Morgunblaðið - 03.02.2000, Side 70
J70 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FOLKI FRETTUM
Agif
► á uppleið á niðurleið
*► stendur í stað V nýttáiista
Vikan 03.02. - 09.02.
*► 1. Dolphins Cry
Live
2. Other side
Red Hot Chili Peppers
^ 3. Okkar nótt
Sálin hans Jóns míns
▼ 4. Sex Bomb
Tom Jones
5. Bad Touch
Bloodhound Gang
6. Crushed
Limp Bizkit
«► 7. Hann
Védís H. Árnad
i 8. I Learned From the Best
Whítney Houston
i 9. Starálfur
Sigur Rós
i 10. The Great Beyond
R.E.M.
í| 11. Born to make you happy
Brítney Spears
i 12. Falling Away From Me
Korn
13. Sexxlaws
Beck
i 14. What a girl wants
Cristina Aguilera
Í 15. Vínrauðvín
Ensími
i 16. Whatlam
Tin Tin Out & Emma B.
t|r 17. Breakout
Foo Fighters
18. Dusted
Leftfield
i 15. Mixed Biznez
Beck
Í 20. Solong
Everlast
Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is.
TE3PP 20
0 mbl.is
_ SKJÁR binn
i
Frumsýning Nemendafélags Verslunarskólans á Thriller í kvöld
Morgunblaðið/Þorkell
Það er mikið um dansa í sýningunni en danshöfundar eru Guðfínna Björnsdóttir og fris María Stefánsdóttir.
Jackson kominn í Versló
Það er söngur, dans og gleði 1 Loftkastalan-
um enda hafa þeir félagar Gunnar Helgason
og Michael Jackson loksins tekið saman
höndum. Skarphéðinn Guðmundsson lædd-
ist inn á fjöruga æfíngu.
THRILLER er gamanleikur með
söngvum og dönsum byggður á lögum
Michaels Jacksons," segir höfundur
sýningarinnar og leikstjóri, Gunnar
Helgason, spurður um þessa nýju
uppfærslu.
„Þegar við krakkamir fórum að
velta fyrir okkur hvað hægt yrði að
setja upp varpaði ég þessari hug-
mynd fram því ég hef verið dyggur
unnandi goðsins allt síðan ég heyrði
metsöluplötuna Thriller í fyrsta sinn
og þau gripu hana á lofti,“ bætir hann
við. Thriller er þannig í raun nýr
frumsaminn íslenskur gamansöng-
leikur.
Ástfangin á Jackson-kvöldi
Sögusviðið er skemmtistaðurinn
„Ertu í ffling?" þar sem ungt fólk er
saman komið til þess að skemmta sér
á kvöldstund sem helguð er konungi
poppsins Michael Jackson. í stuttu
máli er kastljósinu beint að ungu ást-
föngnu pari sem erfitt á með að ná
saman því margar hindranir eru i
veginum.
„Þegar búið var að ákveða lagavalið
reyndi ég hvað ég gat til þess að setja
lögin í samhengi og skrifaði handritið
út frá titlum þeirra og innihaldi.
Þannig fléttast lög Jaeksons inn í
íramvinduna og styðja hana,“ útskýr-
ir Gunnar. „Boðskapur sýningarinn-
ar, sem er mikill, er því t.a.m. að
mestu frá mér kominn.“
ABéSé og Hryllir
Lagavalið er þverskurður af ferli
Jacksons, allt írá fyrstu skrefum hans
með bræðrum sínum til nýjustu lag-
anna. Hallgrímur Helgason, lista-
maður og bróðir Gunnars, smíðaði
þeim íslenska texta sem þjóna fyrst
og fremst söguframvindunni. Eftir
meðhöndlun hans hefur gamli Jack-
son 5-slagarinn ,ABC“ því fengið ís-
lenska titilinn „ABéSé“, hið ljúfsára
„Ben“ heitir „Hann“ og sjálft titlillag-
ið „Thriller" er „Hryllir“. Gunnar seg-
ir að á endanum hafi hópurinn komist
niður á gott jafnvægi milli gamalla og
nýrri laga poppkonungsins, en vissu-
lega hafi þeir Jón Ólafsson tónlistar-
stjóri fremur haOast að eldri lögunum
og krakkamir að þeim yngri.
