Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 68
/J68 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Fimm ár frá hvarfi gítarleikarans NÁKVÆMLEGA fimm ár eru liðin frá hvarfi Richey Edwards, sem var gítarleikari hljómsveitarinnar Manic Street Preachers, en málið er enn opið að sögn lögreglu. Edwards sást síðast á hóteli í London árið 1995 og enn er óvíst hvort hann er lífs eða liðinn. Eina v/sbendingin sem fengist hefur í máli hans er yfirgefínn bíll sem fannst áþekktum sjálfsmorðs- stað á þjóðvegi einum og breskt vegabréf sem fannst í íbúð hans. Einnig er hvarf hans talið tengjast því að hann vildi ekki fara til Banda- ríkjanna í fyrirhugaða tónleikaferð, aðþví er hann sagði móður sinni. I tilefni af því að fimm ár eru liðin frá hvarfi Edwards hvatti tónlistar- blaðið Melody Makcr lesendur sína til að senda inn myndir og minning- ar um hann. „Edwards er mikil stjarna í huga margra og hafði gríð- arleg áhrif á aðdáendur sína á 10. áratugnum," segir Ian Watson sem starfar hjá blaðinu. „Hann höfðaði á margan hátt. til fólks og var ófeim- inn við að lýsa því hvernig væri að glíma við sjálfseyðingarhvöt og þjást af lystarstoli. Margir aðdáend- Richey Edwards hvarf fyrir fimm árum. ur tóku eftir því og skildu hvað hann var að fara.“ Hljómsveitin minnist hvarfs Edwards einnig og talaði Nicky Wire um Iíðan sína skömmu eftir hvarfið í nýlegri heimildarmynd. „I nokkra mánuði kipptist ég við í hvert skipti sem síminn hringdi og í hvert sinn sem bankað var á hurð- ina. Allt lífið, hvert smáatriði, sner- ist um hvarf hans.“ Nokkrum sinnum á undanförnum árum hafa borist tilkynningar til fjölmiðla frá fólki sem hélt sig sjá Edwards og var meðal annars talið að hann dveldi á Kanaríeyjum, en svo reyndist ekki vera. En fjölskylda hans telur að hann hafi flúið land og freistað þess að heíja nýtt líf. Nicky Wire segir: „Hvað svo sem gerðist, vai’ það lík- legast hans eigin ákvörðun. Ef ég hefði vitað að hann var í slæmu jafn- vægi andlega liði mér illa núna. En ég reyni að hugsa á þann veg að hann hafi ákveðið sín eigin örlög og þá líður mér ögn betur.“ MYNDBOND Dulin fortíð GLEYM MÉR El (A Memory In My Hcurt) SÁLFRÆÐIDItAMA k'h Leikstjóri: Harry Winter. Handrit: Lindsay Harrison og Renee Longst- reet. Aðalhlutverk: Jane Seymour, Bruce Davidson og David Keith. (92 mín) Bandaríkin. Skífan, janúar 2000. Bönnuð innan 12 ára. BRESKA leikkonan Jane Sey- mour á að baki langan feril í sjón- varpsbransanum en þekktust er hún fyrir hlutverk sitt sem Dr. Quinn í samnefndum þáttum. Hér leikur hún konu sem þjáist af minnisleysi eftir dularfullt áfall. Hún giftist góð- um manni en þegar þau reyna að eignast barn, taka óljósar minning- ar um fytra líf að sækja á hana. Þetta er dæmigerð sjónvarpsmynd, sem er hvorki góð né slæm sem slík en nýtur góðs af því að hafa sóma- samlega leikkonu í aðalhlutverkinu. Líkt og svo margar sjónvarpsmyndir vekur hún forvitni áhorfandans með dularfullri fléttu, af sálfræðilegum toga, sem smám saman leysist úr í atburðanna rás. Myndin gerir því lítið annað en að halda í athygli áhorfandans meðan leyndardómurinn er leiddur til lykta en lengra nær hún ekki. Heiða Jóhannsdóttir --------------- Slæm hug- mynd GLYSBORGIN (Tinseltown) GAMAIVM YIVD ★ Leikstjóri: Toni Spiridakis. Hand- rit: Shem Bitterman. Aðalhlutverk: Arye Gross, Joe Pantoliano og Ron Perlman. (90 mín) Bandaríkin. Skíf- an, janúar 2000. Bönnuð innan 16 ára. í GLYSBORGINNI Hollywood eru góðar hugmyndir gulls ígildi. Ef allt um þrýtur má hins vegar alltaf bregða á það ráð að gera kvikmynd um kvikmyndagerðar- fólk sem vinnur lélega kvikmynd úr lélegri hugmynd. Það er sem sagt efniviður Glysborgarinnar, en hún fjallar um tvo félaga, þá Tiger og Max, sem vilja slá í gegn í Holly- wood en hafa enga hæfileika. Þeir ákveða því að gera kvikmynd um líf og störf fjöldamorðingja sem þeir stóðu að verki í nágrenninu og blása með því nýju lífi í hið ofnotaða fjöldamorð- ingjaþema. Þótt þessi hugmynd verði þeim Tiger og Max til fram- dráttar, verður það sama ekki sagt um leikstjóra Glysborgarinnar, Toni Spiridakis. Hann er augljós- lega að reyna að snúa útúr fjölda- morðingjaþemanu sjálfur, með til- burðum til sjálfsvísunar og dágóðum skammti af svörtum húmor. En handritið er bara alltof lélegt, leikurinn leiðinlegur og húmorinn misheppnaður. Þetta er sem sagt ekkert góð hugmynd eft- ir allt saman og er ekki mælt með kvikmyndinni sem slíkri. Útsala Aukið úrval - Aukinn afsláttur 20% Útivistarfatnaður Barnafatnaður Æfingafatnaður Fleecefatnaður til Æfinga-og útivistarskór Sundbolir Bolir 85% afsláttur .k' á h Opið í dag til kl.22 Bmmmmís convert 4^Columbia ™ ■ ■ ■ Sportswear Company* fO +-> > ‘P <$■ RUSSELL HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL — Skeiíúnni 19 - S. 568 1717- Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.