. Helst eru þeir eins og
fólk er flest, þótt til hins ýtrasta
reyni á þol geðbrigða í ýmsum til-
vikum, einkum fyrir framan mál-
aratrönurnar sem marka vé þeirra
lífhelgi alsýni og himnatjöld; rauð,
blá, græn og gul. Sköpunarferlið
krefst einfaldlega allrar einbeitni
viðkomandi, hugnist honum að
þrengja sér inn að innstu kviku og
dýpstu lífæðum myndflatarins.
Nú um stundir, í heimi tilbúinna
gerviþarfa og áreiti á öllum svið-
um eru slík álög fátíðari, sýndar-
mennskan og markaðssetningin í
algleymi. Vilja myndverkin gjarn-
an grípa hinn opna skoðanda föst-
um tökum, og birtast líkust sjálf-
sprottnum hófsömum undrum á
veggjum sýninga. Viðkomandi
spyr þá síður um stílbrögð hug-
myndafræði kunnáttu og færni,
öllu fremur un'drast hann kraftbir-
tinginn og blíðan tjákraftinn að
baki. Einnig verður honum með
forundran hugsað til þess hve vits-
munarlegt mat á hlutina hefur
reynst fallvalt alla liðna öld þegar
málaralistin er annars vegar, gild-
ismatið margþvælt og afstætt. Þó
nálgast slíkir þesslags myndir frá
allt annari hlið en sá er leitar ein-
ungsis staðfestingu sjónreynslu
sinnar/ og eða menntunar, - hins
raunsæja og hlutvakta innihalds.
Öllu frekar er það hin óskil-
greinda tilfínning sem myndverkið
framkallar, er kveikir á kertinu.
Um miðbik siðustu aldar hefði
þannig þótt með öllu óhugsandi að
tannburstar og glimmerfígúrur í
hundrað og þúsundfaldri stækkun
teldust listaverk og enn fráleitara,
að grafíkmyndir af Mikka mús í
yfirstærð yrðu slegnar á metfé á
uppboðum í lok hennar. Listamað-
urinn er orðinn hluti afþreyingar-
iðnaðarins, gegnir hlutverki hirð-
Reykjavíkurhöfn, olía, 40x80 cm, ekkert ártal.
fíflsins og er tilefni andlausra
rökræðna, eins og Ernst Gombrich
orðar það.
Málverkið, Reykjavíkurhöfn, eft-
ir Gísla Jónsson frá Búrfellskoti
(1878-1944), er ein þeirra mynda
er stöðugt sækir á við endurtekna
skoðun sýningarinnar í Listasafni
Kópavogs, sem lýkur 13. febrúar
Gísli er frábært dæmi um mann
sem lifði fyrir köllun sína við erfið
kjör, en hann notaði ungur hveija
hjástund til að draga til myndar
eins og segir í listasögu Björns Th.
Björnssonar. Þar stendur meðal
annars einnig; að tvítugur hafi
Gísli ráðist sem ráðsmaður að EIl-
iðavatni en seinna flutti hann að
Mosfelli á Gnmsnesi, þar sem
hann bjó um skeið við gott atlæti
og nokkurt ráðrúm til að sinna
hugðarefnum sfnum. Eftir að hafa
unnið ígripavinnu víða um landið
samfara því að sinna hugðarefni
sínu, fluttist hann til Reykjavíkur
og tók þá ákvörðun að helga sig
PÓST- OG FJARSKIFIASTOFNUN
UMSÓKNIRUM
REKSTRARLEYFI
Póst og fjarskiptastofnun
auglýsir eftir umsóknum um
rleyfi til að starfrækja
-1800 farsímanet og
þjónustu samkvæmt GSM staðli.
Tilboðsgögn verða afhent á
skrifstofu stofnunarinnar,
Smiðjuvegi 68-70 í Kópavogi,
gegn skilatryggingu að upphæð
10.000 kr. Skrifstofan er opin
daglega fVá kl. 8.30 til 16.30.
Frestur til að leggja inn
umsóknir er til 28. febrúar 2000
alfarið myndlist og bjó lengst að
Bergi við Langholtsveg. Fórnaði
öllu fyrir það sem hugur hans stóð
til, að gerast málari, því engin fá-
tækt gat orðið þessum manni verri
en afneitun þess. Hann var að
mestu sjálfmenntaður en naut þó
veturlangt tilsagnar Einars Jóns-
sonar málara frá Fossi í Mýrdal,
bróður Eldeyjar-Hjalta, sá var
menntaður í Kaupmannahöfn og
var þar samtiða alnafna sínum
myndhöggvaranum frá Galtafelli
fyrir aldamótin 1900...
Miðað við hina Iitlu skólun var
hér á ferð mikili hæfileikamaður,
og Kjarval, sem sá til hans þá ung-
ur drengur, sagði hann hafa málað
allt milli himins og jarðar í fritfma
sfnum, „mun hafa verið fyrsti fút-
úristum sem ég sá, - seinna kynnt-
ist ég mörgum og öðruvísi í út-
löndum. Málaði sumar myndir
sfnar í skærum litum í annarlegum
stíl, eitthvað svipað Sölva Helga-
syni, en stórgerðari og einfaldari,
stfllinn vafningar og sving og
krúsidúllur, - þá vildi hann hafa
miklu meira af landslagi í mynd-
um sínum en aðrir málarar“ Var
trúlega til að þóknast kaupendum,
sem fengu þá meira af landinu fyr-
ir peningana.
Því fer íjarri, að myndin af
Reykjarvíkurhöfn sé sé glæsilega
máluð, sé hún borin saman við ým-
is málverk Ásgríms, Jóns Stefáns-
sonar og Kjarvals af lfkum við-
fangsefnum, og þó eru í því ýmsir
vænir taktar, þannig er mynd-
byggingin í merkilega góðu jafn-
vægi, næstum hárffnu, og undir-
strikar stillur sumardagsins úti
með sundum. Einnig er myndin
mikið til iaus við þann sætlcika
sem einkenndi margar myndir
Gísla, en mun meira í henni af
þeirri einlægu og nævu fegurðar-
tilfinningu sem var kennimark
listamannsins. Aðal myndarinnar
er þó sannverðugleiki hennar og
hvernig þessi löngu horfni dagur
heiðblámans þrengir sér á vit
skoðandans, og hvað hún segir
honum mikið um tfðarandann.
Ekki hefði ég með nokkru móti
getað fallist á sumt af ofan-
greindu, þá ég var ung Iistspfra og
dagskipan framsækinna núlista
var höfnun hins hlutlæga og niður-
rif borgaralegra gilda. Myndefnið
úr full nálægri og óeftirsóknar-
verðri fortíð fátæktar og harðræð-
is, ásamt því að umskipti til vel-
megunar á nýliðnum árum voru
yfirþyrmandi á alla vegu. Heimur-
inn allt annars eðlis en nú gerist,
Qarlægðirnar stórum meiri og
gildin með þeim ólfkindum önnur,
að ungir í dag geta báglega sett
sig í spor okkar. En þótt hæga-
gangurinn hafi verið stórum meiri,
má er svo er komið lengi velta því
fyrir sér, hvort lífið hafi ekki líka
verið einhvers virði fyrir svo
margt löngu, þá Gísla Jónssyni
auðnaðist hávaðalaust að skjal-
festa þessa sýn hvunndagsins,
blátt áfram og tilgerðarlaust. Mik-
ið væri heimurinn fátækari ef slík-
ir hefðu ekki verið til, einstakling-
ar er vildu hvað sem það kostaði,
skila sjónlifunum sfnum til fram-
tíðarinnar. Og fyrir þörf sína til að
minnast við áskapaða sköpunar-
gáfu, gáfu mest lítið fyrir efnalega
hamingju fullnægðu þeir henni.
Framlag þeirra - til hliðar við
hina - skal ekki vanmetið, því þeir
eru einn og alveg sérstakur hlekk-
ur íslenzkrar þóðmenningar sem
skilyrðislaust ber að halda fram.
Bragi Ásgeirsson
Vopn með nýtt
hlutverk
DRENGURINN á myndinni horfir
áhugasamur á skúlptúra í sýningar-
skápum Rauða krossins í Woluwe-
verslunarmiðstöðinni í Brussell.
Skúlptúrarnir eru verk mai-gra
mósambískra listamanna, en verkin
eiga það sameiginlegt að vera búin
til úr byssuhlutum. „Byssur til
góða“ eru verkefni mósambískra
samtaka sem hafa það hlutverk að
gefa íbúum Mósambíu verkfæri
þegar þeir skila inn til þeirra vopn-
um.
Skúlptúrarnir voru keyptir í
Mósambík og eru nú í láni hjá belg-
íska Rauða krossinum.