Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 46
J46 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ < \ i Estée Lauder kynnir Resilience Lift Eye Creme í&ílí íMMM . ti**«iti*M**mr««*m* Nú einnig fyrir augu Ný lyfting - nýtt líf. Nú getur þú einnig fengið hið fræga Resilience Lift fyrir augu. Njóttu þess að horfa á færri línur, sléttara og fastmótaðra augnsvæði, geislandi af nýju lífi. Þetta léttkennda, afar virka augnkrem sér um það. Notaðu það ásamt Resilience Lift kremi fyrir andlit og háls frá Estée Lauder og þú getur glaðst yfir yngra og ferskara útliti. Resilience Lift Eye Creme 16 ml. kr. 3.315. Resilience Lift Face og Throat Creme 30 ml. kr. 4.050 og 50 ml. kr. 5.735 Resilience Lift Face and Throat Lotion 50 ml. kr. 4.050. Þú færð Pure Velvet maskara 4,5 ml frá Estée Lauder með hverju Resilence augnkremi, f Clöru Kringlunni - sími 568 9033. Estée Lauder ráögjafi verður í versluninni fimmtudag, föstudag og laugardag. Laugardaginn 12. febrúar blaðauki í Morgunblaðinu og sérvefur á mbl.ÍS Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 mánudaginn 7. febrúar Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111. mbl.ÍS Nýttu þér Netlðl Sérvefurinn Netið í viðskiptum verður tengdur með hnappi af forsíðu mbl.is. Sölu- og þjónustufulltrúar netauglýsingasviðs svara fyrirspumum og gera tilboð í auglýsingaborða og auglýsingahnappa í síma 569 1111 eða á netfangi netaugl@mbl.is AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Til móts við „nýja Evrópu“ í Morgunblaðinu 25. jan. sl. birtist grein eftir Hannes Jónsson, fyrrver- andi sendiherra. Þar fer hann nokkr- um orðum um ESB og telur að með inngöngu myndu Islendingar stefna sjálfstæði sínu og fuilveldi í voða. Sendiherrann fyrrverandi dregur upp þá mynd að við aðild yrðum við í svip- uðum sporum og þegar við lutum konungsvaldi frá Kaupmannahöfn á nýlendutímanum. Er hann ekki sá fyrsti sem kemur með þessa sam- líkingu og sumir hafa meira að segja gengið svo langt að líkja ESB við Sovétríkin sálugu. Þessi samanburður er fáránlegur. Ekkert ríki er þvingað til þáttöku í ESB og öll aðildarríkm eru sjálfstæð og full- valda sem er inntökusk- ilyrði að sambandinu auk opins markaðshag- kerfis, lýðræðis, virðing- ar fyrir frelsi, mannréttindum og jafn- réttis gangvart lögum og dómstólum. Ekkert af þessu átti upp á pallborðið hjá ráðamönnum í Kristjánsborgarhöll forðum og því síður í Kreml. Fullveldi Fyrrverandi sendiherra kýs að kalla þá sem eru á móti því að Islend- ingar sæki um aðild að ESB „sjálf- ESB Reynslan sýnir, segir Úlfar Hauksson, að það er alltaf vilji til að fínna klæðskerasaumaða að- lögun að sambandinu. stæðishetjumar góðu sem vilja vemda frelsi og fullveldi þjóðarinnar þar sem þessum gildum er fómað í ríkjasamtökum á borð við ESB. Hinir era þá væntanlega í hlutverki Júdas- ar og vilja selja fullveldið fyrir 30 silf- urpeninga. Nú er það svo að á ofan- verðri 20. öld hefur hugtakið fullveldi allt annað innihald en það hafði fyrr á tímum. Fullveldi nútímans takmar- kast við það eitt að ríki taki fullan þátt á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir em teknar. ísland er þar engin und- antekning. Guðmundur Hálfdanar- son, dósent við HÍ, segir í grein sinni „Ferð til fullveldis" sem birtist í Sögnum 15. árg. ’94. að okkur beri að „varast að túlka íslenska stjómmála- þróun sem einangrað fyrirbæri, eða sem sjálfsprottna þróun án tengsla við það sem gerist í nágrannalöndun- um [...][I]slenska nútímaríkið ber flest sömu einkenni og önnur vestræn ríki og hlýtur að lúta svipuðum lög- málum og þau.“ Ekki sé úr vegi að endurskoða goðsögnina um uppmna og eðli íslenska þjóðríksins. Er það endanlegt og varanlegt heimili ís- lendinga eða einungis áfangi í enda- lausum straumi sögunnar? Guðmund- ur segir „að skilyrði og markmið íslenskrar sjálfstæðisbaráttu byggð- ust á erlendum hugmyndum og skil- greining fullveldishugtaksins hér á landi hlýtur að taka mið af þróun þess í löndunum í kringum okkur“. Hugtakið er mikilvægt fyrir stjóm- skipun ríkja og alþjóðalaga. Hefð- bundnar skilgreiningar eiga hins veg- ar ekki við í alþjóðakerfi nútímans þar sem þjóðríki em í auknum mæli háð hvert öðru. Við lifum á tímum „heims- þorpsins" og landamæri veita enga tryggingu gegn utanaðkomandi áhrif- um og allt tal um efnahagslegt full- veldi og óskorað yfirráð á eigin lands- væði em einungis órar fortíðar. ESB er ekki skýring á því að félagslegt og pólitískt fullveldi aðildarríkja er minna en áður. Það er liður í þróun sem hefði átt sér stað hvort sem er og er sambandið miklu fremur viðbrögð við þeirri þróun. Skiptar skoðanir geta síðan verið uppi um hvort að al- þjóðavæðingin og aukin samvinna ríkja sé góð eða slæm. Hún er engu að síður staðreynd. Vilji þjóðarinnar Fyrrverandi sendiherra furðar sig á þráhyggju „gamaldags krata“ í Sam- fylkingunni sem dásama ekki aðeins EES heldur vi[ja ganga lengra og tala fyrir aðild að ESB. Hann telur að EES-samningurinn hafi nánast verið þvingaður í gegnum Alþingi gegn vilja þjóðarinnar sam- kvæmt skoðanakönnun- um. Nú fer því íjarri að það séu einungis „þrá- hyggjukratar" sem telja það ómaksins vert að vinna að aðildarumsókn. Samkvæmt könnun Gall- up, sem birtist í Morgun- blaðinu 24. des. sl. er það rúmlega helmingur landsmanna og er ekki munur á afstöðu fólks eftir stjómmálaflokkum. Ef fyrrver- andi sendiherra er samkvæmur sjálf- um sér ættu íslendingar því að vera að undirbúa aðDdarviðræður í samræmi við vilja þjóðarinnar! Engin fórnarlömb í ESB Fyrrverandi sendiherra ræðir um útgjöld íslendinga við aðild og dregur upp mynd þar sem ESB nánast mer- gsýgur aðildarríkin með gjöldum. Það hefur aldrei verið neitt leyndarmál, eins og fyrrverandi sendiherra lætur í veðri vaka, að ESB hefur til umráða sem nemur rúmlega 2 hundraðshlut- um af opinbemm útgjöldum aðildar- ríkjanna. Það em leiðogar þeirra sem ákveða hversu há framlög til sameig- inlegra aðgerða skulu vera og hvemig þeim er varið. Aðildarríkin em ekki leiksoppur ESB heldur stjómendur þess. Þau starfa saman til að liðka fyr- ir viðskiptum, takast á við umhverfis- mál, fá virkari samkeppni neytendum og framleiðendum til góða, auka framlög til rannsókna og nýsköpunar, aðstoða svæði sem glíma við veruleg félagsleg- og efnahagsleg vandamál o.s.frv. Hugsunin er sú að með sam- starfi náist betri árangur en með ein- angruðum aðgerðum hvers ríkis fyrir sig. Árangurinn talar fyrir sig og ís- lendingar hafa notið hans að vissu marki í gegnum EES. Fyrrverandi sendiherra heldur því fram að við aðild myndi fiskveiðilögsa- gan standa opin fyrir flota ESB. Það er rangti Akvæðið um jafnan aðgang þýð- ir ekki það sama og frjáls aðgangur. Undirritaður hefur fjallað ítarlega um sjávarútvegsstefnu ESB hér á síðum blaðsins og er ekki ástæða til að endur- taka þá umræðu hér. „Sverð og skjöldur" Niðurstaða fyrrverandi sendiherra er að það sé ekki ómaksins vert að vinna að aðildarumsókn. Skipulag ESB sé þekkt og það sé ekki um neitt að semja. Ef málið væri svona einfalt þá væru allar viðræður vissulega óþarfar. Staðreyndin er hins vegar sú að áður en að ríki ganga til liðs við ESB fara í hönd langar aðildarviðræður. Reynslan sýnir að það er alltaf vilji til að fínna klæðskerasaumaða aðlögun að sambandinu. Engar reglur eru meitl- aðar í stein og aðildarsamningur hefur sömu stöðu og stofnsáttmáli ESB og er í raun viðauki við hann. Norðmenn hafa sett á fót nefnd sem á að móta stefnu í Evrópumálum og er ekkert launungarmál hvert hugur þeirra stefiiir. A Islandi vex úr grasi kynslóð sem hefur góða reynslu af samstarfi Evrópuþjóða. Kynslóð sem er tilbúin að taka fullan þátt í að móta „nýja Evrópu“. Kynslóð sem gerir sér grein fyrir því að „það er svo bágt að standa í stað/ og mönnunum munar/ annað- hvort aftur á bak/ ellegar nokkuð á leið“. Höfundur nemur stjórasýslufræði við Kaþólska háskólana f Leuven, Belgíu. Úlfar Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.