Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 59

Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 59 FRÉTTIR Námskeið um heilbrigð- isþjónustu í Bretlandi Endurmenntunarstofnun heldur námskeið föstudaginn 4. febrúar kl. 9-13. í samvinnu við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg. Námskeiðið dregur fram hvað þrýsti á um breytingar á heilbrigð- isþjónustu í Bretlandi, lýsir breyt- ingunum og áhrifum þeirra. Einnig verður rætt um þýðingu þeirra og hvaða ályktanir er hægt að draga fyrir Island. Sama ár og breska heilbrigðis- þjónustan fagnaði hálfrar aldar af- mæli gerði ríkisstjórnin, undir stjórn Verkamannaflokksins, veigamiklar breytingar á fyrri stefnumótun frá tímum stjórnar hægrimanna sem kenndar hafa verið við markaðsvæðingu. Fyrirlesari verður dr. John 0vretveit sem er breskur prófess- or í stjórnun og stefnumótun í heilbrigðisþjónustu við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg. Hann hefur fengist við fjölda rarin- sókna og samið greinar og bækur um heilbrigðisþjónustu. Eigendaskipti á Flott form * FLOTT form, Hverafold 1-5, var opnað aftur eftir eigendaskipti 21. janúar sl. Ný eigandi heitir Guðrún Helga Aðalsteinsdóttir og hefur hún unnið sl. 5 ár hjá Trimmformi Berglindar. f boði er meðhöndlun í Trimm- formi og Strata. Hægt er að nota Trimmform og Strata til margra | hluta ,t.d. vöðvabólgumeðferð, | þjálfa vöðva, losna við appelsínu- húð, grenningu, þjálfa grindar- botnsvöðva o.fl., segir í fréttatil- kynningu. Guðrún Helga Aðalsteinsdóttir, nýr eigandi Flott form. Kynning á lampa- mögnurum 1 ÁHUGAMENN um hljómtæki og hljómflutning halda samkomu laug- ardaginn 5. febrúar kl. 15 í verslun- inni Reynisson & Blöndal, Skipholti 25. Flemming Madsen, hljómtækja- smiður, heldur stuttan fyrirlestur um eiginleika lampamagnara og Reynir Reynisson mun kynna j Meridian umhverfishljóðkerfí (sur- round) og conrad-johnson lampa- Imagnai-a. Allir áhugamenn um hljómtæki og hljómflutning eru velkomnir. Að- gangur er ókeypis. Námskeiðí þýðingum ÞÝÐINGj4RNÁMSKEIÐ Félags háskólakvenna hefst í dag, fimmtu- daginn 3. febrúar. Kennt verður í Odda, stofu 201. Stjórnandi námskeiðsins, Hall- dóra Jónsdóttir cand. phil., mun fjalla um barnabókaþýðingar. Auk hennar eru þrír gestafyrirlesarar: Guðni Kolbeinsson sem mun tala um sjónvarps- og kvikmyndaþýðingar, Coletta Burling talar um þýðingar á íslenskum bókmenntum á þýsku og Pétur Gunnarsson, rithöfundur, fjallar um störf þýðandans. Innritun er hjá formanni félags- ins, Geirlaugu Þorvaldsdóttur. Nám- skeiðið er öllum opið. : Á 8 * Nánari upplýsingar um tilboðsdagana er að finna á vef Kauphallar Landsbréfa. Mörg þúsund íslenskir fjárfestar eru orðnir virkir þátttakendur á stærsta hlutabréfamarkaði heims - Wall Street - í gegnum Kauphöll Landsbréfa. Þeir hafa ástæðu til að gleðjast sérstaklega núna því Landsbréf bjóða ókeypis viðskipti á Wall Street frá í. til ío. febrúar. Það þýðir einfaldlega að það kostar ekkert að selja eða kaupa hlutabréf í einhverju af þeim þúsundum fyrirtækja sem skráð eru á Nasdaq-kauphöllina á Wall Street.* Ef þú hefur ekki þegar kynnt þér hvað Kauphöll Landsbréfa býður upp á, þá er þetta rétti tíminn til að slást í hópinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.