Jón tekur undir þetta og segist
hrifnastur af Motown-tímabilinu;
„þegar hann var undrabam og ennþá
að fást við hreinræktaða sálartónlist".
Gunnar segir það þó hafa komið sér á
óvart hversu vel krakkamir þekkja
og finna samsvörun með hinum
gömlu góðu lögum kóngsins. Jón seg-
ir þetta verkefni hafa verið æði marg-
slungið, ekki hafi t.a.m. verið auðvelt
að finna söngvara sem farið gætu í föt
Jacksons sem syngi afar hátt uppi:
„Gunnari tókst hins vegar svo ótrú-
lega vel upp í að flétta saman sög-
uþráðinn og lögin, sem þar að auki
Védís Hervör Árnadóttir leikur
hina saklausu Möggu.
era öll á íslensku, að samanburðurinn
við Jackson varð á endanum nánast
að engu, sem gerði mér mun auðveld-
ara um vik að útsetja sönginn."
Óvenju heilsteypt sýning
Jón hefur tekið þátt í æði mörgum
uppfærslum nemenda Verzlunarskól-
ans og hann telur þessa sýningu án
efa með þeim allra bestu: „Það er
mun meira kjöt á beinunum en oft áð-
ur. Hugmyndin er snjöU og sýningin í
heUd bæði fyndin og heUsteypt."
Þrátt fyrir einvalaUð atvinnulista-
manna sem taka þátt í sýningunni þá
em það fyrst og síðast nemendur
Verzlunarskólans sem em í aðalhlut-
verkum, jafnt innan sviðs sem utan.
Gunnar segir það ótrúlegt hversu
hæfileikaríkir hinir imgu þátttakend-
ur í sýningunni reyndust og er afar
þakklátur fyrir að hafa fengið tæki-
færi til þess að vinna með þeim. Að-
standendur sýningarinnar úr nem-
endamótsnefnd segjast afar ánægðir
með útkomuna og vona að sýningin
hljóti þá athygh sem hún eigi skUið.
Mestu máli skipti þó að sjálfum nem-
endum skólans sé skemmt á nem-
endamótssýningunni, en tU þess sé
leikurinn fyrst og fremst gerður.
Kalk fyrir beinin!
Apótaki* Smératcf fli • Apótckp Spönginní
Apóteki. Kringlunni * ApótekL Srr'-i*iuvefií
Apóteki* Su»ufslrbiuJ • Apótokú l>ufelíi
Apóteki) Hagkeup Skeifunni
Apótek-' Hftgkaup Akureyn
Hafnarfjanar Apótc-k
Apoteki) Ntkaupufn Mosfeilcó*
...það skiptir engu máli...
hve oft þú skoðar málid. Pú kemst ekki framhjá stadreyndum...
ua+ Ef þú ert a uinnumarkadinum ogertaðhugaað
endurmenntun. Þá eru mikil afköst við lestur nauðsynleg
undirstaða til að ná árangri á öllum öðrum námskeiðum.
Ef þú ert i námi og vilt ná frábærum árangri, þá eru
mikil afköst við lestur nauðsynleg undirstaða.
Byrjadu á undirstöðunni! Margfaldaðu lestrarhraðann.
Lestrarhraði þátttakenda fjórfaldast að jafnaði. Næsta námskeið
hefst 10. febrúar. Við ábyrgjumst að þú nærð árangrí!
Skráning er í síma 565 9500
I IRAÐLESTRARSKOLINN
liup://l)raUlcMnirskolimi.i>mcnm.is/