Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 76

Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 76
''wíM Traustar elgo; íslenska |E3| I K71 murvoru Síðan 1J972 j* j Leitið tilbaða! ■ I steinpi MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA S691122, NETFANG: RITSTJ(SMBL.IS, AKUREYRI: KA UPANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Guðrún Þorkelsdóttir SU fær loðnu úr trolli Beitis NK á loðnumiðunum fyrir skömmu. Víkingalottó Fyrsti vinn- ingur stefn- ir í um 400 milljónir ÞREFALDUR fyrsti vinningur í Víkingalottói gekk ekki út í gær- kvöldi og verður vinningurinn því fjórfaldur þegar dregið verður næst- komandi miðvikudagskvöld. Bergsveinn Sampsted, fram- kvæmdastjóri íslenskrar getspár, segir að þetta sé í annað sinn í sögu Víkingalottós sem fyrsti vinningur er fjórfaldur. Síðast gerðist það 20. apríl 1994. Þá var fyrsti vinningur 395.458.040 krónur og skiptist milli tíu vinningshafa. Þar í hópi var einn Islendingur, sem fékk 39,5 milljónir króna. Bergsveinn segir að fyrsti vinn- ingur stefni í að verða á bilinu 380- 410 milljónir króna. Þetta verður því hæsti vinningur sem íslendingar hafa haft tækifæri til að spila um. Líkur til að hreppa fyrsta vinning í Víkingalottói er um 1 á móti 12 millj- ónum. Einn bónusvinningur kom í hlut Islendings í gærkvöldi og var vinn- ingsmiðinn keyptur í söluturninum London í Austurstræti. Vinningshaf- inn fékk 1,1 milljón kr. í sinn hlut. Beðið eftir loðnugöngu FREMUR lítið var um að vera á loðnumiðunum í gær en veður hefur að mestu hamlað nótaveiðum und- anfama daga. Loðnuskip sem veiða í flottroll hafa hins vegar fengið ágætan afla en þau geta athafnað sig í mun verra veðri en nótaskipin. Flest nótaskipin voru í gær á Hvalbaksgrunni og að sögn Jóns Axelssonar, skipstjóra á Júpiter ÞH, að bíða göngu loðnunnar upp á landgrunnið. „Loðnan hlýtur að fara að sýna sig uppi á grunninu. Hún hefur verið að færa sig ofar í landgrunnskantinn undanfarna daga og menn eru farnir að sjá ein- staka smálóð uppi á grunninu. Við höfum hins vegar ekkert getað kast- að nótinni síðustu daga, enda verið haugabræla og mikil kvika. En nú er að lægja, flest skipin búin að taka grunnu nætumar um borð og allir tilbúnir í slaginn. Þetta hlýtur að bresta á um helgina," sagði Jón. Hættulegir staðir á Reykjanesbraut Níu banaslys hafa orðið á 33 árum NÍU banaslys hafa orðið á Reykja- nesbraut síðan árið 1967 við Kúa- gerði og á Strandarheiði, skammt sunnan Kúagerðis. Þar af urðu fimm banaslys við Kúagerði og fjög- ur á Strandarheiði samkvæmt upp- lýsingum úr slysaskrá Umferðar- ráðs. ► Nú síðast lést 41 árs gömul kona í bílslysi við Kúagerði í fyrradag, en þar áður lést 47 ára gömul kona, sem var farþegi í bifreið sem lenti í árekstri í janúarmánuði árið 1987. Athygli vekur að öll banaslysin frá 1967 við Kúagerði til þessa dags urðu að vetrarlagi á tímabilinu 1. nóvember til 18. mars og eru þá ótalin fjöldamörg önnur slys. Ekki áform um breytingar á veginum Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins hafa ekki verið uppi sérstök áform um breytingar á Reykjanesbrautinni vegna slysa- tíðninnar við Kúagerði eða Strand- arheiði. Hins vegar hefur verið rætt hvort hættan á vegarkaflanum við Kúa- gerði stafi af legu vegarins, þ.e. hæð hans yfir sjávarmáli og nálægð hans við sjó. Vegarkaflinn er aðeins í nokkurra metra hæð yfir sjávarmáli og í innan við 100 metra fjarlægð frá sjávarsíðunni. Rakastigið er því öðruvísi á kaflanum en annars stað- ar og gæti það orsakað hálku á veg- inum fyrr en annars staðar. Þá eykst slysahættan vegna krappra beygja og gatnamóta Vatnsleysust- randarvegar, Reykjanesbrautar og vegarins að Höskuldarvöllum. Stækkun Leifsstöðvar hefst um næstu mánaðamót Ný störf fyrir vel á annað hundrað manns STEFNT er að því að ganga frá samningum varðandi framkvæmd- ir við stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar við lægstbjóðendur, danska fyrirtækið Hojgaard og Schults og Miðvang ehf., í þessari viku. Framkvæmdir við verkið eiga að hefjast 1. mars næstkomandi og þeim á að verða lokið 15. desem- ber. Tilbúnir að flytja inn danska iðnaðarmenn Sveinn Jónsson, framkvæmda- stjóri Miðvangs á Egilsstöðum, segir að hátt á annað hundrað manns muni vinna að framkvæmd- um þegar mest verði, að stórum hluta iðnaðarmenn. Hann segir ennfremur að danski verktakinn sé tilbúinn til að koma með starfsmenn hingað til lands til ýmissa verkþátta ef á þurfi að halda. Óljóst sé á þessari stundu hvort takist að ráða nægilega marga iðnaðar- menn til verksins hér á landi vegna þenslunnar sem hafi verið á byggingamarkaðnum. Tilboð fyrirtækjanna hljóðaði upp á tæpan milljarð króna og var 86% af kostnaðaráætlun við fyrsta áfanga, en byggingin er á tveimur hæðum, um 6.900 fermetrar að stærð. Sveinn segir að danska fyrir- tækið hafi byggt nýju flughöfnina á Kastrup og hafi því mikla reynslu af flóknum viðfangsefnum eins og þessu þar sem þörf sé á hröðum vinnubrögðum. ISLANDSBANKI Gríptu til aðgerð íslandsbanki hefur fleiri virkar aðgeröir fyrir WAP-síma en nokkur annar banki. Pósturinn kom að bæn- um í ÍBÚÐARHÚSIÐ á Skálabrekku í Þingvallasveit brann til kaldra kola í fyrrinótt. Engan sakaði. Lögreglan á Selfossi segir engin vitni hafa verið að eldsvoðanum en bóndinn á Skálabrekku hafi búið þar einn og verið að heiman þessa nótt. Lögreglan segir bæinn standa nokk- uð afskekkt og að enginn sjái til hans rjúkandi nema íbúar á næsta bæ, en þeir hafi einnig verið að heiman þessa nótt. Þar sem kyrrt var í veðri varð eng- inn eldsins var og ekki er vitað hve- nær kviknaði í húsinu. Lögreglan segir vegfarendur hafa farið framhjá húsinu klukkan 20 á þriðjudagskvöid án þess að sjá nokk- uð athugavert. Póstberinn hafi hins rúst vegar komið að húsinu klukkan 14 í gær, þá var það brunnið til ösku og ekkert eftir af því nema steyptir út- veggir. Lögreglan segir eldsupptök með öllu ókunn og að erfitt verði að rannsaka málið sökum þess hve mik- ið húsið brann og vísbendingar séu þar með að mestu horfnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